Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, jóga, boccia, útskurður, myndlist, víd- eóstund. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, jóga, almenn handavinna, fótaaðgerð, morg- unkaffi/dagblöð, myndlist, hádeg- isverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Lýður og harm- onikkan kl. 14, guðsþjónusta annan hvern fimmtudag kl. 15.10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Göngu-Hrólfar bjóða í heimsókn gönguhópunum Hananú í Kópavogi og Hæðargarði 31, 19. jan- úar, mæting kl. 10, í Stangarhyl 4. Félag kennara á eftirlaunum | Ekkó- kórinn æfir í Kennaraháskólanum kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Bók- menntahópurinn hittist í Kenn- arahúsinu kl. 14. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður í handavinnustofu, leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, róleg leikfimi og bókband kl. 13 og danska kl. 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádeg- isverður, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 8.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11, há- degismatur, pantað með dags fyr- irvara á staðnum eða í síma 617-1501, handavinnuhorn kl. 13, vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14. gler- og leirlist kl. 13. Skrifstofan er opin kl. 13-15. Opið í Jónshúsi til kl. 16.30. Miðar á þorrablót seldir í Jóns- húsi í dag og á morgun kl. 10-12. Skráning á námskeið stendur yfir. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju kl. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Leikfimi ÍAK kl. 11. Bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30. www.digra- neskirkja.is Dómkirkjan | Kyrrðar- og bænastund kl. 18. Beðið fyrir ungu fólki. For- eldrahús, ÆSKR og miðborgarstarfið halda utan um stundina. Léttar veit- ingar á kirkjulofti. Miðborgarstarf Dómkirkjunnar. Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Opið hús í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bæn- in, orð Guðs og altarisganga eru uppi- staða messunnar. Hversdagsmessan einkennist af kyrrð og einfaldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og lestur Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drottins er höfð um hönd, fyrirbæn og smurning, fyrir þá sem þess óska. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar kl. 15. Söngur, hlustað á Guðs orð og kaffiveitingar. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl. 20 á Holtavegi 28. Johann Seb- astian Bach. Halldór Hauksson sér um efni. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn velkomnir. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu. Helgistund í fé- lagsaðstöðunni á Dalbraut 18-20 kl. 15. Umsjón hefur sóknarprestur. Adr- enalín gegn rasisma kl. 17. Umsjón hefur sr. Hildur Eir (9. og 10. bekkur). Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 9.30. Frá hádegi vinnustofur opnar, m.a. myndlist, umsj. Nanna S. Bald- ursd. Á morgun kl. 10 prjónakaffi/ bragakaffi. Leikfimi (frítt) í ÍR heim- ilinu v/Skógarsel kl. 10.30, á eftir er kaffi og spjall. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, alm. handavinna, smíðar og út- skurður. Handavinnu/samverustund- in í salnum kl. 13.15, kaffiveitingar. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9-16, félagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Böðun fyrir há- degi, hádegisverður. Blöðin liggja frammi. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Graf- arvogssundlaug kl. 9.30, og Lista- smiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia karla- hópur kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa kl. 13, postulínsnámskeið kl. 13, boccia kvennahópur kl. 13.30, kaffi- veitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handavinnustofa opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 9-12, leirlist kl. 9, boccia kl. 10, hugmynda- og listastofa kl. 13-16. Hárgreiðslustofa 588-1288. Fótaað- gerðastofa 568-3838. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheim- ili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað- gerðir og aðstoð v/böðun. Boccia, handavinna, spænska framhald, há- degisverður, kóræfing, leikfimi og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, fleiri þátttakendur vantar. Upplestur kl. 12.30, handa- vinnustofan opin, spilað kl. 13. Kirkjustarf Áskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, opið hús. Söngstund með organista kl. 14, klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og kl. 18 TTT-starfið. 60ára afmæli. Sextugur erí dag 17. janúar, Jóhann Kristján Ragnarsson viðskipta- fræðingur. Hann hefur verið starfsmaður Eimskipafélags Íslands í 40 ár. Jóhann heldur upp á daginn með sínum nán- ustu. Fyrir þá sem vilja senda honum kveðju í tilefni dagsins er netfang hans jkr@simnet.is 50 ára afmæli. Í ár verða hjóninEmil Örn Kristjánsson og Erla Guðjónsdóttir fimmtug. Þau ætla að halda upp á sameiginlegt ald- arafmæli sitt á afmælisdegi Emils, 18. janúar næstkomandi, og taka á móti vinum, vandamönnum og félögum í sal Félags sjálfstæðismanna í Graf- arvogi, Hverafold 5, milli kl. 17.30 og 21. dagbók Í dag er fimmtudagur 17. janúar, 17. dagur ársins 2008Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Samtök verslunar og þjónustuhalda morgunverðarfund ídag, á Hilton Reykjavik Nor-dica hóteli. Lyfjakostnaður og lyfjaverð – hvað getum við gert betur er yfirskrift fundarins. Þorvaldur Árnason á sæti í lyfsala- hóp SVÞ og einn af skipuleggjendum dagskrárinnar: „Á fundinum verður rætt um leiðir til lækkunar á lyfja- verði og lyfjakostnaði, en margir þættir aðrir en lyfjaverð hafa áhrif á kostnað almennings og ríkisins af lyfjanotkun,“ segir Þorvaldur. „Sam- anburður við Danmörku og Finnland, sem búa við svipað fyrirkomulag í lyfjasmásölu og við, sýnir að hlutur álagningar lyfsala í lyfjaverði er sam- bærilegur. Hvaða lyf eru notuð, hvernig þau eru notuð, fyrirkomulag niðurgreiðslna Tryggingastofnunar og rekstur heilbrigðisstofnana getur hins vegar haft mikil áhrif á lyfja- kostnað.“ Flutt verða þrjú erindi á morg- unverðarfundinum og er Þorvaldur annar á mælendaskrá: „Í erindi mínu fer ég m.a. yfir greinargerð vinnu- hóps lyfjagreiðslunefndar og fulltrúa lyfsala um smásöluverslun með lyf, þar sem borinn er saman lyfjamark- aður Íslands og annarra landa. Einnig verða kynntar tillögur til bóta á því kerfi sem nú er í notkun,“ segir Þor- valdur. Einnig taka til máls Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Pét- ur Blöndal alþingismaður: „Guðlaugur mun kynna væntanlegar breytingar sem veita Íslandi aðgengi að sameig- inlegum norrænum lyfjamarkaði, með það fyrir augum að leyfa landinu að njóta góðs af hagkvæmni stærri markaðar,“ útskýrir Þorvaldur. „Pét- ur kynnir nýjar áætlanir um endur- greiðslukerfi Tryggingastofnunar á lyfjaverði, sem byggjast á norskri fyr- irmynd. Núverandi kerfi er mjög flók- ið og tekur tillit til margskonar lyfja- merkinga og bótaflokka. Með tillögum nefndar heilbrigðisráðherra er endur- greiðslukerfið einfaldað til muna en þess gætt um leið að þeir sem þurfa mikið af lyfjum bera lægri lyfjakostn- að en þeir sem þurfa lítið að nota lyf greiði hlutfallslega meira.“ Heimasíða Samtaka verslunar og þjónustu er á slóðinni www.svth.is Velferð | Morgunverðarfundur um bætur á lyfjamarkaði og lyfjanotkun Leiðir að lægra lyfjaverði  Þorvaldur Árna- son fæddist í Reykjavík 1952. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugavatni 1973, útskrifaðist sem aðstoðarlyfjafræð- ingur frá HÍ og síð- ar lyfjafræðingur frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1980. Þorvaldur hefur starf- að við lyfsölu frá útskrift, stofnaði Apótek Suðurnesja og starfrækir nú þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu. Eiginkona Þorvalds er Auður Harð- ardóttir kennari og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Söfn Bókasafn Kópavogs | Jón Yngvi Jóhanns- son bókmenntafræðingur gerir upp nýaf- staðið jólabókaflóð kl. 17.15. Að fyrirlestr- inum loknum hefst fyrsti fundur nýstofnaðrar ritsmiðju sem Bókasafnið og Rithringur.is standa að. Fyrirlestrar og fundir Klúbbhús Íslenska fjallahjólaklúbbsins | ÍFHK og Landssamtök hjólreiðamanna halda opið málþing kl. 20, um hag almenn- ingshjólreiða á Íslandi. Magnús Bergsson ræðir um hagi hjólafólks í umferðinni. Farið verður yfir stöðu hjólafólks í nýjum um- ferðarmannvirkjum og hvernig hags- munum hjólafólks sé best borgið. Kaffiveit- ingar. Uppl. á www.ifhk.is Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið 3. feb. kl. 10-17. Farið verður í helstu still- ingar á stafrænu myndavélinni og gefin ráð varðandi myndatökur. Námskeiðsgjald 13.900 kr. með veitingum. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson, s: 898-3911. Skrán- ing á www.ljosmyndari.is TÆP milljón íbúa Suður- Afríku telst til Garífuna- þjóðflokksins og þeir mót- mæltu því hve yfirvöld í Hondúras koma illa fram við þá að hætti sjálfs Jesús Krists. Kross- festur Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. ANDRÉ Bachmann hefur um mörg undanfarin ár staðið fyrir jóla- skemmtun fyrir fatlaða. Happdrætti Háskóla Íslands hefur að jafnaði veitt honum nokkurn stuðning vegna framtaksins. Síðasta jólaskemmtun var haldin þann 11. desember síðast- liðinn. André Bachmann var um svipað leyti að gefa út geisladisk með ljúfum dægurlögum. Þess vegna var ákveðið að gleðja gesti hans á jólaskemmtuninni með því að gefa þeim hinn væntanlega geisladisk. Hver gestur fékk miða og með framvísun hans í Aðalumboði Happdrættis Háskóla Íslands að Tjarnargötu 4 verður geisladiskur- inn afhentur í janúarmánuði. Vonast er til að sem flestir sæki diskinn sinn og styrki þannig minningu sína um velunnara sinn, segir í fréttatilkynn- ingu. Árvakur/Frikki Skemmtun Frá jólaballi fatlaðra í desember sl., en þetta er í tuttugasta og fyrsta skiptið sem André Bachmann gengst fyrir þessari jólaskemmtun. Afhending geisladiska MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Sambandi ís- lenskra framhaldsskólanema, áður Iðnnemasambandi Íslands. „Opið bréf til launagreiðenda hár- greiðslu- og snyrtifræðinema. Nú þegar viðræður um kjarasamn- inga eru í hámarki er tilvalið að minna á að um algjört lágmark er að ræða í þeim launatöxtum sem samið er um í kjarasamningum. Við hvetj- um þá sem njóta starfskrafta náms- manna til að umbuna vel unnin störf með hærri launum. Þannig auka þeir ánægju starfsfólks og gera fyr- irtækið eftirsóknarverðara fyrir framtíðarnema og að sjálfsögðu við- skiptavini. Mikill misskilningur hefur verið meðal launagreiðenda í ofangreind- um stéttum og fyrirtæki jafnvel skýlt sér bakvið þá reglugerð sem sett er um laun iðnnema. Launataxtar eru einungis ætlaðir til viðmiðs þegar samið er um laun en eiga ekki endi- lega að notast sem einhvers konar verðskrá. Þegar gengið er til samn- inga á að semja um hversu há launin skulu vera miðað við vinnuframlag, getu og kjarasamninga. Óeðlilegt er að svo margir greiði lægstu mögu- legu laun, sem raun ber vitni. Því hvetur SÍF þig til að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum og rétt- læti innan stéttarinnar sem alla tíð hefur verið ábótavant.“ Námsfólki verði umbunað með hærri launum BÓKASAFN Kópavogs hefur ákveð- ið að taka höndum saman við ritlist- arvefinn www.rithringur.is um stofnun ritsmiðju á bókasafninu sem öllum mun verða frjáls aðgangur að. Fundir verða á bókasafninu fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 18-20. Hringborðsumræður verða haldnar um ákveðna þætti rit- listarinnar, góðir gestir munu líta við og boðið verður uppá ýmsar æf- ingar. Fyrsti fundurinn verður haldin í dag, fimmtudag. Jón Ingvi Jóhanns- son heldur fyrirlestur kl. 17:15 um jólabókaflóðið og að fyrirlestrinum loknum – kl. 18:30 mun hin eiginlega ritsmiðja hefjast þar sem sniðið á komandi fundum verður rætt. Ritsmiðja í Kópavogi FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.