Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HrafnhildurGísladóttir fæddist á Bergi við Langholtsveg í Reykjavík hinn 25. júlí 1943. Hún and- aðist á Landspít- alanum 6. febrúar 2008 eftir stutta sjúkrahúslegu. For- eldrar hennar voru Gísli Jónsson list- málari, f. á Þóru- stöðum í Grímsnesi 4.9. 1878, látinn 9.11. 1944, og Einarbjörg Böðvarsdóttir húsmóðir og verka- kona, fædd á Teigi í Fljótshlíð, 23.10. 1903, látin 12.7. 1985. Systkini Hrafnhildar eru: Gísli, f. 23.4. 1924, d. 15.3. 1927, Freysteinn Ríkharður, f. 21.7. 1925, Rúnar Óskar, f. 17.2. 1927, d. 05.3. 1927, Aðalsteinn, f. 2.7. 1930, d. 3.9. 1989, Haraldur, f. 16.4. 1932, d. 12.3. 2005, Auður Ingrún, f. 1.10. 1934 og Skúli, f. 6.8. 1940, d. 21.4. 2006. Hálfsystkini, samfeðra, voru Jón Bergmann, f. 31.12. 1906, d. 26.4. 1985, Magnús Ingiberg, f. 3.8. 1909, d. 12.6. 1972, Ófeigur Huggeir, f. 23.10. 1911, d. 1.6. 1913, og Ingv- eldur, f. 28.09. 1913, d. 6.1. 1996. Hrafnhildur giftist Sighvati Snæ- björnssyni lækni, f. 29.6. 1938, hinn 9.12. 1967. Börn þeirra eru: 1) Sturla, f. 12.6. 1969. 2) Björg, f. 29.4. 1971. Sambýliskona Ólöf Ósk Þorsteins- dóttir. 3) Skúli, f. 30.1. 1976. Sambýlis- kona Vassant Id- mont. Barn þeirra er Markús Idmont, f. 4. febrúar 2008. Hrafn- hildur og Sighvatur slitu samvistir árið 1992. Hrafnhildur ólst upp í Kleppsholtinu í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla og Langholts- skóla. Hún bjó flestöll sín búskap- arár í Reykjavík, en nokkur ár á Hvammstanga og á Akureyri og eitt ár í Svíþjóð. Hrafnhildur starfaði við ýmis verslunarstörf í gegnum tíðina og hjá fyrirtækinu Heklu síðan 1991, við móttöku og símsvörum. Hún var mikill fagurkeri, tónlistarunn- andi og listakokkur frá náttúrunn- ar hendi. En fyrst og fremst var Hrafnhildur húsmóðir og elskandi móðir sem var vakin og sofin yfir velferð barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Útför Hrafnhildar fer fram frá Grensáskirkju í dag, þriðjudaginn 19. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma, okkur langar að kveðja þig með skemmtilegum minn- ingum sem við áttum með þér. Okkur leið vel í návist þinni og stundirnar með þér í eldhúsinu eru ómetanlegar þar sem þú eldaðir góðan mat og bakaðir pönnukökur og margt fleira. Þegar við bjuggum í Stekkjarselinu bökuðum við með þér snúða og muff- ins og þegar það fréttist í nágrenninu hjá krökkunum komu þau um leið og borðuðu herlegheitin með okkur. Eftir það varst þú kölluð ,,snúðamamma“. Þú hafðir yndi af því að dansa og tókst gjarnan létt spor við dyrakarm- inn eða við okkur systkinin og kenndir okkar að dansa og tjútta. Á sólríkum sumardegi sátum við oft úti á svölum og fengum okkur hress- ingu saman, þar hlustuðum við á tón- list í útvarpinu á meðan þú dundaðir þér við að prjóna teppi eða grilla góð- an mat. Svo voru það kvöldin sem við horfð- um á alla sakamálamyndirnar með þér og yfirleitt vissir þú hver sá seki var áður en myndin var hálfnuð og varst farin að benda okkur á hversu fallegir lampar voru í myndinni eða bentir á sófasett sem þú gætir alveg hugsað þér að eiga. Mamma vitnaði oft í góða speki og ein spekin sem kemur upp í huga okk- ar er „að hafa vit með stritinu“ sem hún sífellt þurfti að endurtaka við okk- ur. Okkur er líka minniststætt hvað hún var barngóð og sérstaklega þótti henni vænt um nöfnu sína. Alltaf gat maður leitað til þín og þú varst okkur besti vinur sem ávallt varst til staðar, gafst okkur kjark, kraft og ráðleggingar þegar við þurft- um þess við. Að kveðjustundu hefur klukkan tifað og kyrrlát nóttin, hulið stjörnusýn. Af djúpum harmi, klökkvi, brjóstum bifað í bliki af tári, speglast ást til þín. En vör sem titrar, bæn og tregi hljóður og tóm er kallar orðalaust til þín. Er eftirsjá, í miklum blíðrar móður, af minningum sem berast ótt til mín. Hver mynd er ljóð, um yl frá móðurbarmi, hvert munabrot, er óður kærleikans. og andvarp hljótt og angurdögg á hvarmi er endurkast af skini græðarans. Í bergmálinu, magnast mjúkur kliður með silfurstrengjum óma verkin þín. Og ástúð þinni, kveðast hljómakviður. Hvíldu í friði, elsku mamma mín! (Jóhann Jóhannsson.) Við munum alltaf sakna þín Sturla, Björg og Skúli. Hrafnhildur Gísladóttir, ástkær föðursystir mín, er látin og langar mig að minnast hennar hér með nokkrum orðum. Rabba frænka, eins og hún var allt- af kölluð, var yngst systkina sinna og þegar ég man fyrst eftir henni var hún glæsileg ung stúlka sem ég leit aðdáunaraugum til. Hún var hávaxin með stór blá augu og sítt ljóst hár, semsé algjör gyðja í barnslegum huga mínum. Þar að auki var hún skemmtileg og hlýleg og alltaf tilbúin til þess að spjalla og spila við okkur krakkana þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu. Hún fór fljótt að vinna fyrir sér eins og tíðkaðist á árum áður, vann um tíma í Hafnarbíói og því gat hún stundum „smyglað“ mér inn á Abbott og Kasteló, Tarsan eða Roy Rogers. Á þessum tímum var oftast nær upp- selt í bíó en þá var mér komið fyrir uppi á ofni inni í sal á gólfinu … aðal- atriðið var að komast í bíó til Röbbu frænku og fá popp og smá nammi sem hún var ekki spör á, þessi elska, og njóta þess að horfa á bíómyndirnar. Rabba gekk í hjónaband og eign- aðist börn og ekki svo löngu síðar stofnaði ég mína eigin fjölskyldu. Rabba var heimavinnandi húsmóðir og á meðan börnin hennar þrjú voru lítil naut hún þess að geta tekið á móti þeim úr skólanum og gefið þeim tíma og ástúð. Mikill samgangur var á milli okkar alla tíð því gestrisni var henni frænku minni í blóð borin og því oft blásið til samfagnaðar af litlu eða engu tilefni. Og alltaf var Rabba hress og kát, það var mikið hlegið og oftar en ekki tekið í spil og farið í leiki. Rabba var listakokkur af guðs náð og hafði mikla unun af því að elda góð- an mat. Hún var svo sannarlega í ess- inu sínu í eldhúsinu, matreiddi af mik- illi natni og væntumþykju og lagði kræsingarnar á glæsilega uppdekkað borð eins og henni einni var lagið. Hún var einnig mikill fagurkeri og opnaði augu mín fyrir fallegum borð- búnaði, kristalsvörum og öðrum glæsilegum hönnunarborðbúnaði og þó ég hafi ekki haft mikinn áhuga né þekkingu á þess konar vörum var hún dugleg við að færa mér þær í afmælis- og jólagjafir. Nú á ég henni það ekki síst að þakka að ég á glæsilegan borð- búnað til að dekka mitt borð með og kann ég svo sannarlega að meta grip- ina. Hún var ætíð mikilvægur þátttak- andi í stórum atburðum í mínu lífi, svo sem skírnum og fermingum barna minna, svo og brúðkaupi mínu þar sem hún var svaramaður minn. Þegar yngri dóttir mín var skírð var hún skírnarvottur og eignaðist í leiðinni nöfnu sem henni þótti afar vænt um. Var hún dugleg við að dekstra hana á allan hátt og nutu þær oft félagsskap- ar hvor annarrar við spilamennsku, teiknimyndaáhorf og aðra skemmti- lega iðju. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hrafnhildi frænku, betri frænku var vart hægt að huga sér. Bestu þakkir fyrir samfylgdina, mín kæra, yndislega frænka og ég veit að þér verður tekið opnum örmum af foreldrum þínum og bræðrum sem hafa farið á undan þér. Ljúf og kær minning um Hrafn- hildi frænku mun ávallt fylgja mér og minni fjölskyldu en ég veit að þér hef- ur nú verið tekið opnum örmum af foreldrum og bræðrum. Fríða Björg. Elsku hjartans Rabba mín. Það er virkilega skrítið að setjast niður og ætla skrifa eitthvað til einnar bestu frænku minnar, sem ég fæ nú ekki aftur að sjá gangandi á þessari jörð. Furðulegast af öllu er þó það að keyra aldrei aftur upp í Álftamýrina og setjast í eldhúsið hjá þér, þar sem þú býður mér upp á dód með dada (kók með klaka) og flatkökur með osti. Þær voru hvergi jafngóðar og hjá þér, þó svo að þær væru alveg sama sort og mamma keypti. Þú gafst mér alltaf tíma þegar ég kom í heim- sókn, spilaðir við mig olsen olsen, lönguvitleysu og rommý. Hekluhúsið mun ávallt minna mig á þig. Þar áttum við svo góðar stundir saman, á jólaböllunum og þegar ég og mamma komum í heimsókn til þín í vinnuna. „Hekla góðan daginn“ varstu vön að segja í símann á meðan þú brostir til okkar þegar við gengum að þér. Þú bauðst okkur upp á kex og kaffi fyrir mömmu, en náðir sérstak- lega í djús eða kakó handa mér. Þegar ég kom í pössun þegar ég var lítil varstu alltaf með stóran leik- fangakassa fyrir mig og lékst við mig. Þú sagðir að ég væri dúkkan þín og söngst fyrir mig Dansi dansi dúkkan mín. Margar eru minningarnar hjá okk- ur elsku nafna mín, eins og árið 2000 þegar við mamma og pabbi fórum með þér til Þýskalands að heimsækja Björgu frænku. Þegar gúmmíbátur- inn festist hjá nektarströndinni slengdir þú strax höndunum fyrir augun á mér á meðan þú reyndir með erfiðismunum að róa bátnum burt. Og þegar ég var í pössun í Þýskalandi hjá þér og Björgu þar sem mamma og pabbi fóru frá í nokkra daga. Þú lést allt eftir mér og leyfðir mér að horfa á Grease langt fram eftir nóttu, en þeg- ar heyrnartólin kipptust óvart úr sambandi og þessi dundrandi háa Grease-tónlist ómaði um íbúðina þeg- ar þið sváfuð man ég ennþá þann drephlægilega svip sem á þig kom þegar þú hrökkst upp úr svefni. Síðustu vikur og mánuðir hafa liðið svo fljótt. Ég hef alltaf verið svo upp- tekin og haft lítinn tíma undanfarið fyrir ættingja mína. Ég veit að þú skildir það þó svo að það sé svo sárt núna að vita hvað maður gefur stund- um sínum nánustu lítinn tíma. Ég náði aldrei að kveðja þig al- mennilega, en ég er svo fegin að hafa fengið að sjá þig í hinsta sinn og talað við þig þó svo að sálin hefði yfirgefið skrokkinn. Ég veit að þú ert fegin að hafa ekki þurft að ganga í gegnum allar þessa þjáningar sem lágu framundan hjá þér og sömuleiðis er ég fegin fyrir þína hönd. Þú varst hugrökk og stóðst með sjálfri þér og vildir aldrei fá neina meðaumkun. Minninguna um þig sitjandi í björtu eldhúsinu, með sígarettuna í hendinni og kókglasið á borðinu mun ég alltaf geyma innst í hjarta mér, þar sem hún mun aldrei gleymast. Elsku nafna mín, þú varst mér sem önnur amma og ég mun aldrei gleyma öllu því sem við gerðum saman og hvað þú gerðir fyrir mig. Ég vona að hvar svo sem þú ert núna hafir þú það gott hjá systkinum þínum og getir loks tekið því rólega. Við hittumst aftur á endanum, kæra Rabba mín. Ég elska þig. Þín nafna, Hrafnhildur Helga. Miðvikudagskvöldið 6. febrúar sl. var mér tilkynnt að þann sama dag hefði æskuvinkona mín Hrafnhildur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Við þessa harmafregn fór hugurinn á flug og ég minntist þess þegar við Rabba vinkona, eins og ég nefndi hana alltaf, kynntumst fyrst en það var sumarið 1949, ég var fimm ára gömul en Rabba sex ára. Þetta var vestur í Bjarkalundi en þar var ég part úr sumri hjá afa mínum og ömmu sem þá ráku staðinn. Rabba kom í heimsókn þangað með systur sinni Auði (Lillu) og Hákoni (Adda) móðurbróður mínum. Í Bjarkalundi lékum við okkur saman og þar upp- hófst ævilöng vinátta. Á æskuárunum vorum við mikið saman enda bjugg- um við í nálægð við hvor aðra í Kleppsholtinu, hún við Langholtsveg á Bergi en ég í Efstasundi 15. Alltaf var gott og gaman að koma að Bergi og borða með Röbbu yndislega grjónagrautinn sem Begga mamma hennar eldaði. Síðla síðasta árs töl- uðum við um gömlu góðu dagana og skemmtum okkur vel. Þegar mér var sagt nú í janúar að mín gamla góða vinkona ætti við alvarlegan sjúkdóm að etja ætlaði ég að fara að hitta hana en kallið kom of fljótt og sárt þótti mér að af fundi okkar gat ekki orðið. Megi góður guð gefa ykkur, Sturla, Björg, Skúli, Lilla, Addi og Steini, styrk á þessum erfiða tíma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Blessuð sé minning Röbbu vin- konu. Jónína Margrét. Vinkona okkar og saumaklúbbs- systir Hrafnhildur Gísladóttir er lát- in. Andlát hennar bar brátt að, og vilj- um við minnast hennar með fáeinum orðum. Kynni okkar vinkvennanna hófust fyrir hartnær 30 árum í Sví- þjóð, en allar vorum við búsettar þar ásamt fjölskyldum okkar til lengri eða skemmri tíma. Þegar traustur vinur kveður kallar það fram góðar og hlýjar minningar, ekki síst frá þess- um löngu liðna tíma þegar við áttum það allar sammerkt að vera víðs fjarri ættingjunum, og gagnkvæmur stuðn- ingur var dýrmætur. Þá sem og endranær var það Hrafnhildi ekki bara eðlislægt heldur þótti henni sjálfsagt að liggja ekki á liði sínu. Sjálf var hún með þrjú lítil börn á þessum tíma og í nógu að snúast. Þessar endurminningar frá sam- fylgdinni með henni eru öðru fremur vitnisburður um góða konu og móður, en líklega finnum við ekkert orð sem lýsir Hrafnhildi betur en einmitt það að hún var svo góð. Rík arfleifð og hlýleiki einkenndi heimili hennar og höfðingi var hún heim að sækja. Ekki óraði okkur fyrir því í vor sem leið að við sætum síðasta sinni saumaklúbb hjá Hrafnhildi. Kvöldið er okkur eft- irminnilegt, ekki síst sökum þess að húsfreyja lék við hvern sinn fingur. Glaðværð var Hrafnhildi í blóð borin en hressilega föst fyrir og fylgin sér gat hún líka verið ef því var að skipta. Að okkar mati var það þó hógværð og virðing í samskiptum við samferða- menn sína sem einkenndi hana öðru fremur alla tíð.Við þökkum Hrafn- hildi samfylgdina og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Börnum hennar og fjölskyldu allri sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Vinkonurnar í Flaggskipa- félaginu og fjölskyldur. Til minningar um góða vinkonu. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Með þessum ljóðlínum vil ég minn- ast Hrafnhildar vinkonu minnar og samstarfsfélaga hjá Heklu hf. til fjölda ára og þakka henni fyrir þær stundir er við áttum saman í þessu jarðríki. Börnum Hrafnhildar og öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu samúð og ég bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Minning um einstaka konu mun lifa í huga mér um ókomin ár. Elsa. Fréttin um andlát Hrafnhildar kom eins og reiðarslag fyrir okkur sem unnum með henni. Hún hafði nýlega greinst með illvígan sjúkdóm en eng- an grunaði hversu alvarleg veikindi hennar voru orðin. Hrafnhildur kvart- aði sjaldan og dró sífellt úr ef gengið var á hana, enda hörkudugleg og ósér- hlífin. Hrafnhildur náði 17 ára starfs- aldri í Heklu nú í byrjun janúar, en lengstan tíma vann hún við hlið Elsu, vinkonu sinnar, á skiptiborðinu. Við eigum góðar minningar um Hrafnhildi, bæði úr daglegu amstri þar sem við nutum góðs af alls kyns heimalöguðu góðgæti frá henni, sem og frá fjölda samverustunda, til dæm- is í árshátíðarferðum sem farnar voru út fyrir landsteinana. Við kveðjum Hrafnhildi með sorg en á sama tíma erum við þakklát fyrir að hafa kynnst góðri samstarfskonu og vinkonu. Fjölskyldu hennar og að- standendum vottum við innilega sam- úð. F.h. starfsmanna í Heklu, Valdís Arnórsdóttir starfsmannastjóri. Frá því við fæddumst hefur Hrafn- hildur verið hluti af lífi okkar. Móðir okkar og Hrafnhildur voru bestu vin- konur frá því að þær voru ungar. Þeg- ar við vorum lítil og Hrafnhildur flutti aftur til Íslands eyddu mamma og Hrafnhildur gjarnan eftirmiðdegin- um með okkur krakkana. Á veturna þegar skólinn var búinn skruppu þær gjarnan með okkur á skíði og frá sum- ardögum eigum við margar góðar minningar úr Stekkjarselinu. Þegar við hugsum til Hrafnhildar og allra okkar góðu stunda með henni kemur fyrst upp í hugann dillandi hlátur og glaðværð. Hún var létt á fæti og snör í snúningum. Hrafnhildur var mikill fagurkeri og ber heimili hennar þess vott. Fallega heimilið hennar Hrafn- hildar stóð okkur systkinum ætíð opið og þangað var gott að koma. Hrafn- hildur var alltaf til í að spjalla eða kenna okkur eitthvað skemmtilegt. Allir sem þekktu Hrafnhildi vissu að hún var listakokkur. Sérstaklega hugsum við systkinin um kanilsnúð- ana hennar og grillaða kjúklinginn sem var okkar uppáhald á yngri árum. Eftir að við urðum unglingar og for- eldrar okkar brugðu sér af bæ var það hefð hjá Hrafnhildi að bjóða okkur í mat. Þá eldaði hún gjarnan kjúkling- inn góða en það besta við þessi kvöld var hinn frábæri félagsskapur. Þá var hlegið dátt, oft að gömlum sögum. En nú er komið að leiðarlokum og kveðj- um við yndislega konu með hlýhug og söknuði. Elsku Sturla, Björg og Skúli, hugur fjölskyldunnar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Hrafnhildar Gísladóttur. Ásta, Rúna og Jón Eðvald. Hrafnhildur Gísladóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.