Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Engin sorgleg
sambandsslit
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnar-
nesi láta nú kanna möguleika til raf-
orkuframleiðslu þar í bæ. Á stjórn-
arfundi veitustofnana bæjarins sl.
föstudag var lögð fram athugun
VGK-hönnunar á möguleikum á raf-
orkuframleiðslu Hitaveitu Seltjarn-
arness og samþykkt að vinna áfram
að málinu, m.a. að kanna rekstrar-
forsendur og áhrif á vatnsbúskap
hitaveitunnar.
„Við erum að velta fyrir okkur
hvort unnt er að nýta heitt vatn til að
framleiða rafmagn, annaðhvort fyrir
bæjarbúa sjálfa, eða til sölu inn á
dreifikerfi Landsnets,“ segir Jón-
mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi, en heitavatnsþörf
bæjarins er annað með á annan tug
borholna vestast á nesinu. Að sögn
Jónmundar er verkefnið á frumstigi
en rannsókn sýnir að stofnkostnaður
við svokallað „Kalina-orkuver“ er
um 300 milljónir króna. Slíkt orku-
ver gæti framleitt á bilinu 1.400-
1.600 kílóvattstundir (kWh) á ári,
eða sem nemur helmingi af raforku-
notkun í bænum.
Auka verðmæti hitaveitunnar
„Tilgangurinn með þessu er tví-
þættur,“ segir Jónmundur. „Í fyrsta
lagi að vinna betur úr auðlindinni
sem heita vatnið er. Í annan stað að
auka bæði þjónustu og verðmæti
hitaveitunnar okkar.“ Hann segir þó
ekkert komið á hreint í þessu máli.
Ganga þurfi úr skugga um stofn- og
rekstrarkostnað orkuversins og að-
gæta hvort borholurnar standi undir
aukinni dælingu, sem verður óhjá-
kvæmileg ef til kemur.
Tæknin, í orkuveri sem þessu,
nefnist Kalina-tækni og er nefnd eft-
ir rússnesk-amerískum vísinda-
manni. Skv. upplýsingum frá Orku-
veitu Norðurþings, sem hefur
starfrækt Kalina-orkuver frá árinu
2000, byggist hún á því að vatn, 120
gráða heitt í tilfelli Seltjarnarness,
er notað til að hita upp lokað hring-
rásarkerfi um leið og það er kælt nið-
ur í 80 gráður fyrir dreifingu. Breyti-
leg blanda vatns og ammóníaks sem
hefur mjög lágt suðumark. Við hitn-
un verður því til háþrýst gufa sem er
notuð til að knýja túrbínu sem snýr
rafal.
Orkuver af þessu tagi er að sögn
dýrt í rekstri enda verða þar flókin
efnafræðileg ferli og flókinn tækja-
búnað þarf til að halda utan um þau.
Seltirningar skoða mögu-
leika á raforkuframleiðslu
Umframhiti úr hitaveituvatni notaður til að knýja orkuver að húsvískri fyrirmynd
Í HNOTSKURN
»Stofnkostnaður við orkuver-ið er nálægt 300 milljónum.
Það gæti framleitt 1.400-1.600
kWh af rafmagni á ári.
»Eitt slíkt orkuver er til íheiminum, á Húsavík, og
framleiðir það 80-90% af raf-
orkuþörf bæjarins.
»Orku er sóað þegar heitt vatner kælt fyrir dreifingu og
umframhitinn ekki nýttur.
LÖGREGLAN á
höfuðborg-
arsvæðinu lýsir
eftir Sigrúnu
Maríu Líndal
sem er fædd árið
1994. Hún er
klædd brúnni
hettupeysu,
gallabuxum, er
með dökkt millisítt hár og er 160
cm á hæð. Þeir sem vita hvar hana
er að finna eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna í síma
444-1000.
Lýst eftir stúlku
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
2008 verður mjög blómlegt íslenskt
kvikmyndaár. Ein mynd hefur þeg-
ar verið frumsýnd, Brúðguminn eft-
ir Baltasar Kormák, og nokkrar
fylgja í kjölfarið.
Fleiri leiknar kvikmyndir í fullri
lengd eru í vinnslu en síðustu ár en
mesta aukningin í greininni er þó í
framleiðslu leikins sjónvarpsefnis.
Auðheyrt er, hvarvetna í samfélag-
inu, að fólki eru ákveðnir íslenskir
þættir hugleiknir; eigum við að
ræða það eitthvað? Og framhald
verður á.
Kunnugir segja landslagið hafa
breyst eftir samkomulag á milli
ráðuneyta menntamála og fjármála,
og samtaka í íslenskri kvikmynda-
gerð, um stefnumörkum til eflingar
greininni síðla árs 2006. Fram að
því hafði Kvikmyndasjóður úthlut-
að styrkjum árlega en nú er það gert
þegar best þykir henta.
Á þessu ári hefur Kvikmyndasjóð-
ur til ráðstöfunar 340 milljónir króna
í leiknar kvikmyndir í fullri lengd, 100
milljónir í heimildamyndir og stutt-
myndir og 80 milljónir eru í sjón-
varpssjóði, sem úthlutað er úr vegna
sjónvarpsefnis.
Búið er að frumsýna Brúðguma
Baltasars Kormáks, sem fyrr segir.
Um miðjan mars verður Heiðin eftir
Einar Gunnlaugsson frumsýnd,
Stóra planið eftir Ólaf de Fleur Jó-
hannesson í apríl og önnur mynd
hans í lok mánaðarins; The Amazing
Truth About Queen Raquela (sem á
dögunum var sýnd á hátíð í Berlín,
þar sem hún hlaut verðlaun). Síðsum-
ars verður frumsýnd fyrsta myndin
sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir,
Sveitabrúðkaup, og Reykjavík Rott-
erdam eftir Óskar Jónasson verður
frumsýnd í haust. Skrapp út, eftir
Sólveigu Anspach verður einnig sýnd
á árinu og von er á myndinni Lordi
sem Júlíus Kemp og Ingvar Þórðar-
son eru meðframleiðendur að.
Stórar heimildamyndir eru líka í
vinnslu; Hrönn Kristinsdóttir er aðal-
framleiðandi Draumalandsins, sem
byggð er á samnefndri bók Andra
Snæs Magnasonar, Örn Marinó Arn-
arson og Þorkell Harðarson vinna að
mynd um fálka og loks má nefna að
Friðrik Þór Friðriksson frumsýnir að
öllum líkindum í haust heimildamynd
um einhverfu.
Blómlegt íslenskt bíóár
Sú nýjasta Brúðguminn eftir Balt-
asar var frumsýnd í janúar.
Gerð leikins sjónvarpsefnis hefur glæðst; já fínt, já sæll!
RAFSKAUTANET fyrir fingurend-
urhæfni nefnist verkefnið sem
hlaut Nýsköpunarverðlaunin í gær.
Þær Arna Óskarsdóttir og Tinna
Ósk Þórarinsdóttir, nemendur í
heilbrigðisverkfræði í HR, hönnuðu
net í formi hanska til að auka
hreyfigetu í fingrum lamaðra ein-
staklinga. Hér sjást þær stöllur
ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, og Hans Kr. Guð-
mundssyni, forstjóra Rannís.
Hanski sem eykur sjálfstæði þverlamaðra
Árvakur/Kristinn
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru veitt í gær
„VIÐ vorum að
fleyta þeirri hug-
mynd að það
væri kannski
ástæða til þess
að endurskoða
þá aðferð sem
viðhöfð er við út-
hlutun byggða-
kvóta,“ segir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir um
efni vinnufundar Samfylkingar á
Akureyri í gær, en þar var sú
hugmynd rædd að byggðakvótinn
yrði settur á almennan markað.
Gæti tryggt ákveðið jafnræði
Hún segir hugmyndina aðal-
lega komna til af tveimur ástæð-
um. „Annars vegar hafa staðið
miklar deilur um byggðakvótann,
bæði milli byggðanna og milli
byggðarlaga því mönnum hefur
þótt reglurnar um úthlutunina
ógegnsæjar og handahófskennd-
ar og stundum verið gagnrýnt að
það sé verið að hygla einhverjum
á kostnað annarra. Hins vegar er
ástæðan sú að þannig yrði tryggt
ákveðið jafnræði, þ.e.a.s. allir
ættu þess kost að geta náð sér í
kvóta á markaði.“ Með því yrði
komið til móts við ályktun Mann-
réttindanefndar Sameinuðu þjóð-
anna sem segir að það vanti upp á
jafnræðið í kvótakerfinu á Ís-
landi.
Úthlutun
endur-
skoðuð
Veiðiheimildir á
almennan markað?
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
♦♦♦
HAFANNSÓKNARSKIPIÐ Bjarni
Sæmundsson er enn við loðnuleit suð-
austur af landinu og var statt rétt
norðvestur af Hvalbak í gærkvöldi.
Tvö önnur leitarskip eru lengra úti
fyrir Austurlandi og eitt fyrir Norð-
austurlandi sem leitar austur af Kol-
beinseyjarhrygg. Þá er Árni Friðriks-
son á Vestfjarðamiðum.
Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs-
stjóri á Bjarna, segir skipið hafa verið
við leit á grunnslóð síðan 14. febrúar,
en nú sé stefnt lengra út, austur í haf.
Búið sé að yfirfara allvel loðnugöng-
una sem mældist á fimmtudag. Ekki
hafi borist vísbendingar um loðnu ut-
an leitarsvæða og allt útlit sé fyrir að
stofninn sé heldur lítill.
Norðmenn hafa nú lokið loðnuveið-
um við landið á þessari vertíð og varð
endanlegur afli bátanna 37.250 tonn,
tæpum 2.000 tonnum undir aflamarki.
Bræla tafði norsk loðnuskip talsvert
frá veiðum en annars gengu veiðar
þeirra yfirleitt vel, skv. tilkynningu
frá Landhelgisgæslunni.
Fara lengra
út við leitina
Leit á grunnslóð
sýnir lítinn loðnustofn