Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 44
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Glitnir hættir við
Glitnir ákvað í gær að hætta við
fyrirhuguð skuldabréfaútboð vegna
erfiðra markaðsaðstæðna. Allir við-
skiptabankarnir standa frammi fyrir
ákveðnum erfiðleikum við að fjár-
magna sig. » Forsíða, 2
Ekki gagnslausar
Yfirmaður SLMM, Norræna eft-
irlitsliðsins á Srí Lanka, vísar á bug
þeirri gagnrýni heimamanna að
SLMM sé „gagnslaus“ stofnun. » 13
Hugvitssamlegir fossar
Fossarnir fjórir sem Ólafur Elías-
son myndlistarmaður mun reisa í
New York í sumar, eru að sögn
Michael E. Bloomberg borgarstjóra
„gríðarstórt og hugvitssamlegt“
listaverk. » Miðopna
Styður breytingarnar
Landlæknir styður þær breyt-
ingar sem verða á starfsemi neyð-
arbílsins á höfuðborgarsvæðinu í
dag. » 2
Krónan veikist
Íslenska krónan veiktist um 1% í
gær og hefur frá áramótum veikst
um rösklega 5%. Gengislækkunin
stuðlar að meiri verðbólgu. » 4
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Gunnar, Vilhjálmur
og Betty
Staksteinar: Heilbrigðisvottorðið
Forystugreinar: Til höfuðs óeðli |
Rækjan og breytt viðhorf
UMRÆÐAN»
Veldur MMR bólusetning einhverfu
Dæmalaus dómnefnd
Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði
verði lækkaðir
Skerpa þarf reglur um skortsölu
Vilja verða stærri en Kók
Hagstæðustu skattkerfin
Glata forystu í kjölfar lánakreppu
VIÐSKIPTI»
1 1
1 1 1
1
1 1 2% )3!"% ,
!( )
4%
!!!5! 1 1 1 1 1
1
1 1
+ 6&/ " 1 1
1
1 1 1
1
1
7899:;<
"=>;9<?4"@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?"6!6;C?:
?8;"6!6;C?:
"D?"6!6;C?:
"0<""?!E;:?6<
F:@:?"6=!F>?
"7;
>0;:
4>?4<"0("<=:9:
Heitast -0 °C | Kaldast -6 °C
Suðlæg átt, 5-10 m/s
með snjókomu víða um
land. Snýst í́ norð-
austan 10-15 m/s vest-
anlands síðdegis. » 10
Gunnar og Samúel
færðu Jesú og Júdas
til nútímans í um-
deildri sjónvarps-
auglýsingu. Nú eru
það Bandaríkin. » 38
SJÓNVARP»
Úr símanum
í bílana
KVIKMYNDIR»
Hið holdi klædda sak-
lausa tálkvendi. » 37
Vínylunnendur
strjúka plötunum
sínum ástúðlega sem
væru þær gæludýr.
Vínyllinn er nú í
mikilli sókn. » 41
AF LISTUM»
Uppreisn
vínylperra
KVIKMYNDIR»
Barnastjarnan sem lifði
ekki fullorðinsárin. » 41
LEIKHÚS»
Ástir norskra sjálfs-
morðingja. » 36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Leikarinn Brad Renfro látinn
2. Veifaði stelpum, missti handlegg
3. Lýst eftir 14 ára strák
4. Nauðgunarmál í rannsókn
NÝJASTA mynd Baltasars Kormáks, Brúðgum-
inn, var frumsýnd í Stóra sal Háskólabíós í gær-
kvöld og var fullt út úr dyrum, en salurinn tekur
um þúsund manns. Blaðamaður Morgunblaðsins
var á sýningunni og sagði þetta grátbroslega
mynd, það hefði verið hlegið og grátið til skiptis.
Aðstandendur myndarinnar sjást hér á mynd-
inni með Baltasar Kormák fyrir framan sig en
hann hélt stutta tölu á undan sýningunni.
Troðfullt á frumsýningu Brúðguma Baltasars Kormáks
Hlegið og grátið til skiptis
Morgunblaðið/Frikki
SAMKVÆMT bráðabirgðaupplýs-
ingum sem tryggingafélög hafa lát-
ið Brunamálastofnun í té námu
tryggingabætur vegna stórbrunans
í miðborg Reykjavíkur, þegar Aust-
urstræti 22 og Lækjargata 2
brunnu, um 370 milljónum króna.
Alls nam bætt tjón í brunum á Ís-
landi á árinu 2007 um 1,6 millj-
örðum. Rannsókn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu á upptökum
brunans í miðborginni er lokið en
ekki tókst að upplýsa hvar eða
hvernig eldurinn kviknaði.
Brunamálastofnun mun vænt-
anlega ljúka sinni rannsókn fljót-
lega en hún beinist að eldvörnum
og slökkvistarfi. Rannsóknin er
flókin, m.a. vegna þess að fara þarf
yfir allt að 100 ára gömul skjöl og
tugi erinda varðandi húsin. | 6
Bætur nema
370 millj.
Tjón Fjármunir og saga glötuðust.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞETTA er rosalega flott hérna, það
var fyrst ungur piltur sem fékk lyfið
og svo eldri kvinna,“ segir Kristín
Þorbjörg Ólafsdóttir, bóndakona úr
Flóanum, sem var meðal þeirra
fyrstu sem fékk nýja MS-lyfið, Ty-
sabri, á Landspítalanum í gær. Lyfið
er sagt valda straumhvörfum í lækn-
ingu MS-sjúkra og geta dregið úr
köstum sem fylgja sjúkdómnum um
allt að 70%.
„Sjúkdómurinn hefur haft heil-
mikil áhrif á líf mitt, sérstaklega
vegna þess að ég hef ekki getað unn-
ið síðan árið 2001,“ segir Kristín.
„Það er það versta í þessu öllu, að
geta ekki farið í vinnuna sína.“
Hún segist binda miklar vonir við
nýja lyfið, Tysabri. „Ég vona að
þetta geti snúið sjúkdómum við eins
og gerst hefur í mörgum tilfellum
hjá fólki erlendis. Það væri alveg frá-
bært. Allt er náttúrlega bara bónus
fyrir mig, ef ég prófaði ekki lyfið þá
myndi ég aldrei vita neitt.“
Kristín greindist með MS-sjúk-
dóminn í desember árið 2002 en
hafði fundið fyrir einkennum nokkru
fyrr. „Sjúkdómurinn hefur ágerst
mjög síðan,“ segir Kristín. „Ég get
lítið gengið og er nánast í hjólastól.“
Kristín var áður á öðru MS-lyfi
sem virkaði ekki sem skyldi. „Allt
síðasta ár var beint niður hjá mér.“
Hún segir það því mikinn létti að
vera komin í meðferð með nýja lyfið.
„Ég er búin að vera að bíða eftir
þessu lyfi í langan tíma. Það er
meiriháttar að þetta skuli vera kom-
ið þetta langt.“
Kristín þarf nú að mæta á Land-
spítalann í meðferð á fjögurra vikna
fresti. „Það er svo framúrskarandi
þjónusta sem ég fæ hérna, hjúkrun-
arfræðingarnir þyrftu að fá tvöfalt
kaup fyrir vinnu sína,“ segir hún
hlæjandi. | 4
Bindur vonir við lyfið
Meðferð með MS-lyfinu Tysabri hafin á Landspítalanum
Stefnt að því að fimmtíu manns fái lyfið á þessu ári
Árvakur/Ómar
Árvakur/ÞÖK