Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jakob HrafnHöskuldsson
fæddist í Reykjavík
1.12. 1988. Hann
lést af slysförum
1.1. 2008. For-
eldrar hans eru
Höskuldur H. Hösk-
uldsson, f. 16.5.
1956 og Aðalheiður
Ríkarðsdóttir, f.
5.6. 1959. Systur
Jakobs eru Rakel
Sara, f. 16.8. 1990
og Lea Ösp, f.
20.10. 1994.
Foreldrar Höskuldar eru
Höskuldur Arnar Þórðarson, f.
27.7. 1926 og Sigrún Anna Guð-
jónsdóttir, f. 12.8. 1928, d. 14.1.
1970. Seinni kona Höskuldar er
Hafdís Guðmundsdóttir, f. 27.1.
1944, sonur hennar er Hilmar
Þór Jónsson, f. 8.3. 1969. For-
eldrar Aðalheiðar eru Ríkarður
Jónatansson, f. 25.12. 1932, d.
28.7. 2002 og S. Þóra Magnús-
dóttir, f. 19.8. 1932, d. 17.8. 2007.
Systkini Höskuldar
eru: Þórður Arnar,
f. 14.11. 1950, d.
24.4. 1997, maki
Unnur Ragnhildur
Leifsdóttir, f. 25.10.
1958, d. 21.2. 1988,
sonur þeirra Leifur
Orri, f. 1.6. 1974, d.
16.12. 1999; Guðjón
Már, f. 19.4. 1957,
maki Ingibjörg Ósk
Bjarnadóttir, f. 6.9.
1936, d. 3.6.2004;
Kristjana Anna, f.
20.5. 1960, maki
Viðar Karlsson, f. 4.5. 1957, syn-
ir þeirra Arnar Narfi, f. 7.5. 1989
og Ívar, f. 25.3. 1993. Systir
Aðalheiðar er S. Hugrún, f. 9.10.
1957, dóttir hennar er Surya
Mjöll, f. 26.1. 1994.
Jakob lagði drög að framtíð
sinni með menntaskólanámi og
flugnámi.
Jakob verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elskulegur vinur og náinn frændi
okkar, Jakob Hrafn Höskuldsson,
sem lést af slysförum 1. janúar sl.
verður jarðsettur í dag. Jakob var
nýorðinn 19 ára er guð tók hann til
sín fyrirvaralaust. Stundum er sagt
að þeir sem guðirnir elska deyi ung-
ir og á það vel við hér.
Við sem eftir lifum sitjum ráð-
þrota og skiljum ekki hvers vegna
svona hörmuleg slys verða, slys sem
allt í einu kippir ungum og efnileg-
um pilti burt frá samvistum með
ættingjum og vinum.
Jakob Hrafn var nemandi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
þar sem hann hafði stundað nám sitt
af stakri kostgæfni og hefði lokið
stúdentsprófi á næsta ári ef honum
hefði enst aldur til.
Jakob var einstaklega geðugur og
traustur ungur maður, vinmargur
og reglusamur með námið og átti
traust samband við fjölskyldu sína
og nánustu ættingja. Hann lagði
það m.a. í vana sinn að fara í reglu-
legar heimsóknir til langömmu
sinnar sem komin er á 105. aldursár
og sýndi henni alla tíð mikla elsku
og hlýju. Hún saknar nú Jakobs
langömmubarns síns sárt og inni-
lega og biður fyrir honum.
Jakob var okkur hjónum mjög
kær og áttum við með honum marg-
ar ljúfar stundir. Við fylgdumst náið
með þroska hans og framförum frá
barnæsku. Hann var einstakur
sómapiltur og hafði tvímælalaust
alla burði og getu til að verða góður
og gegn samfélagsþegn.
Vinmargur var Jakob og var ein-
staklega ánægjulegt að verða vitni
að mikilli og innilegri hluttekningu
margra góðra ungra vina á heimili
fjölskyldunnar meðan beðið var nið-
urstöðu langrar og umfangsmikillar
og ómetanlegrar leitar fórnfúsra
leitarflokka. Þetta unga fólk var
einstaklega góðir fulltrúar ungu
kynslóðarinnar og gefur fullvissu
um að af henni þurfi ekki að hafa
áhyggjur.
Elskulegur Jakob Hrafn:
Ljósið þitt bjarta og skæra
lýsir hingað niður
á vinahópinn kæra
sem vakir nú og biður.
Við færum elskulegum vinum,
foreldrum Jakobs, Alley og Höska,
og systrum hans Rakel Söru og Leu
Ösp okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum guð að veita þeim
styrk og huggun í mikilli sorg þeirra
við missi hjartfólgins sonar og bróð-
ur.
Megi guð blessa okkar elskulega
frænda Jakob Hrafn að eilífu.
Marta og Svavar.
Kæri, góði drengurinn okkar.
Þú komst sem sólargeisli inn í líf
okkar, ömmu þinnar, Láru frænku
og Óskars frænda.
Skyndilega ert þú tekinn frá okk-
ur. Hvers vegna? Við fáum auðvitað
engin svör. Það stendur víst ekki til.
Atburðurinn, sem gerðist um ára-
mótin síðustu, var svo óvæntur og
sársaukafullur að okkur er hann
enn næstum óbærilegur.
Þú varst okkur ávallt svo ljúfur
og hress, til í allskyns boltaleiki og
þess háttar. Vildir helst sigra í
hverjum leik. Svo fórst þú að iðka
alvarlegri íþróttir og við gátum auð-
vitað ekki fylgt þér.
„Hún amma er ótrúlega góð í
markinu,“ sagðir þú mömmu þinni
eitt sinn, Amma var reyndar hún
langamma þín, þá hátt á tíræðis-
aldri. Þá varst þú blessað barn og
naust leiksins til fulls. Já, elsku Jak-
ob. Þú varst okkur mikill gleðigjafi,
gamla fólkinu á Rauðalæknum.
Ekki varstu gamall þegar
mamma þín sagði einhverju sinni af
ákveðnu tilefni: Já, þú ert svo ríkur,
Jakob minn. „Já mamma, en ríkast-
ur er ég þó að eiga þig,“ sagði litli
drengurinn á sinn hógværa hátt.
Svo bættust okkur tveir sólar-
geislar þegar litlu systur þínar tvær
komu í heiminn og við fengum að
njóta þeirra.
Þegar þú komst á unglingsárin
urðu samverustundir okkar auðvit-
að færri og strjálli. Við tók skóla-
gangan og golfið. Þú varðst mjög
efnilegur golfari. Já, heimsóknir
þínar urðu færri þegar skólinn,
samveran og áhugamál með jafn-
öldrum þínum tóku við. Þú eignaðist
einstaklega góða og prúða vini, auð-
vitað, þú varst góður, prúður dreng-
ur.
Við þökkum þér, elsku strák-
urinn, allar ánægju- og gleðistund-
irnar. Huggun okkar í sorginni eru
góðu minningarnar allar.
Þú varst tekinn svo snemma frá
okkur á annað tilverustig að þú
varst aðeins að hefja undirbúning-
inn að ævistarfinu hérna megin.
Biðjum góðan Guð að gefa þér nóg
að starfa á því næsta með afa Rikka
og ömmu Þóru, sem við vitum að
hafa opnað þér ástríkan faðm sinn
við komuna heim til þeirra. Við get-
um auðvitað fúslega unnt þeim
þeirrar sælu.
Nú er hún amma þín orðin mjög
gömul, meira en hundrað og fjög-
urra ára. Hennar aldraði hugur
dvelur mjög hjá þér núna, kæri
strákurinn hennar.
Biðjum góðan Guð að styrkja ást-
kæra foreldra þína og systur.
Lára og Óskar.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Jakob Hrafn. Við biðjum
góðan Guð að varðveita þig að eilífu.
Minning þín mun alltaf lífa.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Höskuldur, Aðalheiður,
Rakel Sara, og Lea Ösp, við fjöl-
skyldan viljum votta ykkur okkar
dýpstu samúð við fráfall elskulega
sonar ykkar og bróður, Jakobs
Hrafns. Við biðjum Guð í bænum
okkar að blessa ykkur og gefa ykk-
ur styrk til að sjá ljósið í myrkrinu á
þessari hræðilegu sorgarstundu.
Megi minning um fallegan dreng
lifa áfram. Guð varðveiti ykkur og
blessi á þessum erfiðu stundum og
alltaf.
Berglind Ólafsdóttir,
Svavar Egilsson og fjölskylda.
Afmælisdagurinn minn síðasti, 2.
janúar, mun mér seint gleymast. Ég
fékk þær fréttir snemma morguns
að þú værir týndur. Ég óskaði þess
að þetta væri bara slæmur draumur
og ég myndi brátt vakna. En veru-
leikinn var þessi og stór hópur ætt-
ingja, vina og hjálparsveitarmanna
lagði sig fram við að leita að þér,
elsku frændi. Vil ég þakka öllum
þeim sem komu þar að fyrir sinn
þátt. Þetta kvöld fannstu látinn.
Mikill harmur helltist yfir okkar
litlu fjölskyldu.
Það var rúmri viku fyrr sem við
hittumst í síðasta sinn, í skötuveislu
hjá ömmu á Rauðó. Þar hélst þú á
Hlyni litla og ég sá ekki betur en að
þið næðuð bara vel saman. Við
spjölluðum aðeins um flugið, en
áhugann á því áttum við sameigin-
legan ásamt afa þínum, Rikka heitn-
um. Við ræddum um að með vorinu
kæmir þú með mér í flug til annað
hvort Bandaríkjanna eða Evrópu.
Sú ferð hefði orðið okkur báðum
ánægjuleg en því miður gripu örlög-
in þar inní. Hvers vegna? – er mér
ómögulegt að skilja!
Þeir eru margir sem sakna þín
sárt og munu minnast þín með hlýj-
um hug um ókomin ár.
Systur þínar, Rakel Sara og Lea
Ösp, og foreldrar, Alley og Höski,
eiga margar góðar minningar um
þig sem ég veit að verða ljósið sem
mun lýsa þeim og leiða áfram á
komandi vikum, mánuðum og árum.
Við fjölskyldan í Fálkahrauni
sendum þeim okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Óskar Tryggvi Svavarsson.
Frændi minn Jakob Hrafn Hösk-
uldsson lést af slysförum að morgni
nýársdags. Það er mikill harmleikur
þegar ungur maður fellur svo
skyndilega frá í blóma lífsins.
Jakob Hrafn var óvanalega vand-
aður, heilsteyptur og góður dreng-
ur. Hann hafði sig að jafnaði ekki
mikið í frammi en fjölskylda, ætt-
ingjar, vinir og aðrir sem hann
þekktu vissu hve miklum mannkost-
um hann var búinn og til hans var
borið mikið traust.
Samband hans við systurnar Leu
Ösp og Rakel Söru var einstakt og
fjölskylduböndin óvanalega sterk.
Hann átti traustan hóp vina og
kunningja eins og greinilega kom í
ljós þegar þetta hræðilega slys bar
að höndum. Skarðið sem Jakob
Hrafn skilur eftir sig er stórt en
minningin um hann mun lifa með
öllum sem til hans þekktu.
Ég og mín fjölskylda vottum fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum Jakobs
Hrafns okkar innilegustu samúð og
biðjum þeim allrar blessunar nú og
ætíð.
Þórarinn Magnússon.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Rifja hér upp nokkur leiftur af
lífsljósi Jakobs Hrafns, ömmubarns
Hafdísar systur minnar er á nýárs-
dag lést af slysförum.
Ég minnist gleði og eftirvænting-
ar þegar von var á fyrsta barni All-
eyjar og Höska. 1. desember 1988
fæddist svo lítill, yndislegur dreng-
ur, sem var frá fyrsta degi hvers
manns hugljúfi. Hlaut hann nafnið
Jakob Hrafn. Hann fæddist og ólst
upp á menningarheimili. Báðir for-
eldrar hans eru greindar, góðar og
heilsteyptar manneskjur.
Fallegur, ljóshærður drengur
með stór spyrjandi brún augu að
passa litlu systur Rakel Söru sem
fæddist tæpum tveim árum síðar.
Hógvær og yfirvegaður frá fyrstu
tíð og þegar Lea Ösp fæddist 1994,
gættu þau Rakel Sara hennar svo
einstaklega vel.
Samrýndari systkinum en þeim
þrem hef ég aldrei kynnst. Alltaf
saman þau þrjú.
Í afmælum, jóla- og áramótaboð-
um, bæði heima hjá þeim og heima
hjá ömmu Hafdísi og afa Höskuldi,
voru þau þrjú alltaf saman. Inni í
herbergi að leika sér, spila á spil, í
tölvunni, eða bara einfaldlega að
rabba saman, eða að sumrinu úti í
garði með Midas sinn.
Jakob Hrafn var snemma fullorð-
inslegur og tók virkan þátt í sam-
ræðum þegar landsmálin og heims-
málin voru rökrædd, stundum af
nokkrum hita ef ekki voru allir sam-
mála. Farið var í spurningaleiki.
Jakob Hrafn vann okkur alltaf í
„Trivial Pursuit“, drengurinn var
óþolandi góður og hafði miklu meiri
almenna þekkingu en við hin sem
eldri erum.
Ekki má gleyma golfinu sem var
eitt helsta áhugamál Jakobs. Hann
var einfaldlega bestur (með 4 eða 6 í
forgjöf). Frábær golfari. Ekki
stærði hann sig af því og þegar ég
sló því fram í gríni að hann ætti bara
að gerast atvinnumaður og „sjá fyr-
ir fjölskyldunni“, en því takmarki
hefði hann auðveldlega getað náð,
svaraði móðir hans: Það er alveg
nóg fyrir Jakob að vita sjálfur hvað
hann er góður.
Það hefur verið ánægjulegt að
fylgjast með Jakobi sem unglingi.
Fermingardagurinn hans var bjart-
ur og fagur og fullur af eftirvænt-
ingu og góðum fyrirheitum. Jakob
var nú hálf „úllalegur“ næstu tvö ár-
in, með hárið sítt niður í augu, eins
og margir strákar voru þá. Svo hitti
ég hann, já á 16 ára afmælisdegi
Rakelar og þá var hann allt í einu
orðinn ungur maður með stuttklippt
dökkt hár, augun þau sömu; stór,
brún og spyrjandi. Hann var falleg-
ur ungur maður hann Jakob Hrafn.
Fallegur í orðsins fyllstu merkingu,
því sálin hans var líka svo falleg og
góð.
Ólýsanleg sorg hefur dunið yfir
litla fjölskyldu og engin orð fá
megnað að sefa hana. Eina hugg-
unin er minningar um góðan dreng,
þær lýsa í sorginni.
Helga.
Elskulegi góðhjartaði vinur minn
er horfinn á braut.
Ég kynntist honum fyrir 5 árum.
Við urðum strax mjög góðir vinir.
Hann spilaði golf á sumrin eins og
ég og síðastliðið sumar kepptum við
Kobbi í mörgum mótum. Okkur
gekk misvel en skemmtilegasti völl-
urinn og þar með léttasti völlurinn
var í Hveragerði. Við gerðum margt
saman og höfðum báðir sömu
áhugamál.
Við fórum austur í bústað til afa
míns og fórum að veiða. Við vorum
ágætar veiðiklær þó að við veiddum
ekki neitt. Við veiddum bara hvor
annan.
Okkur fannst gaman að vera á
snjóbretti og fórum alltaf í Bláfjöll.
Hann var góður, en lítið betri en ég,
því hann átti betra bretti.
Við fórum vinahópurinn saman til
Spánar, Benidorm. Þaðan á ég góð-
ar minningar.
Við höfðum mikinn áhuga á bílum
og skoðuðum oft bílasölur.
Það er með þakkarhug og söknuði
sem ég kveð þennan besta vin minn,
Kobba.
Í bústað til afa
við fengum að fara,
við fórum á bretti
í Bláfjöll á spretti,
það alltaf var gaman
að vera öll saman.
Jakob vinur minn kær
þú stendur mér nær,
sem bróðir þú varst mér
og það vil ég þakka þér.
(P.Á.L.G.)
Elsku Höskuldur, Aðalheiður,
Rakel og Lea, ég sendi ykkur mínar
samúðarkveðjur.
Sölvi Leví Gunnarsson.
Það var fyrir 12 árum sem leiðir
okkar þriggja fyrst lágu saman.
Bara 8 ára pjakkar á stjörnumótinu,
Kobbi, Krissi og Gauji. Þegar komið
var í síðasta leikinn höfðum við ekki
fengið á okkur mark en skorað eitt-
hvað um 50. Leikurinn var gríðar-
jafn þangað til Fylkismenn tóku
örugga forystu í hlutkesti og sigr-
uðu leikinn. Með Jakob í marki og
mig (Guðjón) í vörn var eins og múr-
að væri fyrir netið, enda unnum við
Jakob Hrafn
Höskuldsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ERLENDUR GUÐMUNDSSON,
Gullsmára 8,
Kópavogi,
er lést á Landspítalanum þann 12. janúar, verður
jarðsunginn mánudaginn 21. janúar kl. 15:00 frá
Digraneskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hins látna er bent á Heimahlynningu
hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Inga H. Jónsdóttir,
Gréta Erlendsdóttir, Hrafn Heiðar Oddsson,
Jón Tómas Erlendsson, Guðrún Yrsa Sigurðardóttir,
Guðmundur Rúnar Erlendsson, Margrét H. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðursystir okkar,
ELÍNBORG JÓHANNSDÓTTIR
frá Krossi í Óslandshlíð,
Freyjugötu 40,
Sauðárkróki,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 8. janúar, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Þóra Ólafsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir,
Jóhann Ólafsson.