Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 39 SVO virðist sem samkomulag hafi ekki náðst í skilnaðarmáli Bítilsins Paul McCartney og Heather Mills eins og talið var líklegt. Dómari mun því úrskurða í málinu innan nokkurra vikna. Nicholas Mostyn, lögmaður McCartneys, staðfesti við dómshúsið í gær að dómari hafi nú málið til úr- skurðar. Málið hefur verið rekið fyrir dómara í London undanfarna viku og var gert ráð fyrir að skrifað yrði und- ir samkomulag í gær. McCartney var ekki í dómshúsinu í gær en Mills sást fara þaðan brosandi. Eignir McCartneys eru metnar á 825 millj- ónir punda og hafa líkur verið leiddar að því að skilnaðurinn verði með þeim dýrustu í sögu Bretlands. Það að dómari skuli úrskurða í málinu þykir hins vegar auka líkurnar á því að tekið verði tillit til þess hversu skammvinnt hjónabandið var. Úrskurður dómarans verður bind- andi en þó geta deiluaðilar áfrýjað honum til ákærudómstóls. Rétt- arhöld fyrir honum yrðu þá fyrir opnum tjöldum og er talið að McCartney vilji mikið til vinna til að forðast slíkt. Sögð hafa haldið sigurveislu Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í gær að Heather Mills hefði boðið til gleð- skapar á sunnudaginn til að fagna því að sátt væri að nást milli hennar og Bítilsins Sir Paul McCartney um að hún fengi greiddar um átta milljarða íslenskra króna í skilnaðar- og fram- færslugreiðslur. Samkvæmt sam- komulaginu átti Heather að fá 2,6 milljarða króna eingreiðslu þegar skilnaðurinn yrði endanlegur auk 340 milljóna króna í árlegar framfærslu- greiðslur með dóttur þeirra Beatrice þar til hún nær átján ára aldri. Þá samþykkti McCartney að stofna styrktarsjóð fyrir Beatrice sem hún myndi fá aðgang að þegar hún næði átján ára aldri. Mills mun hafa fallist á þá kröfu McCartneys að tjá sig aldrei framar opinberlega um skilnað þeirra né birta myndbands- dagbókarfærslur sem hún hóf að gera í kjölfar skilnaðarins í maí árið 2006. Þá mun hún hafa fallist á að búa hluta úr ári á Bretlandi með Beatrice en hún er sögð hafa í hyggju að búa í Póllandi eða Tékklandi. Leitar að nýjum manni Samkvæmt samkomulaginu átti McCartney einnig að sjá mæðgunum fyrir öryggisvörðum, barnfóstru, ráðskonu, einkaþjálfara og ferðapen- ingum. Mills átti hins vegar ekki að fá neina af húseignum McCartneys í sinn hlut og ekki eiga rétt á erfðum eftir hann að honum látnum. Að sögn gests í boðinu mun Mills hafa boðið til veislunnar til að þakka þeim sem stóðu með henni í baráttu hennar við McCartney en einnig mun hún hafa verið að núa skiln- aðargreiðslunum um nasir Bítilsins því að hann hafi margoft sagt að hún fengi ekki krónu. Á sama tíma hefur snyrtifræðingur Mills sagt fjöl- miðlum frá því að Mills hafi að und- anförnu skipað starfsfólki sínu að grennslast fyrir um allar eignir McCartneys, svo sem húsgögn og Bítlagripi ýmiss konar, því að Mills sé viss um að McCartney sé mun auðugri en hann viðurkenni. Snyrti- fræðingurinn hefur ennfremur sagt að Mills haldi því fram að áfeng- isdrykkja McCartneys hafi stíað þeim í sundur. Nú mun hin nýríka Mills vera á höttunum eftir öðrum manni sem gæti stutt hana í baráttu hennar gegn jarðsprengjum og deilt áhuga hennar á dýravernd. Drauma- karlinn mun vera á aldrinum 45 - 60 ára, grænmetisæta með góðan húm- or. Engin sátt í máli Mills og McCartney Ótímabær veisla Heather Mills setti mögulega strik í reikninginn Sagan endalausa Heather Mills var brosmild í gær þegar hún gekk úr dómshúsi í London þrátt fyrir að ekki hefði náðst sátt í skilnaðarmáli hennar og Sir Pauls McCartney. Bítillinn mætti ekki til dómshússins í gær en málið verður aftur tekið fyrir eftir nokkrar vikur. Af myndinni að dæma fer málið þónokkuð í taugarnar á McCartney. Reuters Það er Besta þjónusta farsímafyrirtækja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007 „Brúðguminn er heilsteypt og skemmtileg mynd sem kemur eins og ferskur andvari inn í skammdegið.” -S.P., Kvika Rás 1 Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWERSÝNING -bara lúxus Sími 553 2075 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5:30 m/ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10 HANN HELDUR AÐ ÞAU SÉU STRANDAGLÓPAR.... EN HÚN VEIT BETUR. Into the wild kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Rambo kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíuleikunum kl. 5:30 Atonement kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRIÐÞÆING Kauptu bíómiða á netinu á www.laugarasbio.is Stærsta kvikmyndahús landsins SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI LANG VINSÆLASTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 40.000 GESTIR - 5 VIKUR Á TOPPNUM! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! - H.J. , MBL eeeee eeee „Frábær mynd” - E.E., DV „Myndin er verulega vel leikin og að öllu leyti frábær” - E.E., DV - V.I.J. 24 STUNDIR eeee - V.J.V. TOPP 5 - V.I.J. 24 STUNDIR eeee - V.J.V. TOPP 5 eeee “Brúðguminn er skemmtileg mynd sem lætur áhorfendur hljæja og líða vel“ - G. H., FBL eeee Besta íslenska fíl-gúdd myndin fyrr og síðar “ - S.S. , X-ið FM 9.77

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.