Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Þriðjudaginn 1. apríl kl. 9:00-13:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í 7. rannsóknaáætlun ESB N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttökugjald er 18.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til 31. mars 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Dagskrá: l Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB l Markmið og forgangssvið l Tegundir verkefnastyrkja l Hvernig á að finna samstarfsaðila l Mat á umsóknum l Undirbúningur og hugmyndir l Áætlanagerð l Umsóknarskrif Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Að loknum framsöguerindum verða veitingar í boði Útflutningsráðs Íslands. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Útflutningsráðs Íslands í síma 511 4000 eða með tölvupósti utflutningsrad@utflutningsrad.is Ársfundur Útflutningsráðs Íslands 2008 haldinn mánudaginn 7. apríl kl.15.00 til 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík Landvinningar íslenskrar verslunar Erindi Fundurinn er öllum opinn. Fundarefni: P IP A R • S ÍA • 8 06 39 Fundarsetning Valur Valsson, forma›ur stjórnar Ávarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisrá›herra Lars Egenäs – Deloitte, Svífljó› Gunnar S. Sigur›sson – Baugur Group Lárus Jóhannesson – 12 Tónar ÞVÍ var haldið fram í breska blaðinu Sunday Times í gær að þarlendir sparifjáreigendur væru farnir að taka út innistæður sínar á netreikn- ingum Landsbankans og Kaupþings vegna ótta við að íslenska banka- kerfið væri að hrynja. Sagði blaðið að Bretar hefðu í stórum stíl flutt peninga af Icesave reikningi Landsbankans og Kaup- thing Edge reikningnum og þaðan yfir á reikninga breskra banka. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri fjárstýringar Kaupþings, segir í samtali við Morgunblaðið að fréttin sé alröng hvað Kaupþing varðar, bankinn hafi ekki orðið var við neitt útflæði af reikningnum. Þannig hafi síðasta vika verið sú besta frá opnun Kaupthing Edge í Bretlandi. Hafa breytt innistæðum sínum Hjá Landsbankanum fengust þau svör að frétt Sunday Times gæfi ekki rétta mynd af þróuninni, eins og oft væri reyndin með fréttaflutning af Íslandi, og blaðið hefði ekki leitað upplýsinga hjá bankanum. Breskir sparifjáreigendur væru ekki að flýja Icesave, þvert á móti hefði umsókn- um verið að fjölga. Hins vegar væru sparifjáreigend- ur almennt að breyta innistæðum sínum meira frá opnum reikningum yfir í bundin innlán og einnig lækkað innistæður sínar nær þeim 35 þús- und sterlingspundum sem er sú fjár- hæð sem innlánatryggingu í Bret- landi nemur. Ekki borið á úttektum í Bretlandi Bretland Íslenskir bankar í vanda? ÞETTA HELST ... ● BRESKI fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem á m.a. stóra hlui í Exista og Kaupþingi, gagnrýnir í þar- lendum blöðum stjórnir versl- anakeðjunnar J. Sainsbury og kráa- keðjunnar Mitchells & Butlers fyrir að hafa ekki náð að hámarka verð- mæti þessara félaga fyrir hluthaf- anna. Gagnrýnir hann m.a. einstakar fjárfestingar og ákvarðanir stjórn- armanna. Er Tchenguiz sagður hafa tapað stórum fjárhæðum á fjárfest- ingum í félögunum en haft er eftir honum að hann ætli þó að halda bréfum sínum þar. Á hann 10% hlut í Sainsbury og 23% í M&B, auk 15% hlutar í hugbúnaðarfyrirtækinu SCi Entertainment. Er verðmæti þess- ara eigna hans talið hafa rýrnað um 700 milljónir punda, jafnvirði um 108 milljarða króna. Tchenguiz tapar stórt á breskum félögum ● FINNUR Ingólfsson var kjörinn nýr stjórnarmaður í Samvinnusjóðnum og Andvöku á aðalfundi þeirra á föstudaginn, en Þórólfur Gíslason gekk úr stjórnum félaganna. Finnur var jafnframt kjör- inn formaður stjórna félaganna tveggja. Í stjórnum fé- laganna sitja því nú auk Finns, Benedikt Sigurðarson, Guðsteinn Einarsson, Helgi S. Guðmundsson og Ólafur Friðriksson. Benedikt sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstöðu skila- nefndar vegna skipta Sam- vinnutrygginga sf. væri að vænta eftir um mánuð. Finnur kjörinn stjórnarformaður Finnur Ingólfsson ● EGLA, eignarhaldsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum og fleiri fjárfesta, hagnaðist um 4,3 milljarða króna á síðasta ári, en um 17 milljarða árið 2006. Eignir félags- ins hækkuðu um 37,5 milljarða á síðasta ári og námu 112 milljörðum í árslok en heildarskuldir jukust um 33 milljarða og námu 55,7 millj- örðum um síðustu áramót, þar af fyr- ir um 50 milljarða í evrum. Eigið fé jókst um 4,3 milljarða á árinu. Egla er skráð fyrir hlutum í þremur fé- lögum í kauphöllinni; í Kaupþingi (9,9%), Alfesca (39,7%) og Exista (0,5%). Fram kemur í ársreikningi að markaðsvirði þessara félaga hafi rýrnað um átta milljarða króna í eignasafni Eglu frá áramótum. Í til- kynningu til kauphallar segir að eig- infjárstaða Eglu sé sterk og félagið sé vel í stakk búið til að takast á við fjármálaumhverfið á þessu ári. Lækkanir í kauphöll hafa bitnað á Eglu ● SMÁRALIND ehf., félagið sem rekur samnefnda verslunarmið- stöð, hagnaðist um 156 milljónir króna á síðasta ári, borið saman við 238 milljóna hagnað árið áður. EBITDA-hagnaður nam 797 millj- ónum króna og jókst um 7,5% milli ára. Heildareignir Smáralindar námu 15,2 milljörðum króna í árslok og eigið fé nam 6,4 milljörðum. Gestum Smáralindar fjölgaði um 9% á síð- asta ári og samkvæmt tilkynningu til kauphallar er það næstmesta fjölg- un gesta milli ára frá opnun versl- unarmiðstöðvarinnar. Velta í versl- unum Smáralindar er einnig sögð hafa aukist. Þá kemur fram að bygg- ingu Norðurturnsins muni ljúka haustið 2009. Þar verða um 800 stæði í bílastæðahúsi á þremur hæðum en Norðurturninn verður tengdur Smáralind með tveggja hæða byggingu. Smáralind hagnaðist um 156 milljónir Gestum Smáralind- ar fjölgaði um 9%. ÞÝSKA fjármálaeftirlitið, BaFin, hefur samkvæmt frétt Spiegel reikn- að það út að tap banka og fjármála- stofnana á lausafjárkreppunni, sem hófst með vanskilum á ótryggum lánum í Bandaríkjunum, geti á heimsvísu numið um 600 milljörðum dollara. Það jafngildir um 46.800 milljörðum króna á núvirði. Hefur Spiegel komist yfir skýrslu frá BaFin sem sýnir þennan útreikn- ing, og fyrrnefnd tala er miðuð við verstu mögulegu niðurstöðu. Telja Þjóðverjarnir líklegri tölu, miðað við núverandi stöðu á mörkuðum, um 430 milljarða dollara, eða um 33.500 milljarða króna. Skýrslan telur einn- ig upp þær fjárhæðir sem fjármála- stofnanir hafa þegar gefið upp um afskriftir vegna lausafjárkreppunn- ar, eða alls um 295 milljarða dollara, og hlutur þýskra banka af þeirri fjár- hæð sé um 10%. Tap þeirra muni á endanum verða um 60 milljarðar dollara. Þá séu vogunarsjóðir, trygg- ingafélög og lífeyrissjóðir í hættu. Um 46.800 milljarða króna tap? Kreppa Milljarðarnir hafa fokið út um gluggann um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.