Morgunblaðið - 30.11.2007, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞEGAR ég var í tónlistarnámi úti í Bretlandi
vann ég meðfram námi sem kennari í sunnu-
dagaskóla hjá íslenska söfnuðinum í London.
Þar komst ég að því að lögin sem voru í boði til
að syngja með krökkunum voru þau sömu og
höfðu verið í boði þegar ég var lítil. Þótt mér
þætti það kósí voru óskalögin sem komu frá
krökkunum úr dálítið annarri átt, þannig að ég
ákvað að semja svolítið af sunnudagaskóla-
lögum sem væru aðeins meira í takt við það
sem krakkarnir voru að hlusta á,“ segir tónlist-
arkonan Hafdís Huld um barnaplötuna Engla í
ullarsokkum sem hún var að senda frá sér.
„Ég ákvað að sækja um styrk í Kristnihátíð-
arsjóð til að gera heila plötu og fékk hann,
þannig að fyrsta verkefni mitt eftir útskrift úr
námi í tónsmíðum og útsetningum fyrir ári síð-
an var að semja barnaplötu.“
Guð, róló og englar
Hafdís semur öll lögin á plötunni ásamt
Alisdair Wright sem er einn liðsmanna í hljóm-
sveitinni hennar.
Í textunum fjallar Hafdís um lífið og til-
veruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um ör-
yggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir,
mjólkurglas og brauð með osti. Grunnstefið er
þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun. Diskur-
inn er þannig uppbyggður að á fyrrihluta hans
má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp,
en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið
þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að
syngja laglínuna.
„Ég fékk krakka á aldrinum fjögurra til tólf
ára til að syngja inn á plötuna en hún var tekin
upp í fataherbergi í kjallaranum heima hjá
mömmu og pabba þótt hljóðvinnslan færi fram
í hljóðveri eftir á. Ég ákvað, frekar en að fá
alla krakkana í hljóðver, sem hefði kannski
verið svolítið ógnvekjandi, að setja upp lítið
hljóðver í kjallaranum, baka súkkulaðiköku og
gera þetta að góðu krakkapartíi til að fá það
besta út úr þeim,“ segir Hafdís sem þótti virki-
lega gefandi að vinna með börnunum. „Stund-
um var kannski einn fjögurra ára í aðeins of
miklu stuði þegar hann söng hallelúja og fór
heldur hátt en það fékk að vera með því það er
meiri gleði í því en að hafa allt fullkomið. Einu
sinni í miðri upptöku hætti ein aðalsöngkonan,
6 ára, skyndilega og sagðist ekki hafa tíma í
þetta því kötturinn Brandur væri týndur. Hún
fór út að leita að Brandi og kom svo aftur. Plat-
an var gerð á heimilislegu nótunum, í staðinn
fyrir að ofurútsetja leyfðum við börnunum að
vera þau sjálf.“
Gerir tónlist af heilum hug
Hafdís segir að þótt þetta sé barnaplata með
kristilegu ívafi innihaldi hún boðskap sem ætti
að höfða til allra. „Ég sótti í efnið sem ég hafði
verið að kenna í sunnudagaskólanum og það
sem mér þótti virka best á krakkana. Ég fékk
langmest út úr þeim ef það var hægt að gera
hreyfingar með söngnum. Ég ákvað líka að fá
stelpu sem vinnur mikið með tákn með tali til
að gera tákn við alla plötuna svo hún höfðaði til
allra frá fyrsta degi. Við dreifum síðan táknum
með tali í bók með plötunni í æskulýðsstarfi
kirkjunnar.“
Spurð hvort hún sjálf sé trúuð segist Hafdís
vera það. „Ef ég væri það ekki væri hræsni að
gera kristilega barnaplötu. Maður þarf að gera
alla tónlist af heilum hug.“
Tók upp barnaplötu í fataherbergi
Hafdís Huld sendir frá
sér Engla í ullarsokkum
Morgunblaðið/Kristinn
Einlæg Hafdís Huld fékk barnahóp til að syngja með sér inn á plötuna Engla í ullarsokkum.
Hér er hún með Aþenu Sif, 6 ára frænku sinni sem hefur augljóslega gaman af því að lita.
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára
FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 8:30 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
THE ASSASSIN. OF JES... kl. 10:30 B.i.16.ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
SÝND Í LAUGARDAG OG SUNNUDAGSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FYRSTA ALVÖRU ÞRÍVÍDDAR
MYND SÖGUNNAR
„Í SANNLEIKA SAGT, EIN AF BEST TEIKNUÐU
KVIKMYNDUM FYRR OG SÍÐAR“
AINTITCOOLNEWS.COM
„BEOWULF ER EINFALD
LEGA GULLFALLEG...“
ENTERTAINMENT WEEKLY
„...ÞETTA ER ÓTRÚLEG UPPLIFUN
OG JAÐRAR VIÐ SKYLDUÁHORF...“
EMPIRE
„ZEMECKIS SPRINGS SO MANY POW 3D
SURPRISES YOU'LL THINK BEOWULF IS YOUR
OWN PRIVATE FUN HOUSE.“
ROLLING STONE
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ
SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP!
600 kr.M
iðaverð
SÝND Í AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI