Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 18
|þriðjudagur|19. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Ég leik stelpu, sem heitirBirna. Hún er alvegsvakalega reið við for-eldra sína. Hún er dópisti
í fjárþörf og er mjög alvarlega að
ráðgera strok að heiman,“ segir
Auður Bergdís Snorradóttir, sem er
einn af tólf leikurum Borgarbarna,
sem nú sýna frumsamda forvarn-
arleikritið Alsælu á litla sviði Borg-
arleikhússins.
Auður Bergdís, sem er 17 ára
nemandi í Verslunarskóla Íslands,
hefur undanfarin fjögur ár verið að
læra söng og leiklist hjá Sönglist
sem hún segir að sé mjög skemmti-
leg iðja. Boðskapur leikritsins sé þó
háalvarlegur enda sé heimur dópist-
ans bæði óæskilegur og lítt
skemmtilegur. „Ég þekki eilítið til
þessa heims í gegnum nákomna vini
sem hafa lent út af sporinu. Þennan
heim ber að forðast í lengstu lög
enda hefur fíkniefnaneysla unglings
ekki bara neikvæð áhrif á hann sjálf-
an, heldur á alla nákomna í kringum
hann,“ segir Auður.
Lést eftir aðeins eina E-pillu
Mikil eftirvænting lá í loftinu þeg-
ar Borgarbörnin tólf stigu fram á
litla svið Borgarleikhússins laug-
ardagskvöldið 9. febrúar og frum-
sýndu leikritið sitt sem þau hugsa
sem sitt lóð á vogarskálar í
forvarnarskyni gegn fíkniefnaváinni.
Auður segir að vinnan við uppsetn-
inguna hafi verið einkar gefandi og
skemmtileg. „Og þó það sé hugsað
sem forvörn, er það sko alls ekki
leiðinlegt. Það er mjög lifandi með
tíu þekktum lögum og fullt af döns-
um.“
Að sögn Auðar Bergdísar kvikn-
aði hugmyndin að verkinu í kjölfar
blaðagreinar um unga stúlku, sem
lést eftir að hafa tekið aðeins eina E-
pillu.
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar
rannsóknar um forvarnir, vímu-
efnaneyslu og aðgengi að fíkniefnum
meðal 18 til 20 ára ungmenna hefur
um 60% ungmenna verið boðin fíkni-
efni og um 38% þekkja vel til þess
hvernig nálgast má slík efni hér á
landi.
Unglingaleikritið Alsæla er
sprottið upp af umræðum og hugs-
unum sjálfs leikhópsins og síðan
fært í viðeigandi leikbúning af leik-
stjóranum Björku Jakobsdóttur.
Leikhópurinn samanstendur af
tólf unglingum á aldrinum 15-19 ára
úr röðum Borgarbarna, barna- og
unglingaleikhúsi Sönglistar og
Borgarleikhússins.
Félagsskapurinn hefur áhrif
„Til að ná markmiðum sínum
þurfa forvarnir og fræðsla að vekja
áhuga barna og unglinga, en með
verkinu erum við einkum að höfða til
barna allt niður í sjöunda bekk og
upp úr, því að auðvitað þarf að
byrgja brunninn vel áður en einhver
dettur ofan í hann. Sölumenn fíkni-
efna víla nefnilega ekkert fyrir sér
ungan aldur krakkana. Þvert á móti
gætu þeir hugsað sem svo að yngri
krakkar væru auðveldari skotmörk
en þau sem eldri eru. Á unglinga-
stiginu breytist svo voða-margt því
að þá þurfa margir að flýta sér að
verða fullorðnir með því að prófa það
sem aðrir hafa prófað. Og þá geta
áhrif félagsskaparins verið fjöl-
skyldutengslunum yfirsterkari,“
segir Erla og bætir við að í öllum
forvörnum sé nauðsynlegt að nota
aðferðir, leiðir og tungutak, sem
ungmennin skilji til hlítar í stað þess
að halda glærukynningu yfir svefn-
vana ungmennum í dauðri skóla-
stofu.
„Við erum að bjóða upp á jafn-
ingjafræðslu af bestu gerð sem sýnir
fram á þá staðreynd að lífið hefur
upp á svo margt að bjóða, ef réttar
ákvarðanir eru teknar. Við eigum
nefnilega bæði völina og kvölina og
þurfum að vera manneskjur til að
taka afleiðingum gjörða okkar ef við
tökum þann pólinn í hæðina að vilja
stíga út af sporinu með rangri
ákvarðanatöku. Boðskapurinn snýst
um að breyta rétt, þrátt fyrir pressu
frá félögum um að gera annað,“ seg-
ir Erla.
Sýningin tekur um fimmtíu mín-
útur í flutningi og inniheldur fjölda
laga og dansatriða. Söngstjórn er í
höndum Ragnheiðar Hall, danshöf-
undur er Halla Ólafsdóttir og tón-
listarstjóri er Valdimar Krist-
jónsson.
Árvakur/Árni Sæberg
Borgarbörn Fíkniefnaheiminn ber að forðast eins og heitan eldinn, að mati leikenda. Sigurður Jakob Helgason, Þórdís Pétursdóttir, Stefán A. Pétursson, Rebekka Sif Stefánsdóttir, Dóra
Sveinsdóttir, Edda M. Erlendsdóttir, Helena Ýr Gunnarsdóttir, Elín Ágústa Birgisdóttir. Fremst eru: Anna Steina Ingimundardóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Erna Líf Gunnarsdóttir.
Spenntir Hugmyndin að verkinu vaknaði eftir að krakkarnir lásu blaða-
grein um unga stúlku, sem hafði látist eftir að hafa tekið inn E-pillu. Stefán
Arnar Pétursson og Sigurður Jakob Helgason eru einu strákarnir sem þátt
taka í sýningunni á móti tíu stelpum.
Æfing „Skemmtileg forvörn með þekktum lögum og fullt af dönsum.“ Hér
eru þær Erna Líf Gunnarsdóttir, Helena Ýr Gunnarsdóttir, Edda Margrét
Erlendsdóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Elín Ágústa Birgisdóttir.
Fimmtíu mínútna forvörn
„Við eigum öll bæði völina og kvölina, en ef við
ákveðum að stíga út af sporinu verðum við líka
að vera manneskjur til að taka afleiðingum
gjörða okkar,“ segir skólastýran og leikkonan
Erla Ruth Harðardóttir í samtali við Jóhönnu
Ingvarsdóttur um boðskap leikverksins Alsæla,
sem Borgarbörn sýna nú í Borgarleikhúsinu.
Alsæla verður sýnd á litla sviði
Borgarleikhússins mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20.00 allan febrúarmánuð. Miða-
sala fer fram í miðasölu Borg-
arleikhússins.
„Lífið hefur upp á svo
margt að bjóða ef rétt
ákvörðun er tekin“