Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 16

Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÁÆTLAÐUR kostnaður Faxaflóahafna vegna framkvæmda í ár nemur um 1.200 milljónum króna og er hann fyrst og fremst vegna þriggja svæða: Mýrargötu- svæðisins, Voga- bakka og Grundar- tanga. Á Mýrargötusvæð- inu í vesturbæ Reykjavíkur er gert ráð fyrir íbúðabyggð á landi sem Faxaflóa- hafnir eiga en Reykjavíkurborg sér um skipulagið. Þar er verið að móta landið og undirbúa fyrir sölu á byggingarétti á hluta svæðisins, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxa- flóahafna. Hann bætir við að þá fari svæðið að taka á sig þá mynd sem sett hafi verið í deiliskipulag fyrir nokkrum árum. Þessar framkvæmdir þrengi að starfsemi Stálsmiðjunar sem á endanum víki af svæðinu. Verið er að lengja hafnarbakkann inni á Vogabakka Samskipamegin. Gísli segir að þar sé verið að undirbúa að ljúka land- gerð og landfyllingum, sem hafi verið í gangi í mörg ár. Með þessum fram- kvæmdum ljúki landfyllingarverkefnum í Sundahöfn. MR á Grundartanga Á Grundartanga er unnið að landgerð og lóðagerð. Gísli segir að þar sé verið að útbúa nokkrar lóðir, meðal annars lóð sem Mjólkurfélag Reykjavík flytji á úr Sundahöfn. „Það er liður í að endur- skipuleggja elsta svæðið í Sundahöfn,“ segir Gísli. Framkvæmd- ir fyrir um 1.200 millj- ónir í ár Gísli Gíslason Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÓREIÐUSKIP í höfnum eru vax- andi vandamál og hafa Faxaflóa- hafnir ákveðið að bregðast við vandanum með ákveðnari hætti en hingað til, að sögn Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra Faxaflóa- hafna. Gísli segir að í seinni tíð hafi aukist að kvótalaus skip og bátar hafi verið skilin eftir í höfnum. Þegar þessum skipum sé lagt virðist oft fara saman að þau missi haffærniskírteini og á þau safnist vanskil. Í kjölfarið fylgi hirðuleysi þeirra óþrifnaður og meng- unarhætta. Því séu þetta ekki sér- stakir aufúsugestir í höfnum landsins. Strangar förgunarreglur Á undanförnum mánuðum hafa Faxaflóahafnir unnið markvisst að því að losna við þessi skip. Gísli segir að frekar auðvelt sé að losna við stálskip vegna hás verðs á stáli og nýlega hafi tekist koma tveim- ur, stórum skipum í burtu. Annars vegar hafi skipið Atlas sem áður hét Odinkova og lá lengi við hafn- arbakka á Akureyri, verið dregið til Póllands þar sem það hafi verið gert upp og þjóni nú sem olíuskip í eigu Norðmanna. Hins vegar hafi togarinn Hágangur verið dreginn til Danmerkur. Verra sé að eiga við trébáta. Í byrjun des- ember hafi til dæmis einn trébát- ur sokkið í Reykjavíkurhöfn og nokkrir séu á leiðinni á botninn. Vandamál sé að farga þessum bát- um vegna strangra reglna. Auk þess fylgi förgun mikill kostnaður. Óskað hafi verið eftir svörum frá umhverfisstofnun um hvað megi gera við þessa báta og for- ystumenn Hafnasambands Ís- lands hafi velt því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að stuðla að ódýrari förgunaraðferðum frekar en að láta þessa báta bíða í höfn- um og enda loks á botninum með tilheyrandi mengun og óþrifnaði. Ný stefna Faxaflóahafna felur í sér að hart verður tekið á eig- endum óreiðuskipa. Gísli segir að markvisst verði unnið að því að losna við skip, sem séu í reiðileysi í höfnum, hafi ekki haffærn- iskírteini og séu skuldum hlaðin. Það verði í fyrsta lagi gert með kröfutilkynningum um úrbætur hjá skráðum eigendum. Verði þeim ekki sinnt verði látið reyna einhliða á ákvæði hafnarlaga um aðgerðir hafnarinnar og samhliða því uppboðsferli hjá þeim sem séu í vanskilum. „Við munum ekki eira mönnum sem sitja hérna án að- gerða,“ segir Gísli Gíslason, hafn- arstjóri. Gert að fjarlægja óreiðuskip Hirðuleysi fylgir óþrifnaður og mengunarhætta Árvakur/RAX Skip Í höfnun landsins eru nokkur skip sem aldrei láta úr höfn, en bíða þess að verða rifin. Vandamálið hefur verið að vaxa síðustu ári. Myndin er tekin við Reykjavíkurhöfn en þessir bátar eru í góðu standi. Í HNOTSKURN » Faxaflóahafnir sætta sigekki við að menn skilji eftir skip og báta í reiðileysi í höfn- unum og boða hertar aðgerðir til að losna við þessi fley. » Óskað hafi verið eftir svör-um frá Umhverfisstofnun um hvað megi gera við þessa báta og forystumenn Hafna- sambands Íslands hafi velt því fyrir sér hvort ekki sé skyn- samlegt að stuðla að ódýrum förgunaraðferðum. FASTEIGNAFÉLAG í eigu for- svarsmanna kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis hefur keypt allt húsnæð- ið þar sem rækjuverksmiðjan Strýta hefur verið til húsa af Samherja. Ann- að félag í eigu Kjarnafæðismanna keypti á dögunum fasteignirnar við hliðina, þar sem starfsemi kjötvinnsl- unnar Norðlenska er. „Eftir kaup okkar á fasteignum Norðlenska finnst okkur það skipta okkur miklu máli hvernig svæðið í kring þróast til framtíðar. Með þess- um kaupum tryggjum við okkur stærra landsvæði og við munum þar af leiðandi hafa meira vægi en ella í því hvernig svæðið verður mótað,“ sagði Gunnlaugur Eiðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, í samtali við Morgunblaðið í gær. Það er fasteignafélagið Eyrar- bakki sem kaupir húsnæði Strýtu af Samherja en sama félag á Gamla barnaskólann þar sem fjárfestingar- bankinn Saga Capital er til húsa. Hins vegar er það fasteignafélagið Miðpunktur sem keypti fasteignir Norðlenska og á einnig húsin þar sem Kjarnafæði er með starfsemi sína, bæði á Akureyri og á Svalbarðseyri. Kjarnafæðismenn fá húsnæði Strýtu afhent um mitt sumar. „Við höfum mikla trú á Eyjafjarð- arsvæðinu, hvort sem er Akureyri, Svalbarðseyri eða annars staðar og lítum á þessi kaup sem góðan fjár- festingarkost,“ sagði Gunnlaugur. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Eigendur Kjarnafæðis kaupa húsin Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is STUNDUM er sagt að nú til dags skipti fólk nánast jafnoft um vinnu og það skiptir um sokka en skemmti- legar undantekningar eru til frá því. Einn þeirra sem fékk uppsagnarbréf frá Strýtu, rækjuvinnslu Samherja á Akureyri, í fyrradag er Hafþór Jón- asson sem hefur unnið alla starfs- ævina á sama stað – í nærri 48 ár. Hafþór, sem er 63 ára, bjó á Odd- eyrinni sem strákur og leitaði ekki langt eftir vinnu; 16 ára að aldri hóf hann störf í Niðursuðuverksmiðju KJ á Eyrinni og var þar allt þangað til fyrirtækið hætti rekstri og hélt svo áfram á sama stað þegar Sam- herji hóf verksmiðjurekstur í hús- næðinu. „Það er auðvitað hábölvað að þetta skuli þurfa að fara svona en aðstæður eru þannig að það er ekki hægt að eltast við þetta. Maður verður bara að finna sér aðra vinnu,“ sagði Hafþór þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Unnið verð- ur í verksmiðjunni fram að páskum. Hann segir þá starfsmenn sem fengu uppsagnarbréf ekki svart- sýna. „Ég held að atvinnuástandið í bænum sé alveg í þokkalegu lagi þannig að menn eru ekkert sér- staklega óttaslegnir þess vegna. En það er leiðinlegt að lenda í þessu.“ Hafþór sagði það í sjálfu sér ekki hafa komið verulega á óvart að rækjuvinnslunni væri lokað. „Það er eiginlega búið að liggja í loftinu, jafnvel í töluverðan tíma, án þess að menn hafi nokkra staðfestingu haft um það. Það er búið að loka rækju- verksmiðjum í tugavís þannig að menn vissu að hættan var fyrir hendi en þegar skellurinn kemur er það samt dálítið áfall.“ Hafþór man tímana tvenna. Þegar hann hóf störf voru aðallega unnar sardínur í verksmiðju KJ og hann fékkst við að reykja þær í gömlum skúrum við sjávarkambinn. Þá var verið að byggja hluta húsnæðisins sem stendur enn í dag og síðar var það stækkað verulega. Hann segir ætíð hafa verið gaman að starfa í vinnslunni, bæði hjá KJ og síðar Samherja. „Hér voru allt upp í 150 manns á launaskrá þegar mest var,“ sagði hann en starfsmenn nú eru ekki nema rúmlega 30. Þegar fjölmennast var hjá KJ og umsvifin mest voru lagðar niður sardínur og gaffalbitar í stórum stíl. Fyrstu árin var allt unnið í höndunum og vinnan óhemjumikil að sögn Hafþórs. „Maður byrjaði klukkan 5 á morgn- ana og var til 10 á kvöldin. Það var auðvelt að losna við vöruna og unnið eins og hægt var.“ Sardínan var veidd á Pollinum, skammt frá verksmiðjunni, á bátum í eigu KJ. „Það var bryggja við verk- smiðjuna þar sem þessu var landað og svo pæklað; fiskurinn var svo ferskur að hann var hreinlega synd- andi í pæklinum. Síðan var þetta þrætt upp á teina og sett inn í rey- kofna og svo lagt niður.“ Hafþór segist hafa fengist við ým- is verkefni í fyrirtækinu á þessum 48 árum. „Starfið hefur verið fjölbreytt og yfirleitt mjög skemmtilegt. Enda er ég búinn að þrauka allan þennan tíma!“ Hættir eftir 48 ár á sama stað Árvakur/Skapti Hallgrímsson Skemmtilegt Hafþór Jónasson: Þegar mest var að gera byrjaði maður 5 að morgni og var að til 10 á kvöldin. Hafþór Jónasson hef- ur unnið í sama hús- næði alla starfsævina Í HNOTSKURN »Nokkrir starfsmenn Strýtuhafa verið mjög lengi á sama stað. Hafþór Jónasson hóf störf í Niðursuðuverksmiðju KJ 1960, að minnsta kosti einn hefur verið á staðnum rúmlega 30 ár og ein- hverjir yfir 20 ár. »Unnið verður í rækjuvinnsl-unni Strýtu fram að páskum en verksmiðjunni þá lokað. »Mikið hefur breyst á Eyrinnisíðan Hafþór hóf þar störf og gríðarleg uppbygging átt sér stað. »Unnið var á tveimur vöktum íStrýtu allt til ársins 2005. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.