Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
EM HEFST Í DAG
„VERÐUM AÐ LEIKA TIL SIGURS
GEGN SVÍUM“ >> ÍÞRÓTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
RÆKJUIÐNAÐURINN hefur átt við
mikinn rekstrarvanda að etja hin síðari ár og
hver verksmiðjan á fætur annarri lagt upp
laupana. Fyrir nokkrum árum voru tæplega
20 rækjuvinnslur starfandi. Eftir að fregnir
bárust af lokun rækjuverksmiðju Strýtu á
Akureyri er útlit fyrir að innan skamms verði
aðeins fimm verksmiðjur starfandi hér og að
langstærstum hluta er þar unnið innflutt
hráefni. Þær eru á Sauðárkróki, Hólmavík,
Grundarfirði, Bolungarvík og á Ísafirði.
Tölurnar tala sínu máli. Rækjuafli á
grunnslóð minnkaði úr 4 þús. tonnum árið
2001 í 250 tonn árið 2006 og rækjuaflinn á
djúpslóð minnkaði úr 65 þús. tonnum árið
1995 í aðeins 600 tonn 2006. Rækjuafli á Ís-
landsmiðum fór hæst í 76 þús. tonn árið 1995
en 2006 var hann rúm 800 tonn og í fyrra var
hann sá minnsti í 40 ára sögu rækjuveiða við
landið. Í úttekt sem gerð var á rækjuiðn-
aðinum 2006 var komist að þeirri niðurstöðu
að forsenda þess að rækjuiðnaður eigi sér
framtíð hér sé að rækja fari aftur að veiðast á
Íslandsmiðum. „Afkoma í rækjuvinnslu hef-
ur til mjög margra ára verið mjög slök,“ seg-
ir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva. „Þetta hefur verið vaxandi
vandamál. Eftir því sem árin hafa liðið og af-
urðaverð hefur ýmist staðið í stað eða farið
lækkandi í íslenskum krónum, þá hefur
rækjuverksmiðjum smám saman fækkað.“
Verðið á uppleið
Ekki eru þó allir tilbúnir að afskrifa mögu-
leika í rækjuiðnaði og bera sig þokkalega.
„Útlitið er bærilegt á okkar bæ,“ segir Óttar
Yngvason einn eigenda rækjuvinnslunnar
Dögunar á Sauðárkróki og segir mikla
vinnslu fara fram í verksmiðjunni. „Við unn-
um á síðasta ári úr hátt í 10 þúsund tonnum
af hráefni og áætlum svipað magn í ár ef ekk-
ert nýtt kemur upp á,“ segir hann. „Við erum
alveg sjálfum okkur nógir um hráefnisöflun,“
bætir Óttar við. Dögun byggir vinnslu sína
nær eingöngu á innfluttu hráefni og er því
ekki eins háð gengi krónunnar. Að sögn hans
eru um 20 manns í vinnu hjá Dögun. Verð
fyrir afurðirnar hefur batnað upp á síðkastið
og hækkaði á síðasta ári um 25-30% í erlendri
mynt. Engum fær þó dulist að baráttan er
hörð í rækjuiðnaðinum og fastur kostnaður
við hráefniskaup um eða yfir 70%.
Fimm
verksmiðj-
ur eftir
„Útlitið er bærilegt,“
segir eigandi Dögunar
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Erfið staða Störfum í rækjuvinnslu hefur
fækkað stórlega á undanförnum árum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
ALLIR viðskiptabankarnir
standa frammi fyrir ákveðnum erf-
iðleikum hvað varðar lánsfjármögn-
un þar sem lánsféð sem til boða
stendur á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum er afar dýrt.
Ástandið er sýnu verst hjá Glitni,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, enda ákvað bankinn í gær
að hætta við fyrirhugað skulda-
bréfaútboð. Lárus Welding, for-
stjóri Glitnis, sagði í gærkvöld að
erfiðar markaðsaðstæður hefðu
ráðið þessari ákvörðun.
Ástæður þessa eru m.a. þær að
skuldatryggingarálag bankanna er
mjög hátt, allt of hátt, að mati
margra. Hjá Kaupþingi er álagið í
kringum 415 punktar, hjá Glitni um
335 punktar og hjá Landsbanka um
260 punktar. (Einn punktur er einn
hundraðasti úr prósentustigi, þann-
ig að 100 punktar eru sama og eitt
prósentustig. Þetta álag leggst svo
ofan á svokallaða LIBOR-vexti, eða
millibankavexti. 400 punktar jafn-
gilda því að 4% álag leggist ofan á
millibankavextina).
Með öðrum orðum þýðir þetta að
bönkunum stendur til boða endur-
fjármögnun á alþjóðlegum lánsfjár-
mörkuðum, sem kostar meira en
sum lánin sem bankarnir eru að
lána út um þessar mundir. Það er
ekkert vit í því að kaupa brauðhleif
á 400 krónur og selja hann aftur frá
sér á 300 krónur. Það græðir enginn
á því, svo myndin sé einfölduð.
Landsbankinn er ekki á sama
báti og hinir viðskiptabankarnir í
þessum efnum, einfaldlega vegna
þess að ný lánsfjárþörf bankans er
ekkert í líkingu við hinna tveggja.
Lausafjárstaða Landsbankans er
afar sterk. Tekið skal fram að lausa-
fjárstaða Kaupþings og Glitnis er
einnig sögð býsna góð.
Vandi Kaupþings er fyrst og
fremst til kominn vegna kaupa
bankans á hollenska bankanum
NIBC. Síðastliðið sumar, þegar
ákveðið var að ráðast í kaup á bank-
anum, munu forsvarsmenn Kaup-
þings hafa talið að alþjóðlegir fjár-
málamarkaðir myndu ná jafnvægi á
ný á næstu þremur til fjórum mán-
uðum, en ljóst er að það mat var
fjarri öllu lagi.
Ástandið hefur versnað til mikilla
muna frá því í haust og ekkert
bendir til að á því verði nokkur
breyting til hins betra á næstu mán-
uðum og misserum.
Allur fjármagnskostnaður hefur
aukist gífurlega, áhættufælni ríkir á
mörkuðum og geysilega erfitt og
dýrt er að afla nýs lánsfjár.
En Kaupþing á engra kosta völ.
Bankinn hefur gert samning um
kaup á NIBC og með einum eða
öðrum hætti verður bankinn að efna
þann samning.
Glitnir er hættur við
Skuldatryggingarálag á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum leikur íslensku
viðskiptabankana grátt, en nú er það frá 260 punktum upp í 415 punkta
Í HNOTSKURN
»Lausafjárstaða Landsbank-ans er afar sterk. Þar skipt-
ir miklu máli hversu vel inn-
lánsátak bankans í Bretlandi
ICESAVE hefur heppnast.
»Lausafjárstaða Kaupþingsog Glitnis mun einnig góð.
»Kaupþing verður að efnasamninginn um kaup á hol-
lenska bankanum NIBC.
Glitnir var í valkreppu | 2
BÁÐIR stofnar inflúensu, þeirrar sem árlega gengur um heimsbyggð-
ina, hafa greinst hér á landi. B-stofninn greindist á landinu rétt fyrir
jól og A-stofninn fyrir um einni viku.
Flensan er hins vegar ekki komin á fullt flug og ef menn eru full-
frískir og hafa ekki veikst er vel reynandi að láta bólusetja sig nú, að
sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis. Það tekur um 10 daga fyrir
bóluefnið að virka og það getur dugað til að koma í veg fyrir smit.
Engin neikvæð áhrif af því að smitast nýbólusettur
„Auðvitað getur fólk verið óheppið og verið kominð með flensuna
þegar það lætur sprauta sig. En það hefur einnig góða möguleika á að
fá hana ekki næstu tíu daga,“ sagði Haraldur. Það hefði engin neikvæð
áhrif þótt fólk væri nýbólusett þegar flensan knýði dyra.
Á vefnum influensa.is má finna ráð gegn flensusmiti, m.a. þessi:
Byrgja nef og munn við hósta og hnerra. Nota bréfþurrkur svo dropar
úr öndunarfærum nái ekki að berast út í loftið. Þvo hendur.
Báðir stofnar inflúensu
komnir til landsins
FRÉTT ÁRSINS!
35.695 Íslendingar fengu góðar fréttir á síðasta ári þegar þeim
var tjáð að þeir hefðu fengið vinning í Happdrætti Háskólans.
Verður árið í ár gott fréttaár hjá þér?
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
Konan áður >> 37
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
UMFERÐ gekk um tíma hægt á Hellisheiði í
gær í slæmu skyggni og dimmum éljum en
ekki urðu teljandi óhöpp að sögn lögreglu.
Norðanátt var á heiðinni þótt ekki væri hún
hvöss en bar hins vegar með sér töluverða úr-
komu með þeim afleiðingum að allmikil hálka
myndaðist á veginum. Í Borgarfirði var hins
vegar nokkuð um útafakstur í gær en ekki
urðu meiðsli á fólki.
Árvakur/Ómar
Hált á heiðinni