Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 31 MINNINGAR Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá mér og svo snögg- lega. Ég er sár yfir því að þú ert farinn til Guðs og ég er hrygg. En vonandi líður þér vel hjá Guði. Þú getur séð mig áfram en ég sé þig aldrei meir. Guð geymi þig elsku pabbi minn. Þín, Rut. Elsku Ari. Við höfum hugsað mikið um þig und- anfarna daga, ég sakna þín svo mikið. Ég bið Guð um að hjálpa mér að vera sterkur, hjálpa mér að sætta mig við þetta og láta mér líða vel. Þú varst yndislegur mað- ur, blíður og ástkær. Ég átti yndislegan tíma með þér. Ég elska þig Ari. Þinn sonur, Andri Már Magnússon. HINSTA KVEÐJA ✝ Ari Þórðarsonfæddist í Reykjavík 26. maí 1961. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu föstu- daginn 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Þórður Eydal Magnússon og Kristín Guð- bergsdóttir. Bræð- ur hans eru Magn- ús Þórðarson og Björn Eydal Þórð- arson. Sambýliskona Ara var Auð- björg Jónsdóttir, dóttir þeirra er Aníta Líf. Fyrri eiginkona Ara er Elín Ragn- heiður Magn- úsdóttir, dóttir þeirra er Rut. Ari kvæntist Evu Björk Elíasdóttur 10. júlí 2004 og gekk syni hennar, Andra Má Magn- ússyni, í föðurstað. Útför Ara fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Ari minn. Ég þakka þér fyrir þennan tíma sem við áttum saman. Þú komst eins og verndarengill inn í líf Evu og Andra. Þú leiðbeindir þeim og studdir og þið elskuðuð hvert annað skilyrðislaust. Þú varst alltaf svo hjálpsamur og vildir allt fyrir okkur gera. Þú skilur eftir þig stórt skarð en minning um góðan dreng lifir ávallt í hjörtum okk- ar. Þín verður sárt saknað. Þín tengdamamma, Halla Ólöf. Elsku Ari. Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa hversu sárt er að missa vin eins og þig. Þú varst svo yndislegur maður, þú varst blíður, góður og traustur með hjarta úr gulli en samt svo sterkur þegar á því þurfti að halda. Missirinn er svo mikill og sár. Það eru bara nokkrir dagar síðan við vorum að tala um jólin og áramótin sem við fjölskyldan ætluðum að halda saman líkt og seinustu ár. Ég heimtaði að þú myndir elda sama mat og þú gerðir í fyrra og þú samþykktir það mjög stoltur. Eins mun ég alltaf geyma í hjarta mér samtalið sem við áttum um lífið og ástina þar sem þú lýstir í stórum og fallegum orðum hversu heitt og innilega þú elskaðir Evu systur mína. Það var svo tær og sönn ást og elsku Ari ég mun passa Evu fyrir þig. Einnig var svo gaman að hlusta á þig tala um börnin þín þrjú sem þú varst svo stoltur af og elskaðir svo heitt. Veröldin virðist svo tóm og harm- urinn er svo mikill en ég mun ávallt hugsa til þín með bros á vör og yl í hjarta og ég þakka fyrir þennan tíma sem við fjölskyldan áttum með þér. Þú varðst strax einn af fjölskyldunni og verður alltaf einn af fjölskyldunni. Ég veit, Ari minn, að þú ert kominn á góðan stað núna. Guð þurfti á góðum manni að halda og þú varst sá maður. En sárt er að missa og sárt er að sakna. Þín mágkona og vinkona, Svava Dögg. Hann Ari er dáinn. Það tekur tíma að átta sig á því þegar svo ungur mað- ur í blóma lífsins kveður skyndilega. Ari var ekki bara bróðir minn hann var líka minn besti vinur. Við vorum í sameiningu búnir að ákveða að byrja að byggja upp líkamann í líkamsrækt og sáum fram á betri tíma. Það er allt- af erfitt að kveðja þá sem maður elsk- ar. Ari var góður maður og alltaf tilbúinn til hjálpar og aðstoðar þegar mig vantaði aðstoð í tölvunni og við höfðum fyrirhugað að fara í jeppa- ferðir í vetur og eyða meiri tíma sam- an með fjölskyldum okkar. Guð geymi þig og gefi fjölskyldu þinni og vinum styrk til að komast yf- ir þetta ótímabæra andlát. Þinn bestir bróðir og vinur, Maggi og fjölskylda. Elsku besti Ari frændi, ég trúi því ekki að þú hafir verið tekinn frá mér og okkur sem elskuðum þig svo mikið svona snemma. Þegar ég var lítil varst þú alltaf til staðar fyrir mig sama hvað það var, þú varst svo mikil tilfinningavera, alltaf að knúsa mann og gefa af þér. Þegar þið Auðbjörg eignuðust hana Anítu, þá var ég svo heppin að búa nálægt ykkur og mér fannst svo gaman að kíkja til ykkar og stundum fékk ég að fara út að passa, rosa stolt stóra frænka. Síðan fluttu þið til Eyja og þá fékk ég líka að koma til ykkar. Það var svo gott að vera hjá ykkur, ég fann alltaf hvað ég var vel- komin. Fyrstu þjóðhátíðina sem ég fór á var ég hjá ykkur 12 ára. Það var svo gaman, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og spilaðir á gítarinn þinn, það var svo gaman. Tala nú ekki um þegar við hlustuðum á blús saman. Það eru svo margar góðar stundir sem er að minnast. Síðan eignaðist þú hana Rut með Ellu en þá var ég sjálf búin að eiga Lindu Hrönn. Þú varst alltaf svo góður við okkur mæðgurnar og alltaf að segja hversu mikið þér þótti vænt um okkur. Við gerðum oft ýmislegt skemmtilegt saman með stelpunum okkar. Svo þegar ég varð eldri þá varstu svo mikill félagi minn. Við fórum nú stundum að skemmta okkur saman og þó að ég hafi verið 16 árum yngri þá fann maður ekki fyrir því. Við töluðum um allt á milli himins og jarðar og ekki ósjaldan um yfir- náttúrulega hluti, það fóru margir klukkutímar í það. Eitt skipti þegar við ætluðum að kíkja út á lífið kom ég með Evu vin- konu með mér og þið voruð óaðskilj- anleg eftir það. Eva átti hann Andra sinn og þú gekkst honum í föðurstað og þér þótti svo vænt um hann, ekki síður en þínar eigin dætur. Ári síðar giftuð þið ykkur og ég fékk þann heið- ur að taka mikinn þátt í undirbún- ingnum og vera veislustjóri. Ég gleymi aldrei þegar Geiri frændi og ég komum til ykkar og við vorum að undirbúa brúðkaupið og þið spiluðuð blús saman. Það var æði. Við fórum í ófáar útilegurnar saman og gítarinn var alltaf tekinn með og auðvitað myndavélin. Allir sem þekktu Ara vissu að hann tók svo flottar myndir og hann var svo klár í mörgum hlut- um og óendanlega hlýr við þá sem honum þótti vænt um. Þú varst svo duglegur að láta mig vita að þú ættir mér alla þína hamingju að þakka, hana Evu þína, ykkur leið svo vel saman. Þegar ég hitti þig síðast, í byrjun mánaðarins, sagðir þú þetta síðast við mig. Saknaðarkveðja, Fríða Kristín og Linda Hrönn. Kæri vinur, nú ertu allur. Einhvern veginn hef ég aldrei hugsað um að dauðinn myndi aðskilja okkur, gerði ráð fyrir að við yrðum gamlir saman og myndum fylgjast með börnunum okkar, og halda áfram að leika okkur, eins og við höfum alltaf gert. Ari, þú varst einstakur drengur, vel af guði gerður og hlaust marga hæfileika í vöggugjöf. Það stóð ekkert í vegi fyrir þér. Þú leyfðir ekki neina lognmollu eða depurð í kringum þig. Þó við hittumst seint, brölluðum við margt saman og alltaf þegar við hitt- umst þá rifjuðum við upp minningar sem voru margar hverjar svo magn- aðar að andlitin duttu af þeim sem heyrði þær. Það var það mottó hjá okkur að prófa það sem okkur datt í hug. Ef það hugnaðist okkur ekki snerum við okkur að einhverju öðru. Faðir minn sagði að hann hefði fylgst með okkur og stundum verið að því kominn að kippa í spottann og stöðva okkur, en við gengum aldrei of langt Seinni árin var lífsvegur þinn þyrn- um stráður og þjáningarfullur en allt- af stóðst þú á fætur og það var stutt í brosið. Börnin þín sem þú mast svo mikið hjálpuðu þér til þess. Einnig hún Eva, konan þín sem þú áttir svo stuttan tíma með. Þú sagðir í vor við hana móður mína að þú hefðir ekki trúað því að lífið gæti verið svona gott, að þú hefðir fundið hamingjuna, og varstu þó búinn að leita hennar víða. Kæri vinur, ég er svo óendan- lega ríkur af að hafa kynnst þér. Að- standendum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Þorsteinn Örn Sigurfinnsson, Hlynur og Sólveig. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Föstudagsmorgunn, upptekinn af sjálfum mér og amstri dagsins þegar síminn hringir og á augabragði verður allt tómt. Dagur- inn leið og minningarnar hrúguðust upp í huganum. Fyrstu kynnin á Rekagrandanum, báturinn og siglingarnar, jepparnir og ferðalögin, verkstæðið, og Spán- arferðin, manstu? Allar næturnar yf- ir boxinu og allt og allt og allt. Þú varst óþreytandi við að sækja krakk- ana og fara í Húsdýragarðinn eða eitthvað annað skemmtilegt með þau. Ævintýri á hverju strái. Við eign- uðumst sinn hvorn sólargeislann á sama árinu, þú Anítu Líf og ég Ólöfu Sunnu. Þær eru sannkallaðir sólar- geislar og eiga jafngóðan vinskap og við, ef ekki betri. En tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Stundunum saman fækkaði en þó voru þær alltaf jafninnilegar. Traustari og betri fé- laga verður erfitt að finna í þessu lífi. Nú verða stundirnar ekki fleiri í bili. Stórt skarð er höggvið í sálir þeirra sem eftir sitja, skarð sem ekki verð- ur fyllt. Elsku Aníta Líf, Rut, Eva, Andri, Þórður, Kristín, Maggi, Bjössi og all- ir sem um sárt eiga að binda, algóður Guð veiti ykkur styrka hönd á þess- um erfiðu tímum. Og þú kæri vinur, við þökkum samfylgdina og kveðjum með tárum. Góða ferð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Magnús, Ingibjörg og börn. Ari Þórðarson ✝ Stefán LárusÁrnason fæddist á Hjalteyri 27. júní 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Magnússon, f. 8.12. 1887, d. 7.4. 1953, og Helga Gunnlaugsdóttir, f. 5.7. 1893, d. 5.3. 1963. Stefán var yngstur af 11 systk- inum og eftirlifandi bræður hans eru Ingi Árnason, f. 30.11. 1930, og Halldór Árnason, f. 19.8. 1932. Stefán kvæntist 29.3. 1958 Kristínu Sigurjónu Haralds- dóttur, f. 29.10. 1938. Foreldrar hennar voru Haraldur Ögmunds- son, f. 3.8. 1914, d. 26.6. 1987, og Margrét Sigurjónsdóttir, f. 27.3. 1916, d. 29.11. 1995. Stefán og Kristín eignuðust fimm dætur. Þær eru: 1) Stella Kolbrún, f. 12.12. 1955, gift Stefáni Valdi- marssyni, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Sigrún Mar- grét, f. 9.2. 1958, hún á tvö börn, fyrr- verandi sambýlis- maður hennar er Smári Ragnarsson. 3) Erla Dagný, f. 17.5. 1959, var gift Hjálmari Jóhanns- syni, þau eiga tvær dætur og tvö barna- börn. Þau skildu. 4) Helga, f. 18.2. 1961, gift Leifi Þórssyni, þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. 5) Halla Björk, f. 17.10. 1973, hún á einn son. Barnsfaðir hennar er Francis Bu- kasa. Stefán og Kristín bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík. Stefán lærði til múrverks og lauk prófi 1964. Vann hann við þá iðn alla tíð og starfaði hjá Reykjavíkurborg í 20 ár eða þar til hann varð að hætta vegna sjúkdóms. Stefán dvaldi sl. þrjú ár á hjúkr- unarheimilinu Skjóli, 6. hæð. Útför Stefáns verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi. Okkur systurnar langar til að kveðja þig í fáum orðum. Þú reyndist okkur góður faðir. Eflaust hefur það tekið á, að koma fimm stelpum á legg, og endalaus þolinmæði sem þið mamma sýnduð okkur. Góður agi, mikil væntumþykja og mikill húmor var það sem hjálpaði okkur að verða að þeim manneskj- um sem við erum í dag. Við minnumst margra útilega, veiðiferða, sumarbústaðaferða, og þín sitjandi inni í stofu að hlusta á tónlist eða í eldhúsinu að leggja kapal. Við minnumst líka hvað þú hafðir gaman af að dansa og þið mamma tókuð ykkur vel út, svífandi um dansgólfið. Hvað við stelpurnar vor- um stoltar, þegar við höfðum tæki- færi til að taka einn snúning með þér. Virðulegri dansherra hefði ekki verið hægt að finna. Barnabörnun- um varstu blíður og góður afi og þau sakna þín mikið. Hvert um sig eiga þau sínar minningar um þig. Ávallt munu þau minnast þín með væntumþykju. Eftir að þú greindist með Alz- heimers-sjúkdóminn árið 2000 og þá sérstaklega sl. 3 ár, hrakaði heilsu þinni mjög. Það var oft erfitt að sjá og upplifa hvernig þessi hvimleiði sjúkdómur getur leikið fólk. Mamma stóð ávallt eins og klettur við hlið þér, og við systurnar reynd- um að létta þér lífið eins og við gát- um. Það er viss léttir að vita að þú ert nú laus við þrautir og þjáningar sem fylgja þessum sjúkdómi. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði, en minningin um þig mun aldrei hverfa úr hugum okkar og hjörtum. Með ást og virðingu. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki 6. hæðar á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir yndislegt við- mót og hlýja umönnun. Stella, Sigrún, Erla, Helga og Halla. Elsku afi minn. Mér finnst svo skrítið að þú sért dáinn. Ég sakna þín mikið, en veit að nú líður þér vel og ert kominn á fallegan stað með fallegustu engl- unum. Þú verður líka alltaf í hjart- anu mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Við vorum svo góðir vinir. Ég elska þig. Þinn Viktor Kári. Við systkinin úr Álftamýrinni kveðjum nú Stefán Árnason. Því fylgir söknuður að sjá á eftir Stebba eins og hann var alltaf kallaður. Það var óréttlátur sjúkdómur sem dró hann til dauða. Þegar við systkinin ræddum sam- an eftir að fréttir höfðu borist af láti hans komu sömu minningabrot upp í huga okkar allra. Hann var hæg- látur maður, barst ekki mikið á en kímnin og glettnin var alltaf til staðar og vindillinn og vindla- reykurinn var ekki langt undan. Þetta þótti notalegur ilmur og á þeim tíma þótti ekki tiltökumál að kveikja í vindli hvort sem var undir stýri eða við eldhúsborðið í Álfta- mýrinni innan um krakkahópinn. Við vorum lánsöm að alast upp á þessum árum, fyrir tíma sjónvarps- ins. Þá fengum við ósjaldan að heyra sögur af hlíðarormunum frá Hjalteyri. Stebbi ólst upp í stórum systk- inahópi á Hjalteyri, en þrátt fyrir barnafjöldann var gott samband og samheldni á milli systkinanna, sem lýsir sér best í því að þau systkin sem áttu heima í Reykjavík hittust reglulega og fóru saman á böllin í Hreyfilshúsinu hjá eldridansa- klúbbnum Eldingu. En hvernig á að kveðja góðan dreng? Við teljum okkur lánsöm að hafa kynnst Stebba og sendum samúðarkveðjur til Stínu, dætra og fjölskyldu þeirra. Systkinin úr Álftamýrinni, Árni, Albert, Ásta, Alexander og Ingi. Stefán Lárus Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.