Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Birgisvík á Ströndum 11. maí 1902. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 8. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Ingimund- ardóttir frá Veiði- leysu, f. 14. ágúst 1874, d. 10. sept- ember 1952, og Guðmundur Jóns- son bóndi í Birg- isvík, f. 14. maí 1864, d. 28. októ- ber 1952. Kristín var sjöunda í röð sextán systkina og komust þrettán þeirra á fullorðinsár, þau eru nú öll látin. Hinn 9. mars 1925 giftist Kristín Viggó Guðmundssyni frá Skarði í Kaldraneshreppi, f. 9. nóvember 1899, d. 7. ágúst 1973. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Skúli, f. 27. ágúst 1927, d. 20. júní 1947. 2) Vigdís Ragn- heiður, f. 28. nóv. 1930, maki Finnbogi Guðmundsson, börn þeirra eru Kristín, f. 24. okt. 1949, maki Kristinn Magnússon, Skúli, f. 8. júlí 1952, Rafn, f. 24. okt. 1954, maki Guðrún Pét- ursdóttir og Guð- rún, f. 7. mars 1961. 3) Lilja, f. 7. júlí 1933, sambýlis- maður Magnús Indriðason. Börn hennar og Val- garðs Sigmars- sonar eru Viggó, f. 14. apríl 1956, Valdís, f. 30. apríl 1959, maki Þorsteinn Eyjólfsson og Hafsteinn, f. 20. nóvember 1962, maki Marit Káradóttir. 4) Sigmundur, f. 22. des. 1939, d. 27. mars 2004. Eftirlifandi niðjar Kristínar eru 37. Kristín og Viggó fluttu til Ísa- fjarðar árið 1935 og síðan til Hafnarfjarðar árið 1954, þar sem þau bjuggu til æviloka. Kristín verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, það er sárt að kveðja þig en við vitum hversu heitt þú þráðir hvíldina og að komast í faðm pabba og bræðranna. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Að lokum viljum við systurnar færa starfsfólki Sólvangs, 3. hæð, sem mamma kallaði alltaf „hvítu englana sína“, okkar innilegustu þakkir fyrir ástríka umönnun. Þínar elskandi dætur, Vigdís og Lilja. Elsku besta amma, Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þökk fyrir allt og allt. Hafsteinn. Fyrstu minningar mínar um ömmu mína Kristínu eru sólskins- dagar á Flókagötunni í Hafnarfirði, pönnukökuilmur úr eldhúsinu og amma að rétta pönnukökur út um eldhúsgluggann. Til þeirra sem máttu ekki vera að því að koma inn, því að það var svo gaman að leika sér úti. Seinna flutti amma á Álfaskeiðið en þá var ég orðin fullorðin og mætti til hennar í heimsókn með börnin mín, enn var sami ilmurinn í eldhús- inu, pönnukökuilmur. En nú er hún amma farin yfir í annan heim, hætt að baka pönnukökur hérna megin, aðrir sem fá að njóta. Ég sé hana fyr- ir mér dansandi og með pönnuköku- pönnuna í hendinni. Að dansa var nefnilega hennar besta skemmtun þegar hún var ung og fannst henni að konur ættu að kanna það hvort mennirnir sem þær hrifust af döns- uðu. Þessi kjarnakona var fædd í torfbæ á þeim tíma þegar Íslending- ar voru varla farnir að uppgötva hjólið. Hversu magnað er það að verða vitni að öllum tækniframförum síðustu aldar. Að vísu held ég að hún hafi haft takmarkaðan áhuga á tækninni, þótti þægilegt að geta sett í þvottavél í stað þess að hita vatn og þvo í höndum. Hún hafði mikinn áhuga á spíritisma. Las alls konar bækur og langaði afskaplega til að vita hvað biði hennar hinum megin. En nú þarf hún ekki að bíða lengur, forvitni hennar hefur verið svalað. Ég kveð ömmu mína með orðum Sir James M. Barrie (1860-1937). Þeir sem færa sólskin inn í líf annarra geta ekki haldið því fjarri sínu eigin. Guðrún Finnbogadóttir. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. þín Valdís. Kristín Guðmundsdóttir Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku langamma, hvíldu í friði, minning þín mun lifa og ylja mér um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt. Lilja „litla“. HINSTA KVEÐJA MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur og systur, BIRNU BJÖRNSDÓTTIR Endurvarpsstöð Eiðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeilda Landspítalans, Líknardeildar í Kópavogi og Heil- brigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Júlíus Bjarnason, Magnfríður Júlíusdóttir, Vojislav Velemir Bjarni Már Júlíusson, Jóna Björg Björgvinsdóttir, Björn Starri Júlíusson, Bozena Teresa, Ragna Valdís Júlíusdóttir, Katla Þorvaldsdóttir, Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Júlíus Freyr Bjarnason, Jónína Guðmundsdóttir, Páll Björnsson, Kolbrún Björnsdóttir. ✝ Bróðir okkar og mágur, HALLDÓR SVEINBJARNARSON frá Ísafirði, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, sem lést á Landakoti 11. janúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.00. Sigríður Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sveinbjarnardóttir, Þorvaldur Tryggvason. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ERLENDU ODDBJARGAR ÞÓRUNNAR ERLENDSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. desem- ber. Eysteinn Guðmundsson, Erlendur Þór Eysteinsson, Elsa Guðmundsdóttir, Ívar Eysteinsson, Guðný Jónsdóttir, Árni Þór Erlendsson, Hildur Elísabet Ingadóttir, Harpa Ýr Erlendsdóttir, Halldór Víglundsson, Trausti Óskarsson, Ásta Bragadóttir, Ísak Ívarsson, Eysteinn Ívarsson, Sóldís Lilja Árnadóttir og Una Traustadóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, HALLDÓR KRISTJÁNSSON KJARTANSSON markaðsfræðingur, sem lést 12. janúar verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð KR, reikn. 0111-15-372029, kt. 011036-3179. Edda Birna Gústafsson, Magnús Gústafsson, Birna Gústafsson, Björn Kristjánsson Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson og fjölskylda. ✝ Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJARNI JÓNSSON, listamaður og kennari, Ægisíðu 101, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. janúar kl. 13.00. Halldór Bjarnason, Jón Haukur Bjarnason, Anna Lena Wass, Lúðvík Bjarnason, Eileen Hooks, Guðrún V. Bjarnadóttir, Jimmie D. White, Erna Svala Ragnarsdóttir, Kristján Sverrisson, stjúpbörn og barnabörn. Siggi frændi, móð- urbróðir minn, er nú allur. Ég er fædd í Brasilíu árið 1955. Flestir sem ég kynntist sem barn voru útlendingar, þ.e. ekki fæddir í Brasilíu. Bestu vinir okkar voru Hol- lendingar, nágrannarnir breskir og ítalskir, skólasystkinin frá Þýska- landi, Eistlandi, Póllandi o.s.frv. Sigurður Þorkell Guðmundsson ✝ Sigurður Þor-kell Guðmunds- son fæddist 25. júní árið 1930. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 31. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 13. nóvember. Heima fyrir voru bæn- ir lesnar á íslensku. Ís- lenskir jólasveinar og Grýla komu á jólun- um. Þrátt fyrir þennan mismunandi uppruna fannst mér við öll vera Brasilíubúar og allar sögurnar af öðrum löndum uppspuni einn. Þar til einn góðan veð- urdag 1964 á kjötkveð- jutíð í Brasilíu birtust Siggi frændi og Ragn- heiður kona hans, glöð og brosandi. Það var mikið fjör og lífsgleði kringum þau. Mér fannst þau hafa birst úr draumaheimi! Landið Ísland, sem mamma og pabbi töluðu um, varð allt í einu að veruleika. Þessa mynd af Íslandi og fjölskyldu minni þar geymi ég alltaf í minningunni. Seinna þetta sama ár 1964 komum við til Íslands og fórum aldrei aftur til Brasilíu. Það var alltaf gott að vita af Sigga á Íslandi, alltaf jafn alúðlegur, fjör- ugur og hjálpsamur. Í fyrra fékk hann alvarlegt heilablóðfall. Þegar ég heimsótti hann gat hann ekki tal- að, en hann brosti samt þegar hann sá mig og augun urðu björt, eins og fjörutíu og tveimur árum áður. Ég var viss um að hann myndi ná sér en því miður gerðist það ekki. Við höf- um misst góðan frænda, góðan lækni, góðan golfara og góðan Ís- lending. Í indjánamenningunni hér í Mexíkó, þar sem ég nú bý, er hjátrú- in á þann veg, að þeir sem látast fara bara í annað starf. Nýja starfið felst aðallega í því að passa okkur sem eft- ir erum á þessari jörðu. Siggi er örugglega að vinna að læknastörfum og passar vel upp á okkur öll. Ég vil þakka öllum sem pössuðu Sigga í hans veikindum, aðallega Ninnu, sem tapaði aldrei voninni. Elín Margrét Ingvarsdóttir, Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.