Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 35
ur þú varst alltaf að spila við mig
þegar ég kom til ykkar ömmu á
Furugrundina, við gátum setið í
marga tíma og spilað ólsen ólsen eða
veiðimann. Og afi, það sem þú gast
alltaf REYNT að svindla, en þér
fannst það bara svo gaman því ég
varð alltaf svo ótrúlega reið … og
amma kom alltaf til að róa mig niður
og segja þér að hætta að stríða mér
svona! Svo líka alltaf þegar ég var að
fara norður með mömmu, pabba og
Jóni Þór þá gafstu mér alltaf súrar
lappir í nesti, bróður mínum til mik-
ils ama. Súrar lappir voru bara eitt
það besta sé ég vissi og þér fannst
það svo frábært að ég væri svona
vitlaus í þær.
Gaman er að muna öll ættarmótin
með stórfjölskyldum ykkar ömmu,
einnig allar veiðiferðirnar með þér
þó þú værir nú stundum svolítið
spældur ef ég veiddi meira en þú, en
allt var það nú í gamni.
Öll ferðalögin sem við fórum í á
sumrin þegar þið amma komuð norð-
ur til okkar eru ógleymanleg. Elsku
afi minn, takk fyrir að vera góður og
hjartahlýr afi. Elsku amma, guð
styrki þig í þinni sorg. Kveðja,
Málmfríður í Brønderslev.
Elsku afi. Mikið á ég eftir að
sakna þín. Ég á aldrei eftir að
gleyma því símtali þegar mamma og
pabbi hringdu í mig og sögðu mér að
þú værir farinn. Ég hef verið að rifja
það upp síðustu daga hvað það var
oft gott að vera hjá þér og ömmu á
Skaganum þegar ég var barn. Við
fengum að leika okkur að vild úti um
allt hús. Ég man eftir bílasafninu
sem var í neðstu skúffunni í komm-
óðunni í þvottahúsinu á Furugrund,
ég man eftir öllum veiðistöngunum
og dótinu sem þú áttir í bílskúrnum
og hvað það var skemmtilegt að fara
út í skúr með þér og berja harðfisk
til að naga. Þetta er bara brot af
þeim minningum sem ég á um þig,
og allar þær sem ég á eru góðar.
Ég minnist þín sem besta afa sem
hægt var að hugsa sér og ég veit að
ég er ekki einn um það. Hvíldu í friði
elsku afi, við sjáumst svo aftur
seinna meir. Ég veit að þú lítur til
með mér og þú verður í bænum mín-
um áfram um alla framtíð.
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin strjála og auða,
er stari eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
Þar sé ég sólu fegri
á súlum standa höll
í dýrð svo dásamlegri,
hún drifin gulli er öll.
Þar sé ég fylking fríða
og fagurbúna sveit
um ljóssins sali líða
með ljóssins ásýnd blíða
í unaðs aldinreit.
Ég hljóður eftir hlusta,
ég heyri klukkna hljóm.
Hve guðleg guðsþjónusta
er Guðs í helgidóm!
Ég heyri unaðsóma
og engla skæra raust,
um Drottins dýrðarljóma,
um Drottins verk þeir róma
um eilífð endalaust.
Er þetta hverful hilling
og hugarburður manns?
Nei, það er fögur fylling
á fyrirheitum hans,
er sýnir oss í anda
Guðs eilíft hjálparráð,
og stríðsmenn Guðs þar standa
við stól hins allvaldanda.
Þar allt er eilíf náð.
(Valdimar Briem.)
Þakka þér fyrir allt sem þú gafst
af þér og takk fyrir að hafa verið af-
inn minn.
Kveðja, þinn
Jón Þór
Elsku afi, við kveðjum þig í dag
með söknuði.
Alltaf var gott að koma á Furu-
grundina til þín og ömmu, þá sér-
staklega í bílskúrinn þar sem við
gátum alltaf treyst á að finna þig
dytta að einhverju eða þurrka óbar-
inn harðfisk sem við rifumst um. Við
minnumst þess þegar þú varst í sigl-
ingum og komst alltaf með góðgæti
handa okkur frá útlöndum. Þú varst
passasamur með þitt og hugsaðir vel
um verkfærin þín, við munum eftir
að hafa beðið þig um að lána okkur
sláttuvélina en þú bentir okkur pent
á áhaldaleigu BYKO og glottir. Þú
hafðir alltaf húmor fyrir öllu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi, við hugsum hlýtt til þín
og við skulum sjá til þess að allar
buxurnar þínar verði klipptar.
Steindóra, Íris Dögg,
Helgi Dan, Helena Rut og
Marella Steinsbörn.
uninn varst þú orðin hitalaus. „Ég
sá mann koma að rúmi Ragnheiðar
og beygja sig yfir hana,“ sagði
Gunnþóra heitin systir þín og lýsti
manninum! Við höfum ekki vísinda-
legar sannanir fyrir öllu í þessum
heimi.
Síðustu dagana talaðir þú eins og
þú værir komin „heim í Ás“. Friður
var yfir þér, þú varst tilbúin að
kveðja. Elsku amma! Takk fyrir all-
ar góðar stundir sem við áttum
saman, megir þú hvíla í friði.
Þórdís Kjartansdóttir.
Elsku amma, nú koma ekki fleiri
jóla- eða afmæliskort frá þér. Þú
mundir eftir öllum afmælisdögum.
Þrátt fyrir að við systurnar værum
búsettar í mismunandi löndum frá
einu ári til annars fundu bréfin þín
okkur alltaf.
Á unglingsaldri fékk ég að dvelja
hjá þér sumarlangt og ég man hvað
við gátum hlegið endalaust að
bröndurum okkar. Skemmtilegast
var að fara með þér á markað með
fornmuni þar sem þú virtist þekkja
alla. Heimili ykkar var heill æv-
intýraheimur með öllum höggmynd-
unum hans afa Dicks. Enda kynnt-
ust þið þegar hann kom Íslands til
að gera íslenskt vaxmyndasafn, sem
nú er varðveitt á Þjóðminjasafninu.
Óskar Halldórsson útgerðarmaður
og „síldarkóngur“ varð nefnilega ör-
lagavaldur í lífi þínu. Hann lét efna
til samkeppni á meðal efnilegra
myndhöggvara í London. Afi Dick
sigraði og dvaldist í Reykjavík í
nokkra mánuði til að gera brjóst-
myndir þekktra Íslendinga. Þar sá
hann þig, féll fyrir töfrum þínum og
málaði þig og mótaði í ótal svip-
brigðum.
Þú kryddaðir alltaf lífið með
skemmtilegum uppátækjum. Þegar
Margaret Thatcher varð forsætis-
ráðherra Bretlands sast þú heima í
stofu og skálaðir við Járnfrúna í
sjónvarpinu.
Eitt af þínum uppátækjum var að
reyna byrja að reykja. Þú keyptir
þér grænar More sígarettur í frí-
höfninni og sast í stofunni þar sem
við systkinin fylgdumst með tilraun-
inni. Þú sagðir að fólk sem hætti að
reykja fitnaði, en þú ætlaðir að
byrja að reykja og grennast. Eftir
eina græna More hættir þú þessari
vitleysu og hlóst mikið af öllu sam-
an.
Eitt sumarið sýndir þú okkur
myndir frá dýragarði þar sem þú
starfaðir. Við systurnar misskildum
þetta eitthvað og vorum alveg viss-
ar um að þú værir eigandi dýra-
garðsins, hjóluðum strax um Foss-
voginn og kölluðum: „Amma okkar
á dýragarð í Englandi,“ svo berg-
málaði um hverfið. Ég held að þessi
misskilningur hafi varað í nokkur
ár. Þegar sannleikurinn kom loks í
ljós var mikil sorg í vinahópnum,
allir ætluðu að heimsækja dýra-
garðinn hjá ömmu Bjargar! Ný-
komin með bílpróf fékk ég að ná í
þig til Gunnþóru frænku. Á leið nið-
ur eina brekkuna bað ég þig um að
halda þér fast, því að bremsurnar
væru bilaðar. Viðbrögð þín létu ekki
á sér standa. Þú kallaðir: „Blikkljós
á, ýttu á flautuna, reynum hand-
bremsuhemlun!“ Þegar hemlað var
með hefðbundnum hætti ætluðum
við aldrei að hætta að hlæja.
Þrátt fyrir gleðina sem oftast
geislaði í kringum þig, vissum við
um heimþrána og sorgina sem bjó í
brjósti þínu, því að tvö elstu börnin
þín urðu eftir á Íslandi þegar þú
fluttir til Englands. Þín hinsta ósk
var að fjölskyldurnar þínar tvær á
Íslandi og Englandi héldu góðum
kynnum. Við skulum gera hvað við
getum til að svo verði.
Ég kveð þig með miklum söknuði,
þú verður áfram fyrirmynd og sýnir
okkur hvernig á að vera sterk og
ákveðin kona er lifir full bjartsýni
og gleði. Við systkinin fengum í
vöggugjöf frá þér aðdáun á fjöllum
og villtri náttúru og göngum saman
á fjöll með börnum og mökum.
Næsta fjallaferð okkar systkinanna
verður helguð þér.
Björg Kjartansdóttir.
Elsku amma mín, mikið er skrítið
til þess að hugsa að ég fái ekki frá
þér jólakort og afmæliskort eins og
alltaf. Hvar svo sem maður bjó í
heiminum, jafnvel þótt allir aðrir
myndu kannski ekki eftir afmælinu
mínu á réttum degi, þá var hægt að
treysta á að fá fallegt kort frá þér.
Mikið finnst mér ég hafa verið
heppin að koma í heimsókn til þín
nokkrum dögum áður en þú lagðist
inn á spítala. Ég var þá að koma af
hæsta tindi Afríku, en þú hafðir
ekki komist út úr húsi í heilan mán-
uð. Ég veit samt ekki hvor var
hraustlegri á að líta. Það skein af
þér lífsgleðin, glensið og grínið.
Eins og alltaf vildir þú endilega
bjóða mér veitingar og snúast í
endalausa hringi til að ég myndi
hafa það sem allra best. Rétta
postulínið varð að vera á nýþvegn-
um, pressuðum dúk. Þú gerðir grín
að fótum þínum, sem voru orðnir of
bólgnir til að fara í skó, samt náðir
þú alein að halda þriggja hæða húsi
hreinu og fínu, svo að allir sem vildu
gætu komið í heimsókn.
Þú sagðist hafa setið síðustu ár
og hugsað, og nú værir þú komin
með svör á lífsgátunni allri. Ég held
líka að það hafi verið rétt hjá þér,
svo mikil gleði og friður var yfir
þér. Við töluðum saman um náttúr-
una, fólk og listir, en það voru þeir
hlutir sem þú hafðir mest gaman af.
Þú sagðir mér sögur af því hvernig
þið systurnar hefðuð farið upp í
fjöllin á Fáskrúðsfirði með nesti, og
skellihlóst að útskýringum mínum á
hagnýtum atriðum margra daga
fjallaferða. Í augum þínum sást að
Fáskrúðsfjarðarfjöllin voru þér
jafnljóslifandi og þú hefðir verið þar
í gær.
Þú sagðir mér frá því hvernig afi
Dick hefði heillað þig upp úr skón-
um og dregið þig út til Englands,
bara til að vera í eitt til tvö ár, árin
urðu samt aðeins fleiri! Það hlýtur
að hafa verið ólýsanlega erfitt fyrir
þig að flytja frá Fáskrúðsfirði til
London með skipi fyrir rúmum 50
árum, jafnmikið náttúrubarn og þú
varst.
En þú náðir alltaf að vera áfram
mesti Íslendingur sem ég þekkti.
Aldrei heyrði maður minnsta hreim
í röddinni og ég held að fáir jafn-
aldrar þínir hafi kunnað jafnmörg
ný íslensk orð, hvort sem það var
örbylgjuofn, farsími eða þota.
Fannst reyndar alltaf jafnskemmti-
legt að heyra þig frekar sletta á
dönsku en ensku, en það var víst
lenska fyrir austan þegar þú varst
að alast upp.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með söknuði. Þú átt eftir að vera
mér mikil fyrirmynd, hvort sem það
er í drifkrafti, lífsgleði eða sjálf-
stæði.
Auður Elfa Kjartansdóttir.
Hver fengi það talið, mín ættjörð, sem átt
Til yndis og fagnaðar muna,
Það allt, sem að veldur, að þreyi ég þrátt
Og þreytist fjarvistum una?
Svo þreyðu þig feðurnir fyr á öld,
Þín faðmlög reyndust þeim eigi köld.
Hvað varstu, Ísland? Þú verður enn,
Að vitja þín aftur af löngun ég brenn.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Það getur verið erfitt að vera
langt frá sinni ættjörð, langt frá
fjölskyldu, vinum og sínum heima-
högum. Amma mín þjáðist alltaf af
heimþrá. Á tímabili þjáðist hún svo
að hún bankaði upp á hjá lækni til
þess að spyrja hvort til væri meðal
við heimþrá. En eins og með marga
sjúkdóma þá verður maður að læra
að lifa með honum – og það gerði
amma mín. Hún var alltaf með bros
á vör og umkringd fólki sem þótti
vænt um hana. Það er sjaldgæft að
sjá fólk sem geislaði jafnmikið af
lífsgleði eins og hún gerði.
Amma sagði oft að eitt af því sem
henni þætti skipta mestu máli væri
að vera sjálfstæður.
Hún bjó ein í gamla þriggja hæða
húsinu sínu fram undir það síðasta.
Sat í stólnum inni í stofu með teppi
yfir fótunum að sauma eða undirbúa
fyrir næsta antikmarkað.
Sjálfstæður Íslendingur í útlönd-
um!
Með virðingu, amma mín.
Ragna Vala Kjart-
ansdóttir, búsett á Ítalíu.
Í dag kveðjum við hér á Íslandi
og í Englandi móðursystur okkar
Ragnheiði Björgvinsdóttur Lee.
Ragnheiður var merkileg kona
sem lifði góðu lífi, en oft við erfiðar
aðstæður miðað við þær sem okkar
kynslóð þekkir.
Ragnheiður fæddist árið 1921,
ólst upp á Fáskrúðsfirði hjá for-
eldrum sínum Oddnýju Sveinsdótt-
ur og Björgvini Þorsteinssyni ásamt
þremur systrum, þeim Gunnþóru,
Valborgu og Ásu. Þetta var fjöl-
skyldan í Ási.
Ragnheiður fór í Verslunarskól-
ann, giftist ung og eignaðist dótt-
urina Oddnýju, en hjónabandið ent-
ist ekki. Annar maður kom fljótlega
inn í líf Ragnheiðar og eignuðust
þau drenginn Björgvin. Það var
ekki langvinnt samband, Ragnheið-
ur var sjálfstæð kona sem tók eigin
ákvarðanir og varð því einstæð
móðir tveggja ungra barna.
Árið 1947 kynnist hún Richard
(Dick), enskum listamanni sem
vann að verkefni hér á landi. Ragn-
heiður og Dick giftust, settust að í
Englandi og lifðu þar allan sinn bú-
skap.
Á þeim tíma sem Ragnheiður
flyst til Englands er Evrópa í sár-
um eftir stríðið, erfitt var að fá hús-
næði og atvinnu. Það þótti því best
fyrir tvö ung börn að verða eftir hjá
ömmu sinni og afa á Fáskrúðsfirði á
meðan móðir þeirra flutti með eig-
inmanni sínum til Englands til að
kanna búsetumöguleika. Árin liðu,
Ragnheiður og Dick eignuðust fjóra
syni og eru þrír þeirra á lífi, Róbert
Óskar, Raymond Ásgeir og Róland
Baldur. En börnin tvö á Íslandi ól-
ust upp á Fáskrúðsfirði hjá for-
eldrum Ragnheiðar. Á uppvaxtarár-
um þeirra voru samgöngur á milli
landa með skipi, flugsamgöngur
voru ekki ódýr kostur í upphafi
flugsins og meira að segja síma-
samband var ekki almennt notað
nema í þriggja mínútna viðtalsbili.
Ragnheiður sá við þessu öllu, hún
skrifaði bréf og hélt með þeim hætti
sambandi við sitt fólk á Íslandi.
Hún mundi eftir afmælum allra
ættingja sinna og sendi þeim bréf
eða póstkort. Hún saknaði alla tíð
fólksins síns á Íslandi og fjallanna á
Fáskrúðsfirði, hún var alltaf Íslend-
ingur í Englandi. Þegar hún fór svo
að koma til Íslands síðar á ævinni
var ekki hægt að merkja að hún
hefði verið búsett í Englandi í 60 ár,
hún talaði lýtalausa kjarnyrta ís-
lensku og ekki vottaði fyrir enskum
hreim. Í Englandi var hún alltaf
tilbúin að halda kynningar og fyr-
irlestra um Ísland, klædd í íslensk-
an búning.
Ragnheiður var listræn og margt
til lista lagt og stofnaði hún verslun
og fyrirtæki sem fólst í að finna fal-
lega hluti á uppboðum, kaupa og
selja antik- og listmuni. Ragnheiður
var falleg kona sem hafði áhuga á
viðmælendum sínum og náði því
góða fram í fólki. Börnin hennar eru
dæmi um það. Vertu sæl, frænka,
og þakka þér fyrir þau áhrif sem þú
hefur haft á líf okkar.
Svava Oddný, Björg og
Ásdís Ásgeirsdætur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Minningargreinar
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS EMILÍA ÞORVALDSDÓTTIR
frá Svalvogum,
síðast til heimilis að
Dalbraut 20,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala laugardaginn
24. nóvember, verður jarðsett í Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 4. desember kl. 15.00.
Þorlákur Snæbjörnsson,
Gunnlaugur Þorláksson, Þórdís Jeramíasdóttir,
Ingibjörg Þorláksdóttir, Hólmgeir Pálmarsson,
Matthildur Þorláksdóttir, Hilmar Viktorsson,
Sólborg Þorláksdóttir, Reynir Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
konu minnar, dóttur, tengdadóttur, systur og
mágkonu,
HERDÍSAR HAUKSDÓTTUR
leikskólakennara,
Laugartúni 6b,
Svalbarðseyri.
Guð blessi ykkur öll.
Jakob Björnsson,
Haukur Óli Þorbjörnsson, Sigrún Ragnarsdóttir,
Björn Ingason, Kristín Helga Harðardóttir,
fjölskyldur og aðrir aðstandendur.