Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 29
bjuggum uppi á Heiðarhvammi, ég
var bara sirka fimm ára, Guðjón litli
bróðir var að stríða mér og ég henti
honum á stólinn hjá símanum og
gerði gat á hausinn á honum og það
voru jól svo ég átti eitt stk. jóladaga-
tal en mamma var svo reið að hún
henti því og þú vorkenndir mér svo
mikið að þú fórst og keyptir nýtt
handa mér.
En nú situr þú uppi á himnum og
lítur eftir okkur og við viljum öll að þú
vitir að þú ert alltaf í hjarta okkar. Við
elskum þig öll.
Þín dóttir,
Sara María Gunnarsdóttir.
Í dag hveð ég Gunnar Inga bróður
minn. Mér er enn í fersku minni þeg-
ar mamma kom með hann heim af
fæðingarheimilinu. Mér fannst hann
svo fallegur með bollukinnar og
dökkt hár. Þar sem ég var 11 árum
eldri en Gunnar kom það í minn hlut
að passa hann og var það alltaf jafn
gaman. Hann var þægur og góður en
átti þó til að vera mikill prakkari.
Honum fannst gaman að gera mig
reiða þar sem hann vissi vel að ég var
aldrei reið lengi og fyrirgaf honum
alltaf. Við ólumst upp á Drangsnesi
og þar fór ég með hann á vit ævintýr-
anna. Pollar, lækir, gatan og sjórinn.
Ég kenndi honum að leika sér við sjó-
inn en reyndi jafnframt að sýna hon-
um hvað sjórinn gat verið hættuleg-
ur. Það var margt sem við gerðum
saman. Þegar ég flutti til Reykjavík-
ur kom Gunnar og var oft hjá mér. Þá
áttum við notalega tíma yfir nammi
og ís. Það var margt sem við gerðum
og þar sem við vorum góðir vinir bað
hann mig um að fara með sér og
kaupa fermingarfötin. Þau innkaup
voru frekar fyndin því eftir fyrsta
leiðangurinn komum við heim með
gallabuxur og bol. Ekki alveg það
sem foreldrar okkar höfðu vænst en
við náðum þá að redda þessu og
Gunnar var því glerfínn á ferming-
ardaginn sinn. Við áttum saman góð-
an dag frá því hann var lítið barn og
fram á síðasta dag.
Gunnar kynntist stóru ástinni í lífi
sínu, henni Lindu, þá aðeins 19 ára.
Þau eignuðust saman 4 yndisleg
börn. Hann var mikill pabbi og átti
fjölskyldan saman góðar stundir. Þau
reyndu að fara flestar helgar í sum-
arbústaðinn sinn og var gaman að
koma þangað í heimsókn því þar var
ævintýraheimur barnanna.
Gunnari var margt til lista lagt.
Mikill handverksmaður og duglegur
til verka. Hann rak fyrirtæki sem
framleiddi barnaleiktæki. þar var
hann á heimavelli. Búa til snið af
tækjum, hugmyndaríkur og tilbúinn í
nýjungar. Allt til að gera sem flottast
fyrir börnin.
Fyrir 2 árum greindist Gunnar
með illvígan sjúkdóm. Hann var
ákveðinn í að sigra. Vel studdur af
fjölskyldu og með Lindu sér við hlið
háði hann mikla baráttu. Þó svo að
Gunnar hafi ekki sigrað í þessari bar-
áttu er hann mikill sigurvegari. Að
láta aðstæður ekki buga sig og gefast
ekki upp. Það er sigurvegari. Gunnar
var trúaður og velti þvi fyrir sér hvort
pabbi væri með traktor þarna uppi.
Broslegt en nú gæti ég trúað að þeir
þrír bræðurnir og pabbi væru byrj-
aðir að smíða leiktæki fyrir litlu börn-
in sem farið hafa allt of snemma.
Saman geri þeir stóra kastala og
flotta leikgarða fyrir litlu vini okkar
sem nú eru hjá þeim.
Elsku Linda og börnin. Ykkar
missir er mikill og það er fátt sem
getur bætt þennan missi. En þið eigið
þó góðar minningar um mann sem
var ástríkur og góður faðir og um
fram allt góð fyrirmynd.
Elsku mamma okkar. Þinn missir
er líka mikill. Það er fátt erfiðara en
að missa börnin sín. Munum þá að
Gunnar skilur eftir sig mikið af minn-
ingum og verkum. Hann skilur eftir
sig konu og börn sem við þurfum að
hugsa vel um. Minningin um þenna
baráttuglaða dreng verður ekki frá
okkur tekin.
Eslku Gunnar minn, ég mun sakna
þín. Guð blessi þig
Hafdís Ingimundardóttir
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Inga Ingimundarson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elskulegur faðir okkar,
BORGÞÓR ÁRNASON
vélstjóri,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00.
Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágúst Heiðar Borgþórsson,
Hrafnhildur Borgþórsdóttir,
Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir,
Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
ÁRMANN HALLDÓRSSON
fyrrum kennari á Eiðum,
Ljósheimum 22,
Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, föstudaginn
15. febrúar.
Ingibjörg Kristmundsdóttir,
Eygló Eiðsdóttir, Knútur Hafsteinsson,
Kári, Vera og Elín Inga Knútsbörn.
✝
Okkar ástkæra,
NIKOLÍNA HELGADÓTTIR
frá Suður-Vík,
lést á heimili sínu að Kumbaravogi miðvikudaginn
13. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 21. febrúar kl. 15:00,
Matthildur Valfells,
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Vigfús Ásgeirsson.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR
frá Valhöll,
síðast til heimilis að Austuvegi 5,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju
miðvikudaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Hafsteinn Sigurðsson, Olga Siggeirsdóttir,
Svanfríður Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon,
Birgir Sigurðsson, Kristín Arnberg,
Þórður M. Sigurðsson, Kristín Sigurjónsdóttir,
Ólína Herdís Sigurðardóttir,
Steinunn S. Sigurðardóttir, Ísak Þórðarson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Föðurbróðir okkar,
SIGURGEIR GUÐFINNSSON,
fyrrum vélstjóri
frá Keflavík
lést laugardaginn 2. febrúar á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðfinna Sigurþórsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
Guðný M. Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sigurþórsdóttir,
Þorgerður J. Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SVENNA RAKEL SIGURGEIRSDÓTTIR
Fífulind 2,
Kópavogi,
lést á heimili sínu laugardaginn 16. febrúar.
Halldór Pálsson
Þóranna Halldórsdóttir, Kolbeinn Sverrisson
Heimir Halldórsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir
Sigurgeir Már Halldórsson, Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
Daníel Snær, Halldór, Arnar Freyr,
Rakel Björk og Ásdís Birta.
✝
Ástkær móðir okkar og amma,
GUÐRÚN ELVAN FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn
14. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnar Haukur Ómarsson, Katrín Inga Hólmsteinsdóttir,
Fjóla Sigurbjörg Ómarsdóttir,Pétur Sigurðsson,
Þröstur Ránar Þorsteinsson,
Halldór Nordquist Grímsson,
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILJA JÓELSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést miðvikudaginn 6. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 22. febrúar kl.14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness
E-deild.
Marteinn Þór Kristjánsson, Ásta Óla Halldórsdóttir,
Jóel Kristjánsson, Helga Sigurrós Bergsdóttir,
Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir, Þórólfur Tómasson,
Kristján Haraldur Kristjánsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Guðni Kristjánsson, Kristbjörg Kemp,
Jónína Hafdís Kristjánsdóttir, Guðmundur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
ÓLAFUR ÞORGEIRSSON
frá Ísafirði,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur laugardaginn 9. febrúar
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
21. febrúar kl. 15.00.
Ása Fanney Þorgeirsdóttir,
Jóhann Þorgeirsson,
Þorgeir, Hildur, Páll Reynir
og börn þeirra.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINGRÍMUR HELGASON,
stórkaupmaður,
lést á dvalarheimilinu Eir að morgni 17. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar-
sjóð FAAS (alzheimer.is)
Unnur Heba Steingrímsdóttir, Nikulás Róbertsson,
Helga Guðrún Steingrímsdóttir,Eiríkur Hauksson,
Jón Hólmgeir Steingrímsson, Soffía Hilmarsdóttir,
Ingunn Steingrímsdóttir,
og barnabörn