Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SERPENTINE-galleríið í Lund- únum hélt í fyrra yfirlitssýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns, eins og frægt er orðið, og fékk hún víða afbragðs- dóma í fjölmiðlum. Þaðan var hún færð í Hafnarhúsið í Reykjavík og nú er komið að Malmö Konsthall. Sýning á verkum Hreins verður opnuð þar 16. febrúar nk. og lýkur 27. apríl. Í Malmö Konsthall er nýr safnstjóri tekinn við völdum, Jacob Fabricius. Hann hefur starfað sjálfstætt sem alþjóð- legur sýningarstjóri frá árinu 1995 og var forstöðumaður KBH Kunst- hal í Kaupmannahöfn. Þá var hann nýverið sýningarstjóri við lista- miðstöðina Centre d’Art Santa Mo- nica í Barselóna. Fabricius hefur stýrt fjórum sýningum fyrir Malmö Konsthall á seinustu þremur árum. Sýningin á verkum Hreins er unn- in í samvinnu við Serpentine gall- eríið og myndlistarmanninn Ólaf Elíasson. Hreinn til Malmö Yfirlitssýningin úr Serpentine fer víða Hreinn Nemur víða lönd. SEAN O’Brien varð í vikunni fyrsta skáldið til að vinna tvenn helstu ljóðaverð- laun Breta sama árið. Áður hafði hann hlotið The Forward Prize og nú var röðin kom- in að T.S. Eliot verðlaunum. Verðlaunin hlaut O’Brien fyrir bók- ina The Drowned Book sem dóm- nefnd lýsti sem fullri af eldmóði, húmor og djúpri melankólíu. O’Brien kennir skapandi skrif við Newcastle-háskóla og bar sigurorð af skáldum á borð við Fionu Samp- son og Edwin Morgan, lárviðarskáld Breta. Meðal fyrri handhafa T.S. Eliot verðlaunanna eru Seamus Heaney og Ted Hughes. Að drukkna í verðlaunum Breska ljóðskáldið Sean O’Brien ÞORVALDUR Þorsteinsson mun opna myndlistarsýn- inguna Leikmyndir í Populus tremula, sem er menning- arsmiðja í Listagilinu á Ak- ureyri. En þar að auki kemur einnig út bók eftir hann sem ber titilinn Mónólógar. Sýn- ingin verður opnuð næsta laug- ardag og stendur aðeins yfir helgina. Um kvöldið munu stórleikarar lesa upp úr nýút- kominni bók ásamt höfundi og Sickbird leikur eig- in tónlist með stórsveit, skipaðri þeim Arnari Tryggvasyni, Kristjáni Edelstein, Ingva Rafni Ingvasyni, Pálma Gunnarssyni og Togga skyttu. Húsið verður opnað kl. 21.30. Myndlist Leikmyndir og mónólógar Þorvaldur Þorsteinsson HJÁLMAR Þorsteinsson opn- ar sýningu á málverkum sínum í Galleríi List í Skipholti á laug- ardaginn kl. 14. Hjálmar er að mestu sjálfmenntaður í mynd- list, en hefur markvisst unnið að list sinni í nær hálfa öld. Fyrstu sýninguna hélt hann á Akranesi árið 1968 en hefur síðan haldið fjölmargar sýn- ingar á Íslandi og í Danmörku. Hann fæddist á Siglufirði árið 1932 en fluttist til Akraness fjórtán ára gamall. Hjálmar starfaði lengst af sem kennari á Akra- nesi, m.a. við tilraunakennslu í skapandi listum og hlutu nemendur hans mörg verðlaun og við- urkenningar á alþjóðlegum sýningum. Myndlist Hjálmar sýnir mál- verk í Gallerí List Hjálmar Þorsteinsson SIGRID Valtengoyer graf- íklistamaður hefur opnað sýn- ingu á Start Art á Laugaveg- inum. Sýning hennar byggist á reynslu listamannsins og upplifunum í Palestínu, en hún fór þangað sem sjálfboðaliði hjá ISM (International Sol- idarity movement) árið 2003. Hún tók þátt í að tína ólífur af nær tíu alda gömlum ólíf- urunnum á Vesturbakkanum. Mikið af þessu landsvæði palestínskra bænda hefur nú þegar horfið á bak við og undir aðskiln- aðarmúrinn sem Ísraelsmenn eru að byggja í trássi við alþjóðalög og úrskurð Alþjóðadómstól SÞ í Haag. Sýningin stendur til 6. febrúar nk. Myndlist Sigrid Valtingoyer, ferð án endurkomu Verk eftir Sigrid Valtengoyer. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is UPP úr aldamótunum 1900 samdi Gustav Mahler söngva við ljóð þýska ljóðskáldsins Friedrich Rückert, sk. Rückert-söngva. Þá ætlar Rannveig Fríða Bragadóttir að syngja í kvöld með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rannveig segir ljóðmál Rückert afskaplega djúpt og fallegt. „Það sem er kannski einstakt við Mahler eru þessir hljómsveitar- söngvar hans. Þetta eru ekki aríur, þetta eru ljóð með hljómsveit og í rauninni, að einhverju leyti, skapar hann nýja hefð með þessum söngv- um sínum.“ Söngvana sé ekki hægt að flytja án hljómsveitar og þeir geri sig ekki með píanóútfærslu. Mahler hafi fyrst og fremst verið hljóm- sveitarstjóri og þá óperuhljómsveit- arstjóri. Því hafi hann þekkt mögu- leika hljómsveitarinnar afar vel og nýtt sér það út í ystu æsar með lit- brigðaríkri útkomu. „Þetta er allt frá ástarsöngvum og út í þetta mjög svo ljóðræna og melankólíska, vissa depurð sem einkennir Mahler oft.“ Mjög erfitt verk að syngja – Er þetta erfitt verk að syngja? „Já, mjög. Þetta eru mjög langar línur og innlifunarlega séð er það erfitt, það er svo mikil breidd bæði í raddsviði og -styrk, sífelldar tempó- breytingar. Það krefst mikils af manni af því maður getur aldrei far- ið út fyrir ljóðaformið sem slíkt, þú ert ekki að syngja aríur og ert alltaf á þessu nána sviði sem ljóðsöng- urinn krefst og í risastórum sal.“ Rannveig segir verkið í sínum víð- asta skilningi falla undir konsept- og ljóðasöng en í raun sé hægt að segja að Mahler búi til nýtt hugtak, hljóm- sveitarljóðasöng. Söngvarnir séu taldir með því fegursta sem Mahler samdi um ævina en hann var á há- tindi ferilsins þegar hann samdi þá, óperustjóri við Vínaróperuna og einn af miðpunktum tónlistarlífsins í borginni. Hann hafi á þessum árum skrifað verk á sumrin þegar óperan var lokuð, og alltaf úti á landi í suð- urhluta Austurríkis og í nágrenni við Salzburg. Þá varð hann ástfanginn um þetta leyti af Ölmu, sem hann kvæntist síðar, og er einn söngvanna tileinkaður henni, „Liebst du um Schönheit“. „Hann hafði þessa of- boðslegu dýpt og tengsl við náttúr- una,“ segir Rannveig. Sinfóníuhljómsveitin fagnar í kvöld sextugsafmæli konsertmeist- arans Guðnýjar Guðmundsdóttur og sjötugsafmæli tónskáldsins Þorkels Sigurbjörnssonar með flutningi á verkinu Ljósboga eftir Þorkel. Tón- leikunum lýkur á Íslandsfrumflutn- ingi 5. sinfóníu breska 20. aldar tón- skáldsins Ralphs Vaughan-Williams. Rannveig Fríða Bragadóttir syngur Rückert-söngvana með Sinfóníuhljómsveit Íslands Ást og depurð Mahlers Rannveig hefur sungið í mörgum virtustu óperuhúsum heims undir stjórn manna á borð við Herbert von Karajan, Otto Schenk og Sir Georg Solti. Ár- in 1989-91 var Rannveig ráðin einsöngvari við Ríkisóperuna í Vín, en síðar var hún fastráðin við Óperuhúsið í Frankfurt. Af fjölmörgum hlutverkum hennar má nefna tónskáldið í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Perichole í La Perichole eftir Jacques Offenbach. Hún býr og starfar í Austurríki, kennir þar meðal annars söng og segist njóta þess mjög. Mynd- in tekin í gær af Rannveigu á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nýtur þess að kenna söng Á LAUGARDAGINN verður opnuð í Gerðar- safni, Listasafni Kópavogs, sýning á verkum úr eigu hjónanna Sævars Karls Ólasonar og Erlu Þórarinsdóttur. Sýningin ber titilinn „Ég vel að- eins það besta“, kunnuglegur frasi úr auglýs- ingum Sævars Karls fyrir herrafataverslun sína, sem hann seldi í fyrra. Sævar hóf rekstur gallerís í versluninni árið 1988 og er það rekið enn af nýjum eigendum. Sævar og Erla hafa safnað listaverkum und- anfarin 40 ár, eiga m.a. úrval verka eftir Gunnlaug Blöndal, Kristján Davíðsson og marga þekktustu nútímalistamenn Íslands auk erlendra verka. Meðal merkilegra, erlendra verka eru sjaldgæfar litógrafíur eftir Salvador Dalí frá árinu 1971 í gamansömum dúr, eins og hans var von og vísa. Í litógrafíunum myndgerir hann hugmyndir sínar um klæðnað spjátrunga framtíðarinnar. Þá er ekki síður athyglivert að skoða röð veggspjalda sem listamenn gerðu fyrstu ár gallerísins fyrir sýningar sínar þar. Guðbjörg Kristjánsdóttir, for- stöðumaður Gerðarsafns, segist hafa beðið hjónin um að fá að halda sýningu á safni þeirra. Gerð- arsafn hefur áður haldið slíkar sýningar á einka- söfnum, m.a. á safni Þorvalds í Síld og fiski. „Sævar hefur rekið gallerí um 20 ára skeið og það er mjög merkur kafli í íslenskri myndlist- arsögu,“ segir Guðbjörg. Henni hafi þótt ástæða til að draga fram í dagsljósið þá starfsemi sem og einkasafn hjónanna. Sævar valdi verk á sýn- inguna að miklu leyti og Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son myndlistarmaður annaðist uppsetningu sýn- ingarinnar með Sævari. Í sýningarskrá, sem rithöfundurinn Guðbergur Bergsson gerir að miklu leyti og skrifar í, segir Sævar Karl að þau hjónin hafi ekki safnað mynd- list á meðvitaðan og markvissan hátt en þó megi greina ákveðinn rauðan þráð, fegurðarskynið hafi líklega ráðið ferðinni. Guðbergur segir það ein- kenna verkin á sýningunni að manneskjan komi þar fram í fyrsta sinn af fullum krafti í íslenskri málaralist. Sýningin sé dæmigerð fyrir það sem var að gerast í myndlistinni eftir að konseptlistin rann sitt skeið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra opnar sýninguna á laugardag kl. 15. „Ég vel aðeins það besta“ Hengt upp Kristján og Helgi, starfsmenn Gerða- safns, voru í óða önn að hengja upp verkin. Árvakur/Kristinn ♦♦♦ Árvakur/Ómar BRESKA bóka- útgáfan Tank gaf í fyrra út bókaröð á stærð við sígar- ettupakka með merkum bók- menntaverkum höfunda á borð við Hemingway, Tolstoj og Kafka, um svip- að leyti og reyk- ingabann gekk í gildi í Bretlandi í fyrrasumar. Allt gekk eins og í sögu þar til BAT (British Americ- an Tobacco), stærsti tóbaksfram- leiðandi heims, rak augun í Hem- ingway-pakkann. Hann er býsna líkur Lucky Strike og vill BAT að sá bókapakki verði tekinn úr um- ferð því hann muni rugla neyt- endur í ríminu. Sígarettu- Hemingway Pakkinn sem líkist Lucky Strike ♦♦♦ Árvakur/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.