Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 20
ferðalög 20 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ                       !  "  #      $     %   &       '(      ) ( # &       #      *+,+  - .  /  .    $0 #   '1 $   2 $    2      2   ) "  0 3 $  $    -#                #  $  $- #  "     #   -   -  3    04"5633/789!88 5   $  ( #    7:3;<"!837"= !> ?@+ *A,, 7: 3;6"!837BCD,":89!B!" D+ D D  DE                                                      !         #$    %          &       !              ! ' D, - kemur þér við Sérblað fyrir hús- byggjendur fylgir blaðinu í dag Hvað ætlar þú að lesa í dag? Kennarar á Selfossi í svitakófi við tölvurnar Norskur hafnsögu- maður á flækingi Lindsay Lohan situr nakin fyrir Haffi Haff hjálpar Gilz- enegger í Eurovision Dagvaktin gerist á Hótel Bjarkarlundi Eftir Fríðu Björnsdóttur Berist fréttir af seinkunum íflugi til eða frá Íslandifyllast menn oftast pirr-ingi og reiðin sýður í mörgum. Það er því gaman að geta lýst því hvernig sólskinsbros getur færst yfir andlit 189 flugfarþega, kannski ekki alveg allra, þegar þeim er tilkynnt að það verði 24 tíma seinkun á fluginu þeirra, og þeir brosa þótt þeir séu komnir út á flugvöll í miðri Flórída. Menn hafa ekki farið varhluta af vetrarveðrunum hér á Íslandi að undanförnu, og reyndar ekki heldur víða annars staðar, þar sem íslensk- ar flugvélar hafa viðkomu. Yfirleitt sitjum við heima í stofu og vorkenn- um þeim sem lenda í þessu óförum og þökkum fyrir að vera ekki strandaglópar einhvers staðar í kulda og trekk. En svo kemur röðin að manni sjálfum og hvernig er þá brugðist við? Sólarhringsseinkun – böl eða hamingja? Fjögurra manna fjölskylda yf- irgaf St. Pete Beech á vesturströnd Flórída á laugardagsmorgni í febrúarbyrjun. Það var leiðinlegt að vera á heimleið en þó, það var nefnilega farið að rigna, aldrei þessu vant, á stað sem á met í yfir 700 samfelldum, þurrum sólskins- dögum. Geri aðrir betur. Á Sanford-flugvelli norðan Or- lando var skundað upp að innrit- unarborðinu og viti menn, íslensk kona tók á móti farþegunum. „Því miður, það verður ekki skráð í flug- ið í bili. Það er 24 tíma seinkun!“ Veðrið hafði verið brjálað á Íslandi síðasta sólarhringinn og menn ekki komist lönd né strönd. „Dásam- legt,“ hrópuðu ferðalangarnir, „þá fáum við að vera hér í sólinni áfram.“ Það rigndi nefnilega ekki í Orlando. „Og Icelandair borgar auðvitað fyrir hótelið, ekki satt?“ „Nei-ei, seinkunin er vegna veðurs en ekki bilunar“ sagði konan og kannski kom agnarlítill skelfing- arsvipur á andlitið. Hún hefur áreiðanlega búist við reiðikasti far- þeganna. „Við erum búin að semja við Mariott-hótelið hér nokkuð frá sem býður „distress“ verð á gisting- unni, ekki nema 87 dollara fyrir herbergið í nótt.“ (Í orðabókinni segir distress – kvöl, þjáning, erf- iðleikar, bágindi, neyð, böl, ógæfa, óhamingja. Ekkert okkar fann þó fyrir neinu þessu.) Tvær konur sem stóðu við hlið okkur brostu og sögðu bara: „Þá reynir á kortin.“ Ekki veit ég hvort þær voru að hugsa um hvort þær gætu fengið töfina bætta út á greiðslukortin sín, eða hvort þær voru búnar að eyða svo miklu nú þegar að erfitt yrði að þyngja skuldabaggann. Útlendingarnir brostu ekki Víst voru útlendingar, fjölskyldur með börn, þarna nærri og óhætt er að fullyrða að ekki var gleðisvipur á andliti þeirra. Kannski var tengi- flug í hættu, kannski þurfti fólkið að komast heim í flýti. Hver veit? Milli 50 og 100 bókuðu sig inn á Mariott-hótelið. Sumir fóru beint að borða, aðrir út að sundlaug hótels- ins í sólbað og enn aðrir fóru í gönguferð um nágrennið. Rétt er að taka fram að hefðum við opnað tölvuna okkar á Don CeSar-hótelinu, sem sumir kalla The Pink Palace, á St. Pete hefðum við séð tilkynningu frá Icelandair þar sem farþegum var tjáð að flug- inu frá Sanford til Reykjavíkur þennan laugardagsmorgun í febr- úar myndi seinka verulega og þá hefðu við vissulega getað frestað för út á flugvöllinn um sólarhring. Það gerðu ótal glaðbeittir íslenskir golf- arar sem komu himinlifandi glaðir á sunnudaginn og tékkuðu sig inn. „Dásamlegt að fá heilan dag til við- bótar á golfvellinum,“ heyrðist sagt um alla flugstöðina.“ Svona getur það farið: Að seinkun verði að sól- arfríi, ef seinkunin á sér stað í Flór- ída! Ljósmynd/Fríða Sólarfrí Hér bíða farþegar eftir því að hótelskutlan aki þeim út á flugvöllinn í Flórída. Þótt bíllinn tæki 10 manns komst hann ekki með nema 6 eða 7 í einu af því farangur margra var nokkuð mikill! Þegar seinkun breytist í sólarfrí DRYKKJUM og matvælum þar sem gervisætuefni eru notuð í stað sykurs kann að fylgja aukin hætta á að bæta á sig kílóum, sagði í breska dagblaðinu Times á dögunum. Vísindamenn við Purdue háskól- ann í Indiana segja að þótt gervi- sætunni sé ætlað það hlutverk að draga úr þeim fjölda hitaeininga sem við neytum, bendi ýmislegt til þess að við borðum og drekkum einfaldlega meira í staðinn. Gerð var rannsókn á rottum sem látnar voru borða jógúrt og sýndi það sig að þær rottur sem fengu jógúrt með gervisætu borðuðu meira og þyngdust þar af leiðandi meira en þær rottur sem voru látn- ar borða venjulega jógúrt. Að sögn þeirra Susan Swithers og Terry Davidson, sem fóru fyrir rannsókninni, virðist sú aðferð að rjúfa tengslin milli sætutilfinning- arinnar og hitaeiningafjölda með því að nota gervisætu gera lík- amanum erfiðara fyrir með að hafa stjórn á því hversu margar hitaein- ingar hann eigi að innbyrða. „Rann- sóknin bendir greinilega til þess að neyti maður matar sem gerður er sætur með gervisætu geti það leitt til meiri þyngdar- og fituvefsaukn- ingar en ef neytt væri samskonar fæðu sem sætt væri með venjuleg- um sykri,“ segir í skýrslu vísinda- mannanna sem birt var í fagtímarit- inu Behavioural Neuroscience. Þau Swithers og Davidson við- urkenna að niðurstöðurnar kunni að virka allt annað en hvetjandi og eigi eflaust eftir að vekja litla hrifn- ingu hjá næringafræðingum og læknum sem hafa margir hverjir mælt með gervisætu og hitaein- ingasnauðri fæðu fyrir þá sem vilja léttast. Morgunblaðið/Jóra Grennandi? Betra er að brenna sykrinum í stað þess að skipta honum út fyrir sætu ef marka má breska vísindamenn sem hafa rannsakað málið. Gervisætuefnin fitandi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.