Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 27

Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 27 áli,“ segir fólk fái S bendir eindist gsins fé- ms- ngur. r fyrir S og fólk “ Það hafi tta fólk í hafi hún tumst enn nó og llið snúist óminn g veginn. ta rætt i sjúk- u bæði eiri kon- rlar. ðferð við anfarin kast nú í erð sem terarnir m fimm- a af sér alvar- ðu meiri og nkenni gna i með MS Tysabri besta fyrirbyggjandi lyfið Nokkur fyrirbyggjandi lyf eru notuð til meðferðar við MS. Sjálf tekur Aðalheiður engin lyf í dag við sjúkdóminum. Hún bendir á að bæði sé það einstaklingsbundið hvort fólk kæri sig um að vera á lyfjum. Þá þurfi jafnframt að upp- fylla ákveðin skilyrði til að geta fengið lyfin. Hún segir að af þeim hamlandi lyfjum sem í boði eru í dag sé lyfið Tysabri talið best, en lyfið er gefið í æð á fjögurra vikna fresti. Tysabri býðst enn ekki fólki með MS á Ís- landi, en það hefur þegar verið skráð hér. Aðalheiður segir þetta ergjandi. Fólki með MS finnist skrýtið að það skuli ekki vera sjálf- sagt í jafnríku samfélagi og Ísland er, að þeir sem þurfa þessi lyf fái þau. Sjúkdómnum fylgir mikil óvissa Aðalheiður segir það vissulega taka á að greinast með MS. „Það að greinast með svona sjúkdóm gerir að verkum að maður missir heil- mikið, þessu fylgir mikil óvissa. Ég veit til dæmis ekki hvort ég lendi í hjólastól á næsta ári eða missi sjón- ina. Þá fer maður í ákveðið sorg- arferli því það er heilmikið að missa skyndilega heilsuna. En maður þarf bara að gæta sín að hafa rétta viðhorfið,“ segir hún. Hún hafi ekki áhuga á því að leggjast í kör og vor- kenna sér. „Heldur er þetta verk- efni sem ég þarf að takast á við. Þetta er spurning um viðhorf. Er glasið hálffullt eða hálftómt?“ il- “ Morgunblaðið/Ómar Viðhorf skiptir máli „Maður þarf bara að gæta sín á því að hafa rétta við- horfið,“ segir Aðalheiður Rúnarsdóttir sem greindist með MS árið 2005. flestir sem greinast eru ungt fólk gar ég Steinunn farið mann- mér þátttak- r Stein- er á leið m vara- reyf- „Það si mörg fulla ega lík- imilið,“ ing- na. „Ég fáum eftir því en ekki g hef ekki ví í fullu gt á koma Steinunn Þóra hyggst m.a. einbeita sér að launamálum, friðarmálum og mál- efnum fatlaðra. Vill eignast annað barn Steinunn Þóra og maður hennar, Stefán Pálsson, eiga saman tveggja og hálfs árs gamla dóttur, Ólínu. „Meðgangan var alveg draumur og ég ætti alltaf að vera ólétt,“ segir hún. Hins vegar fékk Steinunn Þóra erfitt kast skömmu eftir fæðingu Ólínu, þótt þau hjónin hafi reynt að haga hlut- unum þannig að sem minnst álag yrði á hana. „Maðurinn minn fór í sex mánaða fæðingarorlof og við fengum mikla aðstoð frá fjöl- skyldunni,“ segir hún. Vegna kastsins þurfti hún að fara í erf- iðar sterameðferðir sem reyndu mikið á fjölskylduna. „Þetta var það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum varðandi sjúkdóminn hingað til. Sérstaklega vegna þess að það var lítið kríli sem átti allt sitt undir fjölskyldunni,“ segir Steinunn, en hana langar að eign- ast annað barn þótt það verði ekki strax. „Þetta var ekki verri lífsreynsla en svo að ég er til í að fara út í þetta aftur.“ Steinunn Þóra segir að fyrir fólk með MS skipti ný og betri lyf sköpum. „Ég finn mikinn mun eftir að ég byrjaði á lyfjum, köst- in koma sjaldnar og þau eru væg- ari. Sem fær mann til að hugsa um nýja lyfið Tysabri en það er talað um að virkni þess sé enn meiri. Það er ekki gaman að fá þær fréttir þegar Lyfjaeftirlitið er búið að samþykkja þetta lyf að ríkið, eða sjúkrahúsið, sé ekki reiðubúið að greiða þann kostnað sem þarf til að gefa lyfið. Manni finnst þetta ansi hart og að kostn- aður sé ekki hugsaður til enda.“ elva@mbl.is vinnar Morgunblaðið/Ómar nokkuð svipuðum stað og aðrar þrítugar kon- g, þegar hún var 21 árs.  MS (Multiple Sclerosis) er sjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu), að því er fram kemur á vefsíðu MS- félagsins.  Þar segir að MS sé ráðgáta sem valdið hafi miklum heila- brotum innan læknisfræðinnar frá því sjúkdómnum var fyrst lýst 1868. Orsök og lækning sé enn óljós.  Sjúkdómurinn hefur áhrif á miðtaugakerfið og getur, að mismunandi miklu leyti, haft áhrif á taugaboð í heilanum, mænunni og sjóntaugum.  Endurtekin MS-köst geta valdið mörgum skemmdum í miðtaugakerfinu.  Þetta getur dregið úr hreyfihæfni, skynjun og hugs- un að meira eða minna leyti. Sjúkdómur í miðtaugakerfi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FJÖRLEGAR umræður um sam- keppni á lyfjamarkaði eða skort á henni – það fór eftir því hver hafði orðið – fóru fram á morgunverðar- fundi Rannsóknarstofnunar um lyfjamál við Háskóla Íslands í gær- morgun. Viðskiptaráðherra, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins og dós- ent við viðskipta- og hagfræðideild varð tíðrætt um samþjöppun og fá- keppni en fulltrúar smásala og heild- sala ítrekuðu að samkeppni ríkti á lyfjamarkaði. Í erindi sínu benti Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra m.a. á að árið 1996 hefði frelsi til að setja á stofn lyfjabúðir verið aukið og það orðið til þess að fleiri stunduðu lyf- sölu. Samkeppni hefði aukist til muna en aðeins tímabundið. „Á síð- ustu misserum hefur hins vegar orð- ið mikil samþjöppun á markaðnum og þetta ástand gengið hratt til baka. Svo mikil að Samkeppniseft- irlitið komst að þeirri niðurstöðu síð- astliðið sumar að tvær lyfsölukeðjur hefðu sameiginlega markaðsráðandi stöðu á þessum markaði,“ sagði hann. Björgvin sagði að hafa yrði í huga að lyfjamarkaðnum væri í veiga- miklum atriðum stjórnað af íslensk- um stjórnvöldum. Þannig væri t.a.m. ákvæði um að innflytjendur lyfseðilsskyldra lyfja yrðu að sækja um hámarksverð í heildsölu, greiðsluþátttöku almannatrygginga og allar verðbreytingar til lyfja- greiðslunefndar. Nefndin ákvæði síðan hámarksverðið, bæði í heild- sölu og smásölu. Það mætti hins veg- ar velta því fyrir sér hvort hægt væri að ná markmiði lyfjalaga um að halda lyfjaverði niðri með öðrum hætti en að kveða á um hámarksverð en hann útfærði þessa hugmynd ekki nánar. Í fyrra komst Samkeppniseftirlit- ið að þeirri niðurstöðu að í smásölu lyfja væru tvær lyfsölukeðjur, Lyf og Lyf og heilsa, í sameiginlegri markaðsráðandi stöðu. Sérstaklega var bent á að ef skoðuð væri stað- setning apóteka lyfjakeðjanna tveggja sæist að aðeins í örfáum til- vikum væru apótek þeirra innan sama póstnúmers á höfuðborgar- svæðinu. Sama tilhneiging kom í ljós á landsbyggðinni og þótti Sam- keppniseftirlitinu þetta vera vís- bending um takmarkaða samkeppni þeirra á millum. Þetta atriði hefur væntanlega ver- ið tilefni þeirra orða viðskiptaráð- herra í gær að sveitarstjórnir hefðu hlutverki að gegna við að stuðla að samkeppni og þær ættu að huga vel að staðsetningu apóteka þegar gefn- ar væru umsagnir varðandi umsókn- ir um ný lyfsöluleyfi. „Þegjandi samhæfing“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, fjallaði tölu- vert um ákvörðun stofnunarinnar í fyrra um að Lyfja og Lyf og heilsa væru í sameiginlegri markaðsráð- andi stöðu. Hann benti á að niður- staða Samkeppniseftirlitsins hefði verið sú að keðjurnar stunduðu svo- nefnda þegjandi samhæfingu, þ.e. þær sæju hag sínum best borgið með því að vera samstiga, t.d. í því að hækka verð eða draga úr fram- boði. Eðlislæg einkenni vissra fá- keppnismarkaða gæfu fyrirtækjun- um kost á að hegða sér með þessum hætti án þess að grípa til ólögmæts samráðs sín á milli. Páll Gunnar sagði ljóst að lyfja- markaður á Íslandi hefði einkenni fákeppni. Þar að auki giltu um hann stífar og flóknar reglur á öllum svið- um. Af þeim sökum bæri stjórnvöld- um skylda til að eyða öllum óþarfa samkeppnishömlum þó að um leið væri gætt öryggissjónarmiða. Áform um að Ísland yrði hluti af samnorrænum lyfjamarkaði væru lofsverð en einnig yrði að huga vel að reglusetningu og stjórnsýslu hins opinbera á þessu sviði, sérstaklega stjórnsýslu Lyfjastofnunar. Hann bætti síðar við að ekki væri nóg að íslensk stjórnvöld stæðu sig jafnvel og önnur, þau yrðu að standa sig betur. Páll Gunnar sagði að endurskoða mætti kröfuna um íslenskan texta á merkimiða og fylgiseðla lyfja, taka yrði til gaumgæfilegrar endurskoð- unar þær reglur sem gilda um verð- lagningu og mikilvægt væri að lög- leiða póstverslun með lyf. Þar að auki sagði Páll Gunnar að „skýr samkeppnisleg rök“ stæðu fyrir því að leyfa sölu á afmörkuðu úrvali lausasölulyfja, t.d. nikótínlyfjum, annars staðar en í apótekum. Þetta væri heimilt á öðrum Norðurlönd- um, í einhverjum mæli. Reynslan virtist vera sú að aukið aðgengi leiddi ekki til aukinnar notkunar. Miklar hindranir Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild HÍ, fjallaði almennt um fákeppni og samkeppn- ishindranir á mörkuðum. Hann sagði að aðgangshindranir væru hvert það atriði sem kæmi í veg fyrir að nýir aðilar hösluðu sér völl á til- teknum markaði, þrátt fyrir að þar væri eftir ýmsu að slægjast. Þessum hindrunum mætti skipta í fernt og á íslenskum lyfjamarkaði væri við þær allar að etja. Í fyrsta lagi væru opinberar að- gangshindranir sem fælust m.a. í reglum og ákvörðunum ríkisvaldsins um hámarksverð lyfja, í öðru lagi væru einkaleyfi algeng á lyfjamark- aði. Í þriðja lagi skipti staðsetning apóteka miklu máli og þar hefðu þeir sem fyrir væru forskot sem gæti komið í veg fyrir að aðrir gætu keppt við þá. Í fjórða lagi væri hagkvæmni fólgin í stærðinni og lítil fyrirtæki gætu átt erfitt uppdráttar gegn stærri fyrirtækjum. Samkeppni í fákeppninni Sigurbjörn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Lyfju, sagði ljóst að fákeppni ríkti í smásölu. Fákeppni væri hins vegar ekki það sama og einokun, eins og oft mætti ráða af umræðunni, og hann fullyrti að sam- keppni ríkti á þessum markaði. Hann benti á að fákeppni væri langt því frá einskorðuð við lyfjamarkað- inn, þvert á móti, hún væri í flestum geirum, þ.á m. á matvörumarkaði og á byggingavörumarkaði. Og á með- an fjölmiðlar býsnuðust mikið yfir fákeppni væri hún einnig einkenni á fjölmiðlamarkaði þar sem 2-3 fyrir- tæki öttu kappi. Sigurbjörn sagði að lyfsölufyrir- tæki hefðu sameinast vegna stífrar kröfu um hagkvæmni í rekstri og hefði sameiningin haft einhver áhrif á verð lyfseðilsskyldra lyfja hefði hún a.m.k. ekki leitt til hækkunar heldur þvert á móti því í skýrslu lyfjagreiðslunefndar og lyfsala frá árinu 2006 hefði komið fram að álagning á lyfseðilsskyld hefði lækk- að úr 60% árið 1996 í 35% árið 2006 og væri nú áþekk og á Norðurlönd- unum. Varðandi íslenska markaðinn yrðu menn að hafa í huga að hann væri örsmár og því fylgdi margvís- legt óhagræði. Og þegar bent væri á að lyfjaverð væri 60% hærra en á Evrópska efnahagssvæðinu mætti ekki gleyma því að matvara og fleira væri um 50% dýrara en í EES. Frumlyf hafa lækkað Á fundinum var töluvert rætt um samhliða innflutning lyfja, þ.e. þegar fyrirtæki flytur inn lyf sem annað fyrirtæki er með umboð fyrir. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, sem er markaðsfyrirtæki á heildsölustigi, sagði að hafa yrði í huga að aðrir innflytjendur yrðu að uppfylla kröfur um að lyf væru ávallt til á lager. Þeir sem stunduðu sam- hliða innflutning gætu á hinn bóginn ekki treyst því að lyfin sem þeir flytti inn væru alltaf í boði. Menn yrðu að hafa í huga að um lyf giltu önnur lögmál en um aðrar vörur, t.d. um tómatsósu. Ef ekki væri til Heinz-tómatsósa mætti alltaf kaupa Hunts, en þannig væri það ekki á lyfjamarkaði. „Það er heilmikil ábyrgð sem hvílir á aðilum sem starfa á þessum markaði. Því miður er umræðan að færast út í það að þetta sé eins og hver annar tómat- sósumarkaður og menn eigi bara að vera í slag, í tómatsósu,“ sagði hann. Hreggviður sagði að hvorki ríkti fákeppni á heildsölustigi lyfja né væru þar samkeppnishindranir. Þá hefðu fjölmiðlar engan áhuga haft á þeirri staðreynd að undanfarin þrjú ár hafi verð á frumlyfjum hér á landi lækkað á sama tíma og laun og verð- lag hafi hækkað mikið. Hefði þetta gerst á matvörumarkaðnum, þ.e. að erlendir framleiðendur matvæla hefðu samið við stjórnvöld um að bjóða upp á mat á norrænu verði, hefði það örugglega orðið frétt. Lyf eru ekki eins og tómatsósa  Stífar og flóknar reglur hamla samkeppni á lyfjamarkaði  Fulltrúar lyfsala segja samkeppni á lyfjamarkaði 34#5 3"65 3"#5 3(65 3(#5 365 #5 765 7(#5 7(65 7"#5 7"65 )   8  9"## % &   '   8 '  %   K K M ' E B - K K M ' E B -K * A . A K K M ' E B -K * A . A K K M ' EK * A . A ?) ) @ 2!4   A % B  !4 ?33*8 %@ )%  :  0 '   &8      "##2"## "##6 "##$ Í HNOTSKURN » Söluverðmæti lyfja árið2005 nam 5% af heildar- útgjöldum heimilanna. » Samhliða innflutningurer þegar sérlyf, sem hefur markaðsleyfi í öðru landi sem er aðili að EES-samningnum og er flutt þaðan til Íslands, hefur þegar verið skráð og fengið markaðsleyfi hér. » Fram kom að verð áfrumlyfjum hefur lækkað undanfarin ár.  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.