Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 4
Vegagerð Í gær var gert við hringveginn við Svignaskarð.
SKARÐ myndaðist í þjóðveg 1 við
Svignaskarð í Borgarfirði í fyrri-
nótt og lokaðist vegurinn af þeim
sökum. Umferð var beint um
Borgarfjarðarbraut á meðan. Við-
gerð hófst strax í gærmorgun en
ekki tókst að ljúka henni í gær.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar grófst vegurinn í
sundur við ræsi nálægt Daníels-
lundi. Ræsið var talið hafa stíflast
af klaka og safnaðist mikið leys-
ingavatn norðan við veginn og
flæddi alveg upp að fjögurra
metra hárri vegarbrúninni. Um
200 til 300 m3 af fyllingarefni
runnu úr veginum og myndaðist
nærri tveggja metra djúp geil í
veginn. Samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar í Borgarnesi átti
að setja stærra ræsi í stað þess
sem stíflaðist og fylla aftur í veg-
arstæðið. Tjónið var talið hlaupa á
nokkrum milljónum króna.
Víðar um Borgarfjarðarhérað
urðu vatnavextir en flestar ár
höfðu rutt sig með miklum látum.
Þannig stíflaðist brúin á Litla-
fljótinu neðan við Fljótstungu
vegna íss og fór að flæða þar yfir
veginn. Þá hækkaði mikið í Hvítá
og fór að renna yfir tún og engjar
við Hvítárvelli.
Eysteinn Bergþórsson, bóndi á
Högnastöðum, fór að bænum Kví-
um í Þverárhlíð í gær til að ryðja
íshröngli af heimreiðinni. Litla-
Þverá ruddi sig með miklum látum
á sunnudaginn var og fóru klaka-
stykkin yfir tún og veg og eyði-
lögðu girðingar.
Einnig hafði flætt yfir túnin á
Högnastöðum en Eysteinn gerði
lítið úr því, sagði það alvanalegt
og það hefði oft verið verra en
þetta. Jakarnir bera með sér grjót
sem verður eftir á túnunum. Ey-
steinn sagðist vera vanur því.
Hann sagði að allt væri farið að
sjatna eftir flóðið á sunnudag.
Hann taldi þetta hlaup lítið miðað
við þau sem gætu orðið og hefðu
orðið í gegnum tíðina.
Þorsteinn Eggertsson, bóndi í
Kvíum II, sagði í gær að áin væri
að sjatna og farin að renna í far-
vegi sínum. Hann sagði hlaupið
einkum hafa valdið skemmdum á
girðingum. Hann sagði að það
yrði ekki vitað fyrr en færi að
vora hvort túnin hefðu beðið var-
anlegan skaða. Íshrönnin gæti
enst fram eftir vetri. Þorsteinn
sagði að síðast hefði áin farið
svona líklega árið 1968. Það sem
gerðist var að Litla-Þverá ruddi
sig að hluta á milli jóla og nýárs
og stíflaðist rétt við bæinn. Sú
stífla er búin að frjósa vel saman.
Á sunnudag kom flóð í ána í
tveimur gusum. Sú fyrri stoppaði
í gömlu stíflunni en sú seinni æddi
yfir allt þar til gamla stíflan
brast.
Unnið að viðgerð á hringveginum við Svignaskarð í gær
Hringveg-
ur lokaðist
í vatna-
vöxtum
Flóð Víða í Borgarfirði urðu flóð vegna leysinga um helgina. Mikill straumur var enn í Síkjunum vestan við Ferjukot í gær.
Árvakur/RAX
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DANSKA sjónvarpsstöðin TV2
greindi frá því í gærkvöldi að ís-
lenskir feðgar hefðu verið hand-
teknir fyrir líkamsárás í Langebæk,
skammt frá bænum Vordingborg á
Sjálandi.
Mennirnir eru sagðir hafa ferðast
um 2.500 kílómetra leið frá Reykja-
vík til að hitta þann sem ráðist var
á.
Að því er fram kom á fréttavef
TV2 er fórnarlambið sambýlismað-
ur fyrrum eiginkonu annars árás-
armannsins. Feðgarnir réðust á
manninn á heimili hans og veittu
honum m.a. áverka með járnröri.
Konan hringdi meðan á árásinni
stóð á lögreglu og voru feðgarnir,
fimmtugur karlmaður og átján ára
sonur hans, handteknir á staðnum.
Sá sem ráðist var á hlaut nokkra
áverka og var fluttur á sjúkrahús.
Feðgarnir hafa síðan verið látnir
lausir þar sem ekki þótti ástæða til
að krefjast gæsluvarðhalds, en þeir
eiga yfir höfði sér allt að sex ára
fangelsi ef þeir verða fundnir sekir
um árásina.
Réðust á mann með
járnröri í Danmörku
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Á SAMA tíma og minni vinnu er að fá
hér á landi hefur atvinnuástand í Pól-
landi batnað til muna með auknum
hagvexti. Sökum þessa sækjast sí-
fellt færri Pólverjar eftir því að koma
til Íslands og vinna. Þetta segir Frið-
rik Gunnarsson, kjörræðismaður
Póllands á Íslandi. „Pólland er á upp-
leið, þar er sterkur hagvöxtur og
efnahagsástandið batnar með hverj-
um mánuðinum, auk þess sem launin
fara almennt hækkandi. Nú um
stundir vantar margt starfsfólk í Pól-
landi, sérstaklega í byggingarvinnu
og skipasmíði,“ segir Friðrik.
Í The Times var um helgina greint
frá því að síðan Pólland gekk í Evr-
ópusambandið í ársbyrjun 2004 hafi
rúmlega 274 þúsund Pólverjar fengið
atvinnuleyfi í Bretlandi. Nú hafi
minnkandi efnahagsumsvif í Bret-
landi, það að pundið hefur veikst og
óvenjumikill efnahagsbati í Póllandi
dregið úr áhuga Pólverja á að vera
áfram á breskum vinnumarkaði og
kjósi þeir því fremur að snúa aftur
heim.
Útgefin E-301-vottorð aldrei
verið fleiri hérlendis
Á vef pólsku hagstofunnar má sjá
að vinnuhorfur hafa batnað mjög á sl.
misserum. Þannig er ekki ýkja langt
síðan atvinnuleysi í Póllandi mældist
yfir 20% eða í árslok 2003. Í nóvem-
ber 2007 mældist atvinnuleysi hins
vegar rétt rúmlega 11%.
Að sögn Drafnar Haraldsdóttur,
yfirmanns EURES, stýrist fjöldi er-
lendra ríkisborgara á íslenskum
vinnumarkaði fyrst og fremst af at-
vinnueftirspurn. Meðan næga vinnu
sé að hafa og mikil eftirspurn eftir
vinnandi höndum sé straumur er-
lends vinnuafls til landsins mikill.
Hins vegar sé að hægja á eftirspurn-
inni, enda mælist atvinnuleysi hér-
lendis aðeins um 1% á landinu öllu og
0,6% á höfuðborgarsvæðinu.
Að mati Drafnar sjást skýr merki
þess að þeir starfsmenn sem komið
hafi til landsins til að vinna í tíma-
bundnum verkefnum fyrir austan
virðist langflestir snúa aftur heim.
Bendir hún á að þetta merki starfs-
menn Vinnumálastofnunar fyrst og
fremst af stórauknum fjölda útgef-
inna E-301-vottorða á sl. mánuðum,
en þau vottorð nýtast einstaklingum
sem hyggja á atvinnuleit í öðru EES-
landi til að sýna fram á að þeir hafi
verið atvinnuleysistryggðir á Íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Jón-
geiri H. Hlinasyni, deildarstjóra at-
vinnuleysistrygginga hjá Vinnumála-
stofnun, voru árið 2004 alls gefin út
377 E-301-vottorð, þar af voru 8 gefin
út til Póllands, árið 2005 voru alls
gefin 425 vottorð, þar af 8 til Pól-
lands, árið 2006 voru alls gefin út 494
vottorð, þar af 50 til Póllands og árið
2007 voru alls gefin út 1.208 vottorð,
þar af 798 til Póllands. Í janúar 2008
voru gefin út alls 370 vottorð, þar af
259 til Póllands. Að sögn Jóngeirs er
mikill fjöldi umsókna um E-301-vott-
orð fyrirliggjandi á þessari stundu.
Aðspurður segir hann aukninguna
fyrst og fremst skýrast af því að
framkvæmdum fyrir austan sé að
mestu lokið og Pólverjar að snúa til
síns heima eftir vertíðina.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni voru erlendir ríkisborgarar
búsettir á Íslandi í lok ágúst 2006 um
22 þúsund. Hjá Vinnumálastofnun
áætla menn að yfir 17 þúsund erlend-
ir ríkisborgarar séu á íslenskum
vinnumarkaði og að í þeim hópi séu
Pólverjar fjölmennastir eða um 70%.
Að sögn kjörræðismanns Póllands
á Íslandi skýrist aukinn hagvöxtur í
Póllandi m.a. af því að mikið hafi ver-
ið fjárfest í landinu og töluvert um að
framleiðsla hafi verið flutt til Pól-
lands frá bæði Þýskalandi og Norð-
urlöndunum. Friðrik áætlar að á síð-
ustu misserum hafi í kringum 20
þúsund Pólverjar dvalið hérlendis við
störf á hverjum tíma. „Þar af er um
helmingur skráður. Hinn helmingur-
inn getur hins vegar komið og farið
án nokkurrar skráningar, því það
fólk komi hingað og vinni alltaf skem-
ur en þrjá mánuði í einu og þurfi því
hvorki dvalar- eða atvinnuleyfi. Þeir
vinna þá myrkranna á milli, helst alla
daga vikunnar, þann stutta tíma sem
þeir eru hérna og fara svo aftur heim.
Ef þeim byðist bara dagvinna hefðu
þeir ekki áhuga á að dvelja hér og
vinna, því þeir eru hér bara á vertíð,“
segir Friðrik.
Pólverjar snúa í aukn-
um mæli aftur heim
Atvinnuleysi í Póllandi farið úr 20% í 11% á skömmum tíma
4(
54
%
6
%
(()
78/ 788 7"# 7"- 7"/7"!
! ! !
"#!!
" #
"#!
Alltaf í sambandi