Morgunblaðið - 31.03.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.2008, Síða 2
Í HNOTSKURN »Sýningin Matur 2008 frestastfram á haust og verður lík- lega með breyttu sniði til að bregðast við nýjum aðstæðum á markaði. »Líklega fellur Golfsýningin2008 niður en Ferðatorg verður haldið nær sumri og einn- ig með breyttu sniði. »Skipuleggjendur sýningannasegja ljóst að fyrirtæki hafi minni fjármuni til að verja í sýn- ingahald. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is VEGNA núverandi aðstæðna á markaði hafa skipuleggjendur sýn- inganna Matur 2008 og Ferða- og golfsýningarinnar 2008 þurft að fresta sýningunum. Virðast hafa úr minna að spila Gunnar Rafn Birgisson er fram- kvæmdastjóri Íslandsmóta, sem sjá um framkvæmd og skipulagningu sýninganna og segir hann ákvörð- unina hafa verið tekna í samráði við sýnendur: „Við höfum fundið fyrir því að áhugi seljenda fyrir sýningahaldi er ekki eins mikill og verið hefur hingað til. Þau fyrir- tæki sem tekið hafa þátt í fyrri sýningum hugðust ýmist sleppa þátttöku eða hafa mun minni bása en þau hafa haft hingað til, svo ekki reyndist lengur nægilegur grundvöllur fyrir sýningarhaldinu,“ útskýrði Gunnar Rafn í samtali við blaðamann en í tilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að ljóst sé að fyrirtæki hafi minni fjármuni til fjárfestinga í markaðs- og kynning- arstarfi í tengslum við sýningahald á innlendum markaði en á undan- förnum árum. Sýningin Matur 2008 er í eigu Kópavogsbæjar og segir Gunnar Rafn unnið að breytingum á sýn- ingunni til að bregðast við núver- andi aðstæðum. Fyrirhugað er að halda sýninguna í vetrarbyrjun og væntanlega með öðrum áherslum en hingað til, svo að nálgast megi betur þarfir markaðarins eins og þær eru í dag. Gunnar Rafn segir óvíst hvort Ferða- og golfsýningin verði haldin í ár. Þó er fyrirhugað að efna til Ferðatorgs þegar nær dregur sumri, samt með öðru sniði en áð- ur. Urðu að fresta vöru- og þjónustusýningum Morgunblaðið/ÞÖK Forvitnilegt Ekki var nægur áhugi meðal seljenda til að stæði undir sams- konar sýningahaldi og fyrri ár. Myndin er frá sýningunni Matur 2006. Fyrirtæki virðast hafa minna svig- rúm til kynninga 2 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LEIKHÓPURINN Perlan fagnar 25 ára leikaf- mæli um þessar mundir. Afmælið verður haldið með sýningu á Nýja sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 6. apríl. Þar verða frumsýnd tvö ný leikverk: Mídas konungur er með asnaeyru og Ljón og mýs, en bæði verkin eru í leikgerð og leikstjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Perlan sýnir líka dansverkið Body-Slap eftir Láru Stefáns- dóttur, undir hennar stjórn. Þá verða sýnd myndbönd svo sem Svefn-genglar Sigurrós og Perlan. Í Perlunni eru 11 manns og sýna þau öll á afmælissýningunni. Þrír í Perlunni eru búnir að vera frá upphafi en umsjónarmaður og leik- stjóri frá byrjun er Sigríður Eyþórsdóttir. Kynn- ar á afmælissýningunni verða Bergljót Arnalds og Benedikt Erlingsson leikarar. Á myndinni eru frá vinstri: Sigríður Eyþórs- dóttir, Sigrún Árnadóttir, Hildur Davíðsdóttir, Matthías Arnalds, Garðar Hreinsson, Bryndís Hilmarsdóttir, Hreinn Hafliðason, Sigfús Svan- bergsson, Neðri röð: Gerður Jónsdóttir, Ingi- björg Árnadóttir, Ragnar Ragnarsson, Eva Donaldsdóttir, Birgitta Harðardóttir og Guðrún Ósk Ingvarsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Perlan á bráðum stórafmæli ENGAR tilkynn- ingar um hópupp- sagnir höfðu bor- ist Vinnumála- stofnun í lok síðustu viku, að sögn Gissurar Péturssonar, for- stjóra stofnunar- innar. Gissur segir að þó gæti einhverra hreyfinga, t.d. í byggingariðnaði, og hafi allmargir út- lendingar úr þeim geira lagt leið sína á skrifstofur Vinnumálastofnunar upp á síðkastið til að fræðast um rétt- indi sín. Byggingarfyrirtækið Stafnás sagði upp 95 starfsmönnum í byrjun mán- aðarins, en Gissur bendir á að þær uppsagnir geti ekki allar skrifast á þá efnahagslægð sem nú virðist hafin: „Það er þó klárt að lítil hreyfing í sölu eigna mun væntanlega valda því að hægir á í byggingariðnaði á næstu mánuðum,“ segir Gissur. Bitnar fyrst á útlendingum Atvinnuleysi mælist enn mjög lítið, og spáir Gissur að ef þrengingar verða á vinnumarkaði muni það fyrst bitna á erlendu vinnuafli. „Þeir hafa margir viljað kynna sér möguleika á að nýta í heimalandi sínu áunnin bóta- réttindi. Eins er sennilegt að geng- isfall krónunnar snerti sérstaklega illa þá sem senda hluta af launum sín- um til heimalandsins, og mögulega verða til þess að sumir þessara starfs- manna sjái sér ekki hag í að stunda frekari störf á landinu.“ Útlending- ar spyrja um bótarétt Gissur Pétursson Engar hópuppsagnir hafa verið boðaðar BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Kaupþingi, þar sem orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunn- ar er vísað algerlega á bug. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Kaupþing hefur margoft gefið upp í tengslum við birtingu uppgjöra að gjaldeyristengdar eignir eru um- fram gjaldeyristengdar skuldir til þess að verja eiginfjárhlutfall bank- ans fyrir veikingu íslensku krónunn- ar. Einnig er send skýrsla daglega til Seðlabanka Íslands sem sýnir gjald- eyrisviðskipti bankans við viðskipta- vini sína. Með þessu móti ríkir fullt gegnsæi á gjaldeyrisviðskiptum Kaupþings með íslensku krónuna. Kaupþing vísar algerlega á bug orð- rómi þess efnis að bankinn hafi vís- vitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar í viðskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði,“ segir í yfirlýs- ingu Kaupþings. Vísar orð- rómi á bug ♦♦♦ BANASLYS varð á Fjarðarheiði á laugardag þegar vélsleði fór fram af snjóhengju og lenti ofan í gili. Hinn látni hét Birgir Vilhjálms- son og var 48 ára, til heimilis á Reynivöllum 12 á Egilsstöðum. Birg- ir lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Lést í vélsleðaslysi ♦♦♦ DÁLKAHÖFUNDUR í Financial Times, Wolfgang Munchau, ritar í grein í gær að illkvittinn orðrómur um íslenskt efnahagslíf sé ekki rétt- lætanlegur. Í greininni kveður við öllu jákvæðari tón en sést hefur í umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ís- land að undanförnu. Telur Munchau meiri ástæðu fyrir alþjóðlega fjár- festa til að hafa áhyggjur af aukinni verðbólgu í Bandaríkjunum eða samdrætti í Bretlandi heldur en Ís- landi. Munchau telur ýmsa hagvísa sýna að íslenskt hagkerfi sé traust, m.a. vel menntað og sveigjanlegt vinnu- afl, lítið atvinnuleysi og traustir líf- eyrissjóðir. Vandi hagkerfisins sé ekki fjármálageirinn, heldur miklu frekar innra ójafnvægi í efnahagslíf- inu, sem komi í veg fyrir að peninga- málastefnan virki. Er verðtrygging- in þar nefnd til sögunnar og hvernig ríkisrekinn íbúðalánasjóður heldur einkareknum bönkum frá þeim markaði. Vitnar dálkahöfundurinn m.a. til skýrslu Richard Portes og Friðriks Más Baldurssonar, þar sem segi m.a. að íslensku bankarnir standist vel samanburð við sambærilega evr- ópska banka. Dregur hann í efa að hátt skuldatryggingarálag þeirra sé réttlætanlegt. Væri svo ættu þeir að vera orðnir gjaldþrota. Íslenskt hagkerfi traust Orðrómur um Ísland ekki réttlætanlegur, segir í grein í FT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.