Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.11.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 51 VÉDÍS Hervör Árnadóttir hélt úgáfutónleika í Austurbæ á mið- vikudagskvöldið þar sem hún flutti lög af nýútkomnum geisladiski sín- um A Beautiful Life – Recovery Project. Védísi til halds og trausts var hljómsveit skipuð nokkrum af okkar færustu tónlistarmönnum og má þar meðal annars nefna Sig- trygg Baldursson trommara, Ómar Guðjónsson gítarleikara, Róbert Þórhallsson bassaleikara og Þór- hall Bergmann hljómborðsleikara. Eins og venja er á útgáfutónleikum var mikil stemning í Austurbæ þeg- ar Védís flutti lög af plötunni og óskandi að fleiri tónlistarmenn nýttu þennan stóra og fína sal til tónleikahalds. Falleg og lífleg kvöld- stund með Védísi Morgunblaðið/Kristinn Stjarna kvöldsins Það geislaði af Védísi í Austurbæ á miðvikudagskvöldið. Fjölskyldan mætti að sjálfsögðu Guðmundur Egill Árnason, bróðir Védísar, pabbinn Árni Sigfússon, Þór- arinn Sigurðsson, vinur Guðmundar Egils og Bryndís Guðmundsdóttir móðir Védísar. Töffarar Baldur Baldursson, Rúnar Júlíusson og Steinþór Jónsson. Gítarhetja Ómar Guðjónsson sýndi fingrafimi sína á tónleikunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.