Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 17
SUÐURNES
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Þau skilaboð sem bæj-
arstjórn er að senda okkur sem störfum inn-
an þessa málaflokks eru þau, að menningar-
málin séu það mikilvægur málaflokkur að
hann þurfi sér-svið. Það eru líka mörg
skemmtileg verkefni að koma til bæjarins,
nýir sýningarsalir í bígerð, framkvæmdir
hafnar við Hljómahöll og Víkingaheimar
komnir vel á veg,“ sagði Valgerður Guð-
mundsdóttir framkvæmdastjóri menningar-
sviðs í samtali við Morgunblaðið, en menn-
ingarsvið Reykjanesbæjar var skilið frá
Íþrótta- og tómstundasviði nýliðin áramót og
samfara því lyft um stjórnsýslustig.
Stigvaxandi fjármagn
Allt frá því að staða menningarfulltrúa
Reykjanesbæjar varð til fyrir rúmum 7 árum
hefur vegur menningar aukist jafnt og þétt í
bæjarfélaginu. Fjármagn til málaflokksins
hefur farið stigvaxandi og menningarrýmum
fjölgað. Þá hefur föstum samningum við
menningarhópa og einstaklinga á sama tíma
fjölgað úr 2 í 15, að sögn Valgerðar Guð-
mundsdóttur sem hefur gegnt stöðu menn-
ingarfulltrúa frá upphafi. Menningarfulltrúi
varð um áramótin framkvæmdastjóri menn-
ingarsviðs. Enn stendur til að fjölga menn-
ingarrýmum því framkvæmdir eru nú hafnar
við Bryggjuhúsið, en það er syðsti og jafn-
framt elsti hluti Duushúsa og var pakkhús
Hans Peter Duus kaupmanns. Húsið verður
gert upp í sinni upprunalegu mynd. Lofthæð
hússins er fremur lítil og portið sem skipti
húsinu í tvennt verður einnig látið halda sér,
þannig að á neðstu hæð hússins verða tveir
salir. Að sögn Valgerðar er hugmyndin að
opna portið á sérstökum dögum, svo sem
Ljósanótt, þannig að hægt verði að labba í
gegn. Þá er á efstu hæðinni vörulyfta: stórt
hjól sem notað var til þess að hífa vörurnar
upp á efstu hæðina og er það í góðu ástandi.
Óskar Bjarnason yfirsmiður sem nú vinnur
við að styrkja grind Bryggjuhússins notar
lyftuna til að flytja viðarkubba upp á efstu
hæðina. Hann sagði jafnframt í samtali við
blaðamann að grind hússins væri ótrúlega
heilleg. „Það stafar af því að hér blæs vel í
gegn og því lítill fúi. Auk þess hefur greini-
lega verið notaður úrvalsviður í þessa bygg-
ingu.“ Framkvæmdir utan húss hefjast með
vorinu og er áætlað að taka Bryggjuhúsið í
notkun vorið 2010 líkt og framtíðarsýn
Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir.
Valgerður er ánægð með þróun menning-
armála í Reykjanesbæ og sagði í samtali við
blaðamann að uppbygging Duushúsa hafi
verið mjög mikilvæg fyrir menningarlíf
bæjarfélagsins. „Þegar ég tók við stöðu
menningarfulltrúa voru bókasafnið og
byggðasafnið á Vatnsnesi einu menningarhús
bæjarins. Þó svo að þessar stofnanir séu al-
veg frábærar þá þurfti viðbót. Nú höfum við
að auki listasafn, sýningarsal með bátalíkön-
um Gríms Karlssonar, Gryfjuna, Bíósalinn,
SSV og Svarta pakkhúsið og fleiri hús. Þá fá
nokkrir húsnæðislausir menningarhópar í
Reykjanesbæ fyrsta flokks húsnæði á Vall-
arheiði í næsta mánuði. Meðal annars mun
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ vera
með allt námskeiðshald þar og ýmsir menn-
ingarhópar fá starfsaðstöðu í húsinu, sem í
dag gengur undir nafninu „Hobby center“.“
Menningarmál skapa jákvæða ímynd
Valgerður tók þó fram að menningarlífið
sé ekki bara menningarrýmin, heldur sé það
háð grasrótinni. „Stöðugleikinn kemur hins
vegar með stofnuninni sem menningarsviðið
er og með því að gera það að sérsviði er bæj-
arstjórn að senda bæði okkur og grasrótinni
skilaboð um mikilvægi starfsins. Aðgerðin
lyftir undir þá sem starfa að menningar-
málum og það er staðreynd að fréttir af
menningarmálum eru 99% jákvæðar fréttir
og skipta því miklu máli þegar kemur að já-
kvæðri ímynd bæjarfélaga.
Vítamínsprauta fyrir starfsfólk
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Vörulyfta frá 19. öld Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs, og Ósk-
ar Pétursson, yfirsmiður Bryggjuhúss, við vörulyftuna á efstu hæð Bryggjuhússins.
Í HNOTSKURN
»Menningarsviði Reykjanesbæjar varlyft um stjórnsýslustig síðastliðin ára-
mót. Menningarfulltrúi varð fram-
kvæmdastjóri menningarsviðs.
»Hafin er uppbygging á Bryggjuhúsinu,sem er elsti hluti Duus-húsa. Það var
byggt árið 1877.
»Menningarhúsum í Reykjanesbæ hefurfjölgað mjög á undanförnum árum.
Menningarsvið er
orðið að sérsviði hjá
Reykjanesbæ
LANDIÐ
Hvolsvöllur | Fimmti riðill í Skóla-
hreysti fór fram í Íþróttahúsinu
Sólvöllum á Selfossi í gær, 14.
febrúar. Alls öttu níu grunnskólar
á Suðurlandi kappi í þessari
keppni. Fjórir skólar leiddu
keppnina sem var mjög jöfn og
spennandi. Hvolsskóli sigraði að
lokum en í öðru sæti varð Valla-
skóli á Selfossi og í því þriðja
Grunnskóli Vestmannaeyja. Með
sigrinum hefur Hvolsskóli tryggt
sér þátttökurétt í úrslitum Skóla-
hreysti sem fer fram í Laugardals-
höllinni 17. apríl næstkomandi.
Hvolsskóli vann sigur í hraða-
þrautinni, fór brautina á 2:34 mín-
útum og telst það góður árangur.
Bryndís Sigríksdóttir í Hvolsskóla
sigraði bæði í hreystigreip og
armbeygjukeppninni. Í hreysti-
greip hékk Bryndís í 4:50 mínútur
sem er annar besti árangur frá
upphafi. Skólahreystimetið er 5:29
mínútur.
Af öðrum úrslitum má nefna að
Reynir Óskarsson í Grunnskól-
anum Hellu sigraði í upphífingum
og flestar dýfur tók Brynjólfur
Ingvarsson í Vallaskóla.
Keppnin var gríðarlega spenn-
andi og voru áhorfendabekkir
troðfullir. Gríðarleg keppni var
milli skólanna og ljóst er að mikil
stemning er fyrir keppninni meðal
nemenda skólanna. Sýnt verður
frá Skólahreysti á Skjá einum 19.
febrúar kl. 20. Næsta keppni í
Skólahreysti verður haldin í
Íþróttahúsinu Tjarnarbraut á Eg-
ilsstöðum 21. febrúar næstkom-
andi.
Nemendur Hvolsskóla hraustastir
Íþróttir Nemendur Hvolsskóla eru komnir í úrslit í Skólahreysti.
Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur
Öxarfjörður | Við messu á Skinna-
stað í Öxarfirði sl. sunnudag, var
séra Jón Ármann Gíslason, sóknar-
prestur þar, formlega settur inn í
embætti prófasts Þingeyjarprófasts-
dæmis af biskupi Íslands, Karli Sig-
urbjörnssyni.
Að athöfn lokinni var viðstöddum
boðið að þiggja myndarlegar veiting-
ar í boði sóknarnefndar. Séra Jón
Ármann hefur gegnt starfi prófasts
frá 1. desember 2005 er hann var
settur sem slíkur vegna veikinda þá-
verandi prófasts en síðan skipaður
frá 1. ágúst 2006.
Kirkjan á Skinnastað var endur-
vígð eftir gagngerar endurbætur ár-
ið 2004 en um það leyti voru liðin 150
ár frá byggingu kirkjunnar.
Prófastur Þingey-
inga í embætti
Jón Ármann Gísla-
son settur inn í emb-
ætti prófasts Þing-
eyjarprófastsdæmis
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Skinnastaður Karl Sigurbjörnsson
setur séra Jón Ármann Gíslason inn
í embætti prófasts Þingeyjar-
prófastsdæmis.
Aðaldalur | „Það er gaman að gefa
kindunum brauð,“ segir Hulda Ósk
Jónsdóttir sem er nemandi í 5. bekk
Hafralækjarskóla í Aðaldal. Þegar
heim kemur á kvöldin er oft gott að
fara í fjárhúsin en sumar kindanna
kunna vel að meta brauðbita.
Með brauðbita
í vasanum
Besta þjónusta farsímafyrirtækja
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007