Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Caracas. AFP, AP. | Hugo Chavez vill
verða forseti Venesúela fyrir lífstíð
og með stjórnarskrárbreytingum,
sem kosið verður um í landinu á
sunnudag, gæti draumur hans orðið
að veruleika. En þessi umdeildi orð-
hákur mætir nú nokkurri mótstöðu,
jafnvel sumir stuðningsmanna hans
telja hann seilast of langt.
Chavez hefur verið forseti Venes-
úela sl. átta ár. Hann þrífst á athygli
og nýtur þess að lenda í illdeilum við
menn. Hann reitti Jóhann Karl Spán-
arkonung svo illilega til reiði á ráð-
stefnu í Chile nýverið að sá spænski
fékk ekki á sér setið og bað Chavez að
steinþegja og nú síðast fékk Alvaro
Uribe, forseti Kólumbíu, gusu af
skömmum yfir sig. Áður hafði Chavez
lýst Bush Bandaríkjaforseta sem
djöflinum sjálfum.
Með umfangsmiklum breytingum
á stjórnarskrá Venesúela, sem lands-
menn kjósa um á sunnudag, yrði
sósíalískt efnahagskerfi fest í sessi og
Chavez gert kleift
að bjóða sig fram
til endurkjörs
2012 (sem hann
annars mætti
ekki) og svo eins
oft og hann vildi.
Forsetinn réði
sjálfur beint yfir
seðlabanka lands-
ins og lögreglu
yrði heimilt að handtaka fólk án
ákæru við tilteknar aðstæður, auk
þess sem ríkið gæti sölsað undir sig
eignir í einkaeigu. Þá gæti forsetinn
framvegis valið persónulega for-
ystumenn sveitarfélaga og héraða –
en margir óttast að sú breyting
myndi þýða að enginn sem ekki er
bandamaður forsetans gæti komist til
áhrifa nokkurs staðar.
Chavez segir að með því að greiða
atkvæði með breytingunum séu
menn að tryggja að hann verði áfram
á skipi sem ella „gæti sokkið“. „Ef þið
óskið þess – og ef þið samþykkið nýja
stjórnarskrá – skal ég vera forseti
eins lengi og Guð óskar! Þar til síð-
ustu beinin í líkama mínum eru þorn-
uð upp!“ sagði hann nýlega við stuðn-
ingsmenn sína sem margir hverjir
ætla að fara að tilmælum hans ein-
faldlega vegna þess að þeir fylgja
þessum foringja. Aðrir benda á að
ýmislegt jákvætt sé að finna í breyt-
ingunum, s.s. styttingu vinnutíma
venjulegs verkamanns úr átta
klukkustundum í sex á dag.
Andstæðingar forsetans koma hins
vegar úr ýmsum áttum. Rómversk-
kaþólska kirkjan óttast að stjórnar-
skráin feli einum manni öll völd í
landinu og ýmis mannréttindasamtök
og aðilar í viðskiptalífinu hvetja fólk
til að standa vörð um lýðræðið. Þá
hafa námsmenn staðið fyrir götumót-
mælum í vikunni. Chavez kallar
námsmennina hins vegar „spillta litla
vandræðagemlinga“ og kirkjunnar
menn eru „vangefnir“ í hans huga.
Vill geta verið forseti
Venesúela til lífstíðar
Hugo Chavez
FJÖGUR sveitarfélög í Noregi hafa tapað andvirði að
minnsta kosti 3,9 milljarða íslenskra króna í viðskiptum
með bandaríska skuldavafninga, þeirra á meðal svoköll-
uð ótrygg húsnæðislán.
Í frétt á vefsíðu norska miðilsins e24 segir að vafning-
arnir hafi verið settir saman af Citigroup í Bandaríkj-
unum, en norska fjármálafyrirtækið Terra Securities
seldi sveitarfélögunum vafningana.
Koma þeim ekki til hjálpar
Alls munu sveitarfélögin hafa fjárfest fyrir um 9,5
milljarða íslenskra króna og síðan þá hafa fjárfesting-
arnar fallið hratt í verði. Talsmenn þeirra vilja kenna
Terra um hvernig fór og segja fjármálafyrirtækið ekki
hafa gert þeim með nægilega skýrum hætti ljósar þær
hættur sem fælust í fjárfestingunum. Vandinn er að
sveitarfélögin tóku peninga að láni til að kaupa bréfin
sem síðan hafa reynst verðlaus. Sveitarfélögin verða því
að borga úr eigin sjóðum eða selja eignir til að standa
undir tapinu. Framtíðartekjur af virkjunum sveitarfélag-
anna voru settar að veði, en sveitarfélögin hafa krafist
þess að Terra taki á sig hluta af tapinu.
Norska fjármálaeftirlitið segir að um sé að ræða eitt
versta fjármálahneyksli í landinu í áratugi. Bæði for-
sætisráðherra og fjármálaráðherra Noregs hafa lýst því
yfir að ríkið komi sveitarfélögunum sem tapa ekki til
hjálpar. Bæði Jens Stoltenberg forsætisráðherra og
Kristín Hallvorsen fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að
sveitarfélögin og sparisjóðirnir verði að ráða fram úr
vandanum án stuðnings.
Norsk sveitarfélög í
glæfrafjárfestingum
Talið eitt versta fjármálahneyksli í Noregi í áratugi
HÓPUR yfirmanna í stjórnarher Filippseyja gerði mis-
heppnaða tilraun til að hrekja Gloriu Arroyo forseta
frá völdum í gær en þeir náðu hótelbyggingu í Manila á
sitt vald og kröfðust þess að Arroyo segði af sér. Her-
inn kom á vettvang og eftir nokkurra klukkustunda
umsátursástand gáfust uppreisnarmenn síðan upp og
sögðust ekki vilja verða valdir að dauða óbreyttra
borgara. Arroyo sagði að mennirnir yrðu sóttir til
saka, um leið og hún lýsti yfir næturlöngu útgöngu-
banni í Manila. Einn höfuðpaura áhlaupsins reyndi
valdarán 2003 en mennirnir saka Arroyo forseta um
spillingu og gerræðislega valdatilburði.
Reuters
Misheppnað valdarán í Manila
Washington. AFP. | Metsöluhöfundur-
inn Dan Brown beinir spjótum sín-
um að frímúrarareglunni í sinni
næstu bók en um er að ræða fram-
hald af Da Vinci-lyklinum því að
söguhetjan Ro-
bert Langdon
snýr hér aftur.
Eins og í Da
Vinci-lyklinum
þarf Langdon að
takast á við ráð-
gátu sem tengist
leynilegu félagi
en bókin gerist í
Washington, höf-
uðstað Banda-
ríkjanna, og mun söguþráðurinn
tengjast kenningum um að stofn-
endur Bandaríkjanna – George
Washington, James Madison og
Benjamin Franklin – hafi allir fylgt
áætlun er tengdist veru þeirra í frí-
múrarareglunni. Einkum og sérílagi
er haft í flimtingum að Washington
hafi látið skipuleggja byggð í mið-
borginni þannig að hún lægi eins og
tiltekin leynimerki sem frímúrarar
halda í heiðri.
Nýja bókin hefur fengið vinnutit-
illinn „Salomóns-lykillinn“ en for-
svarsmenn frímúrarareglunnar í
Washington hafa staðfest að Brown
hafi verið í sambandi við þá. „Ég er
áhyggjufullur því að ég tel ekki að
heimildavinna hans hafi verið sér-
lega góð,“ segir Mark Tabbert, höf-
undur bókar um frímúrararegluna í
Bandaríkjunum. „En skáldsagna-
höfundar eru og verða skáldsagna-
höfundar.“
Frímúrara-
reglan næst
á dagskrá
Dan Brown
♦♦♦
DÓMSTÓLL í Súdan dæmdi í gær
54 ára gamla breska kennslukonu,
Gillian Gibbons, í fimmtán daga
fangelsi fyrir að hafa heimilað súd-
önskum nemendum sínum að kalla
leikfangabangsa Múhameð. Dóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu
að kennslukonan hefði með þessu
gerst sek um móðgun við íslam og
ákvað einnig að vísa henni úr landi.
David Miliband, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði að það væru
„gífurleg vonbrigði“ að dómstóllinn
skyldi ekki hafa vísað ákærunni frá.
Hann kvaðst hafa kallað sendiherra
Súdans í London á sinn fund „til að
útskýra þetta og ræða næstu skref“.
Í steininn
út af bangsa
Moskva. AFP. | Garrí Kasparov, fyrr-
verandi heimsmeistara í skák, var í
gær sleppt úr fangelsi í Moskvu og
beið hann ekki boðanna með að
gagnrýna ríkisstjórn Vladímírs Pút-
íns Rússlandsforseta, sagði að með
degi hverjum líktist Rússland ein-
ræðisríki meira.
Kasparov kvartaði undan því að
hafa ekki fengið að hitta lögmann á
meðan á fimm daga dvöl hans í fang-
elsi stóð en Kasparov var settur á
bak við lás og slá um síðustu helgi
fyrir að taka þátt í ólöglegum mót-
mælum. „Ég hyggst áfram berjast
gegn þessari ríkisstjórn,“ sagði
Kasparov. „Einu tækifæri þessarar
stjórnar til að lifa af felast í því að
fólk láti óttann taka völdin.“
Þingkosningar
verða haldnar í
Rússlandi um
helgina og Pútín
Rússlandsforseti
ávarpaði lands-
menn í gær í því
skyni að biðja þá
um að kjósa Sam-
einað Rússland,
flokkinn sem
hann fer fyrir í kosningunum. Sagði
hann að ef menn gerðu það ekki væri
hætta á upplausn í Rússlandi. Pútín
sagði stjórnarandstöðuna vilja
hverfa aftur til tíma niðurlægingar,
ánauðar og upplausnar sem ríkti
fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna
1991.
Laus úr fangelsi,
segist ekki hættur
Garrí Kasparov
ÍRÖSK stúlka, sem nýkomin er aft-
ur til Bagdad frá Sýrlandi eftir
nokkurra mánaða útlegð, heldur
vegabréfi sínu á loft og bíður þess
að hljóta afgreiðslu. Írakar, sem
flúið hafa ofbeldið í landi sínu und-
anfarin misseri, eru farnir að snúa
aftur en öryggi þykir hafa aukist.
Reuters
Snúa aftur heim
PERVEZ Musharraf sór í gær emb-
ættiseið sem forseti Pakistans og
situr nú sem borgaralegur forseti,
eftir að hann lét af starfi yfirhers-
höfðingja í fyrradag. Musharraf
hét því að aflétta neyðarlögum í
landinu fyrir 16. desember og sagði
ekkert geta komið í veg fyrir að
þingkosningar færu fram í janúar.
Sór embættiseið
EHUD Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, verður ekki ákærður fyrir
spillingu. Lögreglan segir ónæg
sönnunargögn til að hægt sé að
gefa út ákæru. Olmert hefur verið
sakaður um að beita áhrifum sínum
sem fjármálaráðherra 2005 svo vin-
ur hans fengi banka sem ríkið
hugðist einkavæða.
Olmert sleppur
HENRY Hyde,
fyrrverandi
fulltrúadeildar-
þingmaður fyrir
Repúblikana-
flokkinn, er lát-
inn, 83 ára að
aldri. Hyde er
einkum þekktur
fyrir að hafa sem
formaður dóms-
málanefndar fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings stýrt málarekstri
til embættissviptingar á hendur Bill
Clinton vegna sambands forsetans
við Monicu Lewinsky, starfsstúlku í
Hvíta húsinu. Ályktun þar að lút-
andi var samþykkt í fulltrúadeild-
inni en felld í öldungadeildinni.
Hyde látinn
Henry Hyde
Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170
Innrettingar
Þi´n vero¨ldXEINN IX 07 06
0
08