Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 45 GOÐSAGNIR gaddavírsrokksins, The Jesus and Mary Chain, eru að henda í nýja plötu. Mannkyn allt (ókei, gamlir nýbylgjuhundar) fagnar! Þessi áhrifaríka skoska sveit, sem er leidd af bræðrunum Jim og William Reid, kom saman á nýjan leik snemma á þessu ári en þá höfðu þeir bræður ekki talast við í níu ár, og þeir ganga svo langt að viðurkenna að þeir hafi hatað hvor annan af öllu hjarta í allan þann tíma. Umboðsmaður þeirra, Kevin Oberlin, lýsir því að hann hafi verið að vinna við að koma sólóplötum bræðranna í gang og hann hafi reynt að bóka Jim á Coachella-hátíðina en fengið gagntilboð um að The Jesus and Mary Chain léki á hátíðinni í stað- inn. „Við töldum að þeir tónleikar myndu koma sólóplötunum á rek- spöl en daginn eftir tónleikana lýstu bræðurnir því yfir í viðtali að þeir ætluðu að gera nýja Mary Chain-plötu,“ segir umbinn. William, sá hljóðlátari af bræðr- unum, segir að hatrið á sínum tíma hafi m.a. stafað af svalli með vín og eiturlyf. Í dag er Jim hins vegar edrú og William er slakari í sullinu en hann var. „Við gerum okkur þó grein fyrir því að við gætum snappað hvenær sem er,“ sagði hann í viðtali við Billboard og hló við. „En við reyn- um. Við elskum þessa hljómsveit – og hvor annan.“ Samkvæmt Oberlin bítast út- gáfufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum um plötuna, sem kemur út næsta vor. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum enn. Nýtt lag, „All things Must Pass“, var flutt í þætti Davids Lettermans í sumar. Einkar hæfandi lagatitill verður að segjast. The Jesus and Mary Chain vinna að nýrri plötu Engin Skotapils Jim og William Reid í The Jesus & Mary Chain. Föstudagur 30. nóvember kl. 20:00 Vín og ljúfir tónar í safnaðarheimili Neskirkju Barrokkhópurinn Rinascente flytur kammertónlist eftir Bach og Muffat og tvær einsöngskantötur eftir G. F. Händel. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Í hléi mun Vín og matur halda vínkynningu. Miðaverð 1.500 kr. Sunnudagur 2. desember kl. 17:00 Org Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, heldur sína árlegu orgeltónleika. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Buxtehude og Jón Þórarinsson ásamt jólaorgeltónlist. Miðaverð 1.000 kr. Miðasala við innganginn Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 9 40 60 2 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn ÓPERUPERLUR FRÁBÆR KVÖLDSKEMMTUN AUKASÝNING Í KVÖLD KL. 20. SÍÐASTA SÝNING! WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200 R.Ö.P., Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.