Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 1
ALVARLEGT slys varð á Vestur-
götu á Akranesi í gær þegar ungur
ökumaður missti stjórn á BMW-bif-
reið og ók á húsvegg svo að hann og
farþegi hans misstu meðvitund og
voru fluttir á sjúkrahúsið á Akra-
nesi.
Að sögn lögreglunnar var farþeg-
inn eigandi bílsins og félagi hans við
stýrið. Annar mannanna, sem báðir
eru undir tvítugu, var fluttur alvar-
lega slasaður á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi og var þar í
nótt. Líðan hans er stöðug, hann er í
öndunarvél og er haldið sofandi. Að
sögn læknis verður metið í dag hvort
honum verður haldið sofandi lengur.
Hinn maðurinn var áfram á Sjúkra-
húsi Akraness. Hann er einnig alvar-
lega slasaður en ekki í lífshættu, að
sögn lækna þar.
Mikil mildi að íbúarnir í
húsinu voru ekki heima
Bílnum var ekið norður eftir Vest-
urgötu þegar ökumaðurinn missti
stjórn á honum og ók yfir grindverk
áður en bíllinn skall á húsinu og
keyrði nánast inn í það.
Íbúar voru ekki heima þegar slys-
ið varð og þykir það mikil mildi. Mál-
ið er í rannsókn.
Alvarlega slasaðir
eftir áreksturinn
Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sem hafnaði á húsvegg á Akranesi í gær
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Slys Bifreiðin var ónýt eftir áreksturinn og miklar skemmdir á húsinu.
Árvakur/Júlíus
Skemmdir Steypa og brak þeyttist inn í herbergið sem bíllinn hafnaði á.
STOFNAÐ 1913 49. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
FÍKNIEFNAVÁIN
50 MÍNÚTNA FORVÖRN TÓLF BORGARBARNA
Á FJÖLUM BORGARLEIKHÚSSINS >> 18 Lík í óskilum >> 37
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
NÝGERÐIR kjarasamningar aðild-
arsamtaka ASÍ og Samtaka at-
vinnulífsins eru aðeins eitt skref af
mörgum. Fjölmargir aðilar eiga eft-
ir að semja á komandi mánuðum –
323 samningar eru annaðhvort laus-
ir eða losna á árinu – og eiginlega út
árið. Meðal annars er stutt í að
kennarar gangi að samningaborðinu
og segir formaður Kennarasam-
bands Íslands ljóst að samningar
ASÍ og SA geti aldrei orðið upp-
skrift að lausn fyrir þær viðræður.
Svipaðar raddir hafa heyrst úr öðr-
um herbúðum.
Um 9.500 manns starfa innan að-
ildarfélaga KÍ og rennur kjara-
samningur framhaldsskólakennara
og ríkisins fyrstur út, 30. apríl, en
samningur grunnskólakennara og
skólastjóra mánuði síðar. „Einhverj-
ar þreifingar eru byrjaðar en þær
er mestmegnis óformlegar. Menn
eru svona að fara yfir sín mál og
stilla upp sínum hlutum,“ segir Ei-
ríkur Jónsson, formaður KÍ. Hann
segir ljóst að samningur ASÍ og SA
hafi ekkert gildi auk þess sem skoða
þurfi áhrif aðgerða ríkisstjórnarinn-
ar og telur ólíklegt að kennarar
hefðu samþykkt sömu forgangsröð-
un. Hann tekur jafnframt fram að
nauðsynlegt sé að fara með bjart-
sýni inn í viðræðurnar.
Ekki sama samráð hjá BHM
Hjá Bandalagi háskólamanna og
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja eru samningar einnig að losna
og semja þarf fyrir um 28 þúsund
manns. Samningar opinberra starfs-
manna gagnvart ríkinu verða lausir
í lok apríl og gagnvart sveitarfélög-
um í lok október. Á sama tíma losna
samningar lögreglumanna og toll-
varða og mánuði síðar hjá slökkvi-
liðsmönnum.
Hjá BHM eru samningar lausir
30. apríl og reiknar Stefán Aðal-
steinsson framkvæmdastjóri með að
línurnar verði jafnvel lagðar á
morgun, á miðstjórnarfundi. Hann
býst þó ekki við að sami háttur verði
hafður á og við síðustu viðræður en
þá skrifuðu 24 af 25 félögum undir
sama samninginn en eitt þeirra
felldi hann í atkvæðagreiðslu.
Verðum
að vera
bjartsýn
323 samningar
lausir eða að losna
Árvakur/Árni Sæberg
Á enda Óvíst er að allir fagni eins.
SÖKUM aukins hagvaxtar í Póllandi
sækjast æ færri Pólverjar eftir at-
vinnu erlendis og er Ísland engin und-
antekning í þeim efnum. Sífellt færri
Pólverjar sækjast eftir því að koma
hingað til lands og vinna þar sem
efnahagsástandið í heimalandinu fer
batnandi auk þess sem laun fara
hækkandi.
Flestir þeir starfsmenn sem hafa
komið til landsins í því skyni að vinna
að tímabundnum verkefnum fyrir
austan snúa aftur heim. Útgáfa svo-
nefndra E-301-vottorða hefur aukist
gríðarlega og er skýrt merki um að
Pólverjum er tekið að fækka. Skír-
teinin fá einstaklingar sem ætla að
leita vinnu í öðru EES-landi til að
sýna fram á að þeir hafi verið at-
vinnuleysistryggðir á Íslandi.
Atvinnuleysi fer minnkandi
Pólverjar eru um 70% af þeim 17
þúsund erlendu ríkisborgurum sem
eru á íslenskum vinnumarkaði. Á um
fjögurra ára tímabili hefur atvinnu-
leysi í Póllandi minnkað um helming.
Í Breiðholtinu er verslunin Mini
market sem sérhæfir sig í pólskum
matvörum. Stanley Pétur Kowal,
annar eigenda búðarinnar, hefur bú-
ið hér á landi í átta ár en hann segir
ljóst að ef ástand sé að lagast í Pól-
landi muni Pólverjar eflaust vilja
flytja aftur heim. Sérstaklega haldi
efnahagsástandið áfram að versna
hér á landi.
Afgreiðslukonan Agata Wróbl-
ewska hefur búið hér á landi í sjö
mánuði og gerir ekki ráð fyrir að
flytja aftur til Póllands þar sem
henni líki dvölin hér afar vel. Að-
spurð segist hún telja færri Pólverja
búa hér á landi en fyrir nokkrum
mánuðum.
Sífellt fleiri á heimleið
Færri Pólverjar sækjast eftir vinnu hér á landi sökum batnandi efnahags- og at-
vinnuástands í Póllandi Þá ætla sér fleiri búsettir hér á landi að snúa aftur heim
!"#
$
$%
'
$ (
$ )
!(*(
&
+"", +""- +"". +""/ +""012
..3
/"3
Árvakur/Kristinn
Í Mini market Pólsku afgreiðslukonunni Agötu líkar afar vel á Íslandi.
Pólverjar | 4
„SEM betur fer var unglingurinn á heimilinu ekki heima
í herberginu þar sem bíllinn skall á húsinu. Glugginn
þeyttist inn í herbergið og stór hluti af veggnum endaði í
rúminu hjá stráknum. Hann var í skólanum og það var
enginn heima – sem betur fer,“ sagði Ragnheiður Ósk
Helgadóttir sem býr í húsinu sem bíll lenti á við Vest-
urgötu á Akranesi ásamt eiginmanni og 17 ára syni
þeirra. „Ég vona bara að strákarnir sem voru í bílnum
nái sér,“ bætti hún við og hafði ekki miklar áhyggjur af
skemmdunum á húsinu. Að sögn Ragnheiðar er mikið
um hraðakstur á Vesturgötunni. „Já, ég hef oft orðið
vitni að miklum hraðakstri. Eflaust er þetta vandamál víða á Akranesi.“
Heitt vatn flæddi inn í kjallarann þar sem ofnalagnir fóru í sundur við
höggið og rafmagnið fór af húsinu. „Spýtnabrak úr grindverki sem var
fyrir framan húsið lá 100-200 m frá húsinu. Það var heppni að gangandi
vegfarendur voru ekki á ferðinni á þessum tíma.“
„Ég vona að
strákarnir nái sér“
Ragnheiður Ósk
Helgadóttir