Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 25

Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 25 - kemur þér við Ráðherra til varnar kristindómnum Ísland í slöku meðallagi í Pisa-könnun Sextán milljarða of- sköttun á bíleigendur Eðlilegt líf alnæmissmitraðra Suðurlandsvegur í útboð næsta haust Hvar eru ódýrustu tölvuleikirnir? Hvað ætlar þú að lesa í dag? ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afraf- magnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiú flarft enga fötu, fyllir bara brúsann me› vatni og hreinsiefni. Ótrúlega einfalt! MOPPUSETT FLASH M/SPREYBRÚSA Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! 20% afsláttur fiRIFIN VERÐA LEIKUR EINN ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Kærleikskúla ársins 2007 kemur nú út í fimmta sinn, en það hafa verið fremstu listamenn þjóðarinnar sem lagt hafa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið sitt með list sinni. Að þessu sinni hannar listmálarinn Eggert Pét- ursson listmuninn, sem kallast „Hringur“. Um verk sitt segir Eggert: „Eftir vetur kemur vor, síðan sumar, haust og aftur vetur. Af gróðrinum lesum við framrás tímans. Sortulyngið ber blóm að vori. Blómið verður að beri sem þroskast yfir sumartímann og um haustið er berið orðið skærrautt. Lyngið dvelur undir snjónum og birtist aftur vorgrænt og blómgast á ný. Fræin skjóta rótum. Lífskeðjan er óslitinn hringur.“ Auðgar líf fatlaðra barna Eva Þengilsdóttir, starfsmaður hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, er hugmyndasmiðurinn að baki Kærleikskúlunni, sem hlotið hefur góðar viðtökur lands- manna. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna með því að efla m.a. starfsemi sumar- og helgardvalarstaðarins Reykja- dals í Mosfellsdal, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur rekið frá árinu 1963. „Þarna fer fram frábært starf og þarna viljum við gera sem flestum fötluðum ung- mennum mögulegt að njóta ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldum,“ segir Eva. Verðug fyrirmynd á hverju ári Kærleikskúla ársins 2007 verður kynnt í dag, sam- tímis á Íslandi og í Berlín í Þýskalandi þar sem þær verða einnig til sölu. Kúlurnar eru allar blásnar í Þýska- landi og verða kynntar í móttöku í Felleshúsi í dag, sam- eiginlegu húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Sú hefð hefur skapast að afhenda fyrstu Kærleikskúlu hvers árs verðugum fyrirmyndum og fer sú afhending fram í Hafnarhúsinu í hádeginu í dag. Að þessu sinni er hin verðuga fyrirmynd ung kona sem berst fyrir réttlæti og samfélagi fyrir alla,“ að sögn Evu, en handhafar Kær- leikskúlunnar hingað til eru forseti Íslands árið 2003, Freyja Haraldsdóttir árið 2004, Bjarki Birgisson, Tómas Birgir Magnússon og Guðbrandur Einarsson, sem gengu hringinn í kringum landið undir kjörorðinu „Halt- ur leiðir blindan“, árið 2005 og Ný-ung-hópurinn, sem hefur með hugkvæmni og krafti barist fyrir breyttum viðhorfum í samfélaginu. Fyrsta Kærleikskúlan kom út árið 2003 og reið þá Erró á vaðið með verkinu „2 málarar“. Ári síðar kom „Auga“ Ólafs Elíassonar fram á sjónarsviðið. Árið 2005 hannaði Rúrí kærleikskúlu sem hún kallaði „Án upphafs – án endis“ og í fyrra var verk Gabríelu Friðriksdóttur „Salt jarðar“ í öndvegi. Listamaðurinn Eggert Pétursson valdi sortulyng fyrir kúlurnar en þær eru blásnar í Þýskalandi með aðferð sem byggist á 400 ára glerblásturshefð. Sortulyng kúrir í kúlunni Listasafn Reykjavíkur, Kokka, Villeroy og Boch, Home Art, Valrós á Akureyri og Norska húsið í Stykkishólmi hafa tekið að sér að selja Kærleikskúluna án þóknunar. Kúlan verður aðeins seld í fimmtán daga, frá 5.-19. des- ember. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, yrkir: Óhreinir skaflar og auðir rindar okkurgul túnin og hvergi sól en flórsykurstráðir fjallatindar. Nú finnst mér að mættu koma jól. Sigmundur Benediktsson bætir við: Fía lyftir málsins myndum, mótar þær af næmri spekt og flórsykur á fjallatindum finnst mér alveg dásamlegt. Hörður Björgvinsson yrkir: Ég muna skal ætíð, ef að er spurt, og um það vill kveða bögur: mér þótti vera að mestu þurrt milli 2 og 4. Pétur Stefánsson yrkir einnig lipurt: Undir himinhvolfi bláu hefur skeð um alla tíð; Blossa upp af efni smáu illar deilur, jafnvel stríð. Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum var á vinnustaðasamkomu á Ak- ureyri sl. laugardag. Þar var upp- lýst að ein af konum vinnustaðarins væri að hætta, þar sem hún hefði ráðist til starfa í forsætisráðuneyt- inu. Hann orti: Ýmsu hérna leggið lið líklega flestum meir. Sætustu stelpuna sendið þið suður handa Geir. VÍSNAHORNIÐ Af fjöllum og flórsykri pebl@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.