Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ alltaf efni og þekki af eigin reynslu álagið sem fylgir því að þurfa sjálf sí- fellt að búa til kennsluefni,“ segir Stefanía Valdís Stefánsdóttir, lektor í heimilisfræðum við Kennaraháskóla Íslands, um bók sína, Eldað í dagsins önn, sem nýlega kom út hjá JPV. „Ungt fólk er undir mikilli tíma- pressu og bendir fjölbreytt framboð skyndirétta og hálftilbúins matar til þess að minna sé eldað á heimilum en áður. Rannsóknir sýna að þjóðin er að fitna, bæði börn og fullorðnir, og tannskemmdir og sykursýki að aukast svo eitthvað sé nefnt. Bókin var skrifuð sem leiðarvísir fyrir alla þá sem vilja forðast þessa þróun og borða rétt samsetta fæðu samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar.“ Bók Stefaníu byggir á uppskriftum sem hún hefur safnað á löngum kennsluferli og eiga þær það sameig- inlegt að vera fljótlegar og ódýrar. Þess utan segist Stefanía hafa tekið eftir því að þær bækur sem út hafi komið um mat að undanförnu hafi mikið til einblínt á fínni matargerð sem henti ekki öllum. „Í gegnum kennsluna hef ég orðið vör við að ungu fólki, og jafnvel líka fólki á mín- um aldri, hrýs oft hugur við að takast á við þessar erfiðari uppskriftir og flettir einfaldlega yfir þær.“ Í bókinni er að finna sígilda, þjóð- lega rétti á borð við íslensku kjötsúp- una og kjötfars með grænmeti, sem og meira framandi uppskriftir, t.d. spínatsalat með jarðarberjum og hindberjahunangssósu. „Mér er ekki sama um íslenska matargerð og vil alls ekki sjá pitsuna ýta okkar sígildu hefðum til hliðar. Þess vegna er ég með klassískar ís- lenskar uppskriftir í bókinni sem ég hef endurbætt og lagað að ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar, enda er hreint ekki orðið auðvelt að finna þær. Ég veit hins vegar líka að fólk á mínum aldri er oft orðið þreytt og hugmyndasnautt er kemur að mat- argerðinni,“ segir Stefanía, sem er komin á sjötugsaldur. Þess vegna hentar því ekki síður vel en unga fólk- inu að hafa aðgang að fljótlegum upp- skriftum sem eru líka framandlegar og hollar.“ Sjálf horfir hún mikið til hollustu í eigin matseld. „Ég hef löngu lagað mig að ráðleggingum Lýðheilsu- stöðvar, sem áður voru kallaðar manneldismarkmið, og ég er að kenna. Ég geri greinarmun á því að borða hversdagsmat og hátíðarmat þegar það á við. Þú spyrð hvað mér finnst gott. Mér finnst allur matur góður og verð hrifnari og hrifnari af fiski með aldrinum. Ég borða fjöl- breyttan mat og mikið af flóknum kolvetnum, þ.e. grófmeti á borð við gróft brauð, grænmeti og ávexti á kostnað fituríkrar fæðu.“ Hitaeiningafjöldi og næringargildi allra uppskrifta í bókinni er reiknað út í næringarforriti. „Eitt af vanda- málum okkar í hinum vestræna heimi í dag er að skammtastærðirnar hafa Ég hugsa þessa bók fyrst ogfremst fyrir fólk sem erundir miklu vinnuálagi ogá erfitt með að koma því við að útbúa heimatilbúna máltíð fyr- ir fjölskyldur sínar. Ég skrifa hana þó líka fyrir skólana, enda langar mig að aðstoða mína gömlu nemendur við kennsluna. Ég veit vel að það vantar stækkað og í bókinni ræðst ég svolítið gegn því. Þessar uppskriftir eru mið- aðar við hóflega skammta og að fyllt sé upp í með grænmeti, ávöxtum og grófu brauði.“ Stefanía hefur líka notað velflestar uppskriftirnar í kennslunni og fengið lof fyrir. „Kannski var það það sem ýtti mér út í þetta. Margir voru búnir að hafa orð á að ég ætti að gefa þær út og þar sem ég hætti að kenna eftir nokkur ár velti ég fyrir mér hvort ég ætti bara að liggja með þessar upp- skriftir, eða gera öðrum kleift að njóta þeirra.“ Tómatfisksúpa Handa sex 8 dl vatn 150 g rjómaostur 1 dós Hunt’s chunky garlic and herbs-tómatsósa eða 1-1½ dós af Hunt’s nið- ursoðnum tómötum (411 g dósin) 1 tsk. hvítlauksduft 2 tsk. þurrkað oreganó (eða eftir smekk) 2 msk. Oscar-humarsúpukraftur (má nota venjulega fiskteninga) 1 tsk. grænmetiskraftur um það bil 500 g lax, ýsa eða annar fiskur eða rækjur eftir smekk 2 dl kaffirjómi eða mjólk 1 msk. fersk steinselja til skrauts Setjið vatnið og rjómaostinn í pott og bræðið ostinn við vægan hita. Bætið Hunt’s-sósunni/tómötunum og kryddinu í pottinn ásamt kraftinum og látið sjóða svolitla stund. Skerið fiskinn í teninga og setjið þá út í sjóð- andi súpuna. Takið pottinn strax af hellunni. Bætið rækjunum út í, ef þær eru notaðar, ásamt rjómanum/ mjólkinni og hitið súpuna aftur að suðu. Skreytið með steinselju. Berið súpuna fram sjóðandi heita með grænmetissalati og hvítlauks- brauði. Kjúklingabaunaréttur Handa fjórum til fimm 2 dl ósoðnar kjúklingabaunir eða 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir 1 stór laukur 4 hvítlauksrif 1 tsk. matarolía 1 dl rúsínur 1 dl sveskjur 1 dl þurrkaðar apríkósur 1 dós niðursoðnir tómatar (400 g) 1 msk. hnetusmjör (má sleppa) 1½ dl eplasafi 1 tsk. garam masala (má nota karrí og kanil á hnífsoddi í staðinn) ½ tsk. salt (eða eftir smekk) ¼ tsk. pipar (eða eftir smekk) 1 dl kasjúhnetur Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt ef ekki eru notaðar niðursoðnar baunir. Hellið vatninu af þeim og sjóðið þær í nýju vatni í um það bil eina klukkustund. Hellið soðinu. Saxið laukinn og hvítlaukinn og mýkið hvort tveggja í olíunni. Brytjið ávextina og bætið þeim á pönnuna ásamt tómötunum, hnetu- smjörinu, eplasafanum og garam ma- sala-kryddinu og látið allt malla við lágan hita í um það bil 20 mínútur. Bætið svolitlu vatni út í ef þörf kref- ur. Saltið og piprið. Smakkið og kryddið meira ef þurfa þykir. Bætið baununum út í réttinn á pönnunni og hitið vel. Léttristið hneturnar og dreifið þeim yfir réttinn. Berið fram á pönnunni með heima- bökuðu brauði og fersku grænmet- issalati. Kjúklingabaunaréttur Bragðast vel með nýju brauði og salati. Tómatfiskisúpa Einföld, litsterk og fljótlöguð. Matur fyrir önnum kafnar fjölskyldur Matreiðslukennarinn Stefanía Valdís Stefánsdóttir hefur notað vel flestar uppskriftanna í kennslunni og fengið lof fyrir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðlegir réttir sem og aðrir meira fram- andi geta verið hollir og góðir hversdags- réttir. Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 23. eða 30. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 viku eða lengur. Bjóðum nú takmarkaðan fjölda íbúða á mörgum af okkar vinsælustu gististöðum á frábæru sértilboði, m.a. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico, Dorotea og Liberty. Einnig okkar vinsælu smáhýsi Parque Sol og Dunas Esplendido. Góðar gisting- ar og frábær staðsetning. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða á þessu frábæra tilboðsverði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Dorotea, Roque Nublo, Los Tilos, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo, Los Tilos, Dorotea, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Kanaríveisla Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði! 23. og 30. janúar frá kr. 34.990 Frábær sértilbo ð á góðri gistin gu! M bl 9 42 07 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.