Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 16

Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 16
16 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM helgina hófst í Kópavogi nám- skeið Einars Vigfússonar í útskurði fugla og lýkur því í vikulok. Einar er þekktur fyrir útskurð sinn og marg- ir Íslendingar hafa sótt hann heim í Árborg í Manitoba en verk hans hafa verið seld víða um heim. Tilviljun Einar segir að sem ungur maður hafi hann oft málað í frístundum og draumurinn hafi verið að verða nátt- úrulífsmálari. Honum hafi þá verið bent á að ekki væri mikil framtíð í því og þess vegna hafi hann farið á námskeið í merkjagerð. Í kjölfarið hafi hann unnið við að búa til merki og skilti samfara búskapnum, en bú- skapurinn hafi verið hans helsta at- vinna. Hann hafi málað skilti fyrir bændur, málað merki á trukka, flug- vélar og allar stærðir og gerðir af bátum, allt frá litlum fiskibátum upp í stærri flutningaskip og ferjur sem Bátagerð Thorsteinsons í Riverton hafi smíðað. Hann hafi stundað þessa iðju í mörg ár en síðan að mestu leyti hætt henni. Að sögn Einars urðu kaflaskipti hjá honum 1984 þegar hann kynntist tveimur tréskurðarmönnum á sýn- ingu í Winnipeg. „Þegar ég kynntist þessari list og talaði við mennina vissi ég að ég yrði að læra útskurð,“ segir hann. „Ég heillaðist gersam- lega af fegurðinni og því hvað verkin voru eðlileg. Sem betur fer bauð annar þeirra mér að taka þátt í nám- skeiði sem hann hélt heima hjá sér. Við fórum síðan saman á framhalds- námskeið í Toronto og eitt leiddi af öðru. Þetta áhugamál mitt varð til þess að ég tók þátt í mörgum mótum í útskurði víðs vegar í Kanada og Bandaríkjunum. Á þessum ferðum kynntist ég mörgum tréskurðar- meisturum, sem sérhæfðu sig í út- skurði villtra dýra, og fór á marga góða fyrirlestra og námskeið, þar sem ég lærði mikið í þeirri tækni að skera út fugla, sem litu út eins og raunverulegir fuglar. Ég vann til margra verðlauna og árangurinn hélt mér við efnið. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um villt dýralíf, jafnt á heimaslóðum sem á Íslandi, og hef reynt að líkja eftir ýmsum stellingum fuglanna til að gera út- skurðinn áhugaverðari.“ Hápunkturinn á Íslandi Það er ekki beint hamagangur í Einari heldur heldur hann sig frekar til hlés og lætur verkin tala. Hann segir að skyndilega hafi verið mikill áhugi á útskurði sínum og þessi áhugi hafi orðið til þess að þau hjón- in, Rosalind og hann, hafi komið upp nokkurs konar safni á bænum. Það hafi orðið til þess að heimsóknum hafi fjölgað til muna og margir Ís- lendingar í ófáum rútum hafi verið þar á meðal. Jóna Höskuldsdóttir og Daníel Reynir Dagsson hafi verið í hópi gesta á undanförnum árum og þau hafi komið fyrsta námskeiðinu á hérlendis vorið 2006. Leikurinn hafi verið endurtekinn í fyrra og nú sé hann enn kominn í sömu erinda- gjörðum. „Þessi námskeið hafa verið mjög óformleg en sérstaklega gef- andi fyrir mig, því á þeim fæ ég tækifæri til að vera með og kynnast mjög áhugaverðu fólki og ekki skemmir fyrir að geta leiðbeint því á íslensku.“ Að þessu sinni verður himbrimi tekinn fyrir, en áður hefur Einar kennt handbrögðin við gerð ýmissa smáfugla. Fyrir níu árum sýndi Ein- ar fyrst verk sín hérlendis, fyrst í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, síðan í Háskóla Íslands og loks í Norræna húsinu. „Það þarf ekki að taka það fram að það var hápunktur lífs míns sem útskurðarmanns,“ segir Einar. Kennir Íslendingum útskurð fugla Morgunblaðið/Ómar Kennarinn og lærisveinarnir Nemendurnir á námskeiðinu með lærimeistaranum. Einar og Rosalind Vigfússon sitja lengst til hægri, en Rosalind kemur síðan aftur í sumar og þá með barnakór sinn frá Nýja Íslandi. Fuglager Nokkrir fuglar sem Einar Vigfússon hefur skorið út. Fremst er himbrimi sem á eftir að mála og nemendurnir hafa til hliðsjónar. Í HNOTSKURN » Einar Vigfússon hefur kenntíslenskum nemendum sínum að skera út músarindla, mar- íerlur, lóur í hálfri stærð og óð- inshana. » Einar hefur meðal annarskennt sonum sínum réttu handtökin í útskurði fugla. Einar Vigfússon frá Árborg í Mani- toba enn á ferð ÚR VESTURHEIMI Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes | Ásþór Ragnarsson skólasál- fræðingur og Dagný Hjálmarsdóttir hjúkr- unarfræðingur hafa haldið námskeið um uppeldi fyrir foreldra barna á leikskólaaldri og yngri grunnskólabarna. Námskeiðið sem heitir ,,Færni til framtíðar“ var upphaflega samið fyrir Miðstöð heilsuverndar í Reykja- vík en forsagan er að hjúkrunarfræðinga í ungbarnaeftirliti í Reykjavík vantaði upplýs- ingar um uppeldi barna vegna þess að margir foreldrar leituðu eftir því. Best ef báðir foreldrar fara saman á námskeið ,,Námskeiðin sjálf byggjast á Uppeld- isbókinni, sem var gefin út á ensku árið 2003 af ameríska sálfræðifélaginu og á ís- lensku af Skruddu 2004. Við fórum saman á tveggja daga námskeið haustið 2005 til að geta orðið leiðbeinendur og kennt efnið,“ segir Dagný. ,,Til að byrja með miðuðum við verðið á námskeiðunum við 6.000 kr. á mann og 9.000 kr. á par og renndum blint í sjóinn með það. Hins vegar kom strax í ljós að það er enginn grundvöllur fyrir svona námskeið á þessu verði. Það var engin að- sókn, fólki fannst þetta dýrt svo við sömd- um við vinnustaði okkar um að fá að gera þetta í vinnutímanum, þannig að nú tökum við bara 1.500 kr. sem er bara fyrir kostnaði og námskeiðsgögnum. Það má því segja að námskeiðin séu haldin á kostnað Heilsu- gæslustöðvarinnar og Borgarbyggðar,“ seg- ir Ásþór. Þau segjast vilja geta boðið upp á námskeiðin frítt, þannig að þetta verði bara hluti af fræðslu foreldra þegar börnin fara inn á leikskóla. ,,Í rauninni er fáránlegt að fá enga fræðslu þegar fólk eignast börn,“ segir Ás- þór og telur að enn eimi eftir af gamla tím- anum þegar fólk taldi færni til uppeldis meðfædda. ,,En það er auðvitað ekki þannig lengur því svo miklar breytingar hafa orðið, ekki bara samfélagslega, heldur fjöl- skyldulega.“ Þau segja að þegar fólk fái sér hund finnist því alveg sjálfsagt að fara á námskeið en öðru máli gegni þegar það eignist barn og margir eigi erfitt með að viðurkenna að þeir þurfi aðstoð við ala upp barnið sitt. Aðsóknin að námskeiðunum hef- ur verið hæg en hámarkið var fyrir jólin. ,,Já, þá skráðu sig fleiri en við mögulega gátum tekið, almennt tökum við 12-14 manns en það er algengt að hjón fari saman á námskeið og reyndar mælumst við til þess að báðir foreldrar fari, það skilar bestum árangri.“ Ásþór og Dagný segjast auglýsa nám- skeiðin annars vegar fyrir foreldra leik- skólabarna og hins vegar barna í 1.-3. bekk, en prófuðu síðast að keyra þetta saman. Námskeiðin eru haldin einu sinni í viku um fjögurra vikna skeið, tvo tíma í senn. Allt efni er á íslensku, það er pakki með glærum og verkefnum og svo býðst fólki að kaupa Uppeldisbókina. Það þarf að auka hrósið Námskeiðið er byggt á kenningum um at- ferlismótun (umbun, styrking, refsing) og atferlissálarfræði er grunnurinn. ,,Þetta eru hlutir sem margir vita en það þarf að skerpa á. Við erum alltaf að gleyma okkur og bregðumst öðruvísi við en við vildum. Fólk kafar í rauninni svolítið í sjálft sig á námskeiðinu, skoðar hvað það gerir og hvernig það bregst við ýmsum atvikum. Við erum svo oft upptekin af því hvað börnin gera en ekki að hugsa um hvað við gerum og hvernig við bregðumst við í mismunandi aðstæðum.“ Þau segja fólk gjarnan koma á námskeið með væntingar, t.d. ,,hvað er hægt að gera þegar barn gerir …? en þá sé málið að snúa þessu við og spyrja ,,hvað gerir þú?“ Þau segja foreldra t.d. spyrja hvort ekki sé í lagi að dangla í barn hafi það slegið fyrst, fólk haldi stundum að þá séu til einhverjar skyndileiðir að markmiðum. ,,Ef barn er búið að venja sig á ákveðna hegðun getur maður kannski stoppað hana með inngripi en það er ekki víst að barnið læri.“ Ásþór líkir þessu við að afbrotamaður sé tekinn úr umferð og læstur inni fyrir ranga hegðun en ekki sé þó víst að hann læri af því. Hann segir ennfremur að þeir sem hafi nýtt sér og hafi reynslu af atferl- ismótun trúi því að breyting eigi sér aldrei stað nema það sé eitthvað sem virkar hvetj- andi eða hamlandi. ,,Stundum eru foreldrar komnir í ógöngur og erfitt að gera sér grein fyrir því hvað það er nákvæmlega sem þarf að gera. Við hvetjum fólk til að skrá vand- lega niður hvað gerðist, hvað það er að hugsa því börn eru næm og skynja í öllu látbragði foreldranna hugsun þeirra. Barnið bregst við og stundum er maður að umbuna fyrir óæskilega hegðun. Þó að kalla megi námskeiðið almennt uppeldisnámskeið er líka komið inn á hegðunarvanda, t.d. að þjálfa foreldra til að takast á við erfiðleika, kenna barni að róa sig, kenna því sjálf- stæðan leik, leyfa börnum að læra að átta sig o.sv.frv. Eitt af því sem flestir foreldrar nefna sem nauðsyn til að vera gott foreldri er þolinmæði. Við bendum á að það þurfi að auka hrós, stundum þarf ekki einu sinni að segja neitt, heldur getur létt snerting eða augnatillit gert sama gagn. Oft fá börn eng- in viðbrögð þegar vel gengur og þau eru góð og þæg en einmitt þá þarf að styrkja hegðunina, ekki bara veita börnunum at- hygli þegar þau eru óþæg. Foreldrar gera 10 ára áætlun, halda áfram að vinna heima, við spyrjum hvernig viltu sjá barnið þitt eft- ir 10 ár, hvaða færni viltu að það hafi hvaða hegðun viltu að það sýni og hvað þarft þú að gera sem foreldri til þess að þetta tak- ist.“ Þau segja að námskeiðið hafi styrkt þau sjálf bæði persónulega og í starfi enda sé mikil sjálfsskoðun og styrking í að takast á við efnið. Dagný segist nýta þessar aðferðir í uppeldi sinna eigin barna en Ásþór segist ekki hafa verið sér meðvitandi um allt þetta þegar hans börn voru ung, nú æfi hann sig í afahlutverkinu. Næsta námskeið verður auglýst fljótlega og þau hvetja alla foreldra yngri barna til að koma og læra um uppeldi. Uppeldisnámskeið eru nauð- synleg foreldrum ungra barna Fræðsla Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og Dagný Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur vilja að foreldrar komi á námskeið um uppeldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.