Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|17. 1. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Ef svo óskemmtilega vill til að brotister inn hjá manni er líklegt að þjóf-urinn myndi taka með sér ver-aldleg verðmæti, sjónvarp, far-
síma, hljómtæki, spilastokka, leikjatölvur,
skartgripi, málverk, tölvur og álíka. Engum
finnst líklegt að innbrotsþjófur hafi áhuga á
því sem ekki er hægt að koma í verð eins og til
að mynda fjölskyldualbúminu – hver myndi
vilja stela því?
Söknuður eftir því
sem ekki verður bætt
Þegar fjölmiðlar ræða við fólk sem lent hef-
ur í eldvoða eða álíka er því oftast sárast um
það sem ekki verður bætt, minningarnar sem
bundnar eru í fjölskyldualbúminu og það
þekkja allir hversu dýmætar minningarnar
eru sem þar eru festar á pappír. Færri hugsa
aftur á móti út í það að þegar heimilismynd-
irnar eru orðnar stafrænar og aðeins til í tölv-
unni þá þarf ekki mikið útaf að bera til að þær
glatist – þegar tölvunni er stolið eða harði
diskurinn bilar getur það þannig kostar sorg
og sút því þó einfalt sé að kaupa nýja tölvu
eða setja stýrikerfi upp á nýtt og hlaða inn
hugbúnaði þá verða myndirnar ekki teknar
aftur.
Ung kona í austurborginni lenti í því sl.
haust að brotist var inn til hennar og öllu fé-
mætu stolið. Eitt af því sem þjófarnir ætluðu
að hafa með sér var ein tölvan á heimilinu.
Þeir voru búnir að aftengja hana en hættu svo
við, sennilega vegna þess að hún var orðin of
gömul til að þeim þætti taka því að drösla
henni út í bíl. Konan unga áttaði sig aftur á
móti á því að ef tölvan hefði horfið þá hefðu
þjófarnir stolið því eina sem ómetanlegt var –
nánast öllum myndum sem til voru af fyrstu
fjórum árum yngsta fjölskyldumeðlimsins.
Hún var reyndar búin að taka afrit af mynd-
unum á svokallaðan „flakkara“, utanáliggjandi
harðan disk sem tengdur er tölvunni með
snúru, en þjófarnir hirtu hann þannig að ekk-
ert hefði orðið eftir.
Varðveitum minningarnar!
Ýmsar leiðir eru færar til að varðveita
minningarnar þó þær séu orðnar stafrænar,
til að mynda að afrita reglulega af tölvunni til
dæmis á geisladiska, og geyma á öðrum stað
en tölvan er, heima hjá ættingjum, á vinnu-
stað, ef því verður við komið, nú eða í banka-
hólfi þar sem önnur verðmæti eru oft geymd.
Eins má taka afrit á flakkara og geyma hann
annars staðar, en það er góður siður að eiga
meira en eitt afrit af því sem alls ekki má glat-
ast.
Flakkarar eru til í ýmsum stærðum og á
ýmsu verði. Sumir eru tilbúnir til notkunar,
aðeins þarf að stinga þeim í samband og svo
er hægt að byrja að afrita, en aðra þarf að
undirbúa undir notkun, forsníða eins og það
kallast. Dæmi eru um að hægt sé að fá 500 GB
flakkara á um 14.000 kr., en slíkt gímald
myndi rúma um 500.000 ljósmyndir eða jafn-
vel meira, allt eftir því í hvaða gæðum mynd-
irnar eru. Þeir sem vilja hafa vaðið fyrir neðan
sig eru svo með fleiri en einn flakkara undir.
Það er líka hægt að geyma gögnin á tölvum
úti í bæ, afrita þau yfir netið. Víða erlendis
bjóða framköllunarfyrirtæki fólki upp á að
geyma myndirnar fyrir það og það er jafnvel
innifalið í framköllun/útprentun á myndum.
Ekki sýnist mér að hérlend framköllunarfyr-
irtæki bjóði upp á það, en Síminn býður við-
skiptavinum sínum upp á viðbótarþjónustu
sem kallast Safnið en þar geta þeir geymt
myndir og annað efni.
Pláss í Safninu fyrir 500 MB af gögnum er
innifalið í internet-þjónustu Símans en hægt
er að kaupa meira rými ef þarf, sem kostar
sitt.
Einn af kostum Safnsins er að hægt er að
miðla gögnum til annarra, þ.e. leyfa þeim sem
maður kýs að sjá myndirnar hvort sem það er
yfir netið eða í ADSL-sjónvarpsþjónustu Sím-
ans – þeir sem hafa aðgang geta þannig skoð-
að myndir í Safninu í sjónvarpinu.
Gagnaþjón á heimilið
Önnur leið til að tryggja gögn er að koma
sér upp afritunarstöð heima, til að mynda
Windows Home Server, sem er hugbúnaður
til að koma upp gagnaþjóni á heimilinu og þá
hægt að stilla á sjálfkrafa afrit og þvílíkt.
Hann er þó keyrður á tölvu og hefur því sama
ókost og aðrar tölvur að þjófar gætu ásælst
hann. Sama á reyndar við um minni afrit-
unarstöðvar/gagnaþjóna sem njóta sífellt
meiri hylli, því þó það séu ekki eiginlegar tölv-
ur þá eru það verðmæti og því eftirsókn-
arverðar í augum hvinnskra.
Einfaldasta leiðin til að vernda minning-
arnar fyrir þjófum og rafeindadyntum er svo
hálf gamaldags í sjálfu sér; að prenta mynd-
irnar út á myndapappír. Það mætti til að
mynda gera með því að senda þær yfir netið
eða fara með þær á minniskorti eða geisla-
diski í Hans Petersen, Ljósmyndavörur, BT
eða álíka fyrirtæki og kaupa framköllun.
Svo getur maður líka prentað þær út sjálfur
á ljósmyndapappír með þar til gerðum prent-
urum, meira að segja í hefðbundinni fjöl-
skyldumyndastærð – 15x10 sentimetrar.
Myndirnar má síðan setja í myndaalbúm og
þá er líklegt að enginn þjófur líti við þeim,
aukinheldur sem þær glatast ekki þó harði
diskurinn hrynji eða einhver sé of duglegur að
hreinsa til í tölvunni.
arnim@mbl.is
Hvað varð um minningarnar?
Morgunblaðið/ÞÖK
Minningastuldur Þjófar taka gjarnan með sér veraldleg verðmæti eins og sjónvarp, hljómtæki
og tölvur og þegar fjölskyldualbúmið er bara til á stafrænu formi er hætta á að það hverfi líka.
Hvað myndirðu gera ef ein-
hver brytist inn til þín og stæli
myndaalbúmi fjölskyldunnar?
Þetta kann að hljóma ótrú-
lega í fyrstu, en eins og Árni
Matthíasson bendir á þá er
það ekki svo fjarstæðukennt
nú þegar allar minningar eru
stafrænar.
Þegar heimilismyndirnar
eru aðeins til í tölvunni þarf
ekki mikið útaf að bera til
að þær glatist
Það var skemmtilegur andi á borgarafundi í
Ketilhúsinu í fyrrakvöld sem stuttlega var
sagt frá á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Á
fundinum veltu menn vöngum yfir því hvernig
best væri að standa að hinum ýmsu viðburðum
sem fram fara hér í höfuðstað Norðurlands.
Hátt í 100 manns mættu.
Skiljanlega var mest rætt um verslunar-
mannahelgina og flestir sammála um að
breyta þyrfti umgjörðinni um þá samkomu;
breyta hugmyndafræðinni. Einn fund-
armanna, Sigurður Jónsson, hreif aðra með
sér þegar hann lýsti eigin sýn á menning-
arlega verslunarmannahelgi: Ríkulega
skreyttur bær, kyrrlátar skemmtanir; karni-
valstemning.
Og alls ekki að flytja inn mestu stuð-
hljómsveitirnar, sagði Sigurður. Hann segir
meirihluta ungs fólks dagfarsprúðan og ynd-
islegan en einhverra hluta vegna yrðu margir
hreinlega vitlausir á útihátíðum – enda stemn-
ingin oft byggð upp til þess. „Eru ekki allir í
stuði?“ kallað af hljómsveitarpallinum og svo
allt sett í botn! Ekki hávaða og æsing, segir
Sigurður og bætti við: Það má vera klassísk
músík, en ekki endilega. Líka er til þungarokk
sem er mjúkt, sagði hann.
Einn fundarmanna lagði til að Akureyri gerð-
ist höfuðstaður kaþólskrar trúar á Íslandi og
hér yrði haldin þriggja daga kjötkveðjuhátíð
árlega eins og víða tíðkast, á bolludegi,
sprengidegi og öskudegi.
Fram kom hugmynd um að halda „íslenska
daga“ á Akureyri í febrúar. „Það er lítið um að
vera hér í febrúar. Og ég hef áhyggjur af lýð-
ræðinu og framtíð þjóðarinnar. Bankamenn
vilja tala ensku og menntamenn koma ekki í
viðtal nema sletta ensku. Það eru helst
óbreyttar verkakonur sem tala íslensku sem
skilst,“ sagði Baldvin H. Sigurðsson bæj-
arfulltrúi, sem kom með hugmyndina. Hann
vill bjóða upp á þjóðlegan mat, sýna Skugga-
Svein og Fjalla-Eyvind, fara söguferðir um
Eyjafjörð svo dæmi séu nefnd.
Hljómsveitin Echoes hélt tónleika til heiðurs
Pink Floyd á Græna hattinum um síðustu
helgi og tókst svo vel til að ákveðið var að end-
urtaka leikinn á föstudagskvöldið. Þá leikur
sveitin lög af plötunum Dark side of the Moon,
Wish you were here og The Wall. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
Áhugaverður fyrirlestur er í málstofu heil-
brigðisdeildar Háskólans á Akureyri í dag.
Þar mun Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálf-
ari og lektor við HA, kynna niðurstöður rann-
sóknar frá 2004 á líkamsvirkni eldra fólks á
Norðurlandi en horft var til hreyfingar og lík-
amlegrar virkni í tómstundum, við heim-
ilisstörf og vinnu utan heimilis. Áhersla var
lögð á að skoða hvernig líkamsvirkni tengdist
kyni, aldri og búsetu í dreifbýli annarsvegar
og þéttbýli hinsvegar. Málstofan verður í stofu
L201 á Sólborg kl. 12.10-12.55 og eru allir vel-
komnir.
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Gott mál Frá fundinum í Ketilhúsinu.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
úr bæjarlífinu
Magnús Jónsson, Bröttuhlíð í Fáskrúðsfirði,orti þegar hann átti leið framhjá álveri
Alcoa á Hólmabyggðinni í Reyðarfirði „þar sem
umhverfið var áður fagurt og vinalegt“:
Verður mér um tungu tregt,
tel það einu gegna
því varla mun hér lífvænlegt
létta málmsins vegna.
Davíð Hjálmar Haraldsson heyrði fréttir af
fannferginu í og við Grindavík:
Fannalögin Grindvíkingum gaf
Guð – hann fór þar jafnvel yfir strikið
og svo varð þar af snjónum magnið mikið
að malbikið fór næstum því á kaf.
Hreiðar Karlsson mælir: „Jamm, þetta er
stórbrotið“:
Gleðja börnin í Grindavík
gríðarvoldugir skaflar.
Ófærðin talin engu lík
og aldregi hefur sést þar slík.
Niður á bryggjum eru þó auðir kaflar.
Þó svo að bjáti eitthvað á,
er þetta í rauninni góð frétt.
Þvílíka skafla er sjón að sjá,
sveitarstjórn fór og mældi þá,
hvort sem hún mátaði lárétt – ellegar lóðrétt.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af kjölfari og sköflum