Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þetta nýja snið á utanríkisráðherra uniforminu, ásamt ríkisfánanum hylur nánast alveg mannréttinda-kryppuna, Solla mín. VEÐUR Það var virkilega ánægjulegt aðhlusta á formann þingflokks Samfylkingarinnar, Lúðvík Berg- vinsson, á Alþingi í gær, þegar hann var að lýsa hinu „hreinskiptna og opna“ samstarfi á milli stjórn- arflokkanna. Af ræðu Lúðvíks mátti ráða að þingmenn hefðu tekið út skjótan þroska eftir að rík- isstjórnin var mynduð.     Þingmennstjórnar- flokkanna eru nú umburðarlyndari gagnvart hver öðrum en áður hefur tíðkazt og líta á það sem „heilbrigðisvott- orð“, þegar þeir reka rýtinginn í bakið á sam- starfsaðilanum.     Árni M. Mathiesen, settur dóms-málaráðherra við veitingu á embætti héraðsdómara, hefur nú fengið tvær slíkar vinarkveðjur í bakið, bæði frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Lúðvík Berg- vinssyni. Og er áreiðanlega mjög þakklátur fyrir vinsemdina.     Úr því að þingmenn Samfylking-arinnar hafa náð þessu þroska- stigi má gera ráð fyrir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins keppist um að ná því líka.     Þeir fara vafalaust að gera at-hugasemdir við það að Össur Skarphéðinsson geri gamlan félaga sinn úr Alþýðubandalaginu að orkumálastjóra. Þeim er trúandi til að gera athugasemdir við friðsæld- ina í umhverfisráðuneytinu. Þeir eru líklegir til að hafa skoðun á alls kyns yfirlýsingum um viðskiptalífið sem streyma frá viðskiptaráðherr- anum og lýsa djúpstæðri þekkingu hans á því.     Heilbrigðisvottorðið þarf að end-urnýja reglulega. STAKSTEINAR Lúðvík Bergvinsson Heilbrigðisvottorðið SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                 *$BC !!!            !!      "#            $   % $&"'  (  )   $   & " *! $$ B *! " # $ !  !# !%   & '& <2 <! <2 <! <2 "$ !( ) *!+&,   D2 E            *  *  "+       # ", " /     $     $ -  .      " / .    <7  *                  "'  0  -. ! !&//  &!  !0% &  &!( ) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kristinn Pétursson | 15. janúar Þegar þorskurinn át upp rækjustofninn … Samdráttur í frum- vinnslu á landsbyggð- inni – er grafalvarlegt mál – bæði fyrir lands- byggðina – og höf- uðborgarsvæðið. Allt er þetta samofið – og keðjuverkun verður – þegar frum- vinnsla dregur saman starfsemi sína. Víkjum nú 10 ár aftur í tímann – árið 1998. Þorskárgangurinn 1993 hafði mælst mælst gífurlega sterkur og … Meira: kristinnp.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 16. janúar Sorgleg örlög ungstjörnunnar Brad Renfro Leikarinn Brad Renfro, sem nú er látinn langt um aldur fram, aðeins 25 ára gamall, var eitt ungstirnanna í leik- bransanum sem reis upp úr fjöldanum, náði athygli kvikmyndaáhorfenda með frá- bærri leiktúlkun í stjörnurullu og naut vinsælda en féll síðar í duftið, lenti í viðjum óreglunnar; eiturlyfja- og … Meira: stebbifr.blog.is Davíð Logi Sigurðsson | 16. janúar Annasamir dagar Það er auðvelt að sjá hvers vegna Beirút hefur verið líkt við París. Húsin og strætin minna um margt á franskar götur og franskar borgir. Eða gerðu í eina tíð. Því mið- ur er enn mikið um tómar byggingar, ónothæfar, ónýtar og niðurníddar eftir hin ýmsu stríð sem hér hafa geisað; mest auðvitað frá því í borgarastríðinu 1975-1990. Þetta gæti verið afar fal- leg borg, með Miðjarðarhafið í bak- grunninum og fallega ... Meira: davidlogi.blog.is Ómar Ragnarsson | 16. janúar Heildarhlýnunin marktækust Þeir sem andmæla því að gróðurhúsaáhrif valdi hlýnun á jörðinni eru fljótir að grípa einstakar fréttir um kulda hér og kulda þar, kuldamet o.s.frv. En þá ber þess að gæta að í öllum athugunum vísinda- manna hefur komið fram að heild- arhlýnun geti leitt til kólnunar á afmörk- uðum svæðum. Gríðarlegur gangur heitra lægða norður eftir N-Atlantshafi undanfarna mánuði hefur fært norður- héruðum Skandinavíu rigningar og hlý- indi og borið mikinn raka yfir Bretlands- eyjar og norðanvert meginland Evrópu. Þetta viðvarandi djúpa og víð- áttumikla lægðakerfi hefur hins vegar valdið því að stöðugir kaldir straumar hafa komið úr norðri og farið suður með vesturströnd Grænlands. Ég hef áður tekið sem dæmi að oft valda mestu hlýindin á Barðaströnd því að sumarlagi, að hlýtt loft stígur upp af ströndinni og í staðinn leggur svalt loft af Grænlandshafi inn firðina í Vest- urbyggð svo að þessir miklu góðviðr- isdagar á Barðaströnd færa íbúum Vesturbyggðar hrollkalda innlögn eins og hún er kölluð vestra. Og því hlýrra sem er á Barðaströnd- inni, því ákafari verður þessi kaldi strekkingur inn firðina og kemur fyrr á morgnana en ella. Fyrir tíu árum höfðu vísindamenn áhyggjur af því að hringekja haf- strauma sem liggur um Atlantshaf og Indlandshaf kynni að truflast ef of mik- ið af ís bráðnaði á skömmum tíma í Ís- hafinu. Það gæti jafnvel valdið breyt- ingu í öfuga átt, mikilli kólnun á Norður-Atlantshafi. Mjög erfitt hefur verið að sanna slík- ar kenningar um svona flókið fyrirbæri. Hitt virðast menn vera nokkuð sam- mála um að of hraðar breytingar á hita lofthjúpsins geti valdið ófyrirsjáan- legum sveiflum á mismunandi svæð- um. Þess vegna eigi mannkynið ekki að rugga bátnum of harkalega heldur að fara að öllu með gát. Aðeins með því að taka meðalhit- ann á allri jörðinni yfir lengra tímabil en nokkur ár er hægt að sjá hvort um hlýn- un lofthjúpsins sé að ræða. Ef sú er raunin segja kuldar hér og þar okkur ekkert annað en það að hraðar heild- arbreytingar geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og því eigi að forðast þær. Meira: omarragnarsson.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR LISTAHÁSKÓLI Íslands og Samson Properties ehf. í samstarfi við Arki- tektafélags Íslands og menntamála- ráðuneyti hafa boðið til samkeppni um hönnun Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillög- ur sem verði grundvöllur að hönnun bygginga sem hýsa munu alla starf- semi skólans frá haustinu 2011. Keppnislýsing hefur verið birt og er aðgengileg á vefslóðinni www.ai.is. Um þriðjungur húsnæðisins verð- ur opinn almenningi og er að því stefnt að skólinn glæði miðborgina auknu lífi með fjölbreytilegu menn- ingarframlagi, segir í fréttatilkynn- ingu. Samkeppnin er byggð á sam- komulagi sem gert var um mitt ár 2007 milli Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og mennta- málaráðuneytis, en á grundvelli þess hefur verið gerður samningur við fasteignafélagið Samson Pro- perties ehf. um hönnun og byggingu skólans að samkeppninni lokinni. Hönnunarsamkeppnin er tveggja þrepa framkvæmdakeppni og er fyrra þrep öllum opið til þátttöku. Skilafrestur tillagna í fyrra þrepi er 17. mars 2008. Að loknu fyrra þrepi verða valdar allt að fimm tillögur til áframhaldandi þróunar í síðara þrepi. Móti hugmyndir um eldri hús Keppnissvæðið tekur til hluta tveggja húsareita í miðbæ Reykja- víkur: eystri hluta Frakkastígsreits (nr. 1.172.1) og efri (syðri) hluta Hverfisgötureits (nr. 1.152.5). Lóðir og fasteignir innan svæðisins eru í eigu Samson Properties. Megin- hluta starfsemi Listaháskóla Ís- lands er ætlaður staður á Frakka- stígsreit en á Hverfisgötureit er svigrúm til stækkunar skólans. Á þeim hluta Frakkastígsreits sem liggur að Laugavegi eru þrjú eldri hús: Laugavegur 41, 43 og 45. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt að leggja til friðun hússins á Lauga- vegi 41. Keppendum er falið að móta hugmyndir um framtíð húsanna með tilliti til aðlögunar bygginga að borgarmyndinni og þarfa skólans. Formaður dómnefndar hönnun- arsamkeppninnar er Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Ís- lands. Samkeppni um hús Listaháskólans Þriðjungur húsnæðis opinn almenningi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.