Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 17

Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 17
|mánudagur|31. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Með það að markmiði að búa æ beturað hrossum er mannfólkið fariðað senda klárana sína í sund einsog kunnugt er og í margvíslegar aðrar „mannlegar“ meðferðir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er ein þeirra, hnykk- ingar önnur. Árborg Ragnarsdóttir hefur nuddað hesta með góðum árangri í rúman ára- tug en hún lærði hestanudd í Svíþjóð árin 1994-95 og hefur auk þess kynnt sér höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir hross. „Ég hef fyrst og fremst verið að nudda mín hross en það er alltaf einn og einn sem biður mig að taka hest í nudd,“ segir Árborg. Hún merkir mikla viðhorfsbreytingu síðan hún byrjaði að nudda hross og áhuga fyrir þessu úrræði fyrir hestaeigendur. „Það er alveg ótrúlegt, bara á þessum tíu árum. Fólk er farið að spá í hvernig hestinum líður, hér áður voru hross með vandamál kölluð vitleysingar og truntur en nú er hugsað út í af hverju þau bregðist svona við. Það er svo oft sem vanda- málin eru okkur manninum að kenna sem við getum lagað og ein leiðin til þess er nudd.“ Hún tekur við hrossum í hagagöngu og nudd á sumrin, sem hljómar einhvern veginn eins og að senda hestana í sveit; vinna, fræðsla og gott í gogginn! Árborg er lærður (manna)nuddari og sem hestamanneskja kviknaði áhuginn á því að yf- irfæra þekkinguna á hestana sem hún segir ekki hafa verið svo erfitt, vöðvarnir séu hinir sömu og fræðiheitin kunnugleg þótt kennt hafi verið á sænsku. Hún lærði hestanuddið í kunn- um alhliða nuddskóla, Axelson. „Þetta virkar svo ótrúlega á hestana! Ég er miklu meira í vöðvanuddi og teygjum heldur en höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.“ Í síðarnefndu meðferðinni sé næmi lykilatriðið þar sem hlustað sé á líkamann en ekki nuddað eins mik- ið. Sú aðferð gagnist sér aðallega til að komast að því hvað sé að hestinum. Tamningamenn vakandi fyrir vandamálum Að sögn Árborgar kemur fólk ekki mikið með hinn venjulega reiðhest til hennar í nudd, oftast sé um að ræða hesta sem fólk ætli sér eitthvað meira með. Mest segist hún fást við bakvandamál og algengast sé að hnakkar valdi því, þeir séu ýmist lélegir eða passi ekki hest- inum. Fólk sem leiti til sín sé oft með gamla hnakka sem meiði hrossin. Annars séu vanda- málin af ýmsum toga. Tamningamenn og aðrir atvinnumenn séu meira vakandi fyrir vanda- málum hjá hrossum og séu fljótir að finna ef eitthvað er að og taki því fyrr á vandamálinu. Þessari meðferð á hestum sinnir Árborg í hjáverkum en hún vinnur sem sjúkraliði á Hvammstanga en býr í Víðidalstungu 2 í Húnaþingi vestra. Gefa þarf hrossunum um þrjú skipti til þess að meta hvort meðferðin skili árangri eða ekki. „Oft er meinið þannig að það lagast þegar meðferð stendur yfir – eins og hjá okkur sjálfum – og svo tekur það sig upp aftur þegar maður hættir, af því að það er kannski skekkja í hryggjarlið. Stundum virkar þetta áfram en stundum virkar þetta ekki, það fer eftir hvað er að. Og ég veit ekki alltaf hvað er að,“ segir Árborg af hógværð. Þegar talað berst að samanburði á ólíkum meðferðum segir Árborg engan skaða geta orðið með nuddi sem geti gerst með hnykk- ingum. „Það eiga engir galdrar sér stað í nudd- inu og ég held að maður geti alltaf látið hross- inu líða betur með því. Mér finnst mjög gott þegar maður er að temja eða er með trippi sem er hrætt eða taugaveiklað hvað þau verða fljót að hleypa manni að sér þegar maður nuddar þau, náttúrlega ekki í fyrsta skipti en þegar þau vita orðið hvað maður er að gera eru þau orðnir vinir manns.“ Slæm járning eins og slæmir skór Hægt er að taka hestana í alnudd og tekur það um klukkutíma, án nokkurra átaka. Hest- anuddari veit hvaða staðir eru mest róandi og segist Árborg nota þá þekkingu óspart við meðhöndlun tamningatrippa. „Þá ferðu ekki í fæturna eða eyrun, þú byrjar hins vegar að strjúka yfir herðakambinn. Það er engin til- viljun þegar hross eru að kljást að þau koma einmitt við staðina þar sem virku nuddpunkt- arnir eru, t.d. á herðunum, hálsinum og við taglrótina.“ Hún hefur komist að þeirri áhugaverðu nið- urstöðu að röng líkamsbeiting knapa getur haft áhrif á hestinn. „Það getur verið fylgni á milli þess hvað er að hestinum og hvað er að knapanum. Knapi með mislanga fætur eða hryggskekkju fer að hafa áhrif á hvernig hest- urinn beitir sér ef hann ber alltaf sama mann- inn. Þegar hestur skekkir sig situr knapinn kannski þyngra hægra megin. Því er ágætt fyrir hann að spá í hvernig hann beitir lík- amanum.“ Þannig telur hún knapann geta ýtt undir að hestar verði missterkir. Merkilegt má telja að hún verður stundum vör við sama vandamál hjá fleiri en einum hesti hjá sama knapa og þá hefur fólk viðurkennt fyrir henni að það sé að „drepast í bakinu þarna megin“ eða „hafi verk niður í hægri fótinn“. Hún tekur hlæjandi undir tillögu um að sennilega sé snið- ugast að hún nuddi bæði mann og hest.Hesta- manneskjan Árborg ríður mikið út og temur líka en segist sleppa keppninni. „Ég hef ofsa- lega gaman af því að stunda frumtamningar, spá í hvernig hrossin hugsa og hvernig þeim líður. Hvernig hesturinn bregst við fer svo mikið eftir því hvernig maður nálgast hann og þetta nudd og strokur sem ég lærði hjálpa mik- ið við frumtamningarnar og við þjálfun.“ Það væsir ekki um hrossin hennar Árborgar því ef þau eru eitthvað spennt fá þau oft nudd. Þau og önnur íslensk hross geta hugsað sér gott til glóðarinnar því að mati hennar er ágæt fram- tíð í því að leggja fyrir sig hestanudd. Síaukin áhersla sé lögð á góða heilsu hestsins auk þess sem aðbúnaður hrossa í dag sé almennt góður. „Ég held að fólk hafi metnað til að láta hross- unum sínum líða vel,“ segir hún. Að hennar mati er mjög mikilvægt að sinna járningum vel og segir hún slæma járningu álíka fyrir hest- inn eins og slæma skór fyrir fólk. Blaðamaður stenst ekki mátið áður en hann sleppir Árborgu úr símanum og spyr út í sjald- gæft nafnið sem hún ber en hún á að því sem næst verður komist eina nöfnu – og hún er sveitarfélag. Reyndar heitir viðmælandinn Sigurlaug að fyrra nafni. „Maður fékk oft að heyra einhverja brandara um Árborg- arnafnið,“ segir Árborg grínfull að lokum. Hún segist ekkert leita að óþörfu á slóðir nöfnu sinnar, enda unir Árborg „eldri“ sér hvergi betur en í húnvetnsku hesthúsi. thuridur@mbl.is Og slaka á! Hljómur frá Staðarbakka í nuddi hjá Árborgu. Hún segir hrædd eða taugaveikluð hross fljót að hleypa manninum að sér við nudd og strokur. Spenntir hestar safni spennu t.d. í kjálka, rétt eins og við sjálf, og því mikilvægt að losa vel um það svæði. Eins spenni þeir taglið að sér. Gefa þarf hrossunum um þrjú skipti til þess að meta hvort meðferðin skili árangri eða ekki. Knapi og hestur með sama vandamálið Það er ekki bara mannfólkið sem þarf að hressa upp á heilsuna endrum og sinnum, hrossaskrokkar sem aðrir skrokkar geta látið undan í amstri dagsins. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir ræddi við Árborgu Ragn- arsdóttur sem nuddar hesta með góðum árangri. Það getur verið fylgni á milli þess hvað er að hestinum og hvað er að knapanum. Knapi með mislanga fætur eða hrygg- skekkju fer að hafa áhrif á hvernig hesturinn beitir sér ef hann ber alltaf sama manninn. Viðhorfsbreyting „Hér áður voru hross með vandamál kölluð vitleysingar og truntur en nú er hugsað út í af hverju þeir bregðist svona við. Það er svo oft sem vandamálin eru okkur manninum að kenna sem við getum lagað og ein leiðin til þess er nudd,“ segir Árborg Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.