Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar IngiIngimundarson
fæddist á Hólmavík
21. janúar 1969.
Hann lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 10.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ingimundur Lofts-
son, f. 22. júlí 1921,
d. 15. ágúst 1983, og
Ragna Kristín
Árnadóttir, f. 9. júní
1931. Þau stunduðu
búskap á Hafn-
arhólmi í Strandasýslu til ársins
1969 en þá fluttu þau á Drangsnes
þar sem Gunnar ólst upp. Bróðir
Gunnars samfeðra er Sigurður
Jón, f. 3. febrúar 1944, d. 11. maí
1983. Systkini Gunnars eru Guð-
rún, f. 19. apríl 1947, maki Þór-
arinn Guðjónsson, þau eiga 2
börn; Hermann, f. 9. júní 1948,
maki Kristina Stankiewicz, þau
eiga 1 barn, Hermann á 4 börn frá
fyrra hjónabandi; Árni, f. 2. mars
1950, maki Kristbjörg J. Magn-
úsdóttir, þau eiga 4 börn; Guð-
brandur, f. 14. maí 1951, maki
Pálína Kristín Árnadóttir, þau
eiga 3 börn; Svanur Hólm, f. 27.
desember 1952; Loftur, f. 12. júní
1954, d. 17. desember 1977, maki
Stefanía Jónsdóttir, þau eiga 2
börn; Hanna, f. 8. nóvember 1955,
maki Jón H. Björnsson, þau eiga 2
börn; Hafdís, f. 17. apríl 1958,
maki Sigurður R. Sigurbjörnsson,
þau eiga 2 börn; og Erling, f. 15.
september 1960. Gunnar gekk í
Grunnskólann á Drangsnesi,
Klúkuskóla í Bjarnarfirði, Reyk-
holt og síðan Iðn-
skólann í Reykjavík.
Gunnar stundaði sjó
og ýmis önnur störf
á Drangsnesi. Í
febrúar 1988 hóf
Gunnar sambúð
með Lindu Gúst-
afsdóttur, f. 3. febr-
úar 1968, og fluttu
þau til Sandgerðis
1989. Á Suð-
urnesjum vann
Gunnar ýmis iðn-
aðarstörf, en síðast-
liðin 9 ár rak hann
sitt eigið verkstæði við fram-
leiðslu á útileiktækjum. Gunnar
og Linda giftu sig hinn 4. nóv-
ember 2006. Börn þeirra eru,
Sara María, f. 29. maí 1990, unn-
usti Egill Ragnar Brynjarsson, f.
27. apríl 1988, Guðjón Ingi, f. 28.
mars 1994, Unnur Ágústa, f. 27.
ágúst 1995, og Sverrir Svanhólm,
f. 4. mars 1997. Foreldrar Lindu
eru Unnur Guðjónsdóttir, f. 3.
september 1951, gift Sverri Jóns-
syni, f. 9. maí 1947, og Gústaf
Adolf Ólafsson, f. 12. janúar 1949.
Systkini Lindu sammæðra eru
Ásdís, maki Baldur Andri Stef-
ánsson, þau eiga 2 börn; Árný,
maki Rushit Derti, og Sverrir
Rúts. Systkini Lindu samfeðra
eru Vilbert, maki Linda Sig-
urbjörnsdóttir, þau eiga 2 börn;
Arnviður, hann á 3 börn, Ólafía,
hún á 1 barn, Jóhann, og Gústaf,
maki Agnes Valgeirsdóttir, þau
eiga 1 barn.
Útför Gunnars Inga fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Gunnar minn.
Tárin bara renna og renna.
Kökkurinn í hálsinum verður sí-
fellt stærri. Ég get ekki horft fram á
veginn, það vantar faðminn þinn.
Ég veit ég mun spjara mig en það
verður erfitt. Við áttum eftir að gera
svo margt saman, ekkert verður eins
án þín.
Hvers vegna þú, elsku Gunnar,
hvers vegna? Börnin okkar svo ung,
þau þurfa pabba, ég finn svo til með
þeim.
Ég mun reyna að vera þeim allt
sem ég get og minna þau á ást okkar
og væntumþykju og endalausa ást
okkar á þeim.
Elsku Gunnar, takk fyrir allt sem
við áttum saman.
Þín
Linda.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi,
pabbi minn.
Vegir okkar skiljast núna,
við sjáumst ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú.
Þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur okkar til.
Nú laus úr viðjum þjáninga,
að fara það ég skil.
Og þegar geislar sólar um
gluggann skína inn
þá gleður okkur minning þín,
elsku pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er
hverfur þú á braut,
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)
Við elskum þig pabbi.
Sara, Egill, Guðjón, Unnur
og Sverrir Svanhólm.
Elsku pabbi minn, núna ertu kom-
inn á þann stað sem alla dreymir um
að sjá og vita um.
Við munum aldrei gleyma því þeg-
ar þú varst að vekja mig á hverjum
degi fyrir skólann og varst alltaf al-
veg rosalega þolinmóður við mig og
svo endaði það með því að ég fékk ís-
kalt vatn á mig og var alveg brjáluð
og svo sá ég litla púkaglottið á þér,
ha,ha,ha,ha, en við vitum öll að þetta
var allt umhyggja frá þér.
Svo fékk ég að heyra það um dag-
inn að þú söngst næstum því á hverj-
um degi fyrir mig og spilaðir á gít-
arinn þegar ég var lítil, og það var
alveg frábært að fá að vita það, ég
man alltaf svo vel eftir því þegar við
vorum oft tvö uppi í herbergi að spila
og syngja saman, það var alveg ros-
lega notalegt og svo þegar þú varst að
spila öll uppáhaldslögin mín þá kom
ég og kíkti á þig og það varst þú sem
kenndir mér allt í sambandi við tóln-
ist og mér leiðist það nú ekki að hafa
genin hans pabba.
Það er bara svo frábært að muna
svona mikið þegar ég fer og lít til
baka, t.d. þegar ég var í fótboltanum
þá sá ég alltaf bros hjá þér og svo
þegar ég gerði eitthvað þá pikkaðir
þú í mig og sagðir: Sara, ekki vera
svona hörð, þetta eru bara stelpur.
Og svo hlógum við.
Svo fannst þér alveg voðalega gott
að vera í vinnunni en þegar þú varst í
fríi um helgar þá fórum við oft í ferða-
lög sem var mjög gaman. Nema í eitt
skipti þegar ég var að rifna úr gelgju
og var aldrei heima, þá fóruð þið á
Vigdísarvelli með mig, ekkert síma-
samband og ekkert nema fellihýsi,
kamar og tennis og ég var ekki alveg
sátt, ég man svo vel eftir því þegar ég
hljóp upp á kletta og öskraði og þá
kallaðir þú: Sara, passaðu þig að reb-
barnir komi ekki og bíti þig, og ég
hljóp inn í fellihýsi og var þar allan
daginn og þú hlóst bara en svo var
þetta bara rosalega gaman.
En svo kom þetta áfall þegar þú
greindist með krabbamein og þá
héldum við að allt væri búið hjá þér
en svo virtist sko ekki því þú komst sí-
fellt á óvart sem var alveg ótrúlegt.
Þú ætlaðir að ná þér fyrir okkur, þú
sýndir okkur öllum hversu heitt þú
elskaðir okkur og við metum það til
mikils. Og þú hefur alltaf gefið okkur
góðan styrk. Þú hrósaðir mér alltaf
hvað ég stóð mig vel í því sem ég
gerði, t.d. með styrktartónleikana, ég
sá hvað þú varst hamingjusamur og
mér fannst frábært að ég gat glatt
ykkur mömmu og það er ennþá talað
um þetta í dag sem er rosalega gam-
an að heyra.
Svo verð ég bara að minna þig á
hversu góður þú varst þegar við
Gunnar Ingi
Ingimundarson
Elsku sonur minn. Takk
fyrir alla þá ástúð og hetju-
dáð sem þú hefur sýnt mér á
þessum stundum. Það verður
mér ómetanlegt þegar fram
líða stundir. Nú veit ég að þú
ert í öruggum höndum hjá
föður þínum og bræðrum.
Þakka þér fyrir allt, Guð
blessi þig.
Þín
mamma.
Ég óska þess að þú værir
hér, vegna þess að þú brosir
svo fallega, þú hlærð svo
ljúft, þú ert svo fallegur, ljúf-
ur og góður, af því að þú ert
faðir minn.
Þín
Unnur.
Elsku Gunnar minn. Nú
ertu komin á betri stað eftir
erfiða baráttu við veikindin.
Þegar ég spurði þig hvernig
þú hefðir það svaraðir þú
ávallt bara fínt eða mjög
gott. Þú kvartaðir aldrei og
þú varst svo sterkur. Elsku
Gunnar, mér þykir ótrúlega
vænt um þig.
Elsku Linda og börn, megi
Guð hjálpa ykkur í gegnum
sorgina og vaka yfir ykkur og
fjölskyldum.
Rushit Derti. Dimitri.
HINSTA KVEÐJA
✝
Okkar ástkæri,
JÓN HILMAR SIGURÐSSON,
líffræðingur,
frá Úthlíð,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að heimili sínu miðvikudaginn
16. febrúar.
Gísli Sigurðsson, Jóhanna Bjarnadóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Björn Sigurðsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Guðmundur Arason,
Kristín Sigurðardóttir, Werner Rasmusson,
Baldur Sigurðsson, Kristbjörg Steingrímsdóttir,
Guðný Guðnadóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN BJARNASON,
andaðist á Hrafnistu laugardaginn 9. febrúar.
Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Grensáss og Hrafnistu fyrir
hlýhug og einstaka umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristlaug Vilfríður Jónsdóttir
og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ANNA HÄSLER,
Sundstræti 36,
Ísafirði,
lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
föstudaginn 15. febrúar.
Bæring Gunnar Jónsson,
Hans Georg Bæringsson, Hildigunnur Lóa Högnadóttir,
Geir Elvar Bæringsson, Inga Lára Þórhallsdóttir,
Gunnar Reynir Bæringsson, Guðrún Arnfinnsdóttir,
Gertrud Hildur Bæringsdóttir, Valgeir Guðmundsson,
Jón Sigfús Bæringsson, Edda Bentsdóttir,
Henry Júlíus Bæringsson, Jóna Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar,
BENEDIKT JÓNASSON,
Munkaþverárstræti 44,
Akureyri,
er látinn.
Útför auglýst síðar.
Jóna S Jónasdóttir,
Jónas Jónasson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA HANNESDÓTTIR,
Skálagerði 15,
Reykjavík,
áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6,
Vopnafirði,
lést á Vífilsstöðum 14. febrúar.
Hólmfríður Kjartansdóttir, Sigurður Adolfsson,
Inga Hanna Kjartansdóttir,
Kjartan Þórir Kjartansson, Áshildur Kristjánsdóttir,
Baldur Kjartansson, Hrönn Róbertsdóttir,
Erla Kjartansdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson,
börn og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
BÁRÐUR SIGURÐSSON,
lést á Vífilsstöðum mánudaginn 18. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson,
Björgvin Þorleifsson,
Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsd. Snædal,
Bárður Þór Stefánsson, Jenna Huld Eysteinsdóttir,
Pálína Sigurrós Stefánsdóttir, Veigar Grétarsson,
Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Óskar Sigurðsson
og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GEIR GÍSLASON,
fyrrv. flugmaður,
Strandgötu 73b,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 12. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Erna Þorsteinsdóttir,
Anna Geirsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason,
Geir Harrýsson,
Erna Rut Vilhjálmsdóttir,
Gísli Vilhjálmsson.