Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 33
Þær hugsjónir sem amma Gúa
barðist gegn hafa allar hrunið eins og
spilaborg. En hún lét ekki staðar
numið yfir sigrinum. Hún horfði til
framtíðar og í síðustu ræðum sínum
varaði hún við allri óráðsíu og glanna-
skap og að frelsinu fylgdi ábyrgð. Við
sem skemmtum okkur yfir tölunni
sitjum nú og sjáum svo ljóst að amma
Gúa hafði alltaf rétt fyrir sér. Blessuð
sé minning hennar.
Davíð Ólafsson.
Guðrún Steinunn Gísladóttir, eða
amma Gúa eins og hún var jafnan
kölluð af barnabörnum sínum, hefur
nú kvatt þessa jarðvist. Líkaminn var
orðinn þreyttur enda búinn að lifa í
nærri 92 ár, en andinn var hress að
vanda.
Það var með ólíkindum hvað mað-
ur gat hlegið með og að henni ömmu
en tilsvör hennar, hárbeittur og fág-
aður húmor var hennar aðalsmerki.
Amma var með eindæmum skoðana-
föst um menn og málefni en þó fyrst
og fremst um stjórnmálin, en eins og
Davíð frændi minn sagði í afmælis-
kveðju til hennar; „Amma Gúa var
meiri sjálfstæðiskona en allur Sjálf-
stæðisflokkurinn samanlagt.“
Lymskulegum áróðri beitti hún á
okkur barnabörnin í þeim efnum og
fór t.d. reglulega með okkur að stytt-
unni af Ólafi Thors við Hringbrautina
í Keflavík og sagði okkur frá afrekum
þess mæta leiðtoga. Lengi vel héldu
mörg okkar að þessi stytta hefði verið
reist þarna til heiðurs ömmu.
Ræðurnar hennar ömmu Gúu í
veislum fjölskyldunnar voru fastur
liður og þess ávallt beðið með eftir-
væntingu að frú Guðrún Gísladóttir
kvæði sér hljóðs. Auðvitað var styrk
stjórn Sjálfstæðisflokksins ávallt
kjarninn í þessum ræðum, þar sem
hún laumaði síðan inn svolitlum
hræðsluáróðri um áhrif vinstri
stjórnar og varaði viðstadda við þeim
vágesti og jesúsaði sig svo í lokin.
Mér er minnisstæð ræðan hennar í
brúðkaupi okkar Reynis en þá hélt ég
auðvitað að amma ætlaði að mæra
mig. En þar sem við höfðum látið
gefa okkur saman í Dómkirkjunni, þá
var hún fljót að tengja kirkjuna við
þingsetningar og Sjálfstæðisflokkinn
og minntist ekki eftir það einu orði á
brúðina eða brúðgumann.
En ekki einasta var amma pólitísk,
heldur var henni mjög umhugað um
menningar- og menntamál. Hún
hvatti okkur barnabörnin við lær-
dóminn, hlýddi okkur yfir skólakvæð-
in og mannkynsöguna að ógleymdri
dönskunni, sem hún var nokkuð sleip
í. Það voru gæðastundir að koma til
ömmu eftir skóla á Vatnsnesveginn,
gæða sér þar á rúgbrauði með síld og
eggi, liggja í sófanum undir teppi,
horfa á fallegu málverkin hennar og
spila rommý eða rússa. Þessar stund-
ir munum við eiga í minningunni.
Amma fylgdist vel með okkur
krökkunum og hvatti okkur í öllu því
sem við tókum okkur seinna fyrir
hendur. Eitt sinn horfði amma á mig í
beinni útsendingu að spila handbolta.
Um jólin nefndi amma þetta við mig
og hélt ég þá að hún ætlaði að hrósa
mér fyrir öll mörkin sem ég skoraði.
Hún nefndi það ekki á nafn, heldur
hafði hún sérstaklega tekið eftir því
hvað ég bakkaði elegant í vörn. Mér
fannst þetta makalaust hrós – og
þótti vænt um það.
Undanfarin ár höfum við frænk-
urnar, sem tengjumst saman í ættlið
ömmu og systkina hennar, hist og
strengt frekar okkar frænkubönd og
ekki veitir af, í þeim hraða sem nú er
við völd, að þekkja sinn uppruna og
þá sem fetað hafa leiðina á undan
okkur.
Ég kveð þig amma mín með sömu
kveðju og þú í einu bréfa þinna til
mömmu þinnar Steinunnar sem við
lásum upp í síðasta frænkuboði:
Vertu margblessuð og sæl og guði á
hendur falin, það mælir þitt elskandi
barnabarn.
Una Steinsdóttir.
Þá er komið að kveðjustund. Minn-
ingarnar streyma fram og hlýja okk-
ur um hjartarætur. Amma Gúa var
mikil sjálfstæðiskona, meiri en nokk-
ur annar. Ákveðin, vel gefin, ráðagóð,
húmorísk og pólitísk eru þau orð sem
lýsa henni best. Ég man eftir mér í
einni af fyrstu gönguferðum okkar
ömmu að styttu Ólafs Thors þegar ég
var aðeins fimm ára gömul. Tilgang-
urinn var að fá frískt loft í lungun.
Amma sagði mér allt um Ólaf Thors
og hve mikill maður hann var og vel
gefinn enda sjálfstæðismaður. Auð-
vitað var hún að leggja inn en
skemmst er frá því að segja að
gönguferðirnar skiluðu tilætluðum
árangri því þegar í kjörklefann er
komið þá hef ég alltaf kosið rétt. Sím-
tölin rétt fyrir kosningar frá ömmu
þegar hún bauð í plokkfisk og heima-
bakað vínarbrauð og rætt var um lífið
og tilveruna, en auðvitað verið að at-
huga hvort ég hefði nokkuð skipt um
skoðun. Áfram streyma minningar
um ömmu á Vatnsnesveginum að
nudda kalda fætur mína og spila
rommý af mikilli kappsemi. Amma að
segja mér frá mikilmennum sögunn-
ar, sem flest voru auðvitað sjálfstæð-
ismenn. Vísur og ljóð voru hennar
yndi og kenndi hún mér þónokkur.
Eftir að ég eignaðist dæturnar þá
fórum við reglulega í heimsókn til
hennar, fyrst á Kirkjuveg 11 og svo á
Hlévang. Í utanlandsferðum okkar
mæðgna var alltaf sent póstkort til
hennar ömmu og þegar heim var
komið þá lásum við fyrir hana póst-
kortin. Húmor ömmu var best lýst
þegar ég var að lesa einu sinni fyrir
hana eitt póstkortið og las upp heim-
ilisfangið, þá sagði hún; Hlévangur,
það er ekki heimilisfang! Gönguferðir
á Hlévangi með ömmu voru mjög
spennandi og einnig æfðu stelpurnar
sig sérstaklega til að geta farið með
vísurnar og ljóðin sem þær læra í
leikskólanum fyrir ömmu Gúu. Oft
sungu þær einnig fyrir hana og
stundum með henni. Nafnaleikurinn
var leikur sem þær áttu saman og
stelpunum fannst mjög skemmtileg-
ur. Núna sakna þær ömmu Gúu en
skilja ekki alveg hvar hún er eða af
hverju hún þurfti að kveðja. Við
kveðjum hana með bæninni sem við
förum með á kvöldin,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínar ömmustelpur,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Helga
Guðrún og Sigrún Björk.
Guðrún Gísladóttir, langamma
mín, hafði sterkar skoðanir og dró
aldrei fjöður yfir þær. Þegar hún tók
til máls hlustaði hvert eyra. Hún var
þrátt fyrir það ekki allra, og mig
grunar að hún hafi heldur aldrei kært
sig um það.
Á annan dag jóla, fyrir réttum ára-
tug, kom hún með Örra afa í boð til
okkar. Hún var ekki fyrir afskipta-
semi, eða að hafa vit fyrir öðrum.
Þrátt fyrir það tilkynnti hún okkur
Rúnari bróður þetta kvöld að hún
ætlaði að leggja okkur aðeins eina
lífsreglu. „Standið alltaf fast á ykkar,
hafið bein í nefinu og látið álit ann-
arra lönd og leið,“ sagði hún og bætti
svo snarlega við: „Að öðru leyti skipti
ég mér ekkert af því hvað þið gerið.“
Allar götur síðan hafa þessi orð
reynst vel þegar á hefur þurft að
halda.
Ég var á þessum tíma kærulaus
menntaskólastrákur norður á Akur-
eyri, en fann strax að við áttum skap
saman. Ég sló því stundum á þráðinn
og við spjölluðum þar til hún greip
andann á lofti, og býsnaðist yfir þeim
símakostnaði sem ég þyrfti að bera.
Þeim aurum var vel varið.
Amma átti hnyttin tilsvör og á köfl-
um mergjaðar frásagnir. Henni var
til dæmis meinilla við ketti. Við Sirrý
máttum í heimsókn okkar á Kirkju-
veginn taka á öllu okkar þegar hún
sagði af ketti í hverfinu sem „sat“ fyr-
ir henni. Við reyndum að draga úr, en
gömlu varð ekki haggað. Kötturinn
elti hana víst í Sparisjóðinn sem var
skammt frá. Kötturinn hefur, sam-
kvæmt þessu, tæpast verið frár á fæti
því sjálf fór hún yfir á göngugrind.
Engu að síður horfði hún grafalvar-
leg í eldrauð andlit okkar Sirrýjar og
fullyrti: „Og ég var meira að segja
lengi inni í bankanum, en þegar ég
kom út þá sat hann enn fyrir mér.
Reigði sig og teygði … og með þessar
líka glæpaglyrnur!“
Nær aldrei var Guðrún Gísladóttir
ósammála ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins. En í fyrrnefndu jólaboði
sagðist hún ekki skilja þá fásinnu rík-
isstjórnarinnar að leggja Hvalfjarð-
argöng. Afi maldaði í móinn og færði
rök fyrir því hversu mikil samgöngu-
bót þetta væri. ,,Mér er alveg sama,
Örn. Ég hef megnustu skömm á því
að fólk sé að grafa sig ofan í jörðina
eins og moldvörpur!“
Eitt sinn bauð hún mér í mat og
áttum við notalega kvöldstund. Í
betri stofunni sagði hún mér frá
ýmsu sem á daga hennar hafði drifið
og um uppruna okkar. Um lífið á Sól-
bakka og Knudsen-ættina. Hún tók
til gamlar lesbækur Morgunblaðsins
og las upp úr þeim sín eftirlætisljóð.
Þar sem ég hafði búið á Akureyri
sagði hún mér frá skondnum út-
varpsþætti sem, fyrir löngu, var spil-
aður um bæjarbraginn þar. Glampi
kom í augun og hún sagði mér hvað
þau Erling, langafi minn, hefðu hleg-
ið þegar þau hlustuðu saman á hann.
„Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.“
Við þessi kaflaskipti finn ég fyrir
djúpu þakklæti. Fyrir samveru-
stundirnar með kjarnakonunni Guð-
rúnu Gísladóttur. Það voru góðar
stundir.
Guðfinnur Sigurvinsson.
Guðrún var Suðurnesjamaður og
vel sátt við það. Hún ólst upp í Garð-
inum í faðmi góðrar og samstæðrar
fjölskyldu, bjó fyrst í Garðinum og
síðar í Keflavík með Erlingi manni
sínum og börnum og undi hag sínum
vel. Hún hélt upp á 90 ára afmæli sitt
með fjölskyldu og vinum í Leirunni á
sl. ári. Þeir sem fæddust á fyrstu ára-
tugum síðustu aldar lifðu tímana
tvenna. Það er í lagi fyrir unga fólkið
að hugleiða að ýmis lífsgæði sem nú-
tíminn telur sig ekki geta verið án
voru þá ekki til staðar. Þó lifðu menn
glaðir við sitt eins og nú. Fyrstu bíl-
arnir sáust suðurfrá um það bil sem
Guðrún fór að muna eftir sér, hún var
um þrítugt er rafmagnið kom frá
Sogsvirkjun suður og fjölmargt fleira
í framförum má nefna. Hús voru hit-
uð með kolum og þvottur þveginn án
véla.
Eitt er svo umgjörðin og annað er
maðurinn sjálfur. Guðrún var athygl-
isverð manneskja sem gaman var að
hitta og margt mátti af læra. Hún var
greind, áhugasöm um þjóðmál, vel
lesin og það rættist vel úr allri um-
ræðu þar sem hún kom nærri. Hún
rækti fjölskyldu sína og stórfjöl-
skyldu vel, hafði ávallt mikið sam-
band við sitt fólk og vini. Guðrún og
faðir okkar höfðu til dæmis nær dag-
legt samband með því að hittast eða
um síma meðan bæði lifðu. Guðrún
var pólitísk, hafði skoðanir og talaði
fyrir þeim. Það var gert á þann
skemmtilega hátt sem hún beitti í
orðræðu, að þræða hárfínt milli
djúprar alvöru og gamansemi. Þess
má minnast að um langt skeið var sá
siður uppi að Guðrún sagði nokkur
vel valin orð á samkomum stórfjöl-
skyldunnar. Þá gilti einu hvort barn
var fermt, um var að ræða afmæli eða
almanakshátíð í bæ. Hún gaf góð ráð
um lífið og svo pólitíkina án þess að
henni dytti í hug að vera að leggja
nokkrum manni lífsreglur eins og
hún sagði sjálf.
Það voru skemmtilegar og eftir-
minnilegar stundir.
Guðrún missti mann sinn Erling er
þau voru á liðlega miðjum aldri.
Börnin þeirra sex voru þeirra stolt,
öflugt mannkostafólk, og voru þau
foreldrum sínum góð eins og Guðrún
og Erling voru þeim. Sama gilti um
barnabörnin.
Heiðurskona er fallin frá í góðri
elli. Hennar er saknað og minning um
eftirminnilegan samferðamann lifir
með okkur sem áttum samleið með
Guðrúnu S. Gísladóttur. Megi hún í
friði fara og henni gott mæta á nýjum
lendum.
Hörður Gíslason.
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu S. Gísladóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 33
✝
Ástkær sambýlismaður minn,
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
símvirki,
Hringbraut 71,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
28. nóvember.
Ragna Jóhannsdóttir.
✝
Elskuleg systir mín,
GUÐRÍÐUR JÓHANNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Álfaskeiði 36,
Hafnarfirði,
lést 10. nóvember s.l. að Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum innilega samúð. Sérstakar þakkir til
starfsfólks D3 á Sólvangi fyrir kærleiksríka umönnun.
F.h. aðstandenda,
Sigríður Þorleifsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og dóttir,
ÞURÍÐUR DÚSSÝ HELGADÓTTIR,
Hólagötu 44,
Vestmannaeyjum,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 20. nóvember.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 1. desember kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er vinsamlegast bent á kven-
félagið Líkn.
Valdimar Þór Gíslason,
Ásgerður Jóhannesdóttir,
Valdimar Karl Sigurðsson,
Kristín Sigurlásdóttir og Þórhallur Þórarinsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
NÍELS RAFN NÍELSSON
bifvélavirkjameistari,
Funalind 15,
Kópavogi,
lést 27. nóvember á líknardeild LSH í Kópavogi.
Guðbjörg E. Sigurjónsdóttir,
Ómar Níelsson,
Anna Björg Níelsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Níels Birgir Níelsson, Svanborg Gísladóttir,
Arnar Bjarki, Glódís Rún og Védís Huld.
✝
Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn,
JÓHANN VALDIMAR KJARTANSSON,
Grundargötu 64,
Grundarfirði,
lést á blóðlækningadeild Landspítala við
Hringbraut þriðjudaginn 27. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kjartan Jakob Valdimarsson, Auður Anna Gunnlaugsdóttir,
Valgeir Hólm Kjartansson,
Anna Júnía Kjartansdóttir,
Ágústa Bjarney Kjartansdóttir,
Valdimar Kjartansson, Kristín Jakobsdóttir,
Gunnlaugur Konráðsson, Valborg María Stefánsdóttir.
✝
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Oddsflöt
í Grunnavík,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristbjörn H. Eydal,
Friðþór Kr. Eydal, Elín Hrefna Kristjánsdóttir,
Guðmundur Kr. Eydal, Sigríður Hróðmarsdóttir,
Halldór Páll Kr. Eydal,
ömmubörn og langömmubörn.