Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 39

Morgunblaðið - 30.11.2007, Side 39
LISTMÁLARINN Kristján Davíðsson var önnum kafinn við að árita bók um eigin list í Listasafni Íslands í gær. Bókin er gefin út í tengslum við sýningu á verkum Krist- jáns sem stendur nú yfir í safninu. Eins og sjá má fór vel á með Kristjáni og ónefndum aðdáanda hans í gær. Áritað fyrir aðdáanda MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 39 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikfimi kl. 8.30, bað kl. 10-16, bingó kl. 14, söngstund við píanóið kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, kertaskreyting, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handm. opin kl. 9-16, leiðb. Hall- dóra annan hvern föstud. frá kl. 13 til 16. Ferðaklúbbur eldri borgara | Ljósaferð um Reykjanesbæ, Sand- gerði og Garð 17. desember. Veitingar í Byggðasafninu Garði. Uppl. og skráning í síma 892 3011. Félag eldri borgara, Reykjavík | Aðventuhátíð kl. 20. Hugvekju flytur Karl Sigurbjörnsson biskup. Kór FEB syngur jólasálma, fjöldasöngur, leikþáttur, getraun o.fl., kaffiveitingar. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 20.30. Laufabrauðsdagur í Gjábakka 1. des. frá kl. 13. Kórar syngja inn aðventuna. Skólahljómsveitin kl. 16. Handverksmark- aður frá kl. 13. Veitingar. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, matur kl. 11.40, bingó kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikf. kl. 12, bíódagur kirkjunnar kl. 14, miðar á jólagleði FEBG seldir í Jónshúsi kl. 10-16. Furugerði 1, félagsstarf | Smíðar og útskurður kl. 9. Aðalheiður og Anna Sigga koma í heimsókn kl. 14.15 og syngja fram að kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Frjáls aðgangur að op- inni vinnustofu kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir hádegi. Há- degisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi, blaðaklúbbur kl. 10, létt leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin og vinnust. í handm. kl. 9-16, myndlist m. Hafdísi kl. 9-12, leikfimi kl. 13. Sjálfsbjörg | Árleg kaffisala og happadrætti Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu verður í félagsheimilinu, Hátúni 12, 1. desember kl. 13. Í vinning er m.a. sjónvarpsflatskjár, og kvöldverður, gisting og morgunverður fyrir tvo. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15, handavinna kl. 10.15, spænska – byrjendur kl. 11.45, hádegisverður kl. 13.30, sungið við flygilinn kl. 14.30, kaffiveitingar kl. 14.30, dansað í að- alsal. Handverkssala kl. 13-16. Ljóðaupplestur kl. 15, tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni vegna 200 ára fæðingarafmælis. Klúbb- urinn Skapandi skrif í Kópavogi sér um upplesturinn. Þorleifur Finnsson harmonikkuleikari sér um söngstundina. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leirmótun kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með boccia og bænastund á Dalbraut 27 kl. 10.15. Sóknarprestur Áskirkju verður með guðs- þjónustu á Dalbraut 27 kl. 14. Furugerðiskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur sem jafnframt leikur á orgel. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Jólafundur kvenfélags Hallgrímskirkju verður 1. des. kl. 14, í Suðursal. Gestur fundarins, Aðalheiður Karlsdóttir, sýnir handunnin sjöl og segir frá starfsemi Kasmir krafts. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur hugvekju. KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Basar KFUK verður 1. desember kl. 14. Úrval muna, heimabakaðar kökur og lukkupakkar fyrir börn. Veitingar. Allur ágóði rennur til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK á Íslandi. Gullbrúðkaup | 50 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, 30. nóvember, hjónin Gyða Guðjónsdóttir og Magnús St. Fjeldsted. Þau verða stödd erlendis af því tilefni. Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Tónlist Barinn | Kristín Bergsdóttir og hljómsveit flytja frumsamda tón- list. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Fríkirkjan í Reykjavík | Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona stendur fyrir útgáfutónleikum í tilefni af nýútkominni sólóplötu sinni, Gullperlum, 1. des. kl. 17, ásamt 12 manna hljómsveit og Braga Bergþórssyni tenór. Organ | DJ Cheeba er plötusnúð- ur kvöldsins. Plötusnúðatvíeykið TaTaTa. Myndlist Hallgrímskirkja | Sýning Arn- gunnar Ýrar, Land ég sá, verður opnuð 1. desember kl. 14. Verkin eru öll unnin á árinu 2007 með olíu á ál. Berglind Björgúlfsdóttir syngur forna aðventusöngva. Sýningin markar upphaf 26. starfsárs Listvinafélags Hall- grímskirkju. listvinafelag.is. Kaffi Milano | Faxafeni 11. Erla Magna opnar málverkasýningu 2. desember. Um er að ræða olíu- málverk og nokkrar akrýlmyndir málaðar á þessu ári. Erla hefur stundað nám í myndlistarskóla Reykjavikur, í Flórens á Ítalíu og í Salzburg. Myndirnar eru til sölu. Listasalur Mosfellsbæjar | Nem- endur í myndlistarvali Lágafells- kóla sýna. Í þessu verkefni voru nemendur látnir kynna sér sögu portrettlistaverka. Fyrirlestrar og fundir Aflagrandi 40 | Sesselja Ás- geirsdóttir kynnir störf hjá Reykjavíkurborg fyrir 60 ára og eldri kl. 15. Þjóðminjasafnið | Málþing um meðferð við afleiðingum áfalla – 16 daga átak. Málþingið hefst kl. 14. Það er haldið á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð og fjallar um meðferð við afleið- ingum áfalla. Það er hugsað sem vettvangur fyrir faglega umræðu um meðferð og hvernig hægt er að takast á við afleiðingar. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA- samtakanna er 895 1050. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80ára afmæli. 3. desem-ber næstkomandi verður Þórdís Frímannsdóttir (Dísa) áttræð. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Þingborg sunnudaginn 2. des- ember frá kl. 14 til 18. Allar gjafir eru afþakkaðar en bent er á söfnunarbauk til styrktar Krabbameinsfélagi Árnes- sýslu sem verður á staðnum. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. 50ára afmæli. Í dag, 30.nóvember, verður Kristján Ingi Jónsson fimm- tugur. Hann heldur upp á af- mælið í kvöld í Hlégarði í Mos- fellssveit. Húsið verður opnað kl. 20, skemmtiatriði verða frá kl. 21 og boðið verður upp á mat kl. 23. Dansað verður fram eftir nóttu með DJ Sheeba frá Bristol í Englandi. Gjafir eru afþakkaðar en söfn- unarbaukur til styrkar Um- hyggju verður á staðnum. dagbók Í dag er föstudagur 30. nóvember, 334. dagur ársins 2007 Landsskrifstofa Mennta-áætlunar Evrópusambands-ins efnir til ráðstefnu í húsiKHÍ næstkomandi þriðjudag undir yfirskriftinni Áhrif og ávinningur af evrópsku menntasamstarfi. Ágúst Hjörtur Ingþórsson er einn umsjónarmanna ráðstefnunnar: „Menntaáætlanir Evrópusambandsins, Leonardó- og Sókrates-áætlanirnar, voru sameinaðar í upphafi þessa árs og taka nú til allra skólastiga frá grunn- skóla upp í háskóla, auk starfsmennt- unar og fullorðinsfræðslu. Við sjáum sömu nálgun hjá íslenskum stjórnvöld- um núna með því að leggja til heild- stæða lagasetningu fyrir mörg skólastig í einu. Þá kom nýverið út skýrsla menntamálaráðuneytisins um fram- kvæmd áætlananna á tímabilinu 2000- 2006 og notum við þetta tækifæri til að líta um öxl og skoða það sem áunnist hefur, lítum um leið til framtíðar.“ „Mjög góð þátttaka hefur verið í áætl- ununum hér á landi. Margir hafa nýta sér þau tækifæri sem bjóðast með ýms- um skiptiverkefnum og námsdvölum. Þá kemur einnig fjöldi Evrópubúa til Ís- lands og koma t.a.m. fleiri nemendur til náms við Háskóla Íslands gegnum Erasmus-stúdentaskiptin en fara frá háskólanum út,“ segir Ágúst Hjörtur. „Við sjáum áhrif af áætluninni hvað gleggst í starfi háskólanna þar sem námsmat hefur verið samræmt og há- skólarnir eru orðnir til muna alþjóðlegri í starfi sínu. En við viljum einnig skoða áhrif stórra fjölþjóðlegra þróunarverk- efna sem Íslendingar hafa stýrt með miklum sóma.“ Á ráðstefnunni verða kynnt forgangs- atriði Menntaáætlunarinnar næstu ár og segir Ágúst Hjörtur eitt markmiða ráðstefnunnar að setja þessi markmið í samhengi: „Við heyrum frá þátttak- endum úr ólíkum hlutum áætlunarinnar og fáum til okkar hagsmunaaðila til að ræða um áhrif áætlunarinnar,“ segir hann. „Ljóst er að þeir einstaklingar sem nýta sér möguleika Mennta- áætlunarinnar hafa mikinn ávinning af, en gott er að rýna dýpra í áhrif mennta- samstarfsins, bæði á menntakerfið og samfélagið í heild sinni.“ Nánari upplýsingar og skráning eru á www.lme.is. Menntun | Ráðstefna um evrópskt menntasamstarf á þriðjudag kl. 10 til 15 Árangursríkt menntasamstarf  Ágúst Hjörtur Ingþórsson fædd- ist í Reykjavík 1961. Hann lauk BA-prófi í heim- speki og alm. bókmfr. frá HÍ 1986 og MA í stjórnmheimsp. frá Ottawa-háskóla 1988. Hann stundar nú doktorsnám við félagsvísindadeild HÍ. Ágúst Hjörtur hefur starfað við evrópskt menntasamstarf hjá HÍ frá árinu 1991. Frá 2001 til 2004 var hann vís- indafulltrúi við sendiráð Íslands í Brussel. Hann er nú forstm. Rann- sóknarþjónustu HÍ og Leonardó-hluta Menntaáætlunarinnar. Sambýliskona Ágústs er Hulda Anna Arnljótsd. frkvstj., eiga þau til samans 5 börn FRÉTTIR FYRIRLESTRAR undir yfirskrift- inni „Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?“ verða haldnir í Sjónarhólshúsinu, Háaleitisbraut 13, efstu hæð, laug- ardaginn 1. desember kl. 13-15. Sigríður Jónsdóttir, ADHD- markþjálfi, hefur fengið til liðs við sig mæður barna með ADHD og skyldar raskanir sem flytja fyr- irlestra um eigin reynslu. Fyrirlestrana flytja Hildur M. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsubankans.is, sem er móðir tveggja uppkominna barna með ADHD, Ása S. Harðardóttir, sem er móðir 8 ára stúlku sem greindist fyrir 2 árum með ADD og Heiða Björk Sturludóttir, sem er móðir drengs greindan með Tourette og er á einhverfurófinu þó hann nái ekki greiningu. Að lokum verða umræður og fyrirspurnir. Í frétta- tilkynningu er tekið fram að fyr- irlestrarnir séu ekki til þess gerðir að vera með áróður á lyfjanotkun. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar um ADHD og skyldar raskanir ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra er gestur Græna netsins á fundi á morgun, laug- ardaginn 1. desember, um nátt- úruvernd, auðlindir, stóriðjuáform, þjóðgarða og verndarsvæði. Fund- urinn verður haldinn á Sólon í Bankastræti, Reykjavík, og hefst kl. 11. Eftir stutt upphafsávarp Þórunnar verða umræður og fyr- irspurnir. Allir eru velkomnir. Ráðherra hjá Græna netinu           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.