Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Ný peysusending
Hverfisgötu 6 101 Reykjavík
sími 562 2862
VERÐLAUN voru veitt í gær í
stærðfræðikeppni nemenda í 8. til
10. bekk, sem Menntaskólinn í
Reykjavík efndi til á dögunum.
Keppnin var núna haldin í 7. sinn,
og tóku alls þátt 275 nemendur úr 8
grunnskólum.
„Tilgangurinn með keppninni er
að auka áhuga ungra nemenda á
stærðfræði og efla tengslin við
skólana í næsta nágrenni Mennta-
skólans,“ segir Yngvi Pétursson,
rektor við MR. „Ljóst er að krakk-
arnir hafa mikinn áhuga á keppn-
inni. Mörg þeirra keppa ár eftir ár
og bæta árangur sinn í hvert skipti.“
Hver árgangur keppti í eigin
flokki, og hlutu efstu þrír í hverjum
árgangi vegleg peningaverðlaun í
boði Sparisjóðs Reykjavíkur. Í efstu
sætum voru, í 8. bekk: Stefanía
Bergljót Stefánsdóttir, Geirþrúður
Anna Guðmundsdóttir og Sólveig
Ásta Einarsdóttir. Í 9. bekk: Karl
Þorláksson, Halla B. Sigurþórsdóttir
og Kristján Ingi Mikaelsson. Í 10.
bekk: Auður Tinna Aðalbjarn-
ardóttir og Haukur Óskar Þorgeirs-
son, en Árni Sturluson og Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir deildu
3. sæti.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Klár Þeir sem best stóðu sig í stærðfræðikeppni grunnskólanema hlutu vegleg peningaverðlaun.
Betri með hverju árinu
Stærðfræðikeppni grunnskólanema haldin í MR
SENDINEFND frá Montana kom
hingað í seinustu viku að kynna sér
virkjunarmöguleika jarðhitunar. Í
hópnum var m.a. Jeff Essmann öld-
ungadeildarþingmaður á þingi
Montana og Brady Wiseman sem á
sæti á fulltrúaþingi ríkisins.
Ferð hópsins hingað til lands kem-
ur í framhaldi af heimsókn íslenskr-
ar viðskiptasendinefndar til Mont-
ana og Utah á síðasta ári.
„Montanaríki býr að öllum þeim
náttúruauðlindum sem nota má til
orkuframleiðslu, hvort sem það eru
kol, olía, vatnsföll eða vindur. Það
var hins vegar ekki fyrr en íslenska
sendinefndin kom til okkar að við
gerðum okkur grein fyrir möguleik-
um jarðhitans,“ segir Brady Wise-
man.
Margir möguleikar
Thomas Kaizerski, verkefnastjóri
hjá viðskiptaráði Montana, segir rík-
ið auðugt af jarðhita og bendir m.a. á
að hluti af Yellowstone-þjóðgarðin-
um liggi um þeirra svæði, en garð-
urinn er eitthvert virkasta goshvera-
svæði í heimi. „Ljóst er að margir
þróunarmöguleikar eru í stöðunni,“
segir hann.
Þingmaðurinn Jeff Essmann
kveðst fullur hrifningar yfir því sem
fyrir augu hefur borið í ferðinni. Þó
verði að hafa í huga að notkun Ís-
lendinga á heitu vatni til orkusköp-
unar og húshitunar sé ávöxtur ára-
tugalangrar vinnu, fjárfestingar og
rannsókna: „Það verkefni sem bíður
okkar þegar heim er komið er að
rannsaka nánar jarðhitasvæði ríkis-
ins til að fá skýrari hugmynd um
virkjunarmöguleika og virkjunar-
getu,“ segir hann. „Það er ljóst að
byrjunarkostnaður við virkjun yrði
hár, og því gengur ekki að fara strax
af stað með borinn. Að sama skapi er
ljóst að fjárfestingin getur verið
skynsamleg, enda orkan ódýr þegar
virkjunin er risin.“
Þekktu ekki mögu-
leika jarðhitans
Fulltrúar frá Montana fræðast
um jarðhitanotkun á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
Vongóðir Thomas Kaiserski, Jeff Essmann og Brady Wiseman segja Mont-
ana hafa mikla möguleika til jarðhitanotkunar.
NIÐURSTÖÐUR verkefnis um
opnun aðgengis að Þríhnúkagíg
verða væntanlega kynntar á opnum
fundi fyrir næsta haust, samkvæmt
upplýsingum VSÓ Ráðgjafar. Fyrir-
tækið hefur birt upplýsingar um
stöðu verkefnisins á heimasíðu sinni
en undirbúningur er kominn vel á
veg.
Settar hafa verið upp öryggisgirð-
ingar við gígopið til að tryggja ör-
yggi göngufólks og náttúruskoð-
enda. Var það gert í samræmi við
samning Þríhnúka ehf. við Kópa-
vogsbæ.
Einnig hefur félagið afmarkað
gönguleiðir á og við gíginn til þess að
koma í veg fyrir átroðning og ónær-
gætna umgengni á viðkvæmum jarð-
myndunum og gróðri. Þá hafa Þrí-
hnúkar ehf. að eigin frumkvæði
hannað og reist upplýsingaskilti um
gíginn göngufólki til ánægju og upp-
lýsingar. Þríhnúkar ehf. hafa aflað
mikilla upplýsinga og álits sérfræð-
inga varðandi aukið aðgengi að gígn-
um. Uppmælingu á gígnum er lokið
og gerðar hafa verið rannsóknir á
jarðfræði hans, vatnafari og gróður-
fari við hann. Þá hafa verið teknar
saman upplýsingar um hella í
Strompahrauni og þeir kortlagðir.
Gerð hefur verið skýrsla um tæki-
færi til ferðaþjónustu í sambandi við
opnun Þríhnúkagígs, gerðar tillögur
að aðkomuleiðum að gígnum auk
þess sem nemar á háskólastigi hafa
gert skýrslur tengdar aðgengi Þrí-
hnúkagígs. Hugmyndin um að opna
aðgengi að Þríhnúkagíg hefur einnig
verið kynnt helstu hagsmunaaðilum
og leyfisveitendum.
„Tillögur um opnun gígsins, að-
komu og skipulag munu byggjast á
niðurstöðum náttúrufarsrannsókna,
samráði við helstu hagsmunaaðila og
úttektum sem gerðar hafa verið í
tengslum við verkefnið. Forsendur
innan Bláfjallafólkvangs hafa verið
skoðaðar með tilliti til samnýtingar
þjónustu og lagna, auk þess sem
ferðamannaleiðir í nágrenni hafa
verið kortlagðar. Markmið verkefn-
isins er að skilgreina hvernig stýra
megi framkvæmdum við opnun Þrí-
hnúkagígs þannig að sem minnst
röskun verði á aðliggjandi landi og á
hvern hátt koma megi mannvirkjum
fyrir þannig að sem best falli að
landslagi. Til að skaða náttúrufyrir-
bærið sem minnst, upplifa stærð og
mikilfengleik sýna rannsóknir að að-
koma og upplifun ferðamannsins
verði best útfærð með aðkomugöng-
um inn í miðjan gíginn,“ segir m.a. í
upplýsingum VSÓ Ráðgjafar.
Ljósmynd/Kristján Maack
Gersemi Þríhnúkagígur þykir ægifögur og nær ósnortin náttúrugersemi í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstöður um Þrí-
hnúkagíg fyrir haustið