Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AFLAVERÐMÆTI íslenzkra skipa nam 68,5 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 samanbor- ið við 64,3 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 4 milljörð- um króna eða 6,5% milli ára, sam- kvæmt útreikningum Hagstofu Ís- lands. Aflaverðmæti í október var 6 milljarðar sem er sambærilegt við október 2006. Aflaverðmæti botn- fisks var í lok október orðið 51,4 milljarðar miðað við 48,3 milljarða á sama tíma árið 2006 og er um 6,4% aukningu að ræða. Verðmæti þorsk- afla var 25 milljarðar og jókst um 12%. Aflaverðmæti ýsu nam 11,8 milljörðum, sem er 23,2% aukning. Ufsaafli dróst saman að verðmæti um 10,5%, var 3,5 milljarðar króna. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 16,2%, nam 3,8 milljörðum króna. Aukin verðmæti í loðnunni Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 16,5% og nam 12,4 milljörðum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 4,2 milljörðum sam- anborið við 2,2 milljarða í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna var 3 millj- arðar samanborið við 3,6 milljarða 2006 og verðmæti síldarafla var 3,6 milljarðar samanborið við 4,4 millj- arða 2006. Verðmæti afla sem seld- ur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands var 28,5 millj- arðar króna, sem er aukning um 4,2 milljarða eða 17,4%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 9,8%, var 11,1 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 20 milljarðar og dróst saman um 6,6% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 7,2 milljörðum sem er 6,1% aukning. Hærra fiskverð, minni afli Aflaverðmæti á síðasta ári er enn meira en árið áður, þegar miðað er við fyrstu 10 mánuði ársins. Mun- urinn er um 6%. Skýringin liggur eins og áður ekki í auknum fiskafla, heldur hækkun fiskverðs á innlend- um og erlendum mörkuðum. Gera má ráð fyrir því að þegar allt árið verði gert upp, verði aukningin minni. Eins og fram kemur í þess- um tölum er aflaverðmæti í október í fyrra það sama og árið áður. Það er vegna niðurskurðar þorskkvót- ans og óvenju slæmra gæft síðast- liðið haust. Það sama á svo við um nóvember og desember, þegar tölur úr þeim mánuðum bætast við. Reyndar mun vega þar á móti mikill síldarafli í desember. Engu að síður má gera ráð fyrir því að aflaverð- mæti í þessum mánuðum á síðasta ári verði minna en í sömu mánuðum árið áður. Mest verðmæti á Suðurnesjum Þegar litið er á einstaka lands- hluta fyrstu 10 mánuði síðasta árs, kemur í ljós að mest aflaverðmæti hafa skilað sér á land á Suðurnesj- um, 13,3 milljarðar króna. Næst mest verðmæti komu á land á höf- uðborgarsvæðinu, 12,3 milljarðar króna. Á Norðurlandi eystra var landað fiski að verðmæti 9,4 millj- arðar króna, á Austurlandi var verðmætið 8,8 milljarðar, 6,3 á Suð- urlandi, 4,2 á Norðurlandi vestra, 3,5 milljarðar á Vesturlandi og 3,4 á Vestfjörðum. Mikil aukning á Vesturlandi Athygli vekur mikil aukning afla- verðmæta á Vesturlandi, 42,5% milli ára. Það skýrist væntanlega af meiri löndunum því aukningin er langt umfram hækkun á fiskverði. Þá er 22% verðmæta aukning á Suðurnesjum, sem er ekki langt frá hækkun fiskverðsins. Skýringin á miklum aflaverðmætum á Suður- nesjum liggur meðal annars í því að þar er þorskur mjög hátt hlutfall aflans, sérstaklega á vetrarvertíð. 11% samdráttur er á Norðurlandi vestra og 8% á höfuðborgarsvæð- inu. Þar getur samdráttur í sjó- frystingu haft nokkur áhrif. Verðmæti fiskaflans hefur aukizt um 6,5% Aflaverðmæti í október í fyrra þó svipað og árið áður Í HNOTSKURN »Aflaverðmæti botnfisks var ílok október orðið 51,4 millj- arðar miðað við 48,3 milljarða á sama tíma árið 2006 og er um 6,4% aukningu að ræða »Þegar litið er á einstakalandshluta fyrstu 10 mánuði síðasta árs, kemur í ljós að mest aflaverðmæti hafa skilað sér á land á Suðurnesjum, 13,3 millj- arðar króna »Athygli vekur mikil aukningaflaverðmæta á Vesturlandi, 42,5% milli ára. Það skýrist væntanlega af meiri löndunum því aukningin er langt umfram hækkun á fiskverði»                !  "  #   $ % &''    ( )  *+ ,   - ./ !!/ 0 1/0 !/ /                  2 3  .0 -./ 1 / 0 1./0 4/1 0/.    "  - !1/1 -4/. 0 004/ 4/0 /   - 11/. - .4/ 0 !./1 ./. /4          ÚR VERINU „MÉR sýnist þegar upp er staðið að ráðuneytið hafi ekki tekið af skarið með sveitarfélögunum varðandi legu Sundabrautar. Það hefur ekki verið ákveðið hvort um einkafram- kvæmd verður að ræða, ekki verið ákveðið hvort beitt verði vegtollum eða skuggagjöldum og þannig mætti áfram telja,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær en hann beindi þremur fyrirspurnum til samgönguráðherra; um Sunda- braut, tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes og tvöföldun Hval- fjarðarganga. Kristján L. Möller samgönguráð- herra sagði hins vegar að Sunda- braut væri í eins miklum forgangi og hægt væri enda væri hún eitt brýnasta verkefni í vegamálum á Ís- landi. Hann hvatti til yfirvegaðrar og opinnar umræðu um málið en sagðist ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi þar sem hann gæti þurft að kveða upp úrskurð ef til ágrein- ings kæmi milli Vegagerðarinnar og sveitarstjórna um legu vegarins. Árni Þór var ekki sáttur við svör- in, sagði að það gæti átt við um allar samgönguframkvæmdir að ráð- herra gæti þurft að kveða upp úr- skurð og spurði hvort ráðherra ætl- aði þá ekki að hafa skoðun á neinu. Nú þegar lægi fyrir þverpólitísk samstaða í borgarstjórn Reykjavík- ur um legu Sundabrautar jafnt sem og að fara jarðgangaleiðina. Árvakur/Sverrir Brýnt verkefni Samgönguráðherra segir Sundabraut eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum. Tók ekki af skarið Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Í ÖLLUM stjórnmálaflokkum virð- ast vera hugmyndir um að breyta megi verklagi við skipun hæstarétt- ardómara þó að ekki sé einhugur um í hverju þær breytingar eigi að vera fólgnar, að því er fram kom í um- ræðum á Alþingi í gær. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna auk Samfylkingar létu í ljós vilja til að Alþingi komi að skipan hæstaréttardómara. Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, varaði hins vegar við því enda gætu embættisveitingar þá orðið bit- bein í pólitískum deilum eða jafnvel hrossakaupum í þinginu. Birgir og flokksbróðir hans, Sig- urður Kári Kristjánsson, voru hins vegar áfram um að málin yrðu skoð- uð. „Ég hef margoft lýst því yfir [...] að ég tel óeðlilegt að hæstaréttar- dómarar sjálfir gefi dómaraefnum sem sækja um starf við réttinn ein- kunn,“ sagði Sigurður Kári. Lúðvík ósammála Árna Tilefni umræðunnar var umdeild ákvörðun Árna M. Mathiesen, þá setts dómsmálaráðherra, um skipun í embætti héraðsdómara. Siv Frið- leifsdóttir, Framsókn, vildi vita hvort Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, væri sammála þessu vali en Lúðvík hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að Alþingi komi að vali á hæstaréttardómurum. Lúðvík sagðist þegar hafa greint Árna frá því að hann væri ekki sam- mála mati hans og áréttaði jafnframt að stjórnarsamstarfið væri þannig að farið gæti fram hreinskiptin og opin umræða. „Það er bara heil- brigðisvottorð á samstarfið,“ sagði hann. Að undanskildum Lúðvík tók eng- inn samfylkingarmaður þátt í um- ræðunni og þingmenn Sjálfstæðis- flokks voru einir um að verja skipunina. Stjórnarandstaðan gagnrýndi skipunina hins vegar harðlega og höfðu þingmenn áhyggjur af því að umræða um pólitíska skipun dómara rýrði tiltrú fólks á réttarkerfið. „Það verður að koma málum þannig fyrir að meiri friður ríki um skipun dóm- ara á Íslandi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks. Nýjar reglur um hæstaréttardómara? Lúðvík Bergvinsson ósáttur við ákvörðun Árna M. Mathiesen Árvakur/Golli Hugsandi menn Þeir voru greinilega hugsi þingmennirnir sem ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu en hvort þeir voru að velta fyrir sér reglum um skipan dómara skal látið ósagt. Ekkert svar Fjórar af 11 fyrirspurnum voru teknar út af dagskrá þingfundar í gær. Allt voru þetta fyrirspurnir sem beint var að fjármálaráð- herra en forseti sagði hann vera með fjarvist- arleyfi. Valgerður Sverr- isdóttir, Fram- sókn, var ekki sátt við að fá ekk- ert svar við fyr- irspurn sinni um hvort ríkisfyrirtækin Landsvirkjun og RARIK hyggist draga sig út úr útrás- arverkefnum sem þau eiga aðild að í samstarfi við einkaaðila. „Það eru mánuðir síðan hún var lögð fram, margir mánuðir, um það leyti sem meirihlutinn féll hér í höfuðborg Ís- lands,“ sagði Valgerður og velti því upp hvort fjármálaráðherra treysti sér ekki til að svara fyrirspurninni enda væri hún viðkvæm fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Ekki sé gist í skólum Það skýtur skökku við að skólum sé breytt í gististaði á sumrin, að mati Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæð- isflokks, en hún vildi fá svör frá iðn- aðarráðherra um hvort hann teldi slík afskipti ríkisins af ferðaþjónustu eðlileg. Össur Skarphéðinsson sagði að víða væri litið svo á að um nauðsynlega viðbót við gistirými væri að ræða en væri þetta talið skerða samkeppni mætti alveg gera könnun á því. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst k. 10:30 í dag með óundirbúnum fyrirspurnum og síðan fer fram utandagskrárumræða um efnahagsmál. Leiðrétt Rangt var haft eftir Guðbjarti Hann- essyni í blaðinu í gær varðandi skip- an Jafnréttisráðs og mátti skilja svo að Háskólinn á Bifröst fengi fulltrúa í jafnréttisráði eftir væntanlega laga- breytingu. Hið rétta er að Guðbjartur sagði að nefndarmenn í félags- og tryggingamálanefnd hefðu ekki talið að annað af tveimur rannsókn- arsetrum á sviði jafnréttismála, þ.e. Rannsóknarstofa í kvenna- og kynja- fræðum, ætti að eiga aðild að ráðinu umfram hitt, þ.e. Háskólann á Bif- röst. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Þetta helst... Ólöf Nordal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.