Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 21

Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 21
heilsa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 21 Þetta er sláandi tölfræði og brýnt að bregðast við með markvissum hætti. Víkverji saknar þó eins í þessu átaki, en það eru tilmæli og ábend- ingar til ökumanna sem eru með fjölskyldur sín- ar á ferð á þjóðvegunum: maka og börn og jafnvel afa og ömmur. Í mörg- um tilvikum er kannski einum ökumanni til að dreifa í þessum hópi og ekki sjálfgefið að þær aðstæður séu fyrir hendi að ökumaðurinn, í mörg- um tilvikum fjöl- skyldufaðirinn, geti lagt út í kant og hallað sér í korter, með jafnvel öskrandi kríli í aftursætinu. Á góðum sumardegi er þetta auðveldara, þeg- ar aðrir farþegar geta brugðið sér út í náttúruna og leikið sér á meðan ökumaðurinn hvílir sig, en þetta gæti orðið erfiðara í kulda og trekki og ekki hundi út sigandi sökum veðurs. Víkverji gerir sér grein fyrir því að átak Umferðarstofu beinist helst að ökumönnum einum á ferð en ekki má gleyma hinum. Foreldrar á barn- mörgum heimilum eru undir miklu álagi og ferðalag með fullan bíl af börnum getur tekið á. x x x Yfir í allt annað. Öðru hverju kíkirVíkverji inn á vef Fjármálaeft- irlitsins, fme.is, til að athuga hvernig fjármálalífinu heilsast. Nú má þar sjá eftirfarandi fyrirsögn: „Fundur um Pillar I ákvæði Solvency II og helstu nýjungar og áherslur í QIS4“. Hljómar einkar áhugavert og von- andi að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessum fundi! Víkverji fagnar þvíátaki sem Umferð- arstofa er með í gangi, um að hvetja ökumenn til að taka sér 15 mín- útna hvíld ef sækir á þá þreyta og syfja undir stýri. Þetta á ekki síst við um þá sem eru einir á ferð og hafa engan ökumann til að taka við. Umferðarstofa hefur upplýst að á árunum 1998 til 2006 urðu 10 banaslys af völdum þess að ökumaður sofnaði undir stýri og í þessum slysum létust 16 manns. Í 11 banaslysum til viðbótar voru svefn og þreyta orsakavaldar ásamt fleiri þáttum. Almennt er talið að svefn og þreyta sé fjórða algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa.          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hér í Skagafirði, eins og svo sem á öllu landinu, hefur verið verulega um- hleypingasamt frá því í haust, enda lægðirnar sem koma upp að landinu farnar að leita sér nýrra leiða til að komast austur yfir haf, þannig að segja má, eins og einn ágætur maður orðaði það fyrir löngu, að rokið kæmi í endalausum byljum og svo væri skít- hríð með naglabrotum úr öllum átt- um.    Það kemur þó ekki í veg fyrir að Þorri sé blótaður eins og vera ber, og í Skagafirði eru fleiri og færri þorra- blót um hverja helgi. Eitt hið fjöl- mennasta var í Íþróttahúsinu á Sauð- árkróki nú nýverið en það sóttu um níuhundruð og fimmtíu gestir, úr hreppum þeim sem venjulega halda sín blót í félagsheimilinu Miðgarði. En vegna þess að nú um stundir fara fram verulegar endurbætur á Mið- garði, sem væntanlega verður lokið áður en halda þarf næsta blót, þurftu íbúarnir að bregða á þetta ráð, og þótti takast vel.    Skemmtiatriði voru eins og best verður á þessum skemmtunum, menn gerðu vel við sig í mat og drykk, og svo lék Geirmundur fyrir dansi fram á harða morgun, eins og honum er einum lagið.    Nýlega var undirritaður samningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Meistaradeildar Norðurlands í hesta- íþróttum um stofnun nýrrar mót- araðar sem nefnist KS-deildin. Með stuðningi sínum vill kaupfélagið styðja og styrkja hestaíþróttirnar á Norðurlandi og efla hestamennsku í landinu. Fram kom í máli aðstoðar- kaupfélagsstjóra við undirritunina, að á Norðurlandi hafi verið um að ræða ákveðna forystu í greininni, sem mik- ilvægt væri að styðja við og efla. Skipulögð hefur verið mótaröð í KS- deildinni fram til vors.    Verulega miklu meiri umferð hefur verið um hinn nýja Þverárfjallsveg en gert var ráð fyrir við lagningu hans, enda styttist leið til dæmis Sauð- krækinga og Siglfirðinga til Reykja- víkur um nokkra tugi kílómetra. All- miklar skemmdir hafa hinsvegar orðið í vetur á slitlagi vegarins, þar sem klæðningin flettist af á alllöngum kafla, í sunnan stórviðri, en þegar hefur verið brugðist við og skemmd- irnar lagfærðar. Þá hefur umferð- arteljari sem var á fjallveginum verið bilaður um nokkurt skeið, til veru- legra óþæginda fyrir þá sem þessa leið vilja fara, þar sem nokkuð liggur við að geta séð hver umferð er á leið- inni, ef eitthvað er tvísýnt með veður.    Nokkru eftir áramótin var undirrit- aður í Verinu á Sauðárkróki Vaxtar- samningur fyrir Norðurland vestra og voru það iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson og formaður Sam- bands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, Adolf Berndsen sem rituðu nöfn sín á skjalið. Samning- urinn sem er til þriggja ára felur í sér framlag frá ríkinu að upphæð 90 milljónir, en einnig var undirritaður við sama tækifæri viðaukasamningur við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, sem felur í sér framlag að upphæð 56,4 milljónir, þannig að heildar- upphæð samningsins er tæplega 150 milljónir króna.    Vaxtarsamningurinn byggir á tveim meginstoðum sem eru: Menntun og rannsóknir annars vegar, þar sem áhersla verður lögð á auðlinda- líftækni og uppbyggingu þekkingar- setra, en hinsvegar á menningu og ferðaþjónustu. Kosin hefur verið sjö manna stjórn til að hrinda samn- ingnum í framkvæmd. Morgunblaðið/Björn Björnsson Undirritun vaxtarsamnings Adolf Berndsen og Össur Skarphéðinsson. SKAGAFJÖRÐUR Björn Björnsson fréttaritari úr bæjarlífinu BÖRN sem búa þar sem umferðarmengun er mikil hafa lægri greindarvísitölu en börn sem búa við hreinna andrúmsloft. Almennt geng- ur þeim fyrrnefndu verr á greindar- og minn- isprófum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem fréttastofa Reuters greinir frá. Aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Shak- ira Franco Suglia, segir áhrif mengunarinnar á greind og gáfur vera sambærileg þeim áhrifum sem fóstur verður fyrir þegar móð- irin reykir tíu sígarettur á dag eða þeim áhrifum sem blýmengun hefur á börn. Hingað til hafa vísindamenn rannsakað ít- arlega áhrif mengunar í andrúmslofti á hjarta- og æðakerfi sem og öndunarfæri manna. Minna er vitað um hvaða áhrif meng- unin hefur á heilann. Dr. Suglia og félagar rannsökuðu 202 börn á aldrinum átta til ellefu ára. Öll voru þau bú- sett í Boston og þátttakendur í rannsókn á áhrifum tóbaksreyks í móðurkviði á fóstur. Vísindamennirnir skoðuðu ýmiss konar vit- ræn ferli barnanna í tengslum við magn sót- agna sem áætlað var að þau hefðu orðið fyrir á lífsleiðinni. Sótagnirnar er m.a. að finna í útblæstri bíla, sérstaklega þeirra sem ganga fyrir dísilolíu. Því meira sót sem börnin höfðu andað að sér, því lægra skoruðu þau á greindarprófum og þau tengsl voru enn til staðar eftir að vís- indamennirnir höfðu tekið tillit til menntunar foreldra barnanna, tungumálsins sem talað var heima fyrir, fæðingarþyngdar og hvort þau hefðu alist upp við tóbaksreyk eða ekki. Greindarvísitala barnanna var að meðaltali 3,4 stigum lægri ef þau höfðu orðið fyrir mik- illi sótagnamengun auk þess sem þau skor- uðu lægra þegar orðaforði, minni og náms- hæfileikar var kannað. Mengun skerðir greind barna Árvakur/Sverrir Mengun Ekki bara óþægileg heldur einnig skaðleg þeim sem alast upp við hana. Frábært tilboð Smeg gaseldavél *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. AFSLÁTTUR 30% GLÆSILEG GASVÉL -hágæðaheimilistæki Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Kr. 145.600*stgr B70MSX5 70 sm Smeg gaseldavél Fjórar gashellur með pottjárnsgrindum 65 ltr ofn með 8 kerfum. Kæling í hurð, heitur blástur og grillteinn. Verð áður kr. 208.000 stgr. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Traustasta fjarskiptafyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.