Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 34

Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svavar Elíassonfæddist í Mið- húsum á Akranesi 20. maí 1929. Hann lést á heimili sínu á Akranesi sunnudag- inn 25. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Elíasar Níelssonar, f. í Garði í Gerða- hreppi í Gull- bringusýslu 25. júlí 1896, d. 24. maí 1977, og Klöru Sig- urbjargar Sigurð- ardóttir, f. á Akranesi 17. júní 1899, d. 18. febrúar 1969. Hann var sjöundi í röð 14 systkina, en 11 þeirra komust til fullorðinsára. Systkini Svavars eru: Elín, f. 20. febrúar 1920, d. 28. febrúar 2003, Guðríður Ósk, f. 23. apríl 1922, Vil- helmína Sigríður, f. 26. júní 1923, Sigurður Níels, f. 31. ágúst 1924, Rannveig Jóna, f. 17. september 1925, d. 12. mars 1997, Hreggviður Karl, f. 25. janúar 1927, Ársæll, f. 21. maí 1931, d. 26. desember 1995, Helgason, 4) Hilmar, f. 3. apríl 1966, og 5) Hörður, f. 5 ágúst 1971, maki Ágústa Rósa Andrésdóttir. Barnabörn Svavars og Sigríðar eru nítján og langafabörnin eru fimmtán. Svavar byrjaði snemma að vinna fyrir sér við öll almenn störf til sjós og lands eins og tíðkaðist á þeim tíma, en lengst af starfaði hann hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, fyrst við byggingu henn- ar og síðan sem fastráðinn starfs- maður eftir að hún hóf starfsemi. Þar starfaði hann allar götur þar til hann hætti störfum fyrir aldurs- sakir 67 ára gamall. Svavar og Sigríður bjuggu alla tíð á Akranesi en fyrstu 10 búskap- arárin bjuggu þau í Sandfelli, sem stendur við Kirkjubraut 15, ásamt foreldrum Svavars og þremur bræðrum. Árið 1958 byrjuðu þau að byggja hús yfir fjölskyldu sína á Vesturgötu 156 og bjuggu þar til ársins 1974 þegar þau fluttu í ný- byggt hús á Furugrund 4. Þar bjuggu þau þar til í ágúst sl. þegar þau fluttu í nýja íbúð á Eyrarflöt 4 þar sem Svavar lést 25. nóvember. Útför Svavars verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Örlaugur, f. 23. des- ember 1932, d. 20. apríl 1933, Örlaugur, f. 18. apríl 1934, Kristín, f. 19. maí 1935, d. 11. júní 1935, Georg Steindór Sig- urz, f. 18. júlí 1937, Hafsteinn Þór, f. 17. febrúar 1939, og Har- aldur, f. 18. febrúar 1942, d. 18. sept- ember 1942. Svavar kvæntist 6. júní 1954 Sigríði Þor- bergsdóttur, f. 28. október 1930, dóttur hjónanna Þorbergs Þorvaldssonar, f. á Eski- firði 3. febrúar 1887, d. 25. apríl 1973, og Níelsínu Sigurðardóttur, f. í Króki í Fáskrúðsfirði í S-Múl. 9. júlí 1901, d. 8. apríl 1978. Svavar og Sigríður eignuðust saman fimm börn: 1) Guðrún Jóna, f. 12. októ- ber 1950, maki Sigurður Örn Har- aldsson, 2) Jón Smári, f. 28. októ- ber 1951 maki Pálína Alfreðsdóttir, 3) Elín Klara, f. 23 desember 1953, maki Steinn Mar Elsku afi minn. Ég sit hérna við tölvuna og veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að byrja, ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért farinn frá okkur. Ég get þó ekki annað en brosað í gegnum tárin þegar ég hugsa um allar minning- arnar sem ég er svo heppin að eiga. Það eru ekki allir sem voru svo heppnir að eiga svona fyndinn og skemmtilegan afa eins og ég átti. Þú vast alltaf með húmorinn á réttum stað og slóst alltaf á létta strengi þegar maður kom í heimsókn til ykkar ömmu. Það eru svo margar minningar sem fljóta í gegnum hug- ann minn núna, t.d. dagarnir sem ég og Valdís sátum í eldhúsinu á Furu- grundinni og spiluðum við ömmu og þú stóðst og horfðir á og sagðir brandara á meðan, eða tókst eitt og eitt spil með okkur. Guli húsbílinn ykkar sem var svo rosalegt sport að fá að setjast í og fara í ferðalög í, jólaboðin á Furu- grundinni. Ég gæti haldið áfram endalaust að skrifa, en ég mun geyma allar þessar minningar í hjarta mínu alla tíð. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og brosir þínu fallega brosi því núna finnurðu ekki meira til. Elsku afi, ég veit þú átt eftir að vaka yfir okkur og gæta okkar. Ég sakna þín mikið og við sjáumst aftur þegar minn tími kemur. Hvíldu í friði. Þín, Friðmey. Afi minn. Ég á erfitt með að koma því í orð hvernig mér líður, þetta er allt svo óraunverulegt ennþá. Ég veit að þú ert á betri stað þar sem þú finnur ekki lengur til og það huggar mig að hugsa um þig núna, afa engil. Sit ég alein og svefnlaus um nætur, og syrgi vin minn sem horfinn mér er. Ást mín tilheyrir ennþá þér einum, enginn skilur þá sorg er ég ber. Bið ég guð minn sem gætir vor allra, að geyma vininn í sorgum og þraut. Allt sem gott er og göfugt í heimi, greiði veg þinn á ævinna braut. Þegar húmar og hallar að degi, heimur hverfur og eilífðin rís. Sjáumst við aftur á sólfögrum ströndum, þar sem sælan er ástvinum vís. (G.H.) Þín, Marella. Þá ertu farinn frá okkur kæri afi. Þrautir þínar að engu orðnar og þú kominn á betri stað. Óneitanlega leitaði sú hugsun á mig þegar þú lagðist inn á spítalann í haust að þú myndir hugsanlega ekki verða með okkur þessi jólin. Sú varð raunin sunnudaginn 25. nóvember sl. þegar þú skildir við okkur. En eftir lifa minningarnar og þær eru margar og góðar. Við áttum saman mörg hand- tökin þegar við unnum saman í hálft fjórða ár í Sementsverksmiðjunni eftir að ég kláraði stúdentsprófið. Það var alltaf ánægjulegt að vinna með þér og vera í kringum þig. Húmorinn var aldrei langt undan í leik eða starfi. Ég náði ekki að heimsækja ykkur ömmu saman í nýju íbúðina ykkar, en okkar hinsta samverustund var á þriðjudaginn í vikunni áður en þú fórst. Ég dreif mig þá í heimsókn á spítalann til þín upp á Skaga. Þú sast uppi við á rúmstokknum og varst að borða kvöldmat þegar ég labbaði inn en ekki var lystin mikil. Það leyndi sér ekki að þrótturinn hafði dvínað. Við sátum þarna saman einir í hátt í 20 mínútur og ég sagði þér það helsta sem ég er að sýsla þessa dagana, og sýndi þér myndir af íbúðinni sem við Heida vorum að kaupa og fáum afhenta núna fyrir jólin. Það hefði verið gaman að fá ykkur ömmu í heimsókn þangað. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þessa stund með þér. Handtak þitt var langt og traust þegar við kvöddumst og þú þakkaðir mér fyrir innlitið. Sennilega vissum við báðir innst inni að þetta væri okkar síðasta stund saman og minninguna um hana mun ég varðveita um ókomin ár. Við sem eftir sitjum munum ylja okkur við minningarnar um þig. Sumar eru ansi skondnar og eiga örugglega eftir að laða aftur fram brosið þegar þær eru rifjaðar upp. En kankvísa brosið þitt og glampann í augunum mun vanta. Kæri afi, megi almættið vernda þig þar sem þú ert nú og styrkja ömmu á komandi tímum. Þú varst glæstur eins og systur mínar sögðu stundum. Með kærri þökk fyrir samfylgd- ina, Erlingur Alfreð Jónsson. Elsku afi minn. Leiðir skilja vini alla, tárin strítt þá streyma og falla. En ljós þitt mun ávallt skína, minning þín mun aldrei dvína. (Höf. ók.) Það er sárt að komast ekki í jarð- arför þína. Ég var að tala við mömmu í sím- ann núna í fyrradag og við vorum að rifja upp svona eitt og annað um þig. Það sem stendur upp úr í minn- ingum mínum er það hversu dugleg- Svavar Elíasson ✝ RagnheiðurBjörgvinsdóttir Lee fæddist í Ási á Fáskrúðsfirði 6. mars 1921. Hún lést á sjúkrahúsi í Colc- hester á Englandi að morgni 7. nóv- ember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Björgvin Þor- steinsson kaup- maður á Búðum, f. 19. október 1889, d. 11. febrúar 1964 og Oddný Sveinsdóttir húsmóðir, f. 3. október 1897, d. 2. ágúst 1977. Systur Ragnheiðar eru Gunnþóra, f. 11. nóvember 1916, d. 12. febrúar 2006, Valborg, f. 16. mars 1925, d. 1. febrúar 1996, og Ása, f. 24. júlí 1928. Foreldrar Ragnheiðar ættleiddu börn henn- ar, Oddnýju og Björgvin. Ragnheiður giftist Sverri Ein- arssyni lækni, f. 2. nóvember 1911, d. 8. janúar 1986. Þau skildu. Dótt- ir þeirra er Oddný Sv. Björgvins ritstjóri, f. 25. febrúar 1940, gift Heimi Hannessyni lögmanni, f. 10. júlí 1936. Áður gift Kjartani Þor- bergssyni tannlækni, f. 2. júlí 1936. Börn þeirra eru: 1) Þorbergur raf- virkjameistari, f. 1. nóvember 1961, kvæntur Frauke Eckhof hjúkrunarfræðingi, börn þeirra eru Leifur, f. 6. febrúar 1985, El- ísabet, f. 12. nóvember 1988 og urdóttir Hulda búsett í Bandaríkj- unum, gift með 2 syni. Ragnheiður giftist Richard Lee myndhöggvara og málara, f. 10 desember 1910, d. sept. 1991. Börn þeirra eru: 1) Richard Þór kennari, f. 3. maí 1949, d. 8. júní 2006. Börn hans eru Rebecca, Tristan og Am- ber, tvö barnabörn. 2) Roland Baldur tölvufræðingur, f. 4. ágúst 1953, kvæntur Teresu bókasafns- fræðingi, börn þeirra Jessica og Sam Robert. 3) Róbert Óskar lista- maður, f. 16. júlí 1955, maki Sarah listfræðingur, sonur þeirra Oscar. 4) Raymond Ásgeir, deildarstjóri í Oxford háskóla, f. 13. nóvember 1960, kvæntur Fran listmálara, börn þeirra eru Freyja, Rene og Albi. Ragnheiður ólst upp hjá for- eldrum sínum á Fáskrúðsfirði. Stundaði nám í Verslunarskól- anum í Reykjavík. Fluttist út til Englands 1948 með manni sínum Richard Lee, sem vann m.a. Vax- myndasafn Íslands. Þau bjuggu í London og Cornwall, en á seinni árum í Colchester í Essex. Ragn- heiður vann í Mercury Theatre og kynnti Ísland í máli og myndum á fyrri árum. Þekktust var hún fyrir sína „antique“ verslun sem hún rak í fjölmörg ár, sérhæfði sig í postu- líni og línvefnaði. Safnarar á Bret- landi og frá meginlandi Evrópu heimsóttu gjarnan íslensku konuna í „Little Shop“ í Colchester. Hún fór á uppboð og var með „antique“ markaði fram á níræðisaldur. Bálför Ragnheiðar fer fram í Colchester í dag, en aska hennar og Richards verður jarðsett í kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði í sumar. Oddný, f. 1993. 2) Þórdís skurð- og lýta- læknir, f. 19. júní 1965, gift Páli Þór- hallssyni lögfræð- ingi. Synir þeirra eru Hjalti, f. 6. júní 1991 og Kjartan, f. 13. febrúar 1996. 3) Björg, sérfræðingur í félagsmálaráðu- neytinu, f. 5. janúar 1967, gift Benedikt Stefánssyni hagfræð- ingi, sonur þeirra Stefán, f. 27. maí 2004. Áður gift Héðni Sigurðssyni tannlækni. Synir þeirra eru Hlyn- ur, f. 16. febrúar 1991, og Sig- urður, f. 15. desember 1995. 4) Ragna Vala innanhússarkitekt, f. 23. janúar 1970, gift Antony Old- ani stjórnmálafræðingi. Börn þeirra eru Kiljan, f. 7. ágúst 2002, og Thelma, f. 24, desember 2005. Þau eru búsett á Ítalíu. 5) Auður Elfa, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og fjallaleiðsögukona, f. 20. maí 1975. Sonur Ragnheiðar og George Gaines er Björgvin Kr. Björgvinsson trésmiður, f. 7. nóv- ember 1945, kvæntur Nildu. Þau eru búsett á Puerto Rico. Áður kvæntur Sigrúnu Siggeirsdóttur hjúkrunarritara, f. 10. mars 1946. Dóttir þeirra Linda, nemi í við- skiptafræði, f. 22. maí 1971, sonur Matthew, f. 8. febrúar 2002. Fóst- Tengdamóðir mín Ragnheiður var ótrúlega sterkur persónuleiki sem hafði mikil og mótandi áhrif á mig. Hún kom mér til að skilja að lífið er ekki alltaf dans á rósum, eins og í lífi hennar sjálfrar – þar skiptust á bjartir tímar og aðrir mjög erfiðir. Hún kom mér líka til að meta smáatriðin í lífinu, vera bjartsýn og lifandi. Mér finnst í raun forréttindi að hafa þekkt hana. Margar minningar streyma fram. Alltaf þegar hún kom til Íslands hittumst við yfir kaffibolla og sérríi á gömlu Hótel Borg. Borgin var mikill uppáhaldsstaður, þar hitti hún Dick sinn í fyrsta skipti sem bjó á Hótel Borg þegar hann var að vinna að Vaxmyndasafni Íslands. Alltaf var skemmtilegt í návist Ragnheiðar, hún var hláturmild og sögurnar hennar eru efni í heila bók. Oft sagði hún mér frá Corn- wall. Þangað fluttu þau Dick með strákana sína fjóra frá stórborginni London, völdu yndislegustu sveitina í Englandi. Í Cornwall var hún við sjóinn, þar fann hún heiðar til að fara í berjamó, haf og villta náttúru eins og heima á Fáskrúðsfirði. En Dick var listamaður og ekki mikla vinnu að fá í sveitinni. Ragn- heiður fór að prjóna og selja og byrjaði með fyrstu antikbúðina sína í Lostwithel. Þetta voru erfiðir tímar. Stundum áttu drengirnir bara einar buxur sem þurfti að þvo og þurrka fyrir skólann daginn eft- ir. Svo fluttu þau til Colchester. Þar fékk Dick næga vinnu og hún opn- aði antikbúðina „Little Shop“ sem varð þekkt víðar en í Englandi. Gaman var að heimsækja Ragn- heiði og Dick til Colchester, ynd- islegt að setjast með henni á ekta enska testofu yfir tebolla og skons- um. Á sunnudögum var fastur liður að fara á markaði út í sveit, en þau höfðu bæði mikinn áhuga á gömlum munum. Dick var mjög hrifinn af gömlum klukkum og smitaði mig svo að ég fór að safna litlum antik- klukkum. Við Björgvin bjuggum í New York í 26 ár og þau heimsóttu okk- ur nokkrum sinnum. Tengdamóður minni fannst helst til of rólegt um- hverfi hjá okkur úti á Long Island, hafði búist við að sjá löggur með byssur út um allar götur! Oft var mjög heitt yfir sumartímann, en Ragnheiður gekk í dragtinni sinni og nylonsokkum í 30 stiga hita, ekki tauti við hana komandi að skipta um föt. Á fallegum haustdegi í október keyrðum við út í sveitina þar sem akrar voru þaktir graskerum. Ragnheiði var þessi sýn ógleyman- leg. Eins var Manhattan mikið æv- intýri. Eitt skipti völdum við dag St. Patricks þegar borgin var troðfull af fólki og mikil skrúðganga á 5th Avenue. Og eins og tilheyrði deg- inum var drukkinn grænn bjór sem gestunum frá Englandi fannst mjög fyndið. Ragnheiður minnti mig alltaf á sögupersónu úr enskum sveitaróm- an. Sjálf las hún mikið af sögulegum skáldsögum og átti marga eftirlæt- ishöfunda sem hún kynnti mér. Allt- af kom dagbók til mín í jólapakk- anum frá Ragnheiði. Núna þakka ég henni fyrir að hafa kennt mér að skrifa dagbók, eins og hún gerði sjálf alla tíð. Ég þakka minni kæru Ragnheiði fyrir ferðalagið í þessu lífi. Sigrún Siggeirsdóttir. Elsku amma Ragnheiður, nú ert þú komin heim í fjörðinn þinn. Þótt þú hafir búið mestalla ævina í Eng- landi varstu sannur Íslendingur allt til dauðadags, fórst meira að segja að tala eingöngu íslensku síðustu dagana. „Nú ætla ég aldrei að flytja aftur frá Íslandi!“ var eitt það fyrsta sem þú sagðir þegar við mamma komum til þín á spítalann í október. Hvernig var hægt að búa sextíu ár í enskumælandi landi, en tala alveg lýtalausa íslensku? Þetta gast þú og skrifaðir í dagbók hvern einasta dag – á íslensku! Þú varst yndisleg amma, mundir eftir öllum afmælisdögum afkomenda þinna og skrifaðir svo fallega til okkar öll þessi ár, hvar sem við vorum í heim- inum. Ég var heppin, fékk að vera hjá þér eitt sumar, vera með þér í æv- intýrabúðinni þinni „Little Shop“. Man hvað ég var stolt þegar ég fékk að passa búðina, man hve vel þú hugsaðir um hvern hlut, hve öllu var fallega raðað. Alveg eins og í húsinu þínu á Fiðrildastræti „Papillon Road“ sem er eins og listaverkasafn, hvert veggpláss nýtt fyrir listaverk eða fjölskyldumyndir, hver hilla full af gersemum. Halldór Laxness yfir stiganum, Þóra Borg leikkona í stof- unni, brjóstmyndir eftir „afa“ Dick sem aldrei þreyttist á að skemmta okkur systkinunum með töfrabrögð- um. Alltaf var jafngaman að hlusta á sögurnar þínar. Fjórtán sinnum reyndirðu við bílpróf og hlóst að sjálfri þér fyrir að hafa aldrei náð. Oft fékkstu okkur til að gráta af hlátri, eins og með sögunni um te- boðið þitt í höllu drottningar. Þú varst glaðlynd fram á síðustu stundu þegar við mamma rifjuðum upp með þér skondin atvik, en líka átakanleg. Þá kom fram hvað eftirsjáin eftir börnunum þínum tveimur sem þú skildir eftir á Fáskrúðsfirði var mik- il alla þína ævi – og braust fram á lokastundu lífs þíns. Grátbrosleg er sagan þegar þú, nýkomin í stórborgina, reikaðir um stræti Lundúna, sást skilti um læknastofu og spurðir lækninn hvort hann ætti meðal við heimþrá? Þegar hann heyrði að þú varst hamingju- samlega gift, ráðlagði hann þér að eignast börn. Þessi læknir varð síð- an fjölskylduvinur ævilangt. Annað sem var þér ofarlega í huga síðustu stundirnar voru veik- indi þín þegar þú varst fimm ára. Þú varst nýrnaveik og búin að liggja heima í nokkra mánuði með háan hita. Eitt kvöldið sagði læknirinn: „Dóttir ykkar mun ekki lifa nóttina af.“ Langafi Björgvin sendi þá skeyti til Margrétar á Öxnafelli. Svarskeyti Margrétar kom um hæl: „Friðrik kemur!“ Hið ótrúlega gerð- ist að foreldrar þínir sofnuðu bæði við rúmstokkinn hjá þér. Um morg- Ragnheiður Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.