Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 20

Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SAMSON Properties fær 11 þúsund fermetra lóð í Vatnsmýri í skiptum náist samningar um uppbyggingu Listaháskóla Íslands (LHÍ) á svokölluðum Frakkastígsreit í miðborg Reykjavíkur. Samningaviðræður eru nú í gangi milli LHÍ og Samson og er reiknað með að niðurstaða náist fljótlega. Lóðin, sem Reykjavíkurborg gaf LHÍ sl. vor, er því not- uð sem gjaldmiðill í samningaviðræðunum. Í borgarráði í gær var samþykktur maka- skiptasamningur milli borgarinnar og Sam- son á umræddum Frakkastígsreit og Lindargötureit. Þar áætlar borgin að byggja fleiri stúdentaíbúðir, en borgin fær lóðirnar Lindagata 44 og Vatnsstíg 10,10A og 12. Samson fær í staðinn lóðarréttindi og fast- eignir á Frakkastígsreitnum, þ.e. Hverfisgötu 60, 60A, 43B og eina íbúð í 58A. Einnig var samþykkt í borgarráði að ganga til samninga við Samson Properties um kaup á eignum borgarinnar á svokölluðum Landsbanka- Barónsreit, er þar um að ræða Skúlagötu 26, 28 og 30, lóðina að Vitastíg 5 sem og Hverf- isgötu 85, 87, 89 og 91. Að teknu tilliti til þess að Samson Properties og félög í þeirra eigu hafa nú fjárfest umtalsvert á reitunum þótti eðlilegt að ganga til samninga við félagið um kaup þeirra á eignum Reykjavíkurborgar sem þar eru í samræmi við markmið og hlut- verk Skipulagssjóðs. Fyrir sinn snúð fær borgin tæpar 1.300 milljónir króna að sögn Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra. Þar er fyrirhugað að rísi miðborgarkjarni með verslunar- og þjónustu- húsnæði, skrifstofum og íbúðum. Einnig var samþykkt í borgarráði að við endurskoðun deiliskipulags á Barónsreitnum verði haft í huga að Bjarnarborg og Barónsfjósið eru friðuð. Segir Dagur að með því sé tryggt að ekki verði hreyft við þeim húsum auk þess sem byggðamynstri við Vitastíg verður haldið óbreyttu. Rík áhersla verði lögð á að tengja uppbygginguna við götumynd og sérkenni Laugavegar og Vitastígs með það fyrir aug- um að skapa áhugavert umhverfi sem styrkir blómlegt mannlíf í þessum borgarhluta. Með þessu gefist einstakt tækifæri til þess að koma á uppbyggingu í bland við endurvakn- ingu eldri byggðar. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, segir að með samningum sem samþykktir voru í borgarráði í gær sé Reykjavíkurborg að efna sín fyrirheit við skólann frá því sl. vor. „Með þessum samningi er verið að gera okkur og Samson mögulegt að semja,“ segir Hjálmar. Spurður um hvort Listaháskólinn vilji frekar vera í miðbænum en í Vatnsmýri segir Hjálmar: „Það hefur alltaf verið stefna skól- ans að vera í miðborginni, sem næst borg- arlífinu. Það hefði þó einnig verið góður kost- ur að vera í Vatnsmýrinni í nálægð við Háskóla Íslands. En þegar Samson bauð upp á viðræður um lóð í miðbænum þá tókum við þeim fagnandi.“ Spurður um verðmæti lóðarinnar í Vatns- mýrinni segir Hjálmar: „Verðmatið er rokk- andi en við metum hana aðallega til móts við lóð á Laugaveginum. Þannig að við ætlum okkur alla vega ekki að borga þarna á milli, það er alveg á hreinu.“ Samningaviðræður við Samson ganga m.a. út á það að tryggja stækkunarmöguleika LHÍ yfir Hverfisgötuna. Felur makaskiptasamn- ingur sá sem samþykktur var í borgarráði í gær það m.a. í sér. Náist samningar segir Hjálmar að uppbygging verði að hefjast sem fyrst. Bjóða þurfi út hönnun og byggingu skólans. „Þessi samningur er afar mikilvægur og ég lít ekki eingöngu á þetta í sambandi við skólann heldur í samhengi við uppbyggingu miðborgarinnar og menningarlífsins í heild.“ Auk þess sem makaskiptasamningurinn gerir samkomulag milli Listaháskólans og Samson Properties mögulegt greiðir hann fyrir því að lóð stúdentagarða við Lindargötu geti orðið heildstæðari, sem myndi bæta um- hverfið og aðkomu að lóðinni og möguleiki opnast á að byggja fleiri stúdentaíbúðir á reitnum. „Það verður mjög spennandi að fá Listahá- skólann við Laugaveginn,“ segir Dagur. Reit- urinn sem um ræðir hafi hingað til verið lítið borgarprýði. „Það er líka mikilvægt að byggt fleiri íbúðir fyrir stúdenta. Til að tryggja fleiri ódýrar leiguíbúðir, það er ekki vanþörf á því.“ Þá fagnar Dagur samkomulagi við Samson um Barónsreitinn. „Það samkomulag nær til þess að standa vörð um gömul hús á svæðinu, standa vörð um karakterinn á Laugavegi og verndun götumyndar á Vitastíg og byggja þannig að uppbyggingin verði í sátt við sög- una og nánasta umhverfi.“ Dagur segir að verslunarkjarni sem fyrirhugað er að rísi á reitnum verði „akkeri“ á svæðinu, á móti Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. „Þetta end- urspeglar þessa eftirspurn sem er eftir því að byggja í miðborginni. Það er mjög ánægju- legt.“ „Uppbygging hefjist sem fyrst“ Í HNOTSKURN »Samningar sem tengjast uppbygginguListaháskóla Íslands við Laugaveg og stúdentaíbúða við Lindargötu og uppbygg- ingu og útfærslu á nýjum verslunarkjarna á Landsbanka-Barónsreit voru samþykktir í borgarráði í gær. »Listaháskólinn á nú í viðræðum viðSamson Properties um byggingu skól- ans á Frakkastígsreit. Gangi þeir samn- ingar eftir fær Samson lóð LHÍ í Vatns- mýrinni. »Listaháskólinn fær stað við Laugavegog stækkunarmöguleikar verða tryggðir. Fá lóð í Vatnsmýri náist samningar um bygg- ingu LHÍ við Laugaveg                                                                           2        34      ( ( () (+ .&       5 6 6 *+ 2 )&')&-.7   89 6 2         6 2 2  #9 $ 75    6 2 %&'%&'%( --  34 ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans á Akureyri fer fram í kvöld í íþróttahöllinni, en hún er jafnan haldin 1. desember eða sem næst fullveldisdeginum. Hátíðin verður fjöl- mennari nú en nokkru sinni, matargestir hátt í eitt þúsund talsins, nemendur, starfsmenn og gestir þeirra. Árshátíð MA er orðin landsþekkt sem stærsta vímu- efnalausa skemmtun ársins. Skemmtiatriði eru öll heimatilbúin, ut- an dansleiksins sjálfs en það er hjóm- sveitin GusGus sem leikur fyrir dansi. Undirbúningur árshátíðarinnar er mikið verk og koma tugir nemenda að skreyt- ingum og öðrum verkefnum. Að sögn Vil- hjálms Bergmann Bragasonar, formanns skólafélagsins Hugins – inspector scholae – er félagið 80 ára um þessar mundir og því enn meira lagt í samkomuna en venju- lega. Á heimasíðu skólans segir að nem- endur telji það forréttindi að fá tækifæri til að njóta vímulausrar stórhátíðar á tím- um þegar eðlilegt er talið að fólk á þessum aldri skemmti sér með öðru móti. „Skólinn virðir og þakkar þennan metnað nem- enda,“ segir á heimasíðunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Æfing Dans stráka í MA vakti lukku á meðal skólasystra þeirra á æfingu í gær. 1.000 manna vímulaus árshátíð MA Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is VELGENGNI Leikfélags Akur- eyrar hefur verið mikil undanfarin ár. Aðsókn hefur aukist gríðarlega og eigið fé, sem fyrir fjórum árum var neikvætt um 30 milljónir, er nú 55 milljónir og búið að greiða allar skuldir leikhússins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar LA, segir viðvar- andi velgengni enga tilviljun. „Hún stafar af þrautseigju, stjórnvisku, fagmennsku og djúpri ást á tveimur lykilatriðum í rekstrinum; áhorf- andanum og listamanninum,“ sagði hann á aðalfundi félagsins. Meirihluti núverandi stjórnar tók við stjórnartaumunum árið 2003 og tók þá ekki við góðu búi, að sögn formannsins. Magnús Geir Þórð- arson var ráðinn leikhússtjóri og undir hans forystu hefði stefna leik- hússins verið endurskoðuð og ráðist í gagngerar breytingar. Agi og ábyrgð LA skilar nú hagnaði fjórða árið í röð og sagði Sigmundur efnahag þess hafa gjörbreyst. „Allar skuldir hafa verið greiddar upp og búið að safna upp öflugum varasjóði. Eigið fé leikhússins var hinn 1. ágúst um 55 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess að 1. ágúst 2003 var eigið fé leikhússins neikvætt um tæpar 30 milljónir. Viðsnúningurinn á tímabilinu er því um 85 milljónir króna. Þetta er ótrúlegur árangur og einstakur. Búið er að stoppa upp í skuldagatið og búa til varasjóð sem við vonum að þurfi ekki að nýta í bráð en á að tryggja að leikhúsið sé í stakk búið að mæta óvæntum skakkaföllum og þurfi þá ekki að koma á hnjánum til yfirvalda eins og oft áður.“ Formaðurinn sagði að undanfarin misseri hefði verið tekið fast á fjár- málum og rekstri. „Starfsemin var öll stokkuð upp í upphafi ársins 2004 og síðan þá hefur starfsemin verið öguð og ábyrg. Áætlanagerð er nákvæm, stjórnendur leikhússins leggja áætlanir fyrir stjórn LA og svo er þessum áætlunum fylgt eftir með nákvæmum hætti. Reksturinn er undantekningarlaust í samræmi við áætlanir og svo hefur verið allt frá því að starfsemin var stokkuð upp. Það er í raun athyglisvert hve stefnufestan hefur verið mikil, því frá því lagt var upp í breytingar- ferlið á þessum tíma hefur aldrei verið hvikað af leið, markmiðin hafa verið ljós og stjórn og stjórnendur hafa unnið sem einn maður.“ Sigmundur sagði að auk þess sem almenn miðasala hefði margfaldast hefði áskriftarkortasala fjórtánfald- ast á fjórum. Vegna góðs gengis síðustu leik- ára hefur LA getað ráðið íslensk leikskáld til að skrifa ný leikverk fyrir félagið. Sigmundur sagði fjög- ur slík verk í þróun og leikhúsáhorf- endur muni uppskera á næstu leik- árum. Þá upplýsti hann að í burðarliðnum væru þrjú verkefni sem tengjast erlendum leikhúsum, leikhópum og listahátíðum. „Í þess- um verkefnum felst viðurkenning á starfi LA og eiga þau að skila sér í fjölbreyttari starfsemi á komandi misserum. Við höfum sett okkur að rækta erlent samstarf á næstu misserum enda búin að ná góðum tökum á starfseminni hér heima fyrir.“ Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun vikunnar sækir Magnús Geir Þórðarson um starf Borgar- leikhússtjóra. Sigmundur sagði að svo kynni að fara að Magnús hreppti stöðuna þótt sig dreymdi óneitanlega aðra niðurstöðu, „en auðvitað væri stjórnin syðra hjá LR ekkert minna en gargandi galin að ráða ekki Magnús til starfans enda hefur hann sýnt þvílíkan afburða- árangur hér norðan heiða.“ Merkasti leikhússtjórinn Sigmundur sagði umsókn Magn- úsar Geirs í fullu samráði við stjórn LA og það hefði verið óréttlátt af henni að setja Magnúsi stólinn fyrir dyrnar. „Það hefði ekki verið lýs- andi þakklæti fyrir það þrotlausa og stórkostlega starf sem hann hefur unnið fyrir okkur.“ Sigmundur sagði: „Magnús Geir Þórðarson er að mínu viti merkasti leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í sögu þess. Þetta er stór fullyrðing, en ég ætla að standa við hana fram í andlátið. Enginn annar leikhússtjóri í sögu LA hefur náð viðlíka árangri og Magnús … Hann hefur lyft Grett- istaki í leikhúslífi Akureyrar – og þjóðarinnar allrar.“ 85 milljóna kr. umskipti Búið er að greiða upp allar skuldir leikhússins og safna öflugum varasjóði Velgengni Leikritið Óvitar hefur gengið fyrir fullu húsi í vetur. Höfund- urinn, Guðrún Helgadóttir, er hér með börnum sem leika í sýningunni. Í HNOTSKURN »LA fékk 4,7 á skalanum1-5 í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í haust. Formaður LA segir það hæstu einkunn sem nokkurt fyrir- tæki, félag eða stofnun hafi fengið í samskonar könnunum Gallup síðustu 15 ár, en fleiri hafa reyndar fengið þá sömu. »Um 95% voru jákvæð eðamjög jákvæð gagnvart leikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.