Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 25
skýrsla samgönguráðherra og
borgarstjóra var birt 5. maí 2007.
Þar eru tekin af öll tvímæli um að
ekki er stætt á að stunda flug í
Vatnsmýri. Fórnarkostnaður
þjóðarbúsins er talinn a.m.k. 3,5
milljarðar kr. á ári. Aðrar sam-
bærilegar rannsóknir benda til að
fórnin sé amk. fjórfalt meiri.
Samt gerist nú hið fáránlega að
illa fenginn kosningasigur frá
2006 skolar Ólafi F. í stól borg-
arstjóra með verulega vanhugs-
uðu fulltingi D-lista. Í fyrsta sinn
í sögu höfuðborgarinnar er kom-
inn til valda fjandsamlegur borg-
arstjóri án baklands en með ban-
væn baráttumál í farteskinu, sem
tróna efst á málefnaplaggi nýs
meirihluta.
Reykjavík fékk Vatnsmýr-
arsvæðið úr jörðunum Þormóðs-
stöðum, Nauthóli og Skildinganesi
1. janúar 1932 til þróunar byggð-
arinnar. Ákvörðun ríkisstjórnar
Ólafs Thors að gera hern-
aðarmannvirki í Vatnsmýri að
borgaralegum flugvelli 06.07.1946
mætti mikilli andstöðu á Alþingi
og meðal bæjarfulltrúa og bæj-
arbúa. Síðan þá hafa samgöngu-
ráðuneytið og landsbyggð-
arforkólfar misbeitt illa fengnu
valdinu af misvægi atkvæða til að
tvínegla borgarbúa á krossinn í
misskilinni herferð gegn borg-
arsamfélaginu.
Völlurinn í Vatnsmýri var í ára-
tugi misnotaður sem táknmynd í
sókn bændasamfélags gegn borg-
arsamfélagi. Hann var einnig sá
fleygur, sem best dugði til að
sundra byggðinni og samfélaginu í
höfuðborginni til ólýsanlegs tjóns
fyrir alla Íslendinga.
En völlurinn dró hvorki úr
fólksflótta né jók hann lífsgæði í
dreifbýli, þvert á móti. Hags-
munapotarar landsbyggð-
arkjördæma í samgöngu- og fjár-
laganefndum Alþingis, sem í
áratugi töldu kjósendum sínum
trú um að raunverulegt samband
væri við höfuðborgina með innan-
landsflugi í Vatnsmýri, beittu
geðþótta og sjálftöku og fóru illa
með almannafé við uppbyggingu
þjóðvegakerfisins.
Lengst af var beitt lögmáli
allra smæstu eininga og fram-
kvæmdum dreift á kjördæmin í
hlutfalli við afl hagsmunapots á
hverjum tíma, án tengsla við rétt-
lætissjónarmið um arðsemi. Innri
og ytri samgöngur komu allt of
seint í byggðarlögin því víðast
hvar var íbúatalan þá komin langt
niður fyrir neðstu mörk sjálf-
bærni. Og sumstaðar bólar ekki
enn á samgöngubótum.
Innanlandsflugið fékk áður
beina styrki, en nú greiða ríki,
sveitarfélög, stofnanir og stórfyr-
irtæki fargjöld stórnotenda, sem
eru verulegur meirihluti flug-
farþega. Samkeppnisstaða þess er
slæm, veltan einungis um 3,5
milljarðar kr., verð eldsneytis
hækkar (eldsneytisþörf 1 bílf-
arþega/km =1,5 flugfarþega/km),
vegir batna og flugfarþegum
fækkar.
Skorað er á einlæga áhuga-
menn um innanlandsflug að losa
sig við loddarana, að láta af fjand-
skap við borgarsamfélagið og
snúa bökum saman til að finna
góða lausn til frambúðar á Suð-
vesturhorninu. Hvernig væri að
samþætta innanlands- og milli-
landaflug? Flugið verðskuldar jú
allt það besta, eða hvað?
Höfundur er arkitekt.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ er með miklum ólíkindum að
ekki skuli vera vilji til þess að koma á
fót meðferðardagskrá fyrir fanga sem
afplána á Litla-Hrauni. Hver er það
sem situr svo fast á fjármununum að
ekki skuli vera hægt að veita eina ein-
ustu krónu til þess að styðja við það
að fangar séu betur undirbúnir undir
lífið þegar þeir koma úr fangelsinu
heldur en þegar þeir hófu afplánun?
Þarna væri einmitt hægt að slá
þrjár flugur í einu höggi eins og sagt
er. Afplánun, afeitrun og meðferð,
það er málið. Er ekki alveg magnað
að það skuli ekki vera skilningur á því
að þarna væri eflaust hægt að spara
þjóðfélaginu stórfé með því að senda
síðan margfalt sterkari einstaklinga
aftur út þegar afplánun er lokið? Er
ekki þarna verið að spara á röngum
stað og hirða aurinn og kasta krón-
unni? Kannski væri hægt að setja upp
samskotabauk í einhverju ráðuneyt-
anna og efna til söfnunar til að hrinda
þessu máli í framkvæmd, fyrst ekki er
hægt að fá fjárframlag eftir öðrum
leiðum. Hver eru rökin fyrir því að
ekki eru veittir fjármunir til með-
ferðar fyrir fíkla á Litla-Hrauni? Gott
væri að fá svar á síðum blaðsins.
DAGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Fífuseli 18, Reykjavík.
Fangar í
meðferð
Frá Dagrúnu Sigurðardóttur
MEÐ þessum línum langar mig að
óska Reykvíkingum til hamingju
með vinningstillöguna að skipulagi
Vatnsmýrarinnar.
Við Akureyringar höfum góða
reynslu af slíkri samkeppni við end-
urskipulagningu miðbæjarins okkar
og ekki spillir fyrir að sami arkitekt
sigraði á báðum stöðum. Það getur
tæpast verið tilviljun að þessi sami
maður fær fyrstu verðlaun í báðum
tilvikum enda samdóma álit flestra,
sem vit hafa á, að hann og félagar
hans koma fram með mjög snjallar
lausnir sem opna nýja og áhuga-
verða möguleika til að koma til móts
við óskir íbúa.
Í vinningstillögunni í Reykjavík er
athyglisvert hvernig vatn, land og
byggð spilar saman og myndar vist-
vænt og hlýlegt umhverfi. Á sama
hátt er tenging miðbæjarins á Akur-
eyri við Pollinn einn af grunnþáttum
þeirrar útfærslu, sem sömu höf-
undar lögðu til þar og síðan teng-
ingin við Skátagilið, sem er ein af
ófægðum perlum bæjarins. Allt ber
að sama brunni: Bæði Reykvíkingar
og Akureyringar geta fagnað því að
hafa fengið snjallan arkitekt í sína
þjónustu, sem leysir úr læðingi nýj-
ar hugmyndir. Með því uppfylla
bæði sveitafélögin óskir íbúa um
vistvæna og skjólsæla byggð þar
sem allt iðar af lífi og menningu og
mannleg samskipti blómstra.
Það er gæfa Akureyringa og
Reykvíkinga að hafa fengið svo
snjallan arkitekt í þjónustu sína sem
Graeme Massie er enda hefur hann
ekki aðeins unnið til verðlauna hér á
landi heldur hlotið fjölda alþjóðlegra
viðurkenninga fyrir verk sín. Hann
er sannkallaður hvalreki og vonandi
ber okkur gæfa til að koma tillögum
hans og félaga hans til framkvæmda
bæði í höfuðstað lýðveldisins og
Norðurlands.
RAGNAR SVERRISSON,
kaupmaður á Akureyri.
Til hamingju,
Reykvíkingar
Frá Ragnari Sverrissyni
netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111AUGLÝSINGADEILD
KETTLER VERSO 107
Segulviðnám með 12 kg kasthjóli.
10 þyngdarstillingar.
Æfingatölva með púlsmæli.
Fyrir allt að 110 kg.
Segulviðnám með 10 þyngdarstillingum
Æfingatölva með púlsmæli.
Fyrir allt að 110 kg.
Mótorstýrt segulviðnám með
14 kg kasthjóli.
Æfingatölva með 6 kerfum,
þyngdarstillingu, púlsmæli og fleiru.
Fyrir allt að 130 kg.
Mótorstýrt segulviðnám með 9 kg kasthjóli.
Æfingatölva með 6 kerfum, þyngdarstillingu,
púlsmæli og fleiru.
Fyrir allt að 130 kg.
KETTLER PASO 107
KETTLER VERSO 307 KETTLER PASO 307
Markið • Ármúla 40 • 108 Reykjavík • Sími 553-5320 • Opnunartími verslunar: mán. - fös. 10.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00
P
IPA
R
S
ÍA
80297
ÁÐUR KR.
45.900
ÁÐUR KR.
62.400
ÁÐUR KR.
31.200
ÁÐUR KR.
45.900
TILBOÐ KR.
36.720
TILBOÐ KR.
49.920
TILBOÐ KR.
24.960
TILBOÐ KR.
36.720
www.markid.is
VEGNA HAGSTÆ
ÐRA INNKAUPA
BJÓÐUM VIÐ 20
% AFSLÁTT AF
FJÖLÞJÁLFUM O
G ÞREKHJÓLUM