Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 9
FRÉTTIR
RAUÐI krossinn og ríkisstjórn
Íslands hafa undirritað áheit um
markvissara samstarf á al-
þjóðavettvangi á árunum 2008-
2011, og að starfa saman að
fræðslu um alþjóðleg mann-
úðarlög í þágu fórnarlamba á
átakasvæðum.
Að auki undirrituðu Rauði
kross Íslands og ríkisstjórnin
ásamt landsfélögum Rauða
krossins í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð og ríkisstjórnum sömu landa samnorrænt áheit um hlut-
lausa, óháða mannúðaraðstoð á átakasvæðum. Þar skuldbinda aðilar sig til
að styrkja starf óháðra samtaka eins og Rauða krossins og skerpa línurnar
milli starfsemi þeirra og aðstoðar sem ríki veita í hernaðarlegum tilgangi.
Ómar Kristmundsson, formaður Rauða kross Íslands, og Kristinn F.
Árnason sendiherra undirrituðu áheitið.
Aðstoða fólk á átakasvæðum
15 MYNDLISTARMENN á Suður-
nesjum hafa tekið sig til og efnt til
sölu á málverkum til hjálpar Afr-
íkubúum sem misst hafa útlimi
vegna styrjalda, pyntinga eða sjúk-
dóma. Málverkasalan hefst kl. 18 í
dag og fer fram í kaffihúsi aðal-
bækistöðva Kaffitárs, Stapabraut 7
í Reykjanesbæ. Hagnaður af söl-
unni rennur óskiptur til verkefn-
isins. Salan er haldin í samstarfi við
IceAid, íslensk þróunar- og mann-
úðarsamtök sem skipuleggja verk-
efni í Austur-Afríku sem felst í að
setja gervifætur á 100 manns.
Til styrktar
Afríkubúum sem
misst hafa útlimi
ÚTSVAR á Seltjarnarnesi lækkar
úr 12,35% í 12,10% 1. janúar nk.
samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar
en fjárhagsáætlun ársins 2008 var
afgreidd á fundi hennar í fyrradag.
Álagningarstuðull fasteignaskatts
á íbúðarhúsnæði lækkar einnig úr
0,24% í 0,20%. Álagningarstuðull
vatnsskatts lækkar úr 0,115% í
0,100% og álagningarstuðull frá-
veitugjalds verður 0,097% af fast-
eignamati, allt frá 1. janúar. Allir
gjaldstuðlar fasteignagjalda auk
útsvars verða því þeir lægstu á höf-
uðborgarsvæðinu, segir í frétt frá
Seltjarnarnesbæ.
Gjöldin lækka
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Cashmere
rúllukragapeysur
í sex litum
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
M
bl
.9
29
34
4
Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16
og í Eddufelli kl. 10-14
Flottur
jólafatnaður
HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862
Orðabrellur
Einstök bók með bráðsnjöllum
þrautum sem fá okkur til þess
að gefa íslenskri tungu betri
gaum en ella, spá og spekúlera
í merkingu orða og orðasam-
banda og beita hugmyndaflugi
og kímni við lausn þeirra.
holar@simnet.is
Þreföld safnplata með
Þuríði Pálsdóttur söngkonu
íslensk sönglög, erlend sönglög og óperuaríur.
Seldur í Pennanum og hljómplötuverslunum
Hægt er að fá diskinn sendan í póstkröfu, upplýsingar í síma 534 3730
KRINGLUNNI - Sími: 568 9955
www.tk.is
design: Erik Bagger
AÐVENTUSTJAKAR Tilboðsverð kr. 8.995.-
Tilboðsverð kr. 12.450.-
-mikið úr val -frábær t verð
Ullarjakkar
áður 12.990
Nú 9.990
Stærðir 34-46
Laugavegi 54
sími 552 5201
Jakkasprengja
Í TILEFNI af
fimm ára starfs-
afmæli Stofnun-
ar stjórnsýslu-
fræða og
stjórnmála er í
dag boðið til ráð-
stefnu í Odda,
Háskóla Íslands,
kl. 15.05. Ráð-
stefnan ber yfir-
skriftina Ný form lýðræðis – íbúa-
lýðræði, lýðræðiskerfi
sveitarfélaga og félagsauður og er
öllum opin.
Aðalfyrirlesari verður einn
þekktasti stjórnmálafræðingur á
sviði sveitarfélaga og nýrra lýð-
ræðisforma, Gerry Stoker, pró-
fessor við háskólann í Southamp-
ton. Auk hans flytja ávörp forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson
fv. prófessor í stjórnmálafræði,
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
stjórnmálafræðingur og borgar-
fulltrúi, Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor og stjórnarformaður
stofnunarinnar. Lokaorð flytur
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
en hann situr í Lýðræðishóp Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Í tilefni afmælisins hefur verið
ákveðið að setja af stað stórt
þriggja ára rannsóknar- og þróun-
arverkefni um íbúalýðræði og fé-
lagsauð. Í rannsókninni verður í
fyrsta skipti tekin saman reynsla
íslenskra sveitarfélaga af íbúalýð-
ræði m.a. á sviði umhverfis- og
skipulagsmála. Nauðsynlegt er að
skrá þátttöku í ráðstefnunni á
www.stjornmalogstjornsysla.is.
Rætt um nýtt form
lýðræðis – íbúalýðræði
Gerry Stoker