Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 43
LEIKKONAN Halle Berry hefur
látið þau orð falla að hún vildi gjarn-
an vera „ólétt að eilífu“. Berry er
einmitt ólétt, orðin 41 árs, en barns-
faðirinn er hinn fransk-kanadíski
Gabriel Aubry sem gegnir starfi fyr-
irsætu. Hann er 31 árs.
Berry á að eiga í mars. „Húð mín
geislar af öllum hormónunum. Ég vil
vera ólétt að eilífu,“ sagði Berry, svo
samhengið sé nú haft með, í viðtali
við tískublaðið In Style. „Ég er bara
svo full gleði og orku, mér finnst ég
hafa gert 12 hluti í dag,“ er haft eftir
leikkonunni, sem segist svo orku-
mikil að hún sé óstöðvandi.
Þá deilir Berry því með forvitnum
lesendum að hún hlusti mikið á lagið
„Isn’t She Lovely“, sem Stevie Won-
der orti á sínum tíma til nýfæddrar
dóttur sinnar. Hið dularfulla er að
sama lag kemur í sífellu upp í tilvilj-
anakenndu vali iPod-spilara Berry
og þykir henni það benda til þess að
hún beri stúlku undir belti.
Berry segist nú leika golf til að
halda sér í formi en einnig til að
verja tíma með karli sínum fögrum
sem ku vera mikill golfáhugamaður.
Reuters
Glæsileg Halle Berry.
Ólétt Berry
að eilífu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 43
ÞRJÁR systur (Béart, Viard,
Gillain) líða vítiskvalir vegna
gjörða foreldra sinna í bernsku.
Allar búa þær í París en samgang-
urinn milli þeirra er lítill sem eng-
inn, skuggi fortíðarinnar er myrk-
ur sem hel og gefur lítil grið en
birtist í nýjum árásum, nýjum
myndum.
Helvíti er byggð á hugmynd
Pólverjans snjalla, Krzysztof Kies-
lowski, en er aldrei annað og
meira en dramatísk beinagrind
þrátt fyrir átakanleg atriði, frá-
bæra tónlist, kvikmyndatöku og
góðan leik Béart, Gillain og ekki
síst Viard í hlutverkrum systranna
sem móðir þeirra hefur dæmt í til-
finningalega útskúfun. Ástæð-
urnar eru raunalegar fyrir allar
persónurnar, utan móðurinnar
sem unir sér vel í beiskju og hatri.
Gæðaleikarinn Jacques Perrin
(Z, Cinema Paradiso – og sýndi
frábæra heimildamyndarleikstjórn
í Heimi farfuglanna), fær úr litlu
að moða í hlutverki sem hefði
gjarnan mátt vera áhrifaríkara til
að dýpka innri átökin. Bosníski
leikstjórinn Tanovic nær ekki að
tengja okkur tilfinningalega
sködduðum sálum mæðgnanna og
aukapersónurnar eru aðeins til
uppfyllingar.
Myndin liti vafalaust betur út ef
Kieslowski hefði enst aldur til að
ljúka við handritið sem á sína há-
dramatísku kafla um fordóma,
reiði og eyðileggingu, en það er
laust í rásinni, kaflaskipt og rokk-
ar um of í tíma. Samt sem áður
forvitnileg mynd sakir leiksins og
nístandi kuldalegra mannlífs-
mynda.
Þrjár skaddaðar systur
KVIKMYND
Háskólabíó:
Frönsk kvikmyndahátíð
Leikstjóri: Danis Tanovic. Aðalleikendur:
Emmanuelle Béart, Karin Viard, Marie
Gillain. 100 mín. Frakkland 2005.
Helvíti/ L’enfer
bbbnn
Sæbjörn Valdimarsson
Fortíðardraugur Andi Kieslowski svífur yfir en áhrif hans eru ekki næg.
ÁHERSLAN í
öllum stiklum
fyrir nýju Bat-
man-myndina,
The Dark
Knight, hefur
verið mikil á Jó-
ker Heath Led-
ger. En í nýlegu
viðtali við LA
Times kom Chri-
stopher Nolan
flestum aðdáend-
um Blaka í opna
skjöldu þegar
hann greindi frá
því að myndin
snerist jafnvel að
mikuu leyti um
hvernig Harvey
Dent – sem Aar-
on Echart leikur
– yrði Two-Face. „Harvey er trag-
ísk persóna og saga hans er
hryggjarstykki myndarinnar. Jó-
kerinn hins vegar er öðruvísi, hann
á sér enga sögu heldur er hann
hreint náttúruafl,“ segir Nolan og
hrósar svo mjög frammistöðu Led-
ger.
Svo er spurning hvað Batman
sjálfur fær að gera. Nolan ræddi
mikið um það fyrir sýningu Batman
Begins að nú fengi hetjan sjálf
loksins að vera í forgrunni en ekki
skúrkarnir, en það gæti verið hætta
á að nýja myndin sé að leysast upp
í nýja skúrkaveislu, líkt og mörgum
þótti gerast með Spider-Man 3 –
sem átti það þó sameiginlegt með
The Dark Knight að hafa það góð-
an leikstjóra að slíkt ætti ekki að
geta hent.
Nolan staðfestir líka í viðtalinu
að Cillian Murphy muni endurtaka
hlutverk Fuglahræðunnar, sem bar
ábyrgð á geðsjúklingunum sem
sluppu af hælinu í lok fyrri mynd-
arinnar.
Tvennufés
eða Jóker?
Aaron Eckhart
Cillian Murphy