Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MEÐ nýjum herrum komanýir siðir, og það á við umÍslensku óperuna. Stefán
Baldursson tók við starfi óperu-
stjóra fyrr á árinu, og hafa óperu-
aðdáendur beðið þess með nokkurri
eftirvæntingu að sjá hvaða mark
hann muni setja á starfsemina. Nú á
dögunum gafst fyrsta tækifærið,
þegar auglýst var dagskrá undir
nafninu Óperuperlur; tónleikar; þó
ekki bara tónleikar því þeir skyldu
sviðsettir að einhverju leyti. Tón-
leikahald í Óperunni hefur á liðnum
árum nær eingöngu einskorðast við
hádegstónleika með þeim einsöngv-
urum sem hafa verið í uppfærslum
hússins hverju sinni.
Minnug semi-uppfærslnaÓperunnar á liðnum árum,þar sem óperur voru svið-
settar í styttum útgáfum, var ég
ekkert yfir mig spennt til að byrja
með, en forvitin þó. Sá hálfkæringur
fannst mér misheppnaður, ekki síst í
ljósi þess hve sýningar Óperunnar á
sama tíma á heilum óperum voru
góðar. Í tilfelli styttinganna kom það
sem sparaðist niður á listrænu gildi
því óperurnar nutu sín ekki frekar
en bók sem lesin er með því að
sleppa krítískum köflum.
Vissulega þarf Íslenska óperanað finna leiðir til að afla sértekna og afla óperulistinni
fylgdarliðs, og það verður ekki gert
eingöngu með fullbúnum óperusýn-
ingum. Þá er líka eðlilegt að óperu-
hús sinni óperutónlist á sem breið-
ustum grundvelli.
Án stórfenglegra væntinga sáég sýningu Óperunnar áÓperuperlum, og skemmst
er frá því að segja að sýningin var
framúrskarandi vel heppnuð. Þarna
gat að heyra margar flottustu aríur
óperubókmenntanna og kræsileg
samsöngsatriði: fyrsta flokks tónlist
í frábærum flutningi listamannanna.
Stefán Baldursson sá sjálfur um
uppfærslu tónleikanna, og vissulega
voru þeir sviðsettir með sviðsmynd,
búningum, lýsingu, leik og sviðs-
hreyfingum. Úthugsuð uppröðun at-
riðanna, fullkomin virðing fyrir tón-
listinni, og afslappað andrúmsloft á
sviðinu, var það sem gerði uppfærsl-
una vel heppnaða.
Það valt talsvert á því að rennsli
atriðanna gengi hratt og vel og hug-
myndaauðgin þar var sýnileg. Það
var til dæmis snjallt að gera sveita-
stúlkuna Zerlinu, fórnarlamb flag-
arans Don Giovannis, að dóttur Næt-
urdrottningarinnar – það rímaði
fullkomlega í kringumstæðunum.
Diddú, Sigríður Aðalsteins-dóttir, Ágúst Ólafsson ogBjarni Thor voru frábær –
en enn betra var að heyra hve tón-
listarstjóri og hljómsveitarstjóri
Óperunnar, Kurt Kopecki er fínn
píanóleikari. Það voru aðeins þrjár
sýningar auglýstar á þessari fínu
dagskrá; aukasýning hefur verið
auglýst í kvöld, og vonandi verða
þær fleiri. Þetta er gleðirík sýning,
full af léttleika og húmor, og jafnt
fyrir óperufíkla og þá sem vilja stíga
létt inn í heim óperunnar. Sýningin
er gott dæmi um vel heppnaða að-
ferð við að afla Óperunni fylgis,
kostar miklu minna en stór upp-
færsla með öllu, en hefur þó til að
bera listrænan metnað og skemmtun
í senn.
Perlukafarar Óperunnar fiska vel
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
»Úthugsuð uppröðunatriðanna, fullkomin
virðing fyrir tónlistinni,
og afslappað andrúms-
loft á sviðinu, var það
sem gerði uppfærsluna
vel heppnaða.
Söngfuglar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bjarni Thor Kristinsson í Óperuperlum.
begga@mbl.is
Norðanvert við Ísafjarðardjúp heit-
ir Snæfjallaströnd (eða Snjá-
fjallaströnd) frá Kaldalóni og út að
Bjarnarnúpi. Oft er snjóþungt á
Ströndinni og harla kuldalegt þang-
að að líta sunnan yfir Djúpið, fannir
á túnum og skaflar niður undir sjó,
jafnvel seint að sumri. Nú er enginn
maður búsettur á Snæfjallaströnd,
nema í Æðey sem telst til Strand-
arinnar, en margir dveljast þar á
sumrum. Á fyrri tíð þótti hins vegar
mörgum dugnaðarmanninum gott
að búa á Ströndinni og um aldamót-
in 1900 voru íbúar þar
um 350, þegar mest var.
Saga mannlífs á Snæ-
fjallaströnd er um
margt skýrt dæmi um
búnaðar- og búsetusögu
fólks á Íslandi. Á fyrri
tíð, þegar nánast allir
Íslendingar stunduðu
sjálfsþurftarbúskap til
sveita og svo til allur bú-
skapur miðaði að því
einu að hafa í sig og á,
var gott að vera á Snæ-
fjalla-strönd, jafnvel
betra en í ýmsum sveit-
um sem almennt myndu
kallaðar búsældarlegar.
Þar var gott beitiland,
þrátt fyrir snjóalögin, og land vel
fallið til sauðfjárræktar. Á
ákveðnum árstímum var mikill fisk-
ur í Djúpinu og stutt
að róa eftir soðmeti
og oft veiddist selur
og ýmis smáhveli. Á
vetrum fóru bændur
gjarnan í verið í Bol-
ungarvík og öðrum
verstöðvum við ut-
anvert Ísafjarð-
ardjúp. Fólkið á
Snæfjallaströnd hafði
því alltaf nóg að
borða, fiskur var góð
verslunarvara í kaup-
stað. Rekavið sóttu
menn norður yfir
Drangajökul.
Engilbert S. Ingv-
arsson er upprunninn
á Snæfjallaströnd, var bóndi á
Tyrðilmýri í nærfellt hálfan fjórða
áratug og meðal hinna síðustu sem
brugðu búi á Ströndinni. Í þessari
bók rekur hann sögu byggðar á
jörðum á Snæfjallaströnd á árunum
1930-1940, segir frá ábúendum og
rifjar upp ýmsa þætti mannlífs í
sveitinni. Einnig er hér að finna
nokkra söguþætti frá fyrri tíð.
Þetta er fróðleg bók um veröld
sem var, fólk og mannlíf í afskekktri
sveit, sem nú er komin í eyði að
mestu. Mörgum mun verða kær-
kominn fróðleikur um fólkið og
bæina á Snæfjallaströnd, en ekki
eru þó hinir síðri sem greina frá
horfnum atvinnuháttum og barátt-
unni fyrir því að halda Ströndinni í
byggð. Frásögnin er lipur, skrifuð á
kjarngóðu máli og margar mynd-
anna sem bókina prýða segja mikla
sögu.
BÆKUR
Þjóðfræði
Eftir Engilbert S. Ingvarsson,
Útgefandi: Snjáfjallasetur 2007.
Undir Snjáfjöllum. Þættir um búsetu og
mannlíf á Snæfjallaströnd
Jón Þ. Þór
Engilbert S.
Ingvarsson
Byggð og mannlíf á Snæfjallaströnd
AÐRIR af sex tónleikum Tónlist-
arhátíðar Neskirkju 18.11.-6.12.,
Tónað inn í aðventu, fóru fram við
allgóða aðsókn á föstudagskvöld.
Fyrirsögn tónleikanna var Sungið
frá hjartanu, og það voru orð að
sönnu. Einlæg túlkun Jóns Þor-
steinssonar við látlausan en fág-
aðan orgelundirleik Harðar Áskels-
sonar hlaut að snerta jafnt trúaða
sem hlutlausari hlustendur, enda að
auki margar perlur meðal h.u.b. 16
sálmlaga kvöldsins. Þar af voru
fimm sungin á þýzku.
Því miður var ekkert þeirra nán-
ar tilgreint í tónleikaskrá en sem
„af nýútkomnum geisladiski ásamt
annarri tónlist“. Og þó að organisti
Neskirkju, Steingrímur Þórhalls-
son, kynnti eitthvað munnlega í
byrjun er hætt við að sumt hafi
misfarizt á leiðinni til öftustu sæt-
araða.
Til sanns vegar má færa að ís-
lenzku sálmarnir, hvort heldur við
innlend lög sem erlend, hafa margir
lifað um aldir með þjóðinni. Hinu
verður þó varla heldur neitað að
yngra og/eða miður kirkjuræknu
fólki var tæplega ætlandi að þekkja
öll lög og alla texta. Að ekki sé
minnzt á tónsögulegar lágmarks-
upplýsingar sem m.a.s. grónir mús-
íkunnendur eiga heimtingu á í
vandaðri tónleikaskrá. Eða hvaðan
voru t.d. orgelforspilin runnin? Það
kom né heldur fram – þótt ekki hafi
viðamikil ferilslýsing flytjenda látið
sig vanta á prenti.
Ekkert skal fullyrt um álit ann-
arra tónleikagesta. En hvað mig
varðar gat þessi vandskiljanlegi
frágangur ekki kostað minna en
eina mínusstjörnu. Ef ekki tvær.
Einlæg
túlkun –
en á hverju?
TÓNLIST
Neskirkja
Ýmis sálmalög. Jón Þorsteinsson tenór,
Hörður Áskelsson orgel. Föstudaginn 23.
nóvember kl. 20.
Einsöngstónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður
á Morgunblaðinu, hefur á und-
anförnum árum haslað sér völl í
framlínu íslenskrar blaðamennsku
og unnið verðskuldað til æðstu met-
orða innan stéttarinnar. Davíð Logi
er forkur duglegur og jafnvígur á er-
lendar og innlendar fréttir, beittur
bloggari og skarpur ljósmyndari.
Öflugastur er Davíð Logi að mínu
mati þar sem hann brýtur niður
löngu úrelta múra á milli innlendra
og erlendra frétta í greiningu og frá-
sögnum til dæmis á málefnum ís-
lensku friðargæslunnar, framboði
Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna og hlutskipti flóttamanna
frá Írak.
Það er sérstaklega mikill fengur í
skrifum hans vegna þess að oftast
nær hefur verið litið á erlendar frétt-
ir á íslenskum fjölmiðlum sem ódýrt
uppfyllingarefni unnið af tilfallandi
reynslulausum nýliðum: þýðingar en
ekki raunverulega lifandi blaða-
mennsku.
Bók Davíðs Loga, Velkominn til
Bagdad, er að langmestu leyti byggð
á greinum sem hann hefur skrifað i
Morgunblaðið og það er bæði stærsti
kostur og galli bókarinnar. Kostur
vegna þess að greinarnar eru flestar
góðar, sumar framúrskarandi. Galli
vegna þess að þetta er að miklu leyti
endurtekið efni. Ánægja lesandans
fer því að miklu leyti eftir því hvort
hann hefur lesið greinarnar. Og aft-
ur er það bæði kostur og galli: kostur
vegna þess að hann fjallar um mál
sem eru í deiglunni; galli vegna þess
að þær eru tiltölulega nýjar af nál-
inni og því of skammt um liðið frá
birtingu til að endurkynnin verði
verulega ánægjuleg.
Davíð Logi er víðförull blaðamað-
ur eins og sjá má af bók hans. Fáir ef
nokkrir íslenskir blaðamenn geta
státað af því að hafa kynnt sér af eig-
in raun átakasvæði á borð við Írak
(tvívegis), Afganistan og Kosovo,
auk þess sem hann lagði stund á nám
um tíma á Norður-Írlandi. Rósin í
hnappagatinu er þó ferð hans til
Guantanamo þar sem hann nældi sér
ekki bara í íslensk blaðamannaverð-
laun heldur líka ljós-
myndaraverðlaun.
Geri aðrir betur.
Davíð er al-
gjörlega laus við þá
tilhneigingu sem oft
er áberandi í bókum
af þessu tagi að að
reyna að slá sig til
riddara sem einhvers
konar ofur-
stríðsfréttaritara
með viðeigandi kald-
hæðnum töffaraskap.
Frásögn hans er
skýr og greinargóð
en líður fyrir að vera
stundum nokkuð
sundurlaus enda um samanlímdar
blaðagreinar að ræða, en ekki frá-
sögn sem settt er á blað með upphafi
og enda. Rauða þráðinn skortir, að
mínu mati. Persónulega hefði ég kos-
ið að heyra meira um reynslu Davíðs
Loga í Kosovo enda spennandi að
heyra hvaða lærdóma hann telji að
megi draga af (frekar slakri)
frammistöðu alþjóðasamfélagsins
við stjórn Kosovo og setja það í sam-
hengi við Afganistan og Írak.
Af lestri bókarinnar verður þeim
ljóst sem ekki vissu fyrir
að Davíð er drengur góð-
ur, hugrakkur og heið-
arlegur og sjálfstæður í
hugsun. Kostur frásagn-
ar Davíðs umfram það
sem við getum kynnt okk-
ur í erlendum miðlum er
einmitt að hann lítur á
málefnin út frá íslensku
sjónarhorni án þess að
neitt skorti upp á lærdóm
hans.
Persónulega finnst
mér að hann megi láta
gamminn geisa og sleppa
fram af sér beislinu í enn
ríkari mæli enda ólíkt
meira pláss á síðum bókar en blaðs.
Stundum sakna ég hreinlega meira
fjörs og frásagnargleði.
Davíð Logi er aðeins á miðjum fer-
tugsaldri og því hefði hann að ósekju
mátt bíða með útgáfuna og vinna
sjálfstæðara verk reynslunni ríkari
að nokkrum árum liðnum. Vonandi
fær hann tækifæri til að halda oftar í
víking okkur íslenskum blaðales-
endum til ánægju og yndisauka.
Torsótt leið af blaði yfir í bók
BÆKUR
Blaðamennska
Eftir Davíð Loga Sigurðsson,
Skrudda, 2007, 178 s.
Velkominn til Bagdad
Árni Snævarr
Davíð Logi Sigurðsson