Morgunblaðið - 17.01.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 11
FRÉTTIR
SMÁFUGLARNIR eru sífellt á
þönum í leit að æti og hefur
fæðuöflunin eflaust reynst þeim
erfið í frosti og snjókomu síðustu
daga.
Þessi litli einbeitti þröstur var
á ferðinni við pylsuvagn í miðbæ
Reykjavíkur og hefur eflaust haft
nokkra brauðmola upp úr krafs-
inu. Gert er ráð fyrir áframhald-
andi frosti um allt land næstu
daga og á að kólna víðast hvar
þegar líður að helginni. Má því
gera ráð fyrir að snjórinn haldist
eitthvað fram yfir næstu helgi.
Beðið eftir
brauðmola
Árvakur/Árni Sæberg
Í FYRRA greindust 1.863 einstak-
lingar hér á landi með klamydíu. Til-
fellin voru því nokkru fleiri en árinu
áður, að því er fram kemur í Farsótt-
arfréttum. Alls greindust 1.108 kon-
ur með klamydíu og 692 karlar en í
63 tilfellum var kyn óþekkt. Meðal-
aldur kvennanna við greiningu var
22 ár en aldur karlanna 25 ár.
Lekandatilfellum fækkar
Í fyrra dró talsvert úr fjölda
þeirra sem greindust með lekanda,
en slíkum tilfellum hafði fjölgað
hratt ár frá ári allt frá árinu 2003 til
ársins 2006.
Í fyrra greindist 21 einstaklingur
með lekanda og voru í þeim hópi 15
karlar og fimm konur, en í einu til-
viki var ekki vitað um kyn viðkom-
andi einstaklings. Meðalaldur karla
sem greindust með lekanda var rúm-
lega 28 ár en meðalaldur kvenna sem
reyndust hafa smitast var 27 ár.
Flestar klamydíugreiningarnar
voru gerðar á sýkladeild Landspítala
en klamydía er einnig greind á sýkla-
deild Sjúkrahúss Akureyrar.
Klamydíutilfellum
fjölgaði í fyrra
ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir
sem starfað hafa í Srí Lanka leggja
af stað til Íslands í dag, nema einn
sem verður áfram í landinu við frá-
gang, ásamt tíu norskum friðar-
gæsluliðum. Er gert ráð fyrir að þeir
verði næsta hálfa mánuðinn eða svo í
landinu. Ganga þarf frá miklu af
gögnum og eignum meðal annars.
Ástæða þess að friðargæsluliðarnir
eru kallaðir heim er vopnahlésrof
uppreisnarhers Tamíl-Tígra og
stjórnarhersins í Srí Lanka.
Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, yf-
irmanns Íslensku friðargæslunnar,
mun utanríkisráðuneytið funda með
íslensku friðargæsluliðunum á
morgun, föstudag. Í hópnum sem
kemur til Íslands eru sex friðar-
gæsluliðar, tvær konur og fjórir
karlar. Að auki eru tvær konur til
viðbótar í íslenska hópnum, sem fara
frá Srí Lanka en taka sér frí erlendis
áður en þær koma til Íslands.
Sex ár eru liðin frá því fyrstu ís-
lensku friðargæsluliðarnir fóru til
Srí Lanka fyrir Íslands hönd. Hefur
Anna bent á að friðargæsluliðarnir
geti nýst í önnur verkefni á vegum
Íslensku friðargæslunnar.
Á vegum Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands, ÞSSSÍ, starfa tveir Ís-
lendingar, Árni Helgason umdæm-
isstjóri og Gunnar Þórðarson
verkefnastjóri fiskimála. Samkvæmt
upplýsingum frá ÞSSÍ hefur hins-
vegar engin ákvörðun ver ið tekin
um það að hætta störfum ÞSSÍ á Srí
Lanka.
Gæslulið-
arnir heim
STJÓRN Norðurorku hf. hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna bilana í
Sultartangastöð og boðaðrar raf-
orkuskerðingar af hálfu Landsvirkj-
unar á ótryggðu rafmagni til al-
menningsveitna og afgangsorku til
stóriðju á Suður- og Vesturlandi.
Telur stjórn Norðurorku ástandið
alvarlegt og segir í yfirlýsingu:
„Það ástand sem ríkir í flutnings-
kerfi Landsnets er með öllu óviðun-
andi fyrir landsmenn alla. Nauðsyn-
legt er að Byggðalína verði styrkt
hið fyrsta þannig að hægt sé að flytja
mun meiri raforku um hana en nú er.
Áðurnefndar bilanir í Sultartanga-
stöð Landsvirkjunar sýna glöggt að
slík styrking kæmi ekki bara þeim
svæðum sem nú búa við algerlega
óviðunandi flutningsgetu, svo sem
Norður- og Austurland, til góða
heldur einnig Suðvestur- og Vestur-
landi. Það er því mat stjórnar Norð-
urorku hf. að óhjákvæmilegt sé að nú
þegar verði ráðist í styrkingu á kerfi
Landsnets og fjármunir til þess
verks komi úr ríkissjóði. Hér er um
að ræða sameiginlegt hagsmunamál
allra landsmanna enda ber að líta á
flutningskerfi raforku á sama hátt
og þjóðvegi, hafnir og flugvelli lands-
ins.“
Vilja styrkja
Byggðalínu
♦♦♦
Staðgreiðsla 2008
Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is
Um leið og ríkisskattstjóri óskar landsmönnum gæfuríks árs er minnt á
að frá 1. janúar sl. tóku nýjar fjárhæðir gildi í staðgreiðslu.
Skatthlutfall
er óbreytt 35,72%
Persónuafsláttur
er kr. 408.409 fyrir árið
eða kr. 34.034 á mánuði
Skattleysismörk
eru kr. 1.191.002 fyrir árið
miðað við að greidd séu 4%
af launum í lífeyrissjóð
Sjómannaafsláttur
er 874 kr. á dag.
Frítekjumark barna
15 ára og yngri er 100.745 kr.
Almennt tryggingagjald
er 5,34%