Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 40

Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER SVO SVANGUR... AÐ ÉG SÉ OFSJÓNIR... ÞAÐ ER EITTHVAÐ BOGIÐ VIÐ ÞETTA ÉG ER BÚINN AÐ LEGGJAST YFIR TÖLFRÆÐ- INA SEM TENGIST LIÐINU OKKAR SEGÐU TÖLFRÆÐ- INNI AÐ ÞEGJA! ÉG HELD AÐ HÚN SEGI OKKUR ÝMISLEGT Á SÍÐASTA ÁRI SKORUÐU ANDSTÆÐINGAR OKKAR ÞRJÚÞÚSUND STIG Á MÓTI OKKAR SEX, OG BRUTU AF SÉR NÍTJÁN SINNUM EN VIÐ ÞRJÚHUNDRUÐ SINNUM... HVERNIG HRINGI ÉG ÚR ÞESSU HÓTELHERBERGI? EKKI LEIKA ÞÉR MEÐ SÍMANN, KALVIN. Í HVERN VILDIR ÞÚ HRINGJA? HOBBES. ÉG VONA AÐ ALLT SÉ Í LAGI... EKKI VERA KJÁNI, KALVIN. HOBBES KEMUR EKKI TIL MEÐ AÐ SVARA Í SÍMANN. EN HANN ER ÖRUGG- LEGA MJÖG EINMANA ÉG ER VISS UM AÐ HANN SKEMMTIR SÉR VEL ÉG VONA AÐ HANN HAFI EKKI LEIGT MYND SEM MIG LANGAÐI AÐ SJÁ ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁT... EN ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR BORÐA AFGANGA NÆSTU TVO MÁNUÐINA ÞETTA VAR FRÁBÆRT! ÞAÐ VAR GAMAN AÐ SJÁ ÞIG SÖMU- LEIÐIS VIÐ FÖRUM EKKI OFT Á SVONA FÍNA STAÐI, EN MATURINN VAR ÓTRÚ- LEGUR! HANN STÓÐST ALLAR VÆNTIN- GAR HVAÐ SEGIÐ ÞIÐ ANNARS UM AÐ VIÐ SKELLUM OKKUR AÐEINS ÚT Í KVÖLD OG FÁUM OKKUR EINN DRYKK SAMAN? ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FARA HEIM ÞREYTT, HA? NEI... BLÖNK AF HVERJU ERTU AÐ FARA ÞESSA LEIÐ? MIG LANGAR AÐ SJÁ AUGLÝSINGASKILTIÐ MEÐ MYNDINNI AF MÉR Æ, NEI! dagbók|velvakandi Að hlutgera konur Það vefst fyrir mörgum út á hvað jafnréttismálin eru farin að ganga núorðið. Þjóðernissinnar eru sakaðir um fasisma ef þeir vilja verja landið og þjóðina, en þessar hugmyndir femínista um allskonar höft, boð og bönn eru síst minni fasismi, ef mað- ur skilur það hugtak sem hrísvönd- unarstefnu, eins og Megas þýddi það orð, að láta fólk hlýða með tilskip- unum frá valdhöfum. Kvennafræðin virðast ganga út á það að gera úr konum eitthvað fyrirbæri óháð mannkyninu. Hendingin að klámiðn- aðurinn „hlutgeri konur“ er gott dæmi um þetta. Klám er eitthvað ómerkilegt sem menn eiga að skammast sín fyrir, er þá verið að telja konum trú um að þær eigi að skammast sín fyrir líkama sína? Hví berjast ekki femínistar gegn skrauttískunni, þar sem í raun er verið að hlutgera konur og karla? Líkaminn er hluti af manneskjunni, en ekki dauður hlutur! Hver ræður yfir eigin líkama? Hvar er valfrelsið, hver tekur sjálf- stæðari ákvarðanir, þessi sem dans- ar nakin eða þessi sem eltir ein- hverja tísku? Ingólfur Sigurðsson Ótrúlegt hjá RÚV Þegar fréttir bárust þriðjudags- kvöldið 20. nóv. sl. af jarðskjálftum á Selfossi urðu margir skelfingu lostn- ir og þá sérstaklega þeir sem búa á svæðinu. Okkur á höfuðborgarsvæðinu stóð alls ekki á sama og fylgdumst með fréttatímum sjónvarps og útvarps til miðnættis og sváfum ekki rótt. Mið- vikudagsmorguninn 21. nóv. bárust engar fréttir í útvarpinu af jarð- skjálftunum, ekki kl. 7, 8, 9, 10 eða kl. 12.00 né fram eftir degi. Í kvöldfréttum útvarps og sjón- varps bárust loksins fréttir. Er þetta eðlilegt? Í hverjum fréttatíma út- varps að degi til, sem er um 3 mín- útna langur, berast fréttir erlendis frá í smáatriðum, frá Pakistan, Írak, Palestínu, Ísrael, Filippseyjum o.s.frv., en oft litlar eða engar inn- lendar fréttir. Þetta er ekki boðlegt! 250829-3379 Besti jólasveinninn á Íslandi? Ég bjó í öryrkjablokk og jólin voru að nálgast – gat ég keypt mér skó? Nei, nei ég þurfti að kaupa í matinn, en þá kom 5 þúsund króna ávísun frá Bónus til allra öryrkja í blokkunum og þeir gátu farið í Bónus og verslað sér í matinn. Það var ekki birt nein mynd af Jóhannesi í blöðum eða sjónvarpi, enda lifir hann ekki fyrir það, það þyrfti enda að vera rönt- genmynd til að sýna hjarta þessa manns. Takk Bónus! Öryrkjarnir gleyma þér ekki – Jóhannes er ekki frændi minn, ég hef aldrei talað við hann – en hann er höfðingi. Nú bý ég á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Gleðileg jól. Tapað/fundið Ljós af reiðhjóli fannst á horni Grensásvegar og Bústaðavegar rétt fyrir klukkan 9 föstudagskvöldið 23. nóvember. Ef einhver saknar ljóss- ins síns er viðkomandi velkomið að hafa samband í síma 661 5896. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þessar glæsilegu konur berjast við veðrið á Skólavörðustígnum og tjalda því sem til er. Þær eru vopnaðar úlpum, treflum og tilheyrandi, en eitthvað virðist regnhlífin vera óþekk í íslenska rokinu. Morgunblaðið/Ómar Barist við veðrið FRÉTTIR ÁRLEGUR jólabasar KFUK verð- ur í húsi KFUM og KFUK, Holta- vegi 28, laugardaginn 1. desember kl. 14 og stendur frameftir degi. Á basarnum gefst gullið tækifæri til að verða sér úti um fyrsta flokks jóla- bakstur, sultur, jólaskraut og heima- gerða listmuni Lukkupakkar verða fyrir börn. Á boðstólum verða nýbakaðar vöfflur, kaffi, kakó og djús. Basar KFUK á sér langa sögu og er þetta 99. árið sem basarinn er haldinn. Ágóði af basarnum rennur til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK og kærleikssjóðs félagsins. Jólabasar KFUK HÁTÍÐARSAMKOMUR verða haldnar hjá hjúkrunarheimilunum Skjóli og Eir laugardaginn 1. des- ember í tilefni þess að 20 ár eru lið- in frá vígsluafmæli Skjóls og 15 ár frá vígsluafmæli Eirar. Í fréttatilkynningu segir að á Skjóli og Laugaskjóli, sem er sam- býli fyrir minnissjúka, búi 108 heimilismenn. Verður þeim boðið til skemmtunar á sal kl. 14 þar sem Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ást- valdsson munu syngja og spila á hljóðfæri. Á Eir búa 173 heimilismenn auk íbúa í 37 öryggisíbúðum, Eirar- húsum, sem eru samtengdar hjúkr- unarheimilinu. Hefst skemmtunin þar klukkan 15. Auk þessa rekur Eir 38 öryggis- íbúðir í Eirhömrum í Mosfellsbæ og hinn 14. október sl. var tekin fyrsta skóflustunga að 111 nýjum öryggis- íbúðum, sem eiga að rísa við Spöng- ina í Grafarvogi. Hátíðar- samkomur á Skjóli og Eir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.