Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.03.2008, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Samtök hollenzku smásölunnar fyrirmatvöru hafa nú ákveðið að selja ein-göngu umhverfisvottaðan fisk og fiskúr sjálfbærum veiðum frá og með árinu 2011. „Frá árinu 2011 verður allur veiddur fiskur í sérhverri smásölukeðju í Hollandi að vera vottaður af MSC, Marine Stewardship Council, og allur eldisfiskur að vera vottaður af Global Gap, segir Marc Jansen, formaður sam- takanna the Central Bureau Levensmiddel- handel, í samtali við alþjóðalega sjávarafurða- tímaritið Seafood International. Innan samtakanna eru 25 smásölukeðjur að með- töldum Albert Heijn, Laurus, Aldi, Colruyt og SuperUnie. Verzlanir þeirra eru meira en 4.500 talsins. Samanlagt nemur árleg sala þeirra á ferskum fiski 200 milljónum evra, sala á fryst- um fiski 160 milljónum evra og niðursoðnum fiski 55 milljónum. Það eru tæplega 50 millj- arðar íslenzkra króna, en ræðst vissulega af genginu þessa dagana. Þetta eru merkileg áform. Ekki er annað hægt en að velta því fyrir sér, hvernig þessar verzlanir ætla að svara eftirspurn eftir fiski með því að einskorða framboðið við afurðir vottaðar af MSC og Global Gap. Mjög lítill hluti fiskveiða Hollendinga hefur verið vottaður af MSC og þó töluverður fjöldi veiða á afmörkuðum tegundum hafi hlotið slíka vottun, gæti þetta markmið orð- ið strembið. Þessi áform eru vissulega góð og gild. Það er háleitt markmið að selja ekki annan fisk en þann sem kemur úr sjálfbærum veiðum. Það er sjálfsagt að setja þrýsting á þær þjóðir sem ekki stunda ábyrgar fiskveiðar, en þá ættu annað hafa orðið uppvís að ósannindum, segja sér fyrir verkum við nýtingu eigin auðlinda? Hvaða þjóð vill láta alþjóðlega samsteypu eins og Unilever, sem ekki hefur alltaf haft gott orð á sér, segja sér fyrir verkum í þessum efnum? Þarna eru á ferðinni stórhættuleg áform, sem eru reyndar varla framkvæmanleg af mörgum ástæðum. Það er þó full ástæða til að gjalda var- hug við áformum af þessu tagi. Við Íslendingar og aðrar fiskveiðiþjóðir eigum ekki að láta segja okkur fyrir verkum í þessum málum. Við eigum að stunda sjálfbærar, ábyrgar fiskveiðar eins og við teljum okkur gera og gera umheiminum það ljóst. Á grunni þess eigum við að gefa út um- hverfismerki, annaðhvort alíslenzkt eða sam- norrænt. En það er ekki eftir neinu að bíða. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi meðan MSC og WWF taka sér smám saman það vald að einoka umhverfisvottun sjávarafurða. Stórhættuleg áform »Hollenzka smásalan ætlarsér að selja eingöngu fiskafurðir vottaðar af SC innan þriggja ára BRYGGJUSPJALLL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is aðildarlönd ESB, þar með taldir Hollendingar, fyrst og fremst að líta í eigin barm. Taka til í eigin bakgarði áður en þær fara að gera at- hugasemdir við aðra, sem standa sig miklu bet- ur. Það sem er alvarlegast í þessum áformum er, að það er verið að fela aðeins einu vott- unarfyrirtæki það ofurvald sem felst í því að ráða hverjir komast inn á markaðinn. Það er verið að hóta öllum, sem selt hafa afurðir sínar til þessara smásölukeðja, þar með talið Íslend- ingum, að henda þeim út gefi þeir sig ekki MSC á vald og þá um leið WWF, Alþjóðanáttúru- verndarsjóðnum, og Unilever, en MSC er skil- getið afkvæmi þeirra. Hvaða þjóð vill láta öfga- full náttúruverndarsamtök, sem hvað eftir Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er bara ágætis fiskirí hjá okkur og hefur verið að undanförnu. Við erum að taka svona tvö tonn í trossu að meðaltali og erum með upp í níu trossur. Annars er hann að spá einhverjum leiðindaskít núna næstu tvo til þrjá dagana svo ég legg ekki netin aftur í dag. Við kippum netunum alltaf með okkur í land ef það brælir,“ sagði Óli Björn Þorbjörnsson, skipstjóri og útgerð- armaður á Sigurði Ólafssyni SF, þegar Verið ræddi við hann á mið- unum í lok síðustu viku. Óli Björn var hógvær, þegar hann var úti að draga trossurnar og reiknaði með að vera kominn í land um kaffileytið. Það fór öðruvísi. Netin voru bunkuð af fiski og hann komst ekki í land fyrr en að áliðnu kvöldi með fullan bát af fiski. Þeir voru með yfir 40 tonn og svo mikið var fiskiríið að þegar bezt lét voru yfir þúsund fiskar í trossunni. Geri aðrir betur. „Það hefur rætzt vel úr vertíðinni en þetta fór voðalega seint af stað. Það er áberandi hvað lítið er af æti. Það vantar loðnu hérna á svæðið fyrir fiskinn að éta. Það litla sem er af loðnunni held ég að hvalurinn éti. Það er mikið af fiski hérna en hann er allur tómur. Línubátarnir hafa verið að fá mjög gott hérna dýpra og það er engin loðna í þeim fiski. Það segir manni að það sé eitthvað lítið af henni. Mikið af fiskinum, sem við erum að fá í netin er gal- tómt og það er ekki alveg eðlilegt ástand á þessum árstíma. Skötuselurinn er að verða meira áberandi í netunum en áður. Hann virðist vera genginn upp á grynnra vatn í meiri mæli en áður og við er- um að fá svona 200 kíló á dag af honum. Óhemja af hnúfubak Það er alltof mikið af hval hérna á þessum slóðum. Það er alveg óhemja af hnúfubak hérna og ef það er einhver glóra í alþingismönnum og sjávarútvegsráðherra á hann að gefa skotveiðileyfi á alla hvali sem eru hérna. Þeir eru í harðri sam- keppni við okkur. Það er allt búið að vera fullt af hnúfubak hérna síðan fyrsta loðnutorfan lét sjá sig. Það þarf að taka til í þessari hvala- fjölskyldu. Félagi minn var hérna á hand- færum um daginn og hann vissi ekki fyrr en einn hnúfubakurinn þurrkaði sig alveg við bátinn hjá honum. Það fór bara hrollur um hann. Við erum ægilega ósáttir við að ekki skuli vera tekið á þessu. Það er hægt að selja kjötið með því að fá innflutningsleyfi inn í Japan. Það er alveg skelfilegt hvað það er mikið af þessu hérna í kringum okkur og að enginn skuli mega nýta hvalinn. Nú er líka tækifæri til að sjá hvað hnúfubakurinn er að éta og hvað hann er að gera hérna. Ég held að Hafró ætti að skoða þetta.“ Vitlaust veður í janúar Hvar hafið þið verið með netin? „Við erum búnir að vera með net- in hérna fyrir utan Hornafjörð og á Hálsunum í allan vetur. Við byrj- uðum í janúar, en þá var afrakst- urinn lítill. Þá var alltaf vitlaust veður og við vorum mest með netin í bátnum. Síðan hefur þetta verið ágætis veiði. Fiskiríið var mjög gott fyrir páskana og sömuleiðis eftir þá. Hinir bátarnir eru vestur við Ing- ólfshöfða. Fiskurinn er ágætlega á sig kominn, þótt lítið sem ekkert sé í maganum á honum. Það er þó eins og stóra fiskinn vanti í þetta. Svo virðist sem svolítið sé af fiski hérna á þónokkuð stóru svæði. Við höfum verið með netin víða og það hefur alls staðar verið eitthvað að fá. Þetta er nokkuð góður fiskur, sex til sjö kílóa meðalvigt. Við leggjum svo upp hjá Bestfiski á Hornafirði þar sem fiskurinn er saltaður.“ Fara fljótlega á humar Hvað hefur hrygningarstoppið að segja fyrir ykkur? „Það plagar okkur lítið. Mér sýn- ist við vera að verða búnir með það, sem við megum veiða af þorski. Við eigum bara örfá tonn eftir óveidd. Nú má byrja að veiða humar og einn bátur landaði þar í vikunni. Hann var með um 40 kör af humri eftir sólarhringinn. Það er mjög gott. Ég geri ráð fyrir að við byrj- um á humrinum einhvern tímann í apríl,“ segir Óli Björn. Þrjár mílur eða fjórar eða sex! Í gildi eru reglur um að skip og bátar undir 29 metrum að lengd megi stunda togveiðar upp að þrem- ur mílum frá landi. Lengri bátar mega ekki fara nær en fjórar mílur og yfir vetrartímann verða lengri bátar að halda sig úti á sex mílunum úti af Hornafirði. Sigurður Ólafsson SF 44 er 31 metri að lengd og verð- ur því að halda sig utar en 29 metra bátarnir þótt þeir síðarnefndu séu miklu nýrri og mun öflugri togskip. Að vísu ræður afl aðalvélar einnig hve nálægt landi skipin mega fara, en aflvísir fjölmargra skipa hefur verið færður niður undanfarin ár, svo þau sleppi upp að þremur míl- unum. Hvað finnst Óla Birni um þetta? „Ég hef svo oft talað um þá vit- leysu að maður er eiginlega búinn að fá nóg. Við þurfum að fara á þessum litla og gamla bát úr fyrir sex mílur til að kasta trollinu yfir veturinn meðan hinir eru uppi á þremur mílum. Svo er verið að smíða nýja báta og þeir sniðnir að því að komast upp á þrár mílurnar. Ég þarf að vera utar á gömlum bát með litla vél, meðan nýju og öflugu bátarnir fá að vera nær landi. Þeir sem stjórna þessu virðast ekki vera starfi sínu vaxnir. Þetta er hreint og klárt óréttlæti því þessir nýju bátar eru ekkert annað en stórir og öfl- ugir togarar. Nýju, öflugu togbát- arnir fá að vera nær en gamall og lúinn bátur með litla vél sem er miklu afkastaminni. Hvers lags réttlæti er þetta,“ spyr Óli Björn og lái honum hver sem vill. Þúsund fiskar í trossuna Óli Björn á Sig- urði Ólafssyni SF 44 mokfiskar á Hálsunum og víðar utan við Hornafjörð Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Vinnslan Hann er flottur fiskurinn frá Óla Birni. Svo stór að þeir í Bestfiski verða að handflaka hann. Þaðan fer hann svo saltaður í svanga maga í Suður-Evrópu. Algjört lostæti. Báturinn Sigurður Ólafsson SF 44 hefur skilað sínu, enda áratuga gamall, en heldur þó áfram að fiska. Í HNOTSKURN »Fiskurinn er ágætlega á sigkominn þótt lítið sem ekkert sé í maganum á honum. Það er þó eins og stóra fiskinn vanti í þetta. »Félagi minn var hérna áhandfærum um daginn og hann vissi ekki fyrr en einn hnúfubakurinn þurrkaði sig al- veg við bátinn hjá honum. Það fór bara hrollur um hann. »Nýju, öflugu togbátarnir fáað vera nær en gamall og lú- inn bátur með litla vél, sem er miklu afkastaminni. Hvers lags réttlæti er þetta?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.