Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TVÖ SKATTÞREP? Starfsgreinasambandið hefurhreyft hugmyndum um að takaupp tvö skattþrep á þann veg, að þeir, sem hafa innan við 200 þús- und krónur á mánuði í laun, skuli ein- ungis greiða 15% tekjuskatt eða mun lægri tekjuskatt en nú er greiddur af launatekjum. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur lítið tekið undir þessar hugmyndir og telur betra að stefna að almennri skatta- lækkun. Mismunandi skattgreiðslur af launatekjum annars vegar og fjár- magnstekjum hins vegar hafa lengi verið umdeildar. Þeir, sem byggja af- komu sína á launatekjum, eiga erfitt með að skilja, hvers vegna þeir eiga að greiða margfalt hærri skatt af tekjum sínum heldur en hinir, sem byggja afkomu sína á fjármagns- tekjum. Á hinn bóginn eru rökin sterk fyrir því, að hækka ekki fjármagnstekju- skatt vegna þess, að þá er líklegt að fólk flytji fjármuni sína úr landi. Enda hafa þessar umræður ekki snú- izt um það að hækka fjármagnstekju- skattinn heldur að eðlilegt gæti verið að lækka hinn almenna tekjuskatt verulega. Einn af þeim, sem hafa haldið uppi umræðum um þessi mál, er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, sem hefur hafið baráttu fyrir því að lækka skatta almennt og þá ekki sízt hinn almenna tekjuskatt af launa- tekjum. Prófessorinn hefur fært sterk rök fyrir því, að slík lækkun gæti aukið skatttekjur ríkissjóðs og vísar þar m.a. til reynslunnar af veru- legri lækkun skatts á fyrirtækjum. Nú telur fjármálaráðherra ekki skynsamlegt að taka upp tvö skatt- þrep, sem í sjálfu sér getur verið rétt hjá ráðherranum. Hins vegar er spurning, hvort hægt væri að stefna að því að ná markmiðum Hannesar Hólmsteins í áföngum og byrja á því að lækka tekjuskatt af lágum launum í 15% eða annað viðunandi prósentu- stig. Slík skattalækkun mundi bæta kjör þeirra, sem við erfiðastan hag búa, sem eru aldraðir, öryrkjar og einstæðar mæður. Síðan yrði haldið áfram að lækka skatta hjá öðrum tekjuhópum. Þessar hugmyndir Starfsgreina- sambandsins eru umræðunnar virði. Það er ekki ástæða til að vísa þeim frá án þess að málið hafi verið kannað og rætt. Kjarasamningum er ekki lokið. Þeir eru rétt að byrja. Ef hug- mynd Starfsgreinasambandsins er sett í rétt samhengi, þ.e. að hún væri upphafið að almennri lækkun á tekju- skatti af launatekjum, lítur hún kannski öðru vísi út. Þá er ekki verið að tala um að taka upp tvö skattþrep með varanlegum hætti heldur að lækka tekjuskatt í áföngum og byrja á lægst launaða fólkinu. Þrátt fyrir fyrstu viðbrögð fjár- málaráðherra eiga forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins ekki að gefast upp strax heldur leita eftir því að alvöru umræður fari fram um þessa hugmynd þeirra og könnun á því hvers konar áhrif hún mundi hafa. Í LANDI ALLSNÆGTANNA Greint var frá því á þriðjudag aðÍsland væru nú efst á lífskjara- lista Sameinuðu þjóðanna. Þetta er góður vitnisburður um Ísland og ánægjuefni, en þýðir þó ekki að hér á landi sé allt eins og það eigi að vera. Meira að segja í landi alls- nægtanna ber hópur fólks minna úr býtum. Í fyrradag var tilkynnt að Hjálp- arstarf kirkjunnar og Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur myndu á ný sameinast um jólaaðstoð í ár vegna góðrar reynslu frá síðustu jólum. Þeim til stuðnings verður Rauði kross Íslands og leggur Reykjavíkurdeild hans til fé og sjálfboðaliða. Á hverju ári fer hjálparstarf af þessu tagi fram og í fréttum und- anfarin ár hefur þörfin virst fara vaxandi þrátt fyrir velmegun og aukinn kaupmátt. Í tilkynningu um samstarfið nú kemur fram að vax- andi þörf hafi verið fyrir aðstoð allt þetta ár og miðað við það megi búast við að þeir skipti þúsundum, sem þurfi á jólaúthlutun að halda. Árið 2005 bárust 1.400 umsóknir og þótti ásóknin þá bera því vitni að þörfin hefði aukist um helming milli ára. Árið 2006 voru umsóknirnar 1.500. Í fyrra sagði Vilborg Oddsdóttir, fé- lagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu, að orðið hefði mikil fjölgun eldra fólks og jafnvel dæmi um að fólk um átt- rætt hefði verið að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn. Taldi hún að milli 3.500 og 4.000 manns hefðu notið jóla- úthlutunarinnar í fyrra. Nú fer í hönd tími undirbúnings fyrir jólahald og því fylgja mikil út- gjöld og neysla, sem oft virðist ekki vera í neinu samhengi við boðskap hátíðarinnar. En það er mikilvægt að hann gleymist ekki í öllum hraðanum og fólk hafi í huga þá, sem ekki geta leyft sér að halda jól með mannsæm- andi hætti. Ekki fer á milli mála að það eru miklir peningar í umferð í íslensku samfélagi, en þeim er misskipt. Sum- ir hafa meira en nóg á milli handanna en aðrir hafa setið eftir og það er áhyggjuefni. Það er áhyggjuefni að ár eftir ár skuli staðan vera óbreytt eða versna og ekki skuli vera hægt að rétta hlut þeirra sem minnst hafa. Víða í heiminum ríkir mikil neyð og sár og fram hjá henni verður að sjálfsögðu ekki litið, en það þarf að sjálfsögðu einnig að líta sér nær. Reisn hvers þjóðfélags helgast með- al annars af því hvernig það gerir við þá borgara, sem minnst hafa. Á Ís- landi eru allar forsendur til að koma í veg fyrir að nokkur maður líði skort, hvort sem það er um jólin eða á öðrum tímum. Sem betur fer hafa Íslendingar verið örlátir þegar blás- ið hefur verið til safnana, en því mið- ur er jólaúthlutun til bágstaddra ekki nema skammtímalausn á vand- anum. Sá vandi kemur ekki bara upp um jólin þótt þá verði hann ef til vill sárastur og á honum þarf að taka. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einn daginn er maður heil-brigður og hugsar fram-tíðina alveg eins og fólkgerir. Það býst við því að það eigi eftir að eignast maka og börn og halda áfram í sinni vinnu. Þegar svona gerist þarf maður að endurskilgreina sjálfan sig al- gjörlega,“ segir Aðalheiður Rún- arsdóttir. Hún er þrítug og greind- ist með MS haustið 2005, fyrir rúmum tveimur árum. Þá fékk hún svonefnt bráðakast og lamaðist annar handleggurinn, en áður hafði hún misst tilfinningu og mátt í öðrum fætinum. Ekki gaman að veikjast í þrjá mánuði í nýrri vinnu Þegar Aðalheiður greindist með MS var hún nýlega búin að ljúka námi, en hún er með BA-próf í ítölsku og bókmenntafræði og nám í kennslufræðum frá Háskóla Ís- lands. Haustið 2005, rétt áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig, hóf Aðalheiður að vinna sem kennari í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. „Það er ekki gaman að vera búin að vera í mánuð á vinnustað og verða svo veikur í þrjá mánuði,“ segir hún en bætir við að vinnustaðurinn hafi reynst sér vel í veikindunum. Aðalheiður hélt áfram að kenna í fyrravetur „en svo komst ég að þeirri niðurstöðu að kennslan væri of orkufrekt starf fyrir mig“. Við svo búið ákvað hún að skipta um starf og vinnur nú sem aðstoð- armaður yfirstjórnar hjá Actavis hf. Þar er hún ánægð í starfi, sem er sveigjanlegt, og finnst verkefnin spennandi og samstarfsfólkið gott. Aðalheiði finnst mikilvægt að vera í vinnu. „Það skiptir miklu máli fyrir mig að upplifa mig sem hluta af samfélaginu. Ég vil ekki verða öryrki, það er tært og klárt,“ segir hún. Hún segir að það val hennar að vinna á daginn geri að verkum að hún hafi ekki orku í að sinna heimilisstörfum og þurfi því að hafa heimilishjálp. „Ég kýs frek- ar að fara í vinnu en skúra. Mér finnst það skipta meira má hún. Spurð um hvaða aðstoð f þegar það greinist með MS Aðalheiður á þegar hún gr hafi starfað innan MS-félag lagsskapur sem nefnist nym nefnd, en hún sé ekki til len „Þetta var stuðningshópur yngri einstaklinga með MS sem nýlega hefur greinst.“ verið sér ómetanlegt að hit svipuðum sporum og þar h eignast góða vini. „Við hitt mánaðarlega á Kaffi Mílan spjöllum,“ segir hún. Spjal ekkert endilega um sjúkdó heldur meira um daginn og Það sé þó mikilvægt að get við fólk sem skilji einkenni dómsins. Í þessum hópi séu konur og karlar, en mun fle ur greinast með MS en kar Aðalheiður segir að með MS hafi batnað mikið unda ár. Þegar hún fékk síðast k vor fór hún á hásterameðfe hjálpaði mikið. „Áður en st komu til sögunnar, fyrir um tán árum, varð fólk að bíða kastið. Þá var þetta miklu a legra vegna þess að þá urð skemmdirnar í taugunum m fólk sat uppi með meiri ein eftir kastið,“ segir hún. Ve hinna nýju lyfja hraki fólki í dag hægar. Flestir sem greinast með MS-sjúkdóminn eru ungt fólk og eru konur fleiri en karlar. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við tvær ungar konur sem báðar eru virkir þjóðfélagsþegnar þrátt fyrir að vera með MS. „Þarf að endurski greina sjálfan sig“ Um 330 Íslendingar eru með MS-sjúkdóminn en Næsta sumar verða tíuár síðan ég greindistmeð MS. Það er dálít-ið merkilegt að standa á þeim tímamótum að hafa verið með þennan sjúkdóm þriðjung ævinnar,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, en hún er þrítug og greindist með MS-sjúkdóminn skömmu fyrir 21 árs afmælið sitt. „Það var ákveðið sjokk en líka ákveðinn léttir vegna þess að ég var búin að vera með skringileg einkenni, t.d. fann ég fyrir jafn- vægisleysi.“ Erfiðir og frábærir tímar Steinunn Þóra segir að frá því að hún greindist hafi líðan hennar verið upp og niður. „Það hafa komið erfiðir tímar og líka frá- bærir tímar og sem betur fer hef- ur verið meira af þeim. Ég myndi segja að ég lifi nokkuð eðlilegu lífi og sé á nokkuð svipuðum stað og aðrar þrítugar konur,“ segir Steinunn Þóra. Hún segir að eftir að hún greindist hafi hún verið í „bull- andi afneitun“. „Ég hélt mínu striki, var í fullri vinnu og byrjaði svo í háskólanum. Svo hrundi ég og fékk stórt MS-kast og lenti inni á spítala,“ segir Steinunn Þóra og bætir við að það hafi tek- ið hana nokkur ár að læra inn á sjálfa sig eftir að hún fékk sjúk- dóminn. „Ég þurfti að læra að segja nei, ég er þreytt, ég ætla að sofa núna, en ég held líka að það hafi verið jákvætt að ég pakkaði sjálfri mér ekki inn í neinn silki- pappír og gekk inn í ákveðið sjúk- lingahlutverk,“ segir hún. Hins vegar sé það mikilvægt þegar hún veikist að hún leyfi sér að vera veik. Ný lyf vinna á köstunum Steinunn Þóra segir að einkenni MS séu afar mismunandi eftir fólki. Þau birtast á ólíkan hátt og sumir fái tíðari köst en aðrir. Hjá henni lýsir sjúkdómurinn sér mest í úthalds- og jafnvægisleysi, en Steinunn Þóra veit aldrei hve- nær von getur verið á næsta MS- kasti. „Ég get fengið MS-kast á morgun. Köstin hjá mér hafa yf- irleitt byrjað með þreytu og því að ég dofna upp. Þau lyf sem ég tek núna vinna á móti þessu og með því að sofa og hvílast vel tekst mér oft að kæfa kastið í fæðingu.“ Á leið á þing eftir jólin Steinunn Þóra er 75% öryrki, en þá greiningu fékk hún þegar hún var 23 ára mannfræðinemi við Háskóla Íslands. Það hafi verið nokkuð áfall að fá þá greiningu, það hafi þó líka veitt ákveðið ör- yggi því þótt örorkubætur séu ekki háar séu þær þó regluleg innkoma sem hún fái, sama hvernig heilsan er. „Ég hef reynt að gera það besta úr þessu, haldið áfram í námi og unnið þeg hef treyst mér til,“ segir Þóra en hún hefur undanf stundað meistaranám í m fræði. „Ég reyni að sníða stakk eftir vexti og vera þ andi í samfélaginu,“ segir unn Þóra sem jafnframt e á Alþingi eftir áramót sem þingmaður fyrir Vinstrihr inguna – grænt framboð. verður í fyrsta skipti í an ár sem ég þarf að vinna f vinnu og verður áreiðanle amlegt átak og álag á hei segir Steinunn Þóra en þi mennskan leggst vel í han held að ég sé ein af mjög manneskjum sem sóttist e að verða varaþingmaður, þingmaður. Ég veit að ég starfsorkuna í að sinna þv starfi en mér liggur marg hjarta og mig langar að k mörgu að,“ segir hún en S Með MS þriðjung æv Eðlilegt líf Ég myndi segja að ég lifi nokkuð eðlilegu lífi og sé á n ur,“ segir Steinunn Þóra. Hún greindist með MS fyrir um áratug

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.