Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TIL HÖFUÐS ÓEÐLI Fregnir þess eðlis að fullorðnireinstaklingar reyni að tælabörn til fylgis við sig, eða reyni að lokka upp í bíl til sín, vekja ávallt upp viðbjóð og ugg meðal þjóð- arinnar og það réttilega. Óeðli og öfuguggaháttur manna, sem reyna að lokka eða neyða börn upp í bíla sína, til þess að misbjóða þeim kynferðislega, vekur skelfingu og samfélaginu ber að gera allt sem í þess valdi stendur til að verja börnin gegn slíku ofbeldi – ofbeldi sem getur lagt líf barnanna í rúst, tímabundið eða varanlega. Varnaðarorð Halldóru Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, hér í Morgunblaðinu í gær, um að mikil- vægt sé að brýna fyrir börnum, strax á leikskólaaldri, að fara aldrei upp í bíla hjá ókunnugum mönnum, eru þörf og mikilvæg. Þau ber að virða í hvívetna, hvort sem er af foreldrum eða starfsmönn- um leik- og grunnskóla. Dropinn hol- ar steininn og því þarf að sérhverju gefnu tilefni og jafnframt án gefins tilefnis, í forvarnarskyni, að brýna mikilvægi þessa fyrir saklausum börnunum. Tilefni orða Halldóru var frétt þess efnis að þrír menn í grænum bíl hafi í janúarbyrjun reynt að nema átta ára stúlku á brott, í grennd við Laugar- nesskóla. Halldóra bendir réttilega á, að í þeim efnum þurfi sérstaklega að vanda til fræðslunnar og undirbúa með þeim hætti, að ekki skapist al- mennt vantraust barna í garð ókunnugra, sem vissulega væri skað- legt og jafnvel hættulegt: „Það getur þýtt að ef maður er í vanda staddur og er lítið barn þá er búið að kenna manni það að maður þýðist ekki ókunnuga sem eru að bjóðast til að hjálpa manni. Þannig að okkur er ákveðinn vandi á höndum,“ segir Halldóra. Halldóra bendir jafnframt á ann- marka kerfisins, sem nauðsynlegt er að ráða bót á, en það er sá biðtími sem börnin og fjölskyldur þeirra þurfa að þreyja, þegar grunsemdir vakna um að fullorðinn einstaklingur hafi reynt að lokka barn til fylgilags við sig í í kynferðislegum tilgangi. Sé um lög- reglumál að ræða, geti liðið allt frá nokkrum dögum upp í tvær til þrjár vikur, þar til barnið geti fengið fag- lega aðstoð í Barnahúsi. Það sér hver maður, að slíkt er litlu barni ekki bjóðandi og ekki heldur foreldrum þess og öðrum í fjölskyldu þess. Það er óumræðilega mikilvægt að barnið fái þegar í stað alla þá fag- legu aðstoð sem það þarf á að halda. Einn dagur í bið, er of löng bið. Vissulega er það rétt, að biðtími barnanna og fjölskyldna þeirra hefur á umliðnum misserum styst, en það er ekki nóg. Það þarf að útrýma bið- tíma, þegar staðið er frammi fyrir jafn alvarlegum sálarháska og þeim sem lítið barn er í, sem hefur verið misnotað kynferðislega, eða tilraun hefur verið gerð til misnotkunar á. RÆKJAN OG BREYTT VIÐHORF Fyrir hálfu ári hefði frétt þess efn-is að eitt öflugasta útgerðarfyr- irtæki landsins, Samherji á Akureyri, væri að loka rækjuvinnslu og fækka fólki enga athygli vakið. Þaðan af síð- ur að hún ylli einhverjum áhyggjum. En það hefur margt breytzt á hálfu ári. Raunar gjörbreytzt. Skyndilega hefur skapazt óvissa um atvinnuástandið á næstu mánuð- um. Fasteignasala er að dragast sam- an. Þess vegna má búast við sam- drætti í byggingariðnaði. Stórframkvæmdum er að ljúka. Þess vegna má gera ráð fyrir að stórir hóp- ar af því fólki frá öðrum löndum, sem hér hefur verið við störf, hverfi til síns heima. Það leiðir óhjákvæmilega til samdráttar í viðskiptum. Flugvél- ar íslenzku flugfélaganna verða ekki fullar fram og til baka af erlendu verkafólki. Breytt staða í fjármála- geiranum leiðir til þess að ekki verð- ur jafnmikið um ferðir á Saga Class og verið hefur. Og þannig mætti lengi telja. Við þessar aðstæður beinist at- hyglin aftur að sjávarútveginum. Það hefur gerzt áður og mun gerast aftur. Á síðustu árum hefur sú skoðun orðið útbreidd að fjármálastarfsemi væri orðin þriðja undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar ásamt sjávarútvegi og áliðnaði. Nú stöndum við skyndi- lega frammi fyrir því að fjármála- starfsemi eins og öll önnur atvinnu- starfsemi á sér sínar hæðir en líka lægðir. Miklar líkur eru á að starfs- fólki í þeim geira muni fækka umtals- vert á þessu ári. Þegar þannig árar hverfum við aft- ur til upphafsins og sjávarútvegurinn skiptir meira máli en hann hefur gert um skeið í huga fólks. Og ekki ólík- legt að það gerist líka að stuðningur við aukinn áliðnað vaxi. Í því sam- bandi er þó vert að benda á að það er alls ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að álfyrirtæki, sem lýst hafa áhuga á byggingu álvera hér, hafi sama áhuga og áður af þeirri einföldu ástæðu að það kann að vera erfitt fyr- ir þau að fjármagna slíkar fram- kvæmdir við núverandi aðstæður. Þegar á allt þetta er litið er ástæða til að hafa áhyggjur af uppsögnum, hvort sem þær eru í sjávarútvegi eða annars staðar. Við erum á leið inn í erfiðari tíma en við höfum búið við um skeið. Það er að vísu töluvert borð fyrir báru eftir uppgang og velgengni síð- ustu ára. Og áður en atvinnuleysi fer að herja á Íslendinga má búast við að erlendu verkafólki fækki mjög. En töluverður hópur útlendinga mun verða hér áfram, sem er eins gott vegna þess að við getum ekki án þeirra verið. Í þessum umræðum öllum má þó ekki gleyma því að við erum komin í hóp ríkustu þjóða heims og þótt eitt- hvað bjáti á býr þjóðin við svo mikla velmegun að ekki þarf að kvarta. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Fossar New York-borgar,“ foss-arnir fjórir sem Ólafur Elías-son myndlistarmaður munreisa í höfn New York-borgar í sumar, eru að sögn Michael E. Bloom- berg borgarstjóra „gríðarstórt og hug- vitssamlegt“ listaverk. Hann hefur mikla trú á því að verk Ólafs muni laða fjölda gesta til borgarinnar, vekja athygli á umhverf- isvernd – og afla millj- óna dala í tekjur fyrir borgina. Verkið sam- anstendur af fjórum tröllvöxnum fossum, sem flæða fram af stil- lönsum úti í ánni, 28 til 37 metra háir. Hefst rennslið um miðjan júlí og verður verkið tekið niður um miðj- an október. Fossarnir eru í Austurá, á milli Manhattan-eyju og Brooklyn. Einn fossinn verður undir Brooklyn-brúnni, annar við bryggjur í Brooklyn gegnt fjár- málahverfi borgarinnar, sá þriðji neð- arlega á Manhattan og loks einn við Go- vernors-eyju, rétt við suðurodda Manhattan. Þegar fossarnir verða skoð- aðir má sjá til þeirra allra í einu, og þá verður hægt að sigla á milli þeirra. Foss- arnir flæða frá klukkan sjö á morgnana til tíu á kvöldin og verða upplýstir eftir sól- setur. Fyrirhugað er að nota einungis vistvæna orku til að knýja dælurnar og í lýsinguna. „Þetta er langstærsta verkefni sem ég hef fengist við, og ótrúlega spennandi,“ sagði Ólafur Elíasson í gærmorgun, dag- inn eftir að Fossarnir voru kynntir op- inberlega. Verkefnið hefur verið mikið leyndarmál en Ólafur sagði það hafa verið sex ár í undirbúningi. „Fyrst var þetta samtal í fjögur ár og síðan hafa tvö ár far- ið í hönnunina. Það hafa margir komið að þessu, um 120 manns í allt. Þar af eru 20 sem gera nánast ekkert annað en vinna að þessu og fjórir sem sinna þessu ein- göngu.“ Þúsundir atriða að huga að Listasjóður New York-borgar, sem hefur í þrjá áratugi set upp verk ólíkra lista- manna innan borgarinnar, stendur að uppsetningu verksins ásamt New York- borg en þar kom borgarstjórinn mikið að málinu. „Listasjóðurinn er ekki stór stofnun,“ segir Ólafur. „Hann fær einhverja pen- inga frá ríkinu, eitthvað frá borginni en mest frá einkaaðilum. Þau setja upp fjög- ur til sex verk á ári. Ég hef þekkt þetta fólk í sjö, átta ár og það hefur fylgst með því sem ég hef verið að gera. Fljótlega fórum við að tala um hvað ég gæti gert í borginni. Ég stakk upp á því að gera eitt- hvað stórt, verk sem gæti haft víðtæk áhrif og myndi hæfa þessari miklu borg. Mig langaði til að vinna með þá þætti sem allir þekkja við New York; borgarmynd- ina sjálfa. Við veltum þessu á milli en sáum fljótlega að hugmyndirnar voru of stórar í sniðum fyrir Listasjóðinn einan. Þá leituðu þau til borgarstjórans. Michael Bloomberg hefur fylgst nokk- uð með listum, á til að mynda safn verka og hefur velt því fyrir sér hvaða áhrif list hefur á opinbert rými. Þá hefur aðstoð- arborgarstjórinn, Patricia E. Harris, einnig mikinn áhuga á þessum málum og því hvernig lífga má upp ásýnd borg- arinnar.“ Ólafur segir að þegar farið var að ræða framsetningu verksins hafi komið strax í ljós að það yrði afar dýrt. „Það hefur ekki verið auðvelt að safna þessum peningum; þetta kostar 15 milljónir dollara.“ Sem er um einn milljarður króna. „Þau vildu öll ráðast í þetta en það gerði okkur erfiðara um vik að verkefnið var algjört leynd- armál. En fjármögnunin er næstum í höfn.“ Og verkið er staðsett í höfn New York- borgar, lífæð hennar um aldir. Sitthvor- umegin Manhattan-eyju streyma Hud- son-áin og Austurá til hafs, gríðarmikil og straumþung vatnsföll, höfnin er á mótum þeirra. Það hlýtur að þurfa flóknar verk- fræðilausnir til að byggja fossana úti í án- um. „Það er svo sannarlega rétt,“ segir Ólafur með áherslu. „Það hefur verið ólýsanlega erfitt að skipuleggja þetta. Segja má að litlir herir verkfræðinga hafi verið í því að leysa málin. Þótt verðmiðinn sé 15 milljónir má segja að það sé lítið miðað við allt umstangið. Margt af þessu mun ekki sjást með berum augum. Undir yfirborðinu verður einskonar kassi og ut- anum hann einskonar net, með agn- arsmáum götum á, þannig að smáfiskar og lífrænar agn dælurnar. Kafa stöðunum sem é verður hann klæ teppi, svo hann bununni. Þá hef ég kom isþáttum. Ég vi í vatninu kringu ur ekki að fólk g sigla undir þá. U flæða á hverri m Miðað við marg kannski ekki mi mjög mikið af v aldrei hvað fólk um unnið með f í að hreinsa olíu einskonar girðin vatninu, svört m og stingst örlíti hún sjáist úr bá eða milljónir sm að í þessu ferli.“ Ólafur talar u stærð tengist fo arinnar; þar ver „Fossarnir si Þetta er einst Vatnskraftar Einn fjögurra fossa Ólafs Elíassonar, sem rís odda Manhattan. Fossarnir eru 28 til 37 metra háir og um 1 Ólafur Elíasson segir „Fossana í New York- borg“ sitt stærsta verk til þessa en kostnaðurinn er 15 milljónir dala. Borg- aryfirvöld telja það draga að fjölda ferðamanna. Ólafur Elíasson Ólafur Elíasson myndlistarmaður reisir fjóra stóra foss Borgarstjórinn í New York sannfærður um að verkið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.