Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Læknir sem hefur verið í áhöfn neyðarbíls-ins flyst á slysa- og bráðadeild LSH.
» Sé talin þörf á lækni, t.d. við endurlífgun,mun læknir koma frá slysa- og bráðadeild í
bíl með forgangsakstri. Fulltingi læknis verð-
ur þó fyrst og fremst veitt í gegnum fjarskipti.
LANDLÆKNIR styður þær breytingar sem
verða á starfsemi neyðarbílsins á höfuðborgar-
svæðinu í dag og telur líklegt að þær verði til bóta.
Þetta kemur m.a. fram í bréfi landlæknis til yf-
irmanna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS)
og Slysa- og bráðadeildar Landspítalans (LSH)
frá í gær.
Í bréfinu rekur landlæknir forsendur fyrir þess-
um breytingum. Hann nefnir m.a. að þjálfuðum
bráðatæknum hafi fjölgað mjög, nýtt skipulag
boðunar hafi orðið til með tilkomu Neyðarlínunn-
ar, fjarskiptatækni hafi fleygt fram og unnið sé að
endurskipulagningu læknisfræðilegrar stjórnun-
ar neyðarbíls innan slysa- og bráðasviðs LSH. Þá
hafi verið unnið að verkferlum um flutning slas-
aðra og sjúkra og samvinnu SHS og slysa- og
bráðasviðs LHS þar að lútandi.
Landlæknir vísar til samantektar yfirlæknis á
bráðamóttöku Landspítalans um að ekki séu til
góðar gagnreyndar upplýsingar um hvernig best
sé að standa að mönnun neyðarbíla, einkum hvort
menntunargrunnur áhafnar skipti máli svo fremi
hún sé vel þjálfuð til að sinna verki sínu. Rannsókn
frá Skandinavíu bendi til þess að árangur endur-
lífgunar sé betri ef reyndur læknir er í áhöfn
sjúkabíls samanborið við óreynda. Í Bandaríkj-
unum sé mikil og traust reynsla af starfi bráða-
tækna á neyðarbílum. „Skjót viðbrögð skipta
mestu máli í hjartastoppi, með grunnendurlífgun
og gjöf rafstuðs. Þetta gera bráðatæknar, hjúkr-
unarfræðingar og læknar vel,“ skrifar landlæknir.
Þá kveðst landlæknir hafa kynnt sér forsendur
breytinganna og allmargar rannsóknir sem að
þessu lúta. „Það er metið svo að hér sé stigið rétt
skref í bættri nýtingu á heilbrigðisþjónustu, án
þess að séð verði að öryggi sjúklinga sé stefnt í
hættu nema síður sé. Miklu máli skiptir að vel sé
staðið að þessum breytingum og að um þær náist
sátt. Einnig er mikilvægt að afdrif sjúklinga séu
metin reglubundið, bæði hefur slíkt mat mikið
kennslugildi og getur auk þess dregið fram
hnökra á fyrirkomulagi fyrr en ella.“
Ekki verður séð að öryggi
sjúklinga sé stefnt í hættu
Árvakur/Júlíus
Slys Bráðatæknar manna nú neyðarbílinn.
Landlæknir telur líklegt að breytingar á rekstri neyðarbílsins verði til bóta
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð-
að til sáttafundar samninganefnda
Starfsgreinasambandsins (SGS) og
Flóafélaganna ásamt Samtökum at-
vinnulífsins (SA) á morgun. Krist-
ján Gunnarsson, formaður SGS,
sagði lítið hafa þokast á rúmlega
klukkustundar löngum samn-
ingafundi hjá ríkissáttasemjara í
gær. Mest hafi verið rætt um til hve
langs tíma ætti að semja. Kristján
kvaðst ætla að kalla viðræðunefnd
SGS til fundar í dag.
Fulltrúar SA áttu fund með
fulltrúum samtaka opinberra
starfsmanna í gærmorgun. Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri SA, sagði þar hefði verið rætt
almennt um stöðuna sem nú er á
vinnumarkaði og farið yfir hvernig
málin horfðu við aðilum. Einnig
sagði Vilhjálmur að rætt hefði verið
um hættuna á því að menn „fari í
höfrungahlaup“, það er stutta
samninga sitt á hvað þar sem við
gerð hvers nýs samnings yrði talin
ástæða til að krefjast meiri hækk-
unar en í síðasta samningi.
„Ef þetta fer út í einhverja svo-
leiðis hringekju milli okkar og okk-
ar viðsemjenda og opinberra starfs-
manna og þeirra viðsemjenda þá
endar þetta með því að það fær
enginn neitt nema bara verðbólgu,“
sagði Vilhjálmur. Hann sagði að SA
hefði lýst áhuga sínum á að komast
hjá slíku ástandi. „Við teljum að
það þurfi að vera samhengi á milli
launaþróunarinnar á almennum
vinnumarkaði og hjá því opinbera.
Ef við lítum yfir farinn veg, t.d. frá
árinu 2000, hefur launaþróunin
verið mjög svipuð. Við teljum að
svoleiðis þurfi það að vera áfram.“
Árvakur/Kristinn
Lítið þok-
aðist í kjara-
viðræðum
í gær
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
INGVAR Ragnarsson, framkvæmdastjóri
fjárstýringar Glitnis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í fyrradag að viðræður fjögurra
teyma bankans í byrjun þessa árs, við fjár-
festa í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu til að
kanna jarðveginn fyrir alþjóðlegt
skuldabréfaútboð hefðu verið á þann veg að
„viðtökur hafi verið með ágætum en of
snemmt sé að segja til um niðurstöðuna“.
Eitthvað fer framkvæmdastjórinn frjáls-
lega með staðreyndir í þessum efnum, því
samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morg-
unblaðsins voru viðtökur með þeim hætti,
þegar þessar fyrstu viðræður á árinu fóru af
stað, að forsvarsmenn Glitnis setti hljóða er
þeir hugleiddu hvers konar kjör þeim stæðu
til boða enda ákváðu þeir í gær að hætta við
fyrirhugað skuldabréfaútboð.
Raunar eru þeir Glitnismenn sagðir hafa
verið í ákveðinni valkreppu milli þriggja kosta
þar sem enginn var góður: ef þeir hættu við
útboð yrði það túlkað sem misheppnuð tilraun
til lánsfjáröflunar; ef þeir tækju stórar fjár-
hæðir á þeim afarkjörum sem bjóðast yrði
það útlagt á þann veg að bankinn væri mjög
illa staddur fjárhagslega fyrst hann neyddist
til þess að sætta sig við afarkjörin.
Sennilega væri því best fyrir bankann, að
svo komnu máli, að hafa útboðið eins lágt og
hugsast getur, því þannig gæti bankinn haft
ákveðna stjórn á umræðunni um bankann.
Bíða viðbragða erlendra fjárfesta
Ekki eru þó allir viðmælendur sammála
ofangreindri túlkun á valkreppu Glitnis, því
fer fjarri. Einn viðmælandi, sem þekkir hið
alþjóðlega lánsfjárumhverfi afar vel, sagði í
gær: „Ef Glitni stendur til boða að fá háa
lánsfjárhæð, segjum tvo milljarða evra, jafn-
vel þótt hún sé með 400 punkta álagi, þá á
bankinn hiklaust að taka hana. Ég tel að
bankinn ætti að taka slíku útboði, því ef hann
gerði það myndi hann samstundis eyða óviss-
unni sem um stöðu bankans ríkir og skulda-
bréfaálagið myndi í kjölfarið hríðlækka, jafn-
vel hrynja. Lausafjárstaða bankans og
rekstur sýnir að hann hefur burði til þess að
gera þetta.“
Innan úr Glitni heyrðust í gær raddir í þá
veru að menn þar á bæ gerðu sér fulla grein
fyrir því að staðan hjá Glitni væri erfið, eins
og reyndar hjá öllum bönkununum, enda
ákvað bankinn í gær að hætta við fyrirhugað
útboð. „Menn hafa séð að markaðsaðstæður
hafa verið mjög sérstakar og erfiðar og því
ákváðum við í dag að hætta við skuldabréfa-
útboð, að minnsta kosti um stundarsakir,“
sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann bætti
við að staða bankans, þrátt fyrir þessa
ákvörðun, væri alls ekki slæm.
Eftir þær hremmingar sem íslenski banka-
geirinn gekk í gegnum á árinu 2006 eru bank-
arnir sagðir þokkalega undir það búnir að
takast á við þá erfiðleika sem þeir nú eru í.
Jafnframt hafi rýmri lánareglur Seðlabank-
ans, sem greint var frá í fyrradag, verið mjög
jákvætt innlegg bankans og í samræmi við að-
gerðir erlendra seðlabanka.
Fullyrt er að ef núverandi ástand reynist
viðvarandi, svo mánuðum og misserum skipti,
verði ekki hjá því komist að ríkisstjórnin,
Seðlabanki Íslands og viðskiptabankarnir í
heild snúi bökum saman og starfi þétt og náið
saman að heildstæðri lausn, þótt á þessu stigi
liggi ekkert fyrir um það hvernig sú lausn eigi
að vera.
Glitnir var í valkreppu
Lánsfjármögnun Glitnis á erlendum mörkuðum óvissu háð Markaðsaðstæður mjög sérstakar
HOLLENDINGUR á fimmtugs-
aldri var úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjaness í gær fyrir tilraun til
kókaínsmygls í gegnum Leifsstöð á
þriðjudagskvöld. Hann var að koma
með flugi frá Amsterdam og við
hefðbundið tolleftirlit vaknaði grun-
ur um að hann væri með fíkniefni
innvortis. Við röntgenskoðun reynd-
ist sá grunur á rökum reistur og
fundust 3-400 grömm af kókaíni.
Gera má ráð fyrir að götuverð-
mæti efnanna sé í kringum 5 millj-
ónir króna. Málið er með stærri svo-
kölluðum innvortissmyglmálum sem
koma til kasta tollgæslu og lögreglu
á Suðurnesjum.
Málið er í rannsókn hjá lögreglu
og á frumstigi.
Kókaín-
smygl
upprætt
Tekinn með 3-400 g
af kókaíni innvortis
Sjúkraflutningamönnum tókst að
hlaupa uppi tvo ölvaða menn á Rauð-
arárstíg í gær eftir að þeir óku aftan
á sjúkrabíl og reyndu síðan að flýja
af vettvangi.
Sjúkraflutningamennirnir hand-
tóku mennina eftir eltingarleikinn og
tók lögregla þá í sína vörslu. Ekki
fengust upplýsingar um hvort sjúk-
lingur hefði verið í sjúkrabílnum.
Fráir sjúkra-
flutningamenn
♦♦♦
LÝST er eftir
Daníel Sigvalda-
syni, 14 ára.
Daníel er 172-175
cm á hæð, dökk-
hærður með
stutt hár og
klæddur í beis-
litaða úlpu og
dökkar gallabux-
ur.
Þeir sem hafa orðið hans varir
eftir kl. 20 á mánudag hafi sam-
band við lögreglu höfuðborgar-
svæðisins í síma 444-1000.
Lýst eftir
14 ára pilti
Daníel Sighvatsson
♦♦♦