Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 42
„Við gerum okkur þó grein fyrir því að við gætum snappað hvenær sem er“ 45 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er mesta rokklag Evró- visjón-sögunnar. Það þýðir ekkert að koma þessum silkimjúku og sykursætu popplögum á framfæri. Fólkið vill bara flipp og stuð,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, sem samdi lagið Hvar ertu nú? sem rokksveitin Dr. Spock flyt- ur í Laugardagslögunum á laugar- daginn. „Þetta lag fjallar um sjómennsku, þetta er alíslenskt og karlmannlegt sjómannalag. Þetta er eina lagið í ár sem samið er út frá þörfum karl- manna,“ segir Doktorinn stolt- ur. Aðspurður seg- ir hann það hafa legið í augum uppi að semja lag fyrir Dr. Spock. „Ég fór bara að hugsa hvað væri hægt að gera til að breyta alveg um stíl, koma með svolitla bombu inn í þessa keppni. Dr. Spock er náttúrlega frábær hljómsveit, lít- ur vel út og er með sterka nær- veru,“ segir Gunni. „Lagið er mjög þungt á köflum, þetta er eins og stormviðri á sjó, al- veg brjálað, en dettur svo niður í spegilslétta rúmbu. Þetta er svolítið skrítið lag, en það venst vel.“ Meðlimir Dr. Spock eru þekktir fyrir skrautlega sviðsframkomu og segir Gunni að engin undantekning verði á því annað kvöld. „Það fer einhver úr að ofan,“ segir hann og hlær. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær munu þau Birgitta Haukdal og Magni Ásgeirsson syngja lag Hafdísar Huldar í keppn- inni á morgun, en þriðja lagið er svo eftir Magnús Þór Sigmundsson. Doktorarnir í Evróvisjón Morgunblaðið/Kristinn Guli hanskinn Búast má við litríkri sviðsframkomu hjá Dr. Spock á morgun. Dr. Gunni og Dr. Spock ætla að rokka í Laugardagslögunum Dr. Gunni  Kristján B. Jónasson ritstjóri er á bloggsíðu sinni ánægður með góðan gang í bóksölunni þessa dagana. Sem dæmi tekur hann að Forlagið sé að slá met í prentun á Arnaldi Indr- iðasyni, en ný sending af Harð- skafa er nú á leið frá Svíþjóð sem þýðir að alls hafa verið prentuð 25.000 eintök af bókinni. Harry Potter hefur verið prentaður í 15.000 eintökum og Kristján telur líklegt að 5.000 eintök þurfi til við- bótar. Enn annað dæmi um trú á góðri sölu nefnir Kristján bók Þor- gríms Þráinssonar sem prentaði 10.000 eintök af Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama, og segir hann ljóst að ef fram heldur sem horfir muni þau ganga til þurrðar. Að lokum nefnir Kristján Leyndarmálið sem hafi selst í meira en 10.000 eintökum og gæti endað í um 15.000 eintökum. Góður gangur í jólabókasölunni  Leikstjórinn Róbert Douglas situr ekki auðum höndum austur í Kína þar sem hann hefur búið með sambýliskonu sinni að undanförnu. Undirbún- ingur fyrir næstu mynd leikstjór- ans er komin langt á veg og reiknað er með að tökur hefjist í mars á næsta ári. Kvikmyndin, sem mun heita Baldur, fjallar um ungan mann, leikinn af Gunnari Gunn- arssyni, sem ákveður einn daginn að sniðganga öll hefðbundin gildi samfélagsins og framkvæma það sem hann ekki má. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins heldur Gunnar til Kína á næstu vikum þar sem hann mun undirbúa sig bæði andlega og líkamlega fyrir hlut- verkið undir handleiðslu Róberts. Handrit myndarinnar skrifa þeir Ottó Geir Borg og Róbert Douglas, en framleiðandi er Anna Lísa Björnsdóttir fyrir Albrid ehf. Ný mynd Róberts Dou- glas í tökur á næsta ári Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA gekk bara betur en í sögu. Þetta var án efa það skemmtilegasta sem við höfum gert á okkar ferli,“ segir Egill Rafnsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Sign, sem er nýkomin úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland þar sem hún hitaði upp fyrir bandarísku rokksveitina Skid Row. „Það var ótrúlega gaman að spila með þeim, og horfa á þá eftir hverja tónleika. Svo lögðu þeir það líka á sig að koma og horfa á okk- ur á hverjum tónleikum, þeir horfðu alltaf á fyrstu þrjú eða fjögur lögin áður en þeir fóru að gera sig klára,“ segir Egill stoltur. Sveitirnar spiluðu á 12 tónleikum á 13 dögum og komu fram í flestum stærstu borgum Bret- lands. Egill segir Skid Row mjög vinsæla í Bret- landi, enda hafi verið fullt á flestum tónleikum, frá 700 til 3.000 manns. Aðspurður segir hann þá félaga hafa verið mjög skemmtilega. „Við vorum svolítið hræddir við þá fyrst, það hefði verið eins og blaut tuska í andlitið ef þeir hefðu verið leiðinlegir því við er- um búnir að líta upp til þeirra svo lengi. En svo tóku þeir okkur bara opnum örmum,“ segir Egill. Hinn gullni meðalvegur Meðlimir Skid Row eru allir komnir yfir fer- tugt, en Egill segir þá ekki láta það á sig fá. „Þeir vita algjörlega hvað þeir eru að gera, enda hafa þeir í rauninni aldrei gert neitt annað en þetta,“ segir Egill og bætir því við að þótt þeir séu miklir rokkarar séu þeir enginn óþjóðalýður. „Þetta eru engir kórdrengir, en þeir eru heldur ekkert að rústa hótelherbergjum. Þeir gera nógu mikið til þess að þetta sé gaman, en nógu lítið til að geta gert þetta strax daginn eftir án þess að vera með skít upp á bak. Þetta er þessi gullni meðalvegur sem þeir eru búnir að finna.“ Hvað Sign varðar segir Egill þá einbeita sér mikið að Bretlandsmarkaði um þessar mundir, og þessi tónleikaferð hafi því komið sér afar vel. „Bretland er rosalega góð brú yfir í annað, það er erfiður markaður en ef maður nær að sanna sig þar eru flestar dyr opnar,“ segir hann, en um þessar mundir er Sign einmitt að kynna sína nýj- ustu plötu, The Hope. Sign og Skid Row spila á tónleikum á Nasa annað kvöld og segir Egill að menn megi búast við gríðarlegu stuði. „Það má búast við öllum fjandanum. En prógrammið hjá Skid Row er al- veg skothelt, það er ekki veikur hlekkur þarna. Þessir menn eru búnir að gera þetta svo lengi að þeir vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að koma liðinu af stað.“ Enginn veikur hlekkur Sign og Skid Row halda tónleika á Nasa eftir vel heppnaða Bretlandsferð Morgunblaðið/Frikki Ótrúlega gaman Félagarnir í Sign eru hæstánægðir með Skid Row og vara við því að allur fjandinn geti gerst á tónleikunum á NASA. Miðasala á Sign og Skid Row fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 2.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.